Fréttablaðið - 14.08.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.08.2004, Blaðsíða 4
VEÐUR Methiti mældist víða á Vest- fjarðakjálkanum í gær þegar hita- bylgjan lét til sín taka. 26 stiga hiti mældist á Litlu-Ávík á Strönd- um og 24,3 stiga hiti í Bolungar- vík, að sögn Þorsteins V. Jónsson- ar veðurfræðings. Hlýrra var fyrir norðan en sunnan heiða að sögn Þorsteins og fór hitinn hæst í 28,5 stig á Reykj- um í Fnjóskadal. Hlýtt var einnig í veðri á Akureyri, þar sem hitinn komst hæst í 24 stig í gær. Þoka gerði vart við sig suðvest- anlands í gær, meðal annars á höf- uðborgarsvæðinu, og undir kvöld voru þokubakkar einnig farnir að láta sjá sig fyrir utan Austfirði. Horfur eru á ágætu veðri fram undan þrátt fyrir að hitabylgjan sem leikið hefur um landsmenn síðustu dagana sé í rénun, að sögn Sigurðar Þ. Ragnarssonar veður- fræðings. Sigurður á enn von á góðviðri í dag en býst við að á sunnudag taki venjulegra veður við. Horfurnar séu þó í sjálfu sér mjög góðar, hægviðri eða hafgola og víða bjart með köflum. Besta helgarveðrinu býst Sigurður við austan- og suð- austantil á landinu. Ekki er búist við meiriháttar úrkomu í næstu viku. „Búast má við stöku síðdegisskúrum á sunn- anverðu landinu á sunnudag og hugsanlega lítilsháttar úrkomu sunnan- og vestantil á mánudag,“ segir Sigurður. „Þetta verður þó minniháttar úrkoma ef fer sem horfir.“ Óvenju þung umferð var í báð- ar áttir frá Reykjavík, að sögn lögreglunnar í Borgarnesi og á Selfossi. „Umferðin dettur venju- lega niður strax eftir verslunar- mannahelgina,“ segir Grímur Hergeirsson, varðstjóri á Sel- fossi. „Í ár virðast menn hins veg- ar vilja bæta einni ferðahelgi við vegna góða veðursins.“ helgat@frettabldid.is 4 14. ágúst 2004 LAUGARDAGUR STJÓRNMÁL „Pólitískt ofstæki Gunn- ars hefur kostað Kópavogsbúa 50 til 60 milljónir,“ segir Flosi Eiríksson, oddviti Samfylkingarinnar í Kópa- vogi, í framhaldi af því að Reykja- víkurborg synjaði Kópavogsbæ að leggja vatnsleiðslu yfir sitt land. Í Fréttablaðinu í vikunni lýsti Gunnar I. Birgisson synjuninni sem árás Val- hallar á sjálfstæðismenn í Kópavogi. Flosi segir að þegar bæjarráð Kópavogs hafi fellt samning um vatnsverð þar sem bærinn átti að greiða 8,36 krónur fyrir rúmmetrann af köldu vatni árið 1995 hafi það kost- að bæjarbúa tæpar 53 milljónir. Mál- ið hafi farið í mat hjá dómskvöddum matsmönnum sem gerðu Kópavogs- búum að greiða 11,69 krónur fyrir rúmmetrann. Nær hefði verið að ganga til samninga líkt og Garðabær og Seltjarnarnes gerðu. Flosi segir að frá árinu 1996 hafi forystumenn bæj- arins aldrei óskað eftir formlegum viðræðum við Orkuveitu Reykjavík- ur. „Yfirlýsingar oddvita Sjálfstæðis- flokksins í Kópavogi að undanförnu um að aldrei verði samið við Orku- veituna meðan R-listinn fer með stjórn borgarinnar hafa gefið tilefni til að efast um að hagsmunir bæjar- búa séu honum efst í huga,“ segir Flosi. ■ Ung kona: Fannst látin ANDLÁT Ólöf A. Breiðfjörð Guð- jónsdóttir, sem lögreglan í H a f n a r f i r ð i lýsti eftir í vik- unni, fannst í fyrrakvöld lát- in við Hvítá á móts við bæinn Kópsvatn í Hrunamanna- hreppi. Ólöf var fædd árið 1974 og var til heim- ilis að Lyngmóum 11 í Garðabæ. Hún lætur eftir sig tveggja ára son. ■ Útiborð: Leyfð til tíu KAFFIHÚS Leyfi kaffihúsa til þess að þjóna til borðs utandyra verður hugsanlega framlengt til klukkan hálf tólf að kvöldi á sumum stöðum en endurskoðun vinnureglna stend- ur yfir. Útiborð hafa hingað til að- eins verið leyfð til klukkan tíu. Að sögn Samúels Marteins Karlssonar, starfsmanns lögregl- unnar, hefur verið sótt um leyfi fyrir útiborð til klukkan hálf tólf. Við endurskoðun reglnanna verði þó að taka tillit til margra þátta, til að mynda nágranna, aðgengis og brunavarnamála. ■ Á að fella niður vinnu vegna veðurblíðunnar? Spurning dagsins í dag: Á einhver Íslendingur eftir að vinna til verðlauna á Ólympíuleikunum í Aþenu? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 30,8% 69,2% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Hlýtt á hálendinu: Fólk staldrar lengur við VEÐUR Mjög hlýtt hefur verið á há- lendinu síðastliðna viku eins og á flestum stöðum á landinu. „Hér á Hveravöllum hefur verið sól og blíða alla vikuna og steikjandi hiti,“ segir Erla Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Hveravallafélagsins. Erla segir umferðina um hálend- ið þó ekki hafa aukist verulega vegna veðursins. „Þetta hefur verið svipað og venjulega,“ segir Erla. „Fólk gerir venjulega áætlanir um ferð á hálendið með nokkrum fyrir- vara og heldur sig við þær.“ Að sögn Erlu er fólk þó rólegt í tíðinni í blíðviðrinu og staldra leng- ur við til þess að njóta veðursins. ■ Flosi Eiríksson, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi: Pólitískt ofstæki hefur kostað tugi milljóna FLOSI EIRÍKSSON Flosi segir pólitískt ofstæki Gunnars I. Birgis- sonar hafa kostað Kópavogsbúa 53 milljónir. ÓLÖF A. BREIÐ- FJÖRÐ GUÐJÓNS- DÓTTIR ÚTIBORÐ Mega aðeins vera úti til klukkan tíu en tillaga þess efnis að þau verði leyfð til klukkan hálf tólf er í vinnslu. Ítalskur sendiboði í Líbíu: Sporna við innflytjendum RÓM, AP Ítalskur sendiboði mætti á fund líbískra yfirvalda til að ræða vanda vegna ólöglegra innflytj- enda. Talið er að um tvær milljón- ir manna reyni að komast til Ítalíu á ólöglegan hátt. Árlega reyna þúsundir manna að fara sjóleiðis til Ítalíu frá Líb- íu, oftar en ekki á illa útbúnum skektum, og drukkna margir á leiðinni. Fyrr í vikunni kom ítalska strandgæslan 70 manns á litlum bát til bjargar. Sagði fólkið að margir félagar þess hefðu dáið á leiðinni og verið varpað út- byrðis. ■ VEÐUR „Ein óvenjuhlý vika hefur ekki önnur áhrif á jöklana en það sem árnar bera fram í þeirri viku,“ segir Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræð- ingur á Veðurstofu Íslands. „Hins vegar hafa síðustu ár verið talsvert miklu hlýrri en árin þar á undan og þau hlýindi valda því að allir jökul- sporðar á landinu eru að hopa.“ Tómas segir vaxandi vatns- rennsli frá jökulánum á sumrin og að jöklarnir minnki býsna hratt haldi áfram að hlýna svipað og verið hefur. „Rennsli margra jökul- áa nærri jöklunum gæti þannig vaxið um fjórðung einungis á nokkrum áratugum,“ segir Tómas. „Jöklarnir yrðu þá að mestu leyti horfnir eftir tvö hundruð ár.“ „Yfirborð sjávar hitnar auk þess sem sjávarhiti getur hækkað mjög nærri landi í hitabylgjum,“ segir Steingrímur Jónsson, haffræðingur á Hafrannsóknastofnuninni. „Lang- tímaáhrif hitabylgju eru þó lítil enda frekar þannig að sjórinn hafi áhrif á veðrið en öfugt.“ Steingrím- ur segir áhrif hitabylgjunnar á fiskistofna hverfandi. ■ Mannrán í Írak: Sleppt að kröfu al-Sadr BASRA, AP Þrjátíu vopnaðir Írakar, sumir klæddir sem lögreglumenn, ruddust í gær inn á hótel í borginni Basra og höfðu á brott með sér breskan blaðamann að nafni James Brandon og hótuðu að drepa hann. Honum var hins vegar sleppt skömmu síðar eftir að sjíaklerkur- inn Muqtada al-Sadr krafðist þess að gíslatökumennirnir slepptu honum. Byssumennirnir skutu að Brandon er hann reyndi að flýja og lömdu hann síðan áður en þeir námu hann á brott, að sögn hótel- eigandans. ■ BUSLAÐ Í GÓÐA VEÐRINU Íbúar höfuðborgarsvæðisins notuðu ýmsar leiðir til að kæla sig niður í hitabylgjunni í vikunni. Þremenningarnir í Grasagarðinum í Laugardal skvettu hver á annan til þess að verjast hitanum. HITABYLGJAN KOMIN TIL AKUREYRAR Systkinin Rakel, Rut, Daníel og Mikael Matthí- asarbörn voru að leika sér saman á syðri Brekkunni í góða veðrinu á Akureyri í gær. M YN D /G U N N AR E R N IR B IR G IS SO N Hitamet sett á Vestfjörðum Methiti mældist víða á Vestfjarðakjálkanum í gær og fór hitinn í 26 stig á Ströndum. Hlýrra var norðan en sunnan heiða. Veðurhorfurnar fram undan eru ágætar þrátt fyrir að hitabylgjan sé í rénun. Áhrif langvarandi hlýinda: Jöklarnir hopa hratt SÓLHEIMAJÖKULL Allir jökulsporðar sem fylgst er með hafa hopað síðustu ár. Slíkt hefur ekki gerst síðan á fjórða áratug síðustu aldar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /O D D U R SI G U RÐ SS O N LAUS ÚR HALDI Brandon með samstarfsmanni al-Sadr. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.