Fréttablaðið - 14.08.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 14.08.2004, Blaðsíða 22
Tónlistarmaðurinn Jónsi í hljóm- sveitinni Í svörtum fötum er búinn að eiga erilsama viku. „Það brá mörgum í brún á laugardaginn á Gay Pride þegar ég kom niður Laugaveginn sem þátttakandi í skrúðgöngunni. Margir héldu að ég hefði söðlað um og breytt heim- ilishögunum hjá mér en svo er nú ekki. Það var frábært að syngja fyrir framan 40.000 manns á hátíð- inni. Á laugardaginn byrjuðu líka tökur á bíómynd sem ég er að leika í sem heitir Strákarnir okk- ar,“ segir söngvarinn, sem leikur og syngur í söngleiknum Fame þessa dagana með öðrum störfum. „Það var allt gaman í vikunni en hápunkturinn var þegar ég hit- aði upp fyrir Pink á þriðjudaginn því ég hef verið mikill aðdáandi hennar í langan tíma. Hins vegar náði ég ekki að hitta hana eftir tónleikana þar sem ég fór snemma úr eftirpartíinu sem haldið var eftir tónleikana því ég þurfti að vakna snemma til að leika í bíómyndinni daginn eftir. Ég heyrði hins vegar að hún væri mjög fín stelpa,“ segir söngvar- inn, sem spilar á árlegri sumarhá- tið í Hveragerði um helgina auk þess að troða upp á NASA á laug- ardagskvöld. ■ „Mér finnst rosalega gaman að halda partí og vera með alls kon- ar uppákomur en geri það þó aldrei í kringum afmælið mitt,“ segir Sævar Karl Ólason verslun- areigandi en hann er 57 ára í dag. „Yfirleitt hef ég verið í útlönd- um þennan dag, það hefur hist þannig á undanfarin ár og ég hef aldrei tekið það nærri mér.“ Í dag verður Sævar hins vegar í versl- un sinni í Bankastræti enda leik- arar Sumaróperunnar væntan- legir í heimsókn. „Þetta verður skemmtilegur dagur hjá okkur enda verða sýnd atriði úr Happy End. Þau ætla að taka nokkur at- riði en ég er búinn að bjóða við- skiptavinum mínum að koma og hlusta og jafnvel kaupa miða. Ég sá óperuna um daginn og fannst þetta alveg meiriháttar skemmti- leg sýning.“ Sævar segir þó sýn- inguna vera meiri ærslaleik og skemmtun fremur en hátíðlega óperu. Verslun Sævars er þekkt fyrir skemmtilegar uppákomur og ástæðuna segir hann vera áhuga hans á tónlist. „Ég á mik- ið af góðri tónlist og það má segja að engin takmörk séu fyrir yndi mínu á henni. Við erum líka með hljóðfæri í búð- inni, flygil, sem setur mjög skemmtilegan svip en það koma oft til mín tónlistarmenn að spila auk þess sem gestir og gangandi setjast stundum við hljóðfærið.“ Sumarið hjá Sævari hefur markast af miklum ferðalögum enda eru báðir synir hans bú- settir erlendis auk þess sem mikil ferðalög fylgja innkaup- um verslunarinnar. „Ég er nán- ast alltaf á ferð og flugi og hef meðal annars farið til Tókýó, Hong Kong og Ástralíu núna í ár.