Fréttablaðið - 14.08.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 14.08.2004, Blaðsíða 20
Heimdallur þarf formann sem fylgir eigin sannfæringu. For- mann sem vinnur að hugmynda- fræði ungra sjálfstæðismanna og fær annað fólk til að taka þátt í starfinu. Formann sem setur sér framkvæmanleg og eftirsóknar- verð markmið. Formann sem styrkir ímynd Sjálfstæðisflokks- ins og aflar flokknum fylgis. Helga Árnadóttir, fyrrverandi varaformaður Heimdallar, hefur sýnt það og sannað að hún er gædd þeim kostum er einkenna góðan formann. Hún býr yfir drif- krafti sem þarf til að ná árangri. Þeir frambjóðendur sem bjóða sig fram í stjórn Heimdallar með Helgu hafa jafnframt getið sér gott orð. Mestu skiptir að hæfir einstaklingar séu valdir í stjórn. Að stjórnina skipi fjölbreyttur hópur einstaklinga sem fylgja eig- in sannfæringu. Og til að leiða stjórnina áfram þarf að hafa góð- an formann. Fái Heimdallur Helgu Árnadóttur sem formann og þá ellefu hæfu einstaklinga sem bjóða sig fram með henni, munu ungir sjálfstæðismenn njóta góðs af og Sjálfstæðisflokk- urinn í heild sinni. Krúttlegt hjá krötum Leiðarahöfundur Morgunblaðsins var pirraður um helgina þegar verið var að búa mánudagsblaðið til prentunar. Nor- rænir krataformenn höfðu hist á Íslandi, grillað saman og boðað til blaða- mannafundar. Mettir af kjötinu og ef til vill örlítið hreifir af rauðvíninu, vildu Skandinavarnir óðir og uppvægir fá Ís- lendinga með sér í Evrópusambandið. Einn í hópnum bauðst til að semja meðmælabréf og hinir tóku líklega í að bakka umsóknina upp. Í kjölfarið mætti formaður Samfylkingarinnar glaðbeittur í viðtal og lýsti þeirri skoðun sinni að Ís- land ætti að sækja um aðild að ESB. Þessi yfirlýsing varð vitaskuld fyrsta eða önnur frétt í fréttatímanum - líkt og í hin fimmtíu skiptin sem talsmenn/for- menn/formannsefni eða aðalritarar framtíðarnefndar Samfylkingarinnar lýsa yfir stuðningi sínum við Evrópu- sambandsaðild. Sumum finnst það krúttlegt þegar kratarnir fá því slegið upp sem stórfrétt þegar þeir árétta margyfirlýsta stefnu sína. Ókey, kannski dálítið barnalegt - en krúttlegt engu að síður. Stefán Pálsson á murinn.is Utan Evrópusambandsins Auðvitað er engin spurning að Ísland á að taka fullan þátt í evrópsku samstarfi og efla þau tengsl sem fyrir eru. Aðild að Evrópusambandinu er þó mjög óskynsamleg eins og staðan er í dag vegna þeirra gríðarlegu hagmuna sem Íslendingar hafa þegar kemur að stjórn fiskveiða. Mjög stór hluti efnahagskerfis okkar Íslendinga snýst um sjávarútveg og það verður að vernda. Þá er betra að standa utan Evrópusambandsins, halda fullveldi okkar og þar af leiðandi ráða yfir okkar auðlindum sjálf. Margrét Rós Ingólfsdóttir á tikin.is M ikið hefur mætt á Eggerti Magnússyni síð-ustu daga vegna undirbúnings knattspyrnu-landsleiks Íslands og Ítalíu á miðvikudag. Hann og hans menn hjá Knattspyrnusambandinu settu markið hátt og stefndu á að slá aðsóknarmet að íslenskum knattspyrnuleik sem var sett þegar Vals- menn tóku á móti portúgalska liðinu Benfica í sept- ember 1968. 