Fréttablaðið - 14.08.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.08.2004, Blaðsíða 6
6 14. ágúst 2004 LAUGARDAGUR BRUNI „Við vorum á efri hæðinni og heyrðum þegar rúða sprakk um klukkan sjö. Okkar fyrstu við- brögð voru að hringja á slökkvi- liðið og forða okkur út,“ segir Ást- valdur Guðmundsson, eigandi raðhúss í Brekkubæ í Árbæ þar sem eldur kom upp snemma í gærmorgun. Ástvaldur segir að sér og konu sinni sé vitanlega mjög brugðið eftir brunann. Eldurinn kviknaði út frá gasgrilli á svöl- um hússins og sprakk rúðan sem grillið stóð undir. Ástvaldur seg- ir þau hjónin hafa komist út úr húsinu við greiðan leik og að hvorugt þeirra hafi beðið skaða vegna brunans. Ástvaldur, bróðir hans og son- ur voru ásamt verktökum á veg- um tryggingafélagsins við fram- kvæmdir í húsinu í gær og gekk verkið vel. Hann segist þó ekki vita hvenær þau hjónin geti flutt aftur í húsið, það verði að koma í ljós. „Við höfum engar áhyggjur af því, það skemmdust bara dauð- ir veraldlegir hlutir sem verða lagaðir,“ segir Ástvaldur. „Einn af mínum starfsmönnum sem var á leið í vinnu sá reykinn og hringdi inn á sama tíma og aðr- ar tilkynningar bárust. Hann fór strax á staðinn og var kominn inn í húsið töluvert á undan útkalls- sveitinni frá Tunguhálsi. Hann leiðbeindi fólkinu út, það var kom- inn töluverður reykur inn í stof- una á þeim tíma,“ segir Jón Viðar Matthíasson aðstoðarslökkviliðs- stjóri. Jón Viðar segir mikið tjón hafa verið utan dyra og talsvert innan dyra. Eldurinn hafi þó aðal- lega verið utan dyra. Tuttugu slökkviliðsmenn voru á staðnum og gekk slökkvistarf greiðlega fyrir sig. Losa þurfti þakplötur þar sem eldurinn náði að festa sig í þakkant hússins. Þá náðist að af- stýra því að eldurinn bærist í næstu hús. Jón Viðar segir að þetta hafi ekki verið fyrsta útkallið þar sem rúða hafi sprungið vegna gas- grills. Hann varar fólk við því að vera með grill svona nálægt glugga því um leið og rúðan sé farin eigi eldur og reykur mun greiðari leið inn í hús. Ekki þurfi endilega að vera eldur í grillinu til að rúða springi heldur geti hitinn einn verið nóg. hrs@frettabladid.is Indónesískur herforingi: Sýknaður af manndrápum JAKARTA, AP Mannréttindadómstóll í Indónesíu hefur dæmt yfirmann sérsveita landsins saklausan af ákærum um að bera ábyrgð á dauða meira en tuttugu mótmælenda fyr- ir tuttugu árum síðan. Mannréttindasamtök í Indó- nesíu fordæmdu úrskurðinn en dómarinn í málinu sagði saksókn- ara ekki hafa sýnt fram á að Sri- yanto Muntrasan hershöfðingi hefði gefið skipun um drápin og þau gætu ekki flokkast undir mann- réttindabrot þar sem þau voru ekki skipulögð fyrir fram. Muntrasan var yfirmaður sér- sveita sem skutu að hópi mótmæl- enda árið 1983 með þeim afleiðing- um að minnsta kosti 23 létust. ■ GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 71,04 -0,08% Sterlingspund 129,21 -0,84% Dönsk króna 11,66 -0,61% Evra 86,70 -0,57% Gengisvísitala krónu 120,97 -0,37% KAUPHÖLL ÍSLANDS - HLUTA- BRÉF Fjöldi viðskipta 342 Velta 1.656 milljónir ICEX-15 3.201 0,49% MESTU VIÐSKIPTIN Össur hf. 504.891 Actavis Group hf. 291.607 Opin Kerfi Group hf. 210.329 MESTA HÆKKUN Samherji hf. 8,33% Grandi hf. 4,65% Kaldbakur hf. 4,49% MESTA LÆKKUN Bakkavör Group hf. -1,89% Össur hf. -1,27% Kaupþing Búnaðarbanki hf. -0,24% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ * 9.801,3 -0,14% Nasdaq * 1.754,4 0,11% FTSE 4.301,5 -0,61% DAX 3.647,0 -0,30% NIKKEI 10.757,2 -2,46% S&P * 1.062,1 -0,02% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 VEISTU SVARIÐ? 