“ Þrátt fyrir að Sævar sé lítið fyrir að halda afmælisveislur fékk hann eftirminnilega gjöf þegar hann varð fimmtugur. „Gjöfin sem ég fékk frá starfs- fólki mínu er alveg ógleyman- leg. Þau buðu mér í fallhlífar- stökk í tilefni dagsins. Mér fannst það reyndar orka tví- mælis að senda mig niður í fall- hlíf,“ segir Sævar og játar að hræðsla hafi gert vart við sig. „Eftir á að hyggja var þetta reyndar mjög gaman og ég hugsa að mig langi aftur. Ég veit hins vegar ekki enn hvort fólk hafi viljað losna við mig með þessum hætti en það fólst alltént í þessu ákveðin ögrun,“ segir Sævar að lokum. Sumar- óperan verður í verslun Sævars Karls klukkan 15 í dag og eru allir velkomnir. ■ 22 14. ágúst 2004 LAUGARDAGUR HALLE BERRY Leikkonan er 36 ára í dag. Grigory Shelikhov markaði upp- hafið að landnámi Rússa í Alaska á þessum degi fyrir 220 árum. Grigory fann Three Saints-flóann þennan dag á Kodíakeyjum en Evrópumenn uppgötvuðu landið í fyrsta sinn árið 1741 þegar rúss- neskur leiðangur var farinn undir leiðsögn danska landkönnuðarins Vitus Bering. Rúsneskir veiðimenn gerðu fljótt innrás í Alaska og var farið illa með innfædda, þeir voru mis- notaðir og myrtir í stórum hópum. Loðdýr voru einnig drepin unn- vörpum og á endanum hafði sæotri nánast verið útrýmt. Óöld- ina lægði þegar Páll Rússakeisari réði Rússnesk-ameríska félagið til að stjórna nýlendunni. Eftir Krímstríðið árið 1850 fór að síga undan fæti hjá Rússum og árið 1855 reyndu þeir að selja Bandaríkjamönnum nýlenduna. Samkeppnin við Bandaríkjamenn og Breta hafði einnig gert Rúss- nesk-ameríska félagið óarðbært auk þess sem staða Rússa í kjölfar stríðsins gerði stöðu þeirra ótrygga. Árið 1867 var samning- urinn um sölu nýlendunnar undir- ritaður í forsetatíð Andrews John- son og var verðið 7,2 milljónir dollara. 18. október komst landið undir stjórn Bandaríkjanna en það var Charles Summer öldung- ardeildarþingmaður sem lagði til nafnið Alaska. ■ ÞETTA GERÐIST RÚSSAR NEMA LAND Í ALASKA 14. ágúst 1784 „Ég sé ekki hvíta konu. Ég sé svarta konu þrátt fyrir að móðir mín sé hvít. Ég held að það hafi auðveldað líf mitt að vera meðvituð um það.“ Halle Berry tjáir sig um kynþátt sinn og segist fyrst og fremst vera svört, án þess þó að afneita uppruna móður sinnar. Landnám í Alaska Sendur niður í fallhlíf AFMÆLI: SÆVAR KARL ER 57 ÁRA Í DAG SÆVAR KARL Hann mun eyða deginum í verslun sinni í Bankastræti enda Sumaróperan væntanleg í heimsókn. Hver? Bolli Thoroddsen, verkfræðinemi við Háskóla Íslands og frambjóðandi Blátt.is ásamt sex konum og fimm öðrum körlum til stjórnar Heimdallar í dag. Hvar? Ég er staddur í kosningamiðstöð framboðsins, Ármúla 1, og er þar 20 klukkutíma á sólarhring þessa dag- ana. Allir velkomnir þangað. Hvaðan? Ég er Reykvíkingur og byrjaði félags- starf í Austurbæjarskóla þar sem ég var í bekkjarráði í þrjá vetur og stýrði bingóum og myndbandskvöldum sem þá voru lykilatriði lífs okkar. Í Menntaskólanum í Reykjavík var ég gjaldkeri og síðan inspector og hef verið virkur í stúdentapólitík með Vöku í Háskólanum. Endaði svo í al- vörupólitíkinni með borgarstjórnar- flokki Sjálfstæðisflokksins. Nú ætla ég að skella mér í ungliðastarf flokksins. Hvað? Við ætlum að breyta stöðnuðum Heimdalli sem höfðar ekki til ungs fólks lengur. Sami hópurinn hefur ráðið of lengi, það er aldrei hollt. Við ætlum að „endurnýja Heimdall“ með því að virkja ungt fólk í Reykjavík til stjórnmálaþátttöku með okkur. Hvenær? Frá og með deginum í dag. Ný stjórn Heimdallar verður kosin í Valhöll kl. 13.00. Hvers vegna? Sjálfstæðisflokkurinn hefur afl til að gera hlutina. Við höfum hugmyndirn- ar. Við kunnum að virkja fólk með okkur. Stjórnmálaþátttaka ungs fólks er eitt af lykilatriðum okkar lýðræðis. Hvernig? Með því að fara þangað sem unga fólkið er og að Heimdallur beiti sér fyrir málum sem varða ungt fólk og hagsmuni þess þannig að öllum finn- ist þeir velkomnir til starfa. Með því að tryggja ungu fólki raunveruleg áhrif í Sjálfstæðisflokknum. Og ekki síst með því að gera starfið skemmti- legt. Fólk er ekki bara vitsmunaverur heldur líka tilfinningaverur. PERSÓNAN THREE SAINTS-FLÓINN Rússinn Grigory Sherikhov kom þar að landi fyrir 220 árum. VIKAN SEM VAR: JÓN JÓSEP SNÆBJÖRNSSON Það var allt gaman ÞETTA GERÐIST LÍKA 1848 Bandaríkin ná yfirráðum í Oregon. 1917 Kína lýsir stríði á hendur Þýska- landi og Austurríki í fyrri heim- styrjöldinni. 1947 Pakistan öðlast sjálfstæði en land- ið var undir yfirráðum Breta. 1969 Breskir hermenn koma til Norður- Írlands í þeim tilgangi að lægja ófriðarölduna milli kaþólskra og mótmælenda. 1973 Richard Nixon fyrirskipar sprengju- árás á Kambódíu. 1981 Jóhannes Páll páfi er útskrifaður af spítala. Páfinn þurfti að liggja í þrjá mánuði eftir morðtilræði á hendur honum. 1996 Flugeldur slítur háspennulínu í Perú með þeim afleiðingum að 35 áhorfendur flugeldasýningar- innar létust vegna raflosts. AFMÆLI Huldís Ásgeirsdóttir er 50 ára mánudaginn 16. ágúst. Af því tilefni bjóða hún og eiginmaður hennar, Geir Þórðarson, ættingjum og vinum að fagna þessum tímamótum með sér á heimili þeirra að Fagrahjalla 40 í dag frá klukkan 17. Helgi Hálfdánarson þýðandi er 93 ára. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðing- ur er 66 ára. Geir Ólafsson söngvari er 31 árs. ANDLÁT Ingólfur Guðmundsson bóndi, síðast til heimili að Heiðarholti 30b í Keflavík, lést fimmtudaginn 5. ágúst. Útför hefur farið fram. Jakob Eiríksson lést laugardaginn 31. ágúst. Útför fór fram í kyrrþey. Kristjana Ágústsdóttir, áður til heimils á Suðurgötu 39, Akranesi, lést miðviku- daginn 11. ágúst. Magnúsína Olsen lést miðvikudaginn 11. ágúst. María Þóra Sigurðardóttir, Gnoðarvogi 20, Reykjavík, lést þriðjudaginn 10. ágúst. JARÐARFARIR 13.30 Baldur Bjarnarson, Seftjörn 8, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju. 14.00 Eiríkur Ásmundsson, frá Stóru- Reykjum, Hamraborg, Svalbarðs- eyri, verður jarðsunginn frá Sval- barðskirkju. 14.00 Halldór Jónsson, frá Melum, verð- ur jarðsunginn frá Djúpavogskirkju. 14.00 Magnús Hjörleifur Guðmunds- son, Heggsstöðum, verður jarð- sunginn frá Reykholtskirkju. 14.00 Magnús Jónas Jóhannesson, Hraungerði, Bakkafirði, verður jarðsunginn frá Skeggjastaða- kirkju. 14.00 Skarphéðinn Eiríksson, Djúpa- dal, verður jarðsunginn frá Flugu- mýrarkirkju. 14.00 Stella (Þuríður Guðrún) Ottós- dóttir, frá Gilsbakka, síðast til heimilis í Hraunbúðum, Vest- mannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju. 14.00 Sæmundur Bjarki Kárason, frá Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi, verður jarðsunginn frá Húsavíkur- kirkju. SÖNGVARINN Hefur átt góða og við- burðaríka viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.