18.194 áhorfendur sáu hvít- klædda Valsarana gera markalaust jafntefli gegn hinum heimsfræga Eusebio og félögum og var stemningin á leiknum, að sögn kunnugra, ólýsan- leg. Allt bendir til að metið verði slegið á miðvikudag. Eggert Árni Magn- ússon fæddist 20. febrúar 1947 og varð því 57 ára á árinu. Að loknu hefðbundnu grunnskólanámi fór hann í MR og lauk þaðan námi á skemmri tíma en al- mennt tíðkaðist og er það til marks um hæfni hans og dugnað. Þaðan lá leiðin í háskóla, fyrst í Noregi þar sem hann nam skipa- verkfræði, og síðar í HÍ þar sem viðskipta- fræðin varð fyrir valinu. Eggert kenndi við Vélskóla Ís- lands í nokkur ár, áður en hann sneri sér að viðskiptum. Fyrst var hann fram- kvæmdastjóri fjöl- skyldufyrirtækisins Fróns, þá fasteignasölunnar Eigna- vals, næst glerverksmiðj- unnar Esju og kom svo „heim“ aftur 10 árum síðar. Frón var selt fyrir nokkrum árum og hef- ur Eggert helgað sig knatt- spyrnunni frá þeim tíma utan hvað hann situr í stjórn fjár- festingarfélagsins Burðaráss. Raunar var fátt sem minnti á kexframleiðslu á forstjóra- skrifstofu hans hjá Fróni, allt var þakið myndum og munum sem tengdust knattspyrnunni. Þá má geta þess að hann sat í stjórn SÁÁ um skeið. K n a t t s p y r n u á h u g i Eggerts kom snemma í ljós og ungur hóf hann að æfa með Val. Hann þótti víst aldrei neitt sérlega góður en viljinn bar hann hálfa leið. Eggert lifir afar heil- brigðu líferni og er í góðu líkamlegu formi. Það er af sem áður var þegar hann drakk meira en góðu hófi gegndi og var mikill um sig miðjan, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Nú hugar hann vel að mataræðinu. Ennþá leikur hann knattspyrnu, nú með vinum og samstarfs- mönnum, og eru hæfileikar hans sagðir hafa aukist með árunum þó að leiknin verði oft útundan á kostnað hörkunnar. „Hann er fauti,“ varð reyndar einum að orði. Þá hleypur hann sér til heilsubótar og eru vegalengdirnar jafnan mældar í tugum kíló- metra í hvert sinn. Fyrir utan knattspyrnuna og hlaupin er laxveiði hans helsta áhugamál. Eggert varð formaður knattspyrnudeildar Vals árið 1984 og gegndi því starfi í fimm ár, þar til hann var kjörinn formaður KSÍ. Um svipað leyti urðu miklar breytingar á knattspyrnunni í Evr- ópu, áhuginn jókst og peninga- væðing íþróttarinnar hófst af al- vöru. Það má segja að Eggert hafi verið réttur maður á rétt- um stað á þessum tíma og kraftur hans og drift gerðu það að verkum að litla Ísland varð þátttakandi í ævintýrinu. Und- ir hans stjórn hafa rekstur og umsvif Knattspyrnusam- bandsins aukist til mikilla muna og segja kunnugir að fyrir hans tilstuðlan hafi sambandinu í raun ver- ið breytt í hefðbundið fyrirtæki. Eldhugi, ljúfur og góður, óþolinmóður, drífandi og afkasta- mikill voru orð sem samferðamenn Egg- erts völdu til að lýsa honum. Hann er mikilsvirkur í alþjóðaknattspyrnunni og situr í framkvæmdastjórn Knattspyrnusambands Evrópu. Störf hans á þeim vettvangi kalla á mikil ferðalög, bæði til fundasetu og eins til að horfa á leiki vítt og breitt um álf- una. Hefur hann oft verið valinn til að gegna hlut- verki eftirlits- manns á stórleikj- um. Í gegnum þessi störf hefur Eggert eignast marga góða vini innan knatt- spyrnunnar og er hinn franski Michel Platini þeirra þekkt- astur. Um eigin knatt- spyrnuáhuga hefur Egg- ert sagt að í gegnum fót- boltann hafi hann lært mikið um lífið. Hann hef- ur einnig sagt það forrétt- indi að fá að lifa og hrærast í greininni og að hann sé þakklátur fyrir að eiga þátt í vexti hennar og viðgangi. Eggert er mikill fjölskyldu- maður og ræktar fjölskylduböndin af alúð og natni. Hann er kvæntur Guðlaugu Nönnu Ólafsdóttur