Fréttablaðið - 14.08.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.08.2004, Blaðsíða 8
Hækkun olíuverðs bitnar á neytendum Neytendur munu finna fyrir óbeinum kostnaði vegna mikillar hækkun- ar olíuverðs. Það bætist ofan á hækkun bensíns. Áhrif af háu olíuverði eru þó minni hér en víða erlendis. OLÍUVERÐ Hækkun olíuverðs hefur minni bein áhrif á neytendur á Ís- landi en víða annars staðar. Áhrifin á atvinnustarfsemi eru hins vegar svipuð. Kostnaðarauki lendir á end- anum á neytendum. Olíuverð á heimsmarkaði hefur haldið áfram að rísa á síðustu vikum og hefur aldrei verið hærra í Banda- ríkjadölum talið þótt engin met hafi verið slegin sé tillit tekið til verð- bólgu. Samt sem áður hafa efnahags- sérfræðingar víða um heim áhyggj- ur af þróun mála. Á föstudaginn var verð hráolíu rúmlega 45 dalir á tunnuna. Hið háa verð er talið afleiðing óvissu um þró- un stjórnmálaástandsins í Mið-Aust- urlöndum en aðgerðir skattayfir- valda gegn rússneska fyrirtækinu Yukos auka einnig á áhyggjur fjár- festa. Hækkun olíuverðs skilar sér til íslenskra neytenda í formi hærra bensínverðs. Þetta er þó ekki endi- lega alvarlegasta afleiðing þróunar- innar. Björn Rúnar Guðmundsson hjá greiningardeild Landsbanka Íslands segir bensínverð ekki vega mjög þungt í neysluverðsvísitölunni og að olíuverð hafi ekki jafn mikil áhrif í íslensku efnahagslífi og víða annars staðar. „Áhrifin af svona hækkun á olíu á almennt verðlag eru heldur minni hér á landi en víðast hvar erlendis vegna þess að við erum ekki með olíu í húsahitun. Það eru frekar þessi áhrif á atvinnulífið sem eru svipuð hér og annars staðar;“ segir hann. Að sögn Björns Rúnars eru áhrif- in mest á útgerðarfyrirtæki og félög sem starfa í f l u t n i n g u m með vörur og fólk. „Þetta er algjört lykil- hráefni í þess- um vestrænu hagkerfum þannig að iðnaðarfram- leiðslan er mjög viðkvæm fyrir olíu- verði. Það er fátt sem er eins mikil- vægt fyrir skammtímaþróunina eins og olíuverðið,“ segir Björn Rúnar. Á móti hækkun olíuverðs vegur að íslenska krónan er sterk um þess- ar mundir og Bandaríkjadalur veik- ur. Þetta þýðir að dalurinn er ódýr en öll viðskipti með olíu fara fram í þeim gjaldmiðli. „Mér sýnist til skamms tíma að sveiflurnar á olíuverði séu meiri en í genginu. Þó svo að þetta geti lagst á báðar hliðar eins og það hefur kannski gert upp á síðkastið,“ segir Björn Rúnar. thkjart@frettabladid.is BORPALLUR Á NORÐURSJÓ Óvissa um olíuframleiðslu í Rússlandi veldur hækkunum á olíu- verði á heimsmarkaði. BJÖRN RÚNAR GUÐMUNDSSON Sérfræðingur hjá grein- ingardeild Landsbanka Íslands. 8 14. ágúst 2004 LAUGARDAGUR VEIÐAR Til greina kemur að fella öll hreindýr á svokölluðu veiði- svæði níu í Austur-Skaftafells- sýslu, að sögn Áka Ármanns Jónssonar, forstöðumanns veiði- stjórnunarsviðs Umhverfisstofn- unar. Ástæðan er áralangar deilur við landeigendur á svæðinu. Þeir vilja fá hærri arðgreiðslur vegna beitar dýranna, svo og hærri felligjöld sem greidd eru fyrir hvert fellt dýr. Því hefur ríkið hafnað á grundvelli ríkjandi reglna. Landeigendur hafa þá gripið til þess ráðs að loka jörðum sín- um fyrir veiðiskap. Það skapar hættu á að dýrin leiti yfir í Öræf- in, sem þykir óviðunandi vegna búfjársjúkdóma. „Við erum að athuga kostina í stöðunni,“ sagði Áki. „Við höfum farið þá leiðina að fella kýr ef kvóti hefur ekki náðst á syðsta svæðinu. Það er óyndisúrræði. Einnig kemur til greina að veiða fleiri dýr, fækka í stofninum og láta hann jafnvel hverfa alveg af svæði níu. Í það minnsta þyrfti að eyða syðstu hjörðinni ef bændurnir loka á veiðarnar.“ ■ Landflótta rithöfundur: Rændur við heimkomu KENÝA, AP Frægasti rithöfundur Kenýa, Ngugi wa Thiong'o, var rændur þegar hann sneri aftur til heimalands síns eftir 22 ára út- legð. Þjófar brutust inn í íbúð Thiong'o í miðbæ Nairobi og stálu þaðan hundruðum dala og fartölv- unni hans. Rithöfundurinn kom til Kenýa um síðustu mánaðamót en hann fór í útlegð árið 1982 eftir að hafa verið meinað að stunda kennslu við ríkisháskólann í Nairobi. Yfirvöld í Kenýa álitu hann kommúnista. Hann kennir nú bókmenntafræði við Kaliforníu- háskóla. ■ FERÐAMÁL Í Fjarðabyggð er fyrir- hugað innan skamms að gera átak í að bæta aðgengi ferðamanna að gömlum verbúðum sem eru nyrst í byggðinni á Eskifirði. Eins og sakir