Fréttablaðið - 13.08.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 13.08.2004, Blaðsíða 46
„Erum við í Kaliforníu?“ spyr leikarinn Björgvin Franz Gíslason þegar hann sest niður í góðviðrinu ásamt söngkonunni Guðrúnu Ár- nýju Karlsdóttur til að ræða við blaðamann um söngskemmtunina Harlem Sophisticate sem frum- sýnd verður í Loftkastalanum í kvöld. Guðrún Árný og Björgvin hafa lítið orðið vör við hitabylgj- una á undanförnum dögum því í vikunni hafa þau verið lokuð inni í leikhúsi á stífum æfingum hjá leikstjóranum Seth Sharp. „Við erum að skemmta okkur mjög vel enda er þetta alveg yndislegur hópur,“ segir Björgvin Franz og Guðrún tekur undir. „Söngvararn- ir sem koma frá Bandaríkjunum eru truflaðir. Það er eins og það sé einhver allt annar blær yfir rödd- inni hjá svörtum söngvurum en hjá okkur,“ en auk Seths Sharp taka þrír bandarískir söngvarar þátt í sýningunni. „Við Íslendingar höfum allt til alls,“ segir Björgvin, „en við get- um ekki státað af svörtum söngv- urum og þegar maður heyrir í þeim líður manni eins og maður sé kominn til útlanda. Maður spyr sig bara: „Hvaðan koma þessar raddir?“ og þarf sjálfur að hafa sig allan við til að standast saman- burðinn.“ Harlem Sophisticate er ekki hefðbundinn söngleikur á íslensk- an mælikvarða heldur söng- skemmtun þar sem talaður texti er í sögulegu lágmarki. „Þetta eru lög úr mörgum söngleikjum en nýr söguþráður hefur verið sam- inn. Við Björgvin leikum kærustupar sem kemur til Harlem til að meika það í leikhús- bransanum. Fyrst og fremst er þetta góð tónlist, fíflagangur og húmor þar sem litlu leikriti er komið til skila innan söngskemmt- unar.“ Björgvin Franz hefur átt óvenju viðburðaríka viku því auk frumsýningarinnar í kvöld var hann með Doors tribute-tónleika á Gauki á Stöng í gær. Í uppklapp- inu stóð fólk upp, öskraði og vildi heyra meira en í fyrradag mætti söngkonan Pink á svæðið og hlýddi á Björgvin. „Hún náði síð- ustu þremur lögunum og kynnti sig fyrir mér. Hún sagðist heita Alecia Moore og ég sagðist heita Franz til að vera ekkert að stríða henni á íslenska framburðinum. Ég ræddi aðeins við bassaleikar- ann hennar en svo fór hún bara í pool og var í góðum fíling ásamt fimm lífvörðum.“ Guðrún Árný og Björgvin eru spennt fyrir frumsýningunni í kvöld en sýningar á Harlem Sophisticate verða í kvöld og ann- að kvöld auk föstudags- og laugar- dagskvölds í næstu viku en eftir það halda bandarísku listamenn- irnir til sinna heimahaga.“ ■ ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Ben Bradshaw. Um eða yfir hundrað milljarða króna. Guðrún Dögg Guðmundsdóttir. Hvaðan koma þessar raddir? „Við viljum vekja heiminn til um- hugsunar með dansi. Málefnin sem við tökum á eru margvísleg svo sem jafnrétti, vímuefni, heimilisofbeldi og kynþáttahatur,“ segir Mona Sylvía Spencer, ein af dönsurum hópsins. Hópurinn er alþjóðlegur og koma ungmenni frá níu þjóðlöndum auk þess sem Mona rekur ættir sína til Írans. „Sex okkar eru saman í heima- vistarskóla í Tékklandi og þar kvikn- aði hugmyndin að koma alla leið til Íslands til að flytja boðskap okkar,“ segir Mona en hún hefur verið bú- sett undanfarin fjögur ár við nám í heimavistarskólanum í Tékklandi. Bahá’í er yngstu heimstrúar- brögðin og fjalla um einingu manns- ins, guðs og trúarbragða að sögn Monu en um 350 manns iðka þess trú hér á landi. „Trúarbrögðin eru ekki nema 160 ára gömul en við trú- um því að til sé boðberi fyrir hvert tímabil. Við trúum því á Jesú og Mú- hameð auk þess sem við trúum á Bahá’ullah.