1Hvað heitir norski bankinn sem Ís-landsbanki er að kaupa? 2Hvaða tímamótum fagnaði TvíhöfðiSigurjóns Kjartanssonar og Jóns Gnarr í gær? 3Hvernig fór fyrri leikur FH og skoskaliðsins Dunfermline? Svörin eru á bls. 22 SRIYANTO MUNTRASAN Fagnaði ákaft en mannréttindasamtök fordæmdu úrskurðinn. Heyrðu rúðuna í stofunni springa Hjón forðuðu sér út eftir að eldur í gasgrilli læsti sig í íbúð þeirra. Að- stoðarslökkviliðsstjóri segir þetta ekki vera fyrsta útkallið þar sem rúða springi vegna gasgrills. Best sé að geyma grill ekki undir glugga. ELDSVOÐI Í BREKKUBÆ Jón Viðar Matthíasson aðstoðarslökkviliðsstjóri segir mikilvægt að fólk geymi gasgrill ekki undir glugga því hús springi auðveldlega við hita. Heimilisfólk gaf leyfi til að nota myndir af ummerkjum öðrum til forvarnar og kann slökkviliðið því bestu þakkir fyrir. LÖGÐU HALD Á 67 KÍLÓ Búlgarska lögreglan handtók þrjá og lagði hald á 67 kíló af heróíni þegar hún stöðvaði bíl við landa- mærin að Serbíu og Svartfjalla- landi. Það sem af er árinu hafa búlgarskir lögreglumenn lagt hald á hátt í hálft tonn af heróíni. ■ EVRÓPA Efnahagur í Japan: Hagvöxtur miklu minni TÓKÝÓ, AP Verð á hlutabréfum í Japan hrundi í gær í kjölfar frétta um hagvöxt í landinu. Búist hafði verið við kröftugum vexti og höfðu hagfræðingar talið að hann yrði 4,2 prósent á ársgrundvelli. Niðurstaðan er hins vegar 1,7 prósenta hagvöxtur. Þetta varpar skugga á vonir margra um að jap- anskt efnahagslíf sé að ná sér upp úr margra ára lægð. Gengi japanska jensins lækk- aði einnig gagnvart Bandaríkja- dal í kjölfar tíðindanna. ■ NAJAF, AP Bandaríkjamenn og íraskar öryggissveitir gerðu hlé á áhlaupi sínu á fylgsni sjíaklerksins Muqtada al-Sadr í írösku borginni Najaf í gær á meðan erindrar bráðabirgða- stjórnarinnar í Írak og fylgismenn klerksins reyndu að semja um vopnahlé. Átök hafa staðið yfir í Najaf, helgri borg sjíamúslima, í níu daga og er mannfall mikið. Al-Sadr særðist þegar hann varð fyrir sprengjubrotum í árás Bandaríkjamanna í gærmorgun en sár hans voru ekki sögð alvar- leg. Allt var með kyrrum kjörum í Najaf í gærkvöld og hvorki bandarískar né íraskar hersveitir sjáanlegar á götunum. Bandaríkjamenn halda borginni þó í herkví og fylgismenn al-Sadrs hreiðra um sig í helgustu hlutum borgarinnar. Sjíamúslimar um gerv- allt Írak mótmæltu árásunum á Najaf í gær og þúsundir söfnuðust saman fyrir utan sendiráð Banda- ríkjanna í Bagdad. Al-Sadr krefst þess að Banda- ríkjamenn dragi lið sitt frá Najaf og sleppi liðsmönnum hans úr haldi. Gegn því ætlar hann að af- vopna sveitir sínar og stöðva átök- in af sinni hálfu. Viðræðurnar eru sagðar alvarlegar og jákvæðar en afar erfiðar. ■ Hlé á átökum í Najaf: Særður og vill semja SKRIÐDREKUM BEITT Hernaðarmáttur Bandaríkjamanna leyndi sér ekki við áhlaupið í Najaf. TEKINN AF LÍFI Fylgismenn sjíaklerksins al-Sadrs tóku landa sinn í írösku öryggissveitunum af lífi eftir að hafa bundið hendur hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.