Fréttablaðið - 14.08.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 14.08.2004, Blaðsíða 24
24 14. ágúst 2004 LAUGARDAGUR Söluhæsta fartölvan í Evrópu ACER tækni SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 WWW.SVAR.IS tækni FARTÖLVUR Birtingarmyndir ofsókna eru til að mynda símhringingar, skilaboð, umsátur og hótanir af ýmsum toga sem til lengdar hafa djúpstæð áhrif á þolandann. Sjónvarpskonan Ragnheiður Elín Clausen er meðal þeirra sem hafa sætt ofsóknum. Hún þurfti að leita til sálfræðinga og lögreglu vegna ónæðisins, sem staðið hefur yfir í áratug. Eftir að líflátshótanir bárust hennar nán- ustu fékk hún nóg. Umsetin og elt „Fyrstu árin mín sem þula svaraði ég alltaf símanum og talaði við þá sem höfðu samband við mig enda voru flestir mjög elskulegir. Í dag heyri ég betur hvers eðlis erindið er, eftir níu ár hef ég lært að setja mörk. Yfirleitt hefur athyglin ver- ið mjög jákvæð og enn í dag geng ég varla inn í búð án þess að fólk komi til mín og segist sakna mín af skjánum. Nú er liðinn talsverður tími frá því að ég hætti en daglega er ég spurð hvort ég komi ekki aft- ur í sjónvarpið. Mér þykir mjög vænt um að fólk skuli hafa kjark til að sýna mér þá hlýju.“ Strax eftir að Ragnheiður hóf störf hjá Sjónvarpinu haustið 1994 fóru henni að berast símtöl frá áhorfendum. Fjöldi fólks vildi hrósa henni fyrir frammistöðuna á skjánum en aðrir höfðu vafasamari áform. „Sumir héldu að ég væri draumastúlkan þeirra og skildu ekki hvers vegna ég kæmi ekki með þeim á blint stefnumót. Ég upplifði þetta sem gullhamra og held að það sé algengt meðal fólks sem byrjar að vinna í sjónvarpi. Einkennandi fyrir karlmennina sem hringdu var að þeim fannst þeir þekkja mig og sögðu ekki einu sinni til nafns síns. Eitt sinn var maður sem keyrði í tvo klukkutíma til að færa mér blóm. Hann beið eftir mér á meðan ég var í leikhúsi og gekk svo til mín að sýningunni lokinni. Annar fór að senda mér ákaflega undarleg bréf, sagðist vera undir eftirliti lögreglunnar og virtist eiga við alvarleg vandamál að stríða. Ég var farin að þekkja rödd hans í síma nokkuð vel. Eitt kvöldið kom ég seint heim eftir vinnu og það var niðamyrkur í íbúðinni minni. Ég kveikti engin ljós, klæddi mig úr og fór í slopp. Þegar ég settist við tölvuna mína hringdi síminn og kunnugleg rödd sagði: „Ég er fyrir utan að horfa á þig“. Hann hafði þá verið að fylgj- ast með mér. Ég varð auðvitað dauðhrædd og hringdi strax á lög- regluna en bíll mannsins hvarf á brott. Verra var að nokkru seinna stóð ég í flutningum og var orðin sársvöng eftir að hafa tekið upp úr kössum langt fram á nótt. Ég pant- aði mér pítsu og þegar ég heyrði dyrasímann hringja opnaði ég úti- dyrahurðina án þess að hugsa mig um. Í stigaganginum var þó enginn pítsusendill heldur maðurinn sem hafði setið um heimili mitt skömmu áður. Ég fannst þetta mjög óþægilegt og vissi að ég yrði að fara varlega. Maðurinn reyndi að telja mér trú um að ég þráði að kyssa hann og yrði að hleypa hon- um inn. Mér tókst þó að stöðva hann. Seinna lagði hann gjafir og blóm á tröppurnar fyrir utan heim- ili mitt, líkt og ég væri dáin.“ Ættingjunum ógnað Ragnheiður var hvergi nærri laus við ofsóknir. Símhringingarnar héldu áfram og aðrir menn fóru að ónáða hana með bréfum, smáskila- boðum og hótunum. „Fyrir um það bil sjö árum hringdi í mig maður sem greinilega var mjög geðveik- ur. Hann sagðist vera í dagvist á Kleppi og var sannfærður um að ég væri í alþjóðlegu samsæri og ferð- aðist um á snekkju með Davíð Oddssyni og heimsfrægu fólki. Ég byggi í húsinu sem hann ætlaði sér að búa í og ýmist dýrkaði hann mig og dáði eða blótaði mér norður og niður. Til dæmis hótaði hann mér eitt sinn að heilt hafnaboltalið kæmi og nauðgaði mér. Sveiflukenndar ofsóknir hans einkenndust af myrkum skilaboð- um. Maðurinn hringdi þrjátíu sinn- um á dag og ef ég var ekki heima fyllti hann langar upptökuspólur á símsvaranum. Hann sagði mér hvar hann bjó en samkvæmt lögreglunni hafði enginn búsetu í slíku verk- smiðjuhúsnæði. Ónæðinu ætlaði aldrei að linna en á þessum tíma þurfti ég ávallt að vera við símann því faðir minn var mjög veikur. Síminn stoppaði ekki nótt sem dag og ég var alveg búin að missa þolin- mæðina. Skömmu áður en pabbi minn lést hafði maðurinn samband við hann og sagði honum að passa mig vel því eitthvað illt gæti komið fyrir mig. Hann tjáði mér að hann hygðist drepa pabba minn og eftir að pabbi dó sagði hann mér að það hefði verið gott á mig. Loks sprakk ég algjörlega og hann hefur látið mig í friði í rúmt ár.“ Maður nokkur sem sent hafði Ragnheiði dónaleg og opinská bréf, birtist einnig á vinnustað hennar Samantekt frá síðasta ári sýnir að frá því að lagaákvæði um nálgunarbann tóku gildi árið 2000 höfðu alls 14 kærur borist til lögreglu vegna háttsemi sem leitt gæti til nálgunarbanns. Dómstólar höfðu þá sex sinnum kveðið upp úr- skurð um nálgunarbann en einu sinni hafnað slíkri kröfu. Kærð brot gegn nálg- unarbanni voru flest á síðasta ári, sex talsins. Árið 2000 kom þáverandi dómsmála- ráðherra, Sólveig Pétursdóttir, á nýjum lagaákvæðum sem bæta áttu stöðu þolenda ofsókna. Í lögum um meðferð opinberra mála gilda nú ákvæði um nálgunarbann. Með nálgunarbanni er átt við að lagt er bann við því að maður komi á tiltekinn stað eða svæði, veiti eftirför, heimsæki eða setji sig með öðru móti í samband við annan mann. Skilyrði nálgunarbanns samkvæmt 110. grein laganna eru að rökstudd ástæða sé til að ætla að sá sem krafa um nálgunarbann beinist gegn muni fremja afbrot eða raska á annan hátt friði þess manns sem í hlut á. Í lögunum kemur enn fremur fram að það er lögreglan sem gerir kröfu fyrir dómi um nálgunarbann. Aðrir geta ekki krafist nálgunarbanns, hvorki brotaþolar né aðrir. Guðrún Ögmundsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, telur nálgunar- bannsúrræðið lítið nýtt og það megi ef til vill rekja til skorts á fræðslu. „Annars vegar er mikilvægt að auka fræðslu til lögregluembættanna svo lögreglumenn verði meðvitaðri um nálgunarbann sem úrræði í ofsóknarmálum. Einnig er nauðsynlegt að þeir einstaklingar sem nálgunarbannið á að vernda fái upplýs- ingar um það. Þolendur ættu líka að vera duglegri að safna gögnum máli sínu til sönnunar, s.s. áverkavottorðum og öðru sem gæti nýst síðar. Samkvæmt lögum á ekki að vera erfitt að fá nálgun- arbann á manneskju sem ofsækir en svo virðist sem misskilningur gæti legið hjá lögregluembættunum um notkun úr- ræðisins.“ Lifað í stanslausum ótta Á Íslandi líður fjöldi fólks vítiskvalir vegna ofsókna. Þjóðþekktar persónur leita sér sálfræðiaðstoðar og konur hrökklast úr landi vegna ónæðis frá fyrrum sambýlismönnum sínum. Sex sinnum kveðið upp um nálgunarbann GUÐRÚN ÖGMUNDSDÓTTIR Þingkon- an telur skort á fræðslu til lögregluemb- ætta vera ástæðu þess að nálgunarbann er lítið notað úrræði. Símhringingar Algengt er að þolendur þurfi að fá sér leyninúmer eða óskráð GSM-númer. Gerandi hringir á vinnustað eða til kunningja þolandans þegar ör- væntingin er mikil. SMS-skilaboð Hatursfyllstu skilaboðin eru jafnan send í smáskilaboðum. Tölvupóstur Örugg leið til að koma boðskap á framfæri án þess að láta nafn síns getið. Tölvupósturinn er þá sendur frá hinum ýmsu órekjanlegu netföngum. Þriðji aðili Þegar sá sem ofsækir þekkir þolandann er algengt að hann hóti eða komi skilaboðum á framfæri í gegnum þriðja aðilann. Umsátur Gerandinn birtist að tilefnis- lausu á heimili, vinnustað eða öðrum stöðum þar sem þolandinn heldur sig. Þörf fyrir að sjá þolandann og staðfesta tilvist hans hvetur fólk til umsáturs. Gjafir og blómasendingar Gerandinn sendir persónulegar gjafir í von um að hann verði hluti af lífi þolandans. Kemur þolanda í þakkarskuld. M YN D T R IS TA N P AV IO T/ G ET TY BIRTINGARMYNDIR OFSÓKNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.