og eiga þau fjögur börn og fjögur barnabörn og er það fimmta á leiðinni. Klæðaburður hans vakti lengi vel athygli en hann er jafnan fínni í tauinu en almennt gerist. Litskrúðug bindi og stórir bind- ishnútar eru hans einkenni og víðfræg um knatt- spyrnuheiminn. ■ 14. ágúst 2004 LAUGARDAGUR20 DAGUR B. EGGERTSSON Hverju töpum við á að gefa fólki tæki- færi? Það er dýrt að gera það ekki. ,, SKOÐUN DAGSINS INNTÖKUSKILYRÐI Í HÁSKÓLA Hvers á Jón Gnarr að gjalda? Jón Gnarr, útvarpsmaður, leikari, rithöfundur, myndlistarmaður og fyrrverandi leigubílstjóri, fær ekki inngöngu í Háskóla Íslands. Hann er ekki með stúdentspróf. Að öllu eðlilegu fengi hann þó tækifæri til að sanna sig í námi, gerast fullgild- ur háskólastúdent, sitja námskeið og standast próf. Þannig undanþág- ur getur Háskóli Íslands veitt og hefur gert árlega fyrir um 200-300 einstaklinga. Vegna fjárhags- ástæðna hefur Háskólinn hins veg- ar neyðst til að neita öllum undan- þágum fyrir næsta vetur. Jón Gnarr hefur sjálfur lýst ástæðum þess að hann lauk ekki stúdentsprófi í „Hugleiðingum al- þýðumanns“ á síðum Morgunblaðs- ins. Þar beitti hann mergjaðri stíl en ég bý yfir til að segja sögu sína. Engin stílbrögð þarf þó til að skilja að fjölbreytileg reynsla úr lífi og starfi geti undirbúið einstaklinga til að standast harðar kröfur háskóla- náms ekki síður en formlegt nám til stúdentsprófs. Án efa má rekja mörg dæmi þess að Háskólinn og stúdentar hans hafi notið góðs af fjölbreytilegum bakgrunni fólks sem þannig hefur rekið á fjörur deilda skólans. Ástæða er til að undirstrika að með undanþágu frá formlegum undirbúningi er ekki verið að slá af faglegum kröfum til nemenda. Sér- stakt mat á hverri umsókn fer fram á vettvangi viðkomandi deilda og vitanlega þurfa þessir nemendur að standast sömu próf og skila sömu verkefnum og aðrir. Með undanþág- unni er fyrst og fremst verið að gefa einstaklingum sem telja sig reiðubúna að takast á við háskóla- nám tækifæri til að sanna sig. Ég sé ekki rök fyrir því að hverfa frá þeirri skynsemisstefnu. Hverju töp- um við á að gefa fólki tækifæri? Það er dýrt að gera það ekki, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra var fyrir fá- einum árum ráðin í stöðu yfirmanns á Ríkisútvarpinu án þess að hafa nokkra reynslu af fjölmiðlum eða formlega menntun á því sviði. Þetta var ein af mörgum ráðningum á RÚV sem hafði á sér flokkspólitísk- an blæ og var gagnrýniverð sem slík. Þorgerður hefur án efa talið sig hafa ýmislegt fram að færa hvað sem formlegum kröfum liði og þótti standa sig með ágætum í starfi. Hún ætti því að eiga auðvelt með að setja sig í spor Jóns Gnarr og ann- arra þeirra sem vilja tækifæri til að sanna sig í háskólanámi án form- legs undirbúnings. Það á ekki að þurfa pólitísk ítök til. Þess er skemmst að minnast að menntamálaráðherra tryggði 800 framhaldsskólanemum skólavist næsta vetur þegar í óefni stefndi. Röskum menntamálaráðherra á ekki að verða skotaskuld úr því að tryggja háskólanám þeirra 200 sem nú verður úthýst úr Háskólanum. ■ Hvernig formann þarf Heimdallur? AF NETINU MAÐUR VIKUNNAR Kraftmikill hugsjónamaður EGGERT MAGNÚSSON FORMAÐUR KSÍ TE IK N IN G : H EL G I S IG - U RÐ SS O N /H U G SM IÐ JA N . SIGÞRÚÐUR ÁRMANN FYRRVERANDI STJÓRNARMAÐUR UMRÆÐAN STJÓRNARKJÖR Í HEIMDALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.