standa er fátt sem gefur til kynna að þarna sé um merkar minjar að ræða en nú standa von- ir til að bæta úr því. Stendur til að opna þar minjasafn og bæta til muna aðgengi fyrir ferðafólk og aðra sem áhuga hafa. Verbúðirnar hafa varðveist vel hingað til og í hluta þeirra er starf- rækt harðfiskgerðin Sporður. ■ SVONA ERUM VIÐ TVÖFALT FLEIRI Í HÁSKÓLA Fjöldi háskólanema 1997 til 2003 1997 7.610 1998 8.409 1999 9.653 2000 10.308 2001 12.094 2002 13.987 2003 15.566 Heimild: Hagstofa Íslands. Lokun landeigenda á hreindýraveiðar: Getur kostað stórfækkun hreindýra HREINDÝR Gripið hefur verið til þess óyndisúrræðis að fella kýr á haustin þar sem ekki hefur reynst unnt að veiða upp í kvóta á syðsta hluta veiðisvæðis 9 vegna aðgerða land- eigenda þar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA VERBÚÐIRNAR Á ESKIFIRÐI Húsin eru flest á minjaskrá og vel við haldið og fljótlega á að ráðast í að bæta aðgengi ferðamanna. SAN FRANCISCO, AP Enn virðist hlaup- in ný snurða á þráðinn hjá netfyrir- tækinu Google en hlutafjárútboð þess á bandarískum markaði hófst í gær. Félagið sat undir ámæli fyrir að hafa sniðgengið skráningar- reglur vegna hlutafjáreignar starfsmanna fyrir skemmstu. Það sem nú veldur áhyggjum er viðtal karlatímaritsins Playboy við stofnendur Google. Samkvæmt reglum um skráð félög mega stjórnendur ekki tjá sig opinber- lega í tiltekinn tíma áður en útboð hefst. Sérfræðingar telja að þótt inni- hald viðtalsins feli ekki í sér nein- ar upplýsingar kunni yfirvöld að líta rofið á þagnarbindindi stjórn- endanna óblíðum augum. Í viðtal- inu ræða stofnendurnir fyrst og fremst um hversu stoltir þeir séu af því að hafa skapað vöru sem vel- flestir netnotendur nýti sér til gagns á hverjum degi. Forsvarsmenn Google halda því fram að þótt viðtalið sé birt nú hafi það verið tekið í lok apríl, áður en endanleg gögn voru send fjármála- eftirlitinu. ■ Google-útboð: Playboy-viðtal veldur vanda STOFNENDUR GOOGLE Þeir Larry Page og Sergey Brin lýsa stolti sínu yfir velgengni Google í viðtali í Playboy. Fjár- málaeftirlit Bandaríkjanna er ekki hrifið af því að slíkt viðtal birtist rétt fyrir hlutafjárútboð. VIÐSKIPTI Nú stendur yfir í dóms- málaráðuneytinu vinna við samn- ingu reglugerða á grundvelli nýrra laga um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa. Þar á meðal er reglugerð um námskeið og próf fyrir þá sem öðlast vilja löggild- ingu sem fasteignasalar og er gert ráð fyrir að þeirri vinnu verði lok- ið fyrir 1. október, en þá taka nýju lögin gildi. Ekki er unnt að svo stöddu að segja til um hvenær námskeið til löggildingar fasteignasala verður haldið en stefnt er að því að halda slíkt námskeið eins fljótt og unnt er eftir að lögin hafa tekið gildi. ■ JERÚSALEM, AP Palestínskur byssumaður var skotinn til bana af öryggisvörðum við ísraelska landnemabyggð á Vesturbakkanum í gær. Palest- ínumaðurinn hafði áður skotið að bifreið tveggja ísraelskra landnema og sært þá báða, ann- an mjög illa. Árásin átti sér stað við inn- ganginn að landnemabyggðinni en árásarmaðurinn var skotinn á hlaupum er hann reyndi að flýja af vettvangi. Árásir vopn- aðra Palestínumanna á land- nemabyggðir Ísraela á Vestur- bakkanum hafa verið algengar á síðustu árum. ■ ÚLNLIÐSBROTNAÐI Á LÍNU- SKAUTUM Fjórtán ára drengur úlnliðsbrotnaði þegar hann datt aftur fyrir sig á línuskautum í Kópavogi. Vegfarandi gekk fram á drenginn og hringdi á Neyðarlínuna. Drengurinn var fluttur á sjúkrahús og gert að meiðslum hans. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR DATT ILLA Á HJÓLI Kona var flutt með sjúkrabíl á slysadeild með skerta meðvitund og talin við- beinsbrotin. Hún datt illa á hjóli á Sæbraut á móts við Barónsstíg í hádeginu í gær. KLÁRAÐI HEILA VÍNFLÖSKU Eldri maður féll í fjöruna á móts við Boðagranda og var fluttur á sjúkrahús um miðjan dag í gær. Maðurinn hafði keypt sér áfeng- isflösku í vínbúðinni á Eiðistorgi og tekist að klára hana á leið sinni niður í fjöru. Meiðsl mannsins eru talin minniháttar en hann var fluttur á sjúkrahús til skoðunar. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Byssumaður særði tvo: Skotinn á hlaupum Verbúðirnar á Eskifirði: Aðgengi bætt á næstunni Fasteignalög: Semja nýjar reglugerðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.