Fréttablaðið - 14.08.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 14.08.2004, Blaðsíða 27
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 221 stk. Keypt & selt 37 stk. Þjónusta 42 stk. Heilