Fréttablaðið - 14.08.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.08.2004, Blaðsíða 2
2 14. ágúst 2004 LAUGARDAGUR Eigin stofnfrumur græddar í einstaklinga hérlendis: Batavonir aukast talsvert HEILBRIGÐISMÁL Eigin stofnfrumur hafa verið græddar í sex einstak- linga hér á landi eftir lyfjameð- ferð við illkynja blóðsjúkdómum. Batavonir sjúklinganna hafa auk- ist talsvert við meðferðina, að sögn Vilhelmínu Haraldsdóttur, sérfræðings í lyflækningum og blóðsjúkdómum. Meðferðin hefur verið veitt hér á landi frá áramótum og er það til mikilla hagsbóta fyrir sjúk- linga, að sögn Vilhelmínu. Áður þurfti að senda sjúklingana til Svíþjóðar þar sem meðferðin var veitt. „Meðferðin gerir okkur kleift að gefa sjúklingum stærri lyfja- skammta en þeir gætu annars fengið,“ segir Vilhelmína. Stofn- frumunum er safnað saman áður en meðferðin er gefin, þær geymdar og að lokum gefnar til baka í enda lyfjameðferðar. „Þannig tryggjum við að í gang fari eðlileg blóðmyndun eftir lyfjameðferðina.“ Meðferðin er samvinnuverk- efni Blóðbankans og blóðlækn- ingadeildar Landspítala - há- skólasjúkrahúss. Heilbrigðis- ráðuneytið veitti í september leyfi til þess að meðferðin yrði veitt hér á landi en til þess þurfti meðal annars að bæta við tækja- búnað Blóðbankans. ■ HEILBRIGÐISMÁL Skurðaðgerðum á Landspítala fjölgaði á fyrri helm- ingi þessa árs og meðallegutími styttist. Heildarkostnaður við lyf er í samræmi við áætlun. Launa- kostnaður hefur lækkað. Rekstur LSH eftir hálft ár sýnir 109,5 milljónir umfram fjárheimildir tímabilsins eða 0,8%. Þetta kemur fram í rekstraruppgjöri spítalans fyrir janúar-júní, sem birt var í gær. „Ég er mjög ánægður með þetta,“ sagði Magnús Pétursson, forstjóri LSH. „Við erum að auka starfsemi spítalans með sama, jafnvel minna fjármagni, en á síð- asta ári. Við höfum rekið þennan spítala undanfarin fimm ár með sömu raunkrónum. Nú er að skila sér þetta puð sem menn hafa verið í við að halda aftur af út- gjöldum.“ Á síðustu tólf mánuðum hefur dagvinnustöðugildum á spítalan- um fækkað um 126 og vöktum verið fækkað. „Launatölur spítalans eru nú innan við hækkanir sem almennt gerast,“ sagði Magnús enn frem- ur. „Lyfjalistar, lyfjaútboð og að- hald á nýjum lyfjum eru aðgerðir sem hemja útgjöld. Þetta er að skila fínum árangri og ég er mjög ánægður með þessa útkomu.“ Samkvæmt rekstraruppgjör- inu fjölgaði skurðaðgerðum á LSH um 3,4% frá fyrra ári að meðtöldum dagdeildaraðgerðum á augum. Sú fjölgun skilar sér beint í fækkun á biðlistum eftir þjónustu spítalans. Hins vegar varð fækkun í hjartaþræðingum, kransæðavíkkunum og gangráðs- ígræðslum, en fjölgun í öðrum þáttum hjartalækninga. Þar eru biðlistar nánast búnir. Legudögum fækkaði um 7,0% og meðallegutími styttist úr 8,8 dögum í 8,1. Komum á göngu- deildir fjölgaði um 9,3% milli ára, en fækkaði um 2,1% á dagdeild- um. Aðeins tvö svið á spítalanum eru með 4% umfram áætlaðan kostnað. Það eru lyflækningasvið I með 6,9% og Rannsóknarstofnun LSH með 4,7% umfram áætlun. Sérstök úttekt var gerð á greiðslum launatengdra gjalda 2001-2004. Um er að ræða hækkuð mótframgjöld í séreignarlífeyris- sjóði og aukna þátttöku starfs- mana í þeim, svo og hækkun tryggingargjalds. Þessi gjöld hafa aukist jafnt og þétt á milli ára úr 17,32% í 19,41%. Þetta þýðir að spítalinn verður fyrir 340 millj- óna króna viðbótarkostnaði, „sem ekki hefur verið viðurkennt af stjórnvöldum,“ eins og segir í greinargerð með rekstrarupp- gjörinu. jss@frettabladid.is Forsetakosningar: Bush nýtur mests fylgis WASHINGTON, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti nýtur mests fylgis meðal kjósenda, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Skiptir þá engu hvort bara sé spurt um hann og John Kerry, frambjóðanda demókrata, eða þá tvo og óháða frambjóðandann Ralph Nader. Sé bara valið milli Bush og Kerry fengi Bush 50 prósent at- kvæða samkvæmt nýrri Gallup- könnun en Kerry 47 prósent. Sé hins vegar einnig spurt um Nader fengi hann þrjú prósent, Kerry 46 prósent og Bush 48 prósent at- kvæða. ■ „Jú, þetta eru auðvitað meðmæli með íslenskum landbúnaði. Við vitum að grasið okkar er hollast.