Fréttablaðið - 14.08.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 14.08.2004, Blaðsíða 10
10 14. ágúst 2004 LAUGARDAGUR VIÐ ÖLLU BÚIN Þessi ísraelska landtökukona á Vesturbakk- anum var við öllu búin þegar Shlomo Mill- er var jarðsunginn. Vopnuð vélbyssu og með barn í fanginu fylgdist hún með útför nágranna síns sem féll í árás palestínsks vígamanns. MENNTAMÁL Menntamál geðsjúkra á vegum Fjölmenntar og Geðhjálp- ar eru enn óráðin, að sögn Bjarna Kristjánssonar, stjórnarformanns Fjölmenntar. Viðræður hafa staðið yfir milli þriggja ráðuneyta, Fjöl- menntar og Geðhjálpar til lausnar á málinu. Enn hefur ekki fengist niðurstaða um hvort skólinn verði rekinn áfram en öllum kennurum og starfsmönnum hans var sagt upp í vor þegar fyrir lá að engin fjárveiting væri fyrir hendi. Á annað hundrað manns höfðu sótt um námsvist en þeir hafa beðið milli vonar og ótta í sumar. Bjarni sagði að rætt hefði verið við ráðuneyti félagsmála, heil- brigðismála og menntamála. Hann kvaðst ekki vilja tjá sig efnislega um þær viðræður en sem stæði væri málið á mjög viðkvæmu stigi. „Ég er tiltölulega bjartsýnn á að það finnist lausn sem menn geti sæst á,“ sagði Bjarni. Hann bætti því við að niðurstaða ætti að fást í næstu viku ef fram færi sem nú horfði. ■ Deilur hamla uppbyggingu Ríkið getur ekki hafið uppbyggingu á hverasvæðinu í Haukadal, þar sem sumir landeigenda leggjast gegn því. Reynt hefur verið að ná samningum í ein níu ár en án árangurs. FRAMKVÆMDIR Brýn þörf er á að byggja hverasvæðið í Haukadal upp, að sögn Árna Bragasonar hjá Umhverfisstofnun. Hann segir að það hafi hins vegar ekki verið hægt til þessa vegna mótmæla hluta þeirra sem eiga land að svæðinu eða hluta af því. „Það þarf að lagfæra göngu- stígana og gera þá skýrari og betri,“ segir hann. „Þá þyrfti jafn- vel að reisa útsýnispall uppi í brekkunni til að hægt sé að horfa meira niður í Geysisskálina. En málið er það að ríkið á ein- ungis þrjá hektara innan girðing- ar. Á þeim eru Geysir og Strokkur. Viðræður hafa verið í heil níu ár, með hléum, milli ríkisins og ann- arra sem eiga þarna land en ekki hefur náðst samkomulag um upp- bygginguna. Fyrir þremur árum stóð til að gera göngupalla á svæð- inu. Við vorum komnir með efni á staðinn og fólk til að vinna það. Þá stöðvuðu þessir aðilar, sem eiga svæðið á móti ríkinu, þessar framkvæmdir af, þannig að farið var með göngupallana inn á Hveravelli.“ Árni segir að andstaða landeig- endanna byggist á því að fari rík- ið í uppbyggingu á svæðinu, þannig að það verði landi og þjóð til sóma, sé búið að létta allri pressu af því að kaupa landið. Hann kveðst vel skilja sjónarmið þeirra, því um hagsmunamál sé að ræða. „Málið er því í sjálfheldu og það er hvorki hægt að komast aft- ur á bak né áfram með það,“ segir hann. „Það stóð til að deiliskipu- leggja svæðið og teikna það allt upp á síðasta ári. Við fengum þá beiðni frá umhverfisráðuneytinu um að fresta því, þar sem á þeim tíma voru viðræður í gangi, sem ráðuneytið taldi hættu á að myndu spillast ef farið væri að ýta við málinu.“ Hvað varðar framkomna gagn- rýni á skort á öryggismerkingum á hverasvæðinu sagði Árni að Um- hverfisstofnun teldi sig tryggja lágmarksöryggi á því. „Það eru bönd þarna og ætlast er til að fólk fari ekki yfir þau. Því miður er það þannig að sumir menn virða það ekki. Við höfum upplifað það margoft að jafnvel sumir leiðsögumenn hópanna eru fyrstir til að stíga yfir böndin. Svo er alltaf spurning hversu mikið eigi að girða eða merkja, því ef of mikið er gert af því er verið að eyðileggja upplifun ferðamanna á staðnum og skemma allar myndir sem fólk er að taka af þessum fyrirbærum. Við erum að reyna að fara bil beggja. Svo erum við með starfandi landvörð þarna allt sumarið. Hann tryggir að merkingar séu í lagi og fræðir fólk sem kemur á staðinn.“ jss@frettabladid.is FOKKER Í INNANLANDSFLUGI Svartaþoka myndaðist á Egilsstöðum við upphaf hitabylgjunnar sem látið hefur til sín taka á landinu í vikunni. Svo blint var að snúa varð flugvélum frá vellinum, sem þó er búinn fullkomnum blindflugstækj- um. Þoka vegna hitabylgju: Of blint fyrir blindflug SAMGÖNGUR Kvöldfluginu frá Reykjavík til Egilsstaða síðasta sunnudag var snúið við skammt frá áfangastað vegna þoku sem myndaðist við upphaf hitabylgj- unnar sem þá reið yfir. Vélin lenti aftur í Reykjavík um klukkan 10 um kvöldið og farþegunum 48 var svo komið á áfangastað með morgunfluginu daginn eftir. Egilsstaðaflugvöllur er hins vegar alþjóðaflugvöllur, búinn fullkomnum tæknibúnaði til blindflugs. „Þegar búnaðurinn er hvað fullkomnastur, líkt og hér í Reykjavík og á Egilsstöðum, eru tiltekin lágmörk sem miðað er við. Á endanum verður flugmaðurinn jú að sjá brautina,“ segir Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar. „Það er ekki hægt að vera í blindflugi alveg þar til maður snertir braut.“ ■ Mistur fylgir hitabylgju: Sambland af ryk- og loft- mengun VEÐUR Mistrið sem legið hefur yfir höfuðborginni í hitanum síðustu daga er sambland af rykmistri og almennri loft- mengun, að sögn Sigurðar Þ. Ragnarssonar veðurfræðings. Loftmengunin er ættuð sunnan úr Evrópu þaðan sem meginhluti hlýja loftstraums- ins sem leikið hefur um Íslend- inga er upprunninn, að sögn Sigurðar. Einnig er hluti lofts- ins kominn frá Bandaríkjunum og er leifar fellibylsins Alex. „Hann var upphaflega frá Flórídaflóa þaðan sem hann barst upp með austurströnd Bandaríkjanna og vestur um haf,“ segir Sigurður. ■ Slysavarnafélagið Landsbjörg: Mikil hætta vegna lausagöngu búfjár LAUSAGANGA „Stjórnvöld ættu fyrst og fremst að bera ábyrgð á þessum málum. Það er mikil þörf á samræmdum reglum sem segja til um hvernig lausagöngu búfjár skuli háttað,“ segir Kjartan Bene- diktsson, umferðarfulltrúi slysa- varnafélagsins Landsbjargar. Í lokaskýrslu nefndar sem starfaði á vegum landbúnaðarráðuneytis- ins kemur fram að ekið var 696 sinnum á búfé á árunum 1992 til 1999. Kjartan segir Mýrdalshrepp vera eina friðaða svæðið sem hann viti um. Vegagerðin girti svæðið af og gerði samning við sveitarfélagið um að halda svæð- inu hreinu. Hann segir víða á landinu vera girðingar meðfram þjóðveginum en einhvers staðar endi girðingin og þar fari sauðféð upp á veg þar sem það lesi ekki lögin. Því þurfi að ákveða hvað skuli gera og hver eigi að bera ábyrgðina. Kjartan segir merkingum vera ábótavant. Skilti þurfi að vera þegar fólk ekur inn á friðuð svæði og síðan þurfi að vera skilti sem vari við lausagöngu þegar ekið er út af friðuðum svæðum. ■ Setbergsprestakall: Séra Elín- borg valin KIRKJUSTARF Valnefnd í Set- bergsprestakalli í Snæfells- og Dalaprófastsdæmi hefur lagt til að séra Elínborg Sturlu- dóttir verði skipuð sóknar- prestur í prestakallinu frá 1. september. Elínborg vígðist til prestsþjónustu í Set- bergsprestakalli 21. septem- ber 2003 og hefur hún leyst sóknarprestinn af. Umsóknarfrestur rann út 18. júní og sóttu fjórir um embættið. Í valnefnd sátu fimm fulltrúar úr prestakall- inu auk vígslubiskups. Kirkju- málaráðherra skipar í embætti sóknarprests til fimm ára samkvæmt niðurstöðu val- nefndar. ■ LAUSAGANGA BÚFJÁR Ekið var 696 sinnum á búfé á árunum 1992 til 1999. SAMSTARF Fjölmennt og Geðhjálp eru í samstarfi við Fjölbrautaskólann í Ármúla um námsverkefni fyrir geðsjúka sem geta fengið metnar einingar fyrir námsá- fanga sem þeir hafa lokið. Menntamál geðsjúkra enn í biðstöðu: Beðið eftir ráðuneytunum Í SJÁLFHELDU Uppbygging á hverasvæðinu í Haukadal er í sjálfheldu. Sumir landeigenda leggjast gegn henni því þeir telja að þær framkvæmdir myndu létta pressu af ríkinu að kaupa af þeim landið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.