“ Dansarnir eru til túlkunar en jafnframt verður hópurinn með út- skýringar á dönsunum og málefnun- um jafnóðum. Hópurinn mun sýna í Hinu hús- inu í kvöld klukkan 19.30 á Blóm- strandi dögum í Hveragerði á morg- un, á Menningarnótt í Reykjavík og á Barnaspítala Hringsins. Einnig mega Reykvíkingar búast við að sjá hópinn í verslunarmiðstöðvum og á götum höfuðborgarsvæðisins við listasköpun sína. ■ 38 13. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR TÓNLIST SÖNGKONAN PINK ■ hlýddi á Björgvin Franz á Doors tribu- te tónleikum í fyrradag en næst er það Harlem Sophisticate. DANSSÝNING UNGMENNI FRÁ NÍU LÖNDUM ■ Vilja vekja heiminn til umhugsunar með dansi sínum. BJÖRGVIN FRANZ OG GUÐRÚN ÁRNÝ Harlem Sophisticate verður frumsýnt í Loft- kastalanum í kvöld í dag ÁTVR selur brennivín í barnafataverslun og á hárgreiðslustofu Gústi er íslenskur kærasti Pink Fróði var stórskuldugt fyrirtæki „Ég fór á Pink-tónleikana,“ segir sjón- varpskonan Elín María Björnsdóttir. „Og mér fannst æðis- legt. Ég hef alla tíð fílað Pink en það má segja að aðdá- un mín á henni fari vaxandi með hverju árinu. Ég hef ekki stúderað hana í kjölinn en fannst gaman að sjá hvað hún er skemmtileg, kraftmikil og frum- leg á sviði. Ég var náttúrlega afar hrifin af upphitunarhljómsveitinni og fannst þeir standa sig vel að ná upp stemningu í salnum,“ segir Elín en maðurinn hennar Hrafnkell hitaði upp fyrir Pink með hljómsveitinni Í svörtum fötum. „Ég fór ekki á 50 Cent en gerðist svo fræg að fara til London á Lenny Kravitz í sumar. Það var æðisleg upplifun, alveg sjúk- legt.“ „Ég fór á bæði Pink og 50 Cent,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, markaðsstjóri Græna ljóssins. „Ég skemmti mér betur á 50 Cent einfaldlega vegna þess að það var svo góð stemning í húsinu. Pink er kraftmikil söngkona en hún hlýtur að hafa verið eitthvað fúl því hún tók ekki einu sinni eitt aukalag. Það er alveg ótrúlegt með 50 Cent að einn plötu- snúður og þrír menn með míkrofón geti náð upp jafngóðri stemningu og þeim tókst í Laugardalshöll. 50 Cent er líka áhugavert fyrir- bæri. Það þekkja allir sögu hans og fólki finnst spenn- andi að sjá á sviði gangster sem hef- ur verið skotinn níu sinnum. 50 Cent tekur bak- grunninn með sér upp á svið, spilar byssuhljóð, fer úr að ofan og hnyklar vöðvana, sem greini- lega alveg svínvirkar. Lokaniðurstaðan er að Dr. Dre hlýtur að vera markaðs- og viðskiptasnillingur.“ | PINK EÐA 50 CENT? | Tvennir stórtónleikar voru í vikunni í Laugardalshöll og var fjölmenni á þeim báðum. Vekja Íslendinga til umhugsunar STEPS TO WORLD PEACEFerðast um heiminn og boða frið með dansi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.