“ Drífa Hjartardóttir er formaður landbúnaðarnefndar Alþingis. Bandaríski tónlistarmaðurinn 50 Cent hélt tónleika í Laugardalshöll 11. ágúst og sagði þá við áhorfendur: „A Íslandi er besta gras í heimi!“ SPURNING DAGSINS Drífa, eru þetta ekki meðmæli með íslenskum landbúnaði? Umferðarslys: Fékk aðsvif undir stýri LÖGREGLA Maður á níræðisaldri var fluttur á slysadeild með meiðsl á höfði og brjóstkassa í gær eftir að hann ók á ljósastaur á Hofsvalla- götu rétt austan við Víðimel. Ökumaðurinn var einn í bílnum. Hann var með meðvitund þegar lögregla og sjúkrabíll komu á stað- inn. Hann sagðist hafa fengið aðsvif undir stýri. Bíllinn skemmdist mik- ið og var fluttur af slysstað með dráttarbíl. ■ VILHELMÍNA HARALDSDÓTTIR Sérfræðingur í lyflækningum og blóðsjúk- dómum segir til mikilla hagsbóta fyrir sjúk- linga að veita stofnfrumumeðferð hérlendis. Sparnaðurinn er að skila sér Sparnaðaraðgerðir á Landspítala - háskólasjúkrahúsi eru farnar að skila sér, samkvæmt rekstraruppgjöri fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Starfsemi hefur aukist en stöðugildum og vöktum hefur fækkað. LANDSPÍTALI - HÁSKÓLASJÚKRAHÚS Rekstraruppgjör eftir fyrstu sex mánuði ársins gefur til kynna að sparnaðaraðgerðir þær sem verið hafa á spítalanum að undanförnu séu farnar að skila sér. Á FJÁRÖFLUNARSAMKOMU Bush og Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri í Kaliforníu voru saman á fjáröflunarsam- komu í Kaliforníu. Leit að stúlku: Fannst í heita pottinum LÖGREGLA Leit hófst að sjö ára stúlku í Nauthólsvík um miðjan dag í gær. Faðir stúlkunnar hafði farið og fengið sér gosglas á Kaffi Naut- hól. Þegar hann kom aftur fann hann ekki dóttur sína og hringdi í neyðarlínuna. Strax var sett af stað leit að stúlkunni og til stóð að fá þyrlu Landhelgisgæslunnar til aðstoðar þegar stúlkan fannst heil á húfi í heita pottinum í víkinni. ■ Yfirmaður Ísraelshers: Mega missa Gólanhæðir JERÚSALEM, AP Öryggi Ísraels yrði ekki stefnt í voða þó að Ísraels- menn létu Gólanhæðir af hendi til Sýrlands, að mati yfirmanns ísra- elska heraflans, en hingað til hafa Ísraelsmenn sagt Gólanhæðir vera ómissandi fyrir varnir landsins. Þeir hertóku hæðirnar árið 1967 og innlimuðu þær árið 1981. Síðustu samningaviðræður milli landanna fóru fram 2000. Kröfðust Sýrlendingar þess að Ísraelsmenn drægju herafla sinn til baka frá hæðunum en því var hafnað. Yfirmaður heraflans segir frið við Sýrland skipta meira máli fyrir öryggi landsins en hæðirnar. UMFERÐARSLYS Ökumaður var fluttur á slysadeild með meiðsl á höfði og brjóstkassa. ÚRSKURÐAÐ UM FANGA Fjórir fanganna í Guantanamo urðu í gær þeir fyrstu til að vera formlega skilgreindir sem óvinavígamenn. Herréttur kvað upp úrskurð sinn sem er ekki hægt að áfrýja. Mál 25 annarra fanga eru til meðferðar. SEGIR AF SÉR VEGNA FRAMHJÁ- HALDS James E. McGreevey, ríkis- stjóri í New Jersey, hefur sagt af sér eftir að upp komst að hann hélt framhjá konu sinni með öðrum manni. Demókratinn McGreevey hyggst láta af embætti í nóvember en repúblikanar vilja að hann hætti strax. ■ ÚTGÁFA Í dag hefur göngu sína í Fréttablaðinu vikulegur dálkur frá Vísindavef Háskóla Íslands. Vísindavefurinn birti um árabil efni í Lesbók Morgunblaðsins en í sumar tókust samstarfs- samningar milli forráðamanna hans og Fréttablaðsins. Þor- steinn Vilhjálmsson, prófessor og aðalritstjóri Vísindavefsins, segist binda góðar vonir við samstarfið. „Þetta sýnir áhuga Frétta- blaðsins á vísindum og nútíma upplýsingamiðlun. Vinsældir Vísindavefsins hafa verið miklu meiri en nokkur þorði að vona. Aðsóknin sýnir að fólk er mikið að pæla í alheiminum, hugvísind- um, trúarbrögðum og almennt í umhverfi sínu í víðu samhengi,“ segir Þorsteinn. Vísindavefurinn hefur verið starfræktur frá ársbyrjun 2000. Þar er nú að finna um 4.400 svör um allt milli himins og jarðar en að jafnaði bætast við milli 10 og 20 ný svör vikulega. Dálkur Vísindavefsins er á blaðsíðu 27. ■ Nýr efnisþáttur: Vísindavefur HÍ til liðs við Fréttablaðið VISKUBRUNNUR Um það bil 4.400 svör er að finna á Vísindavef HÍ. ■ BANDARÍKIN FR ET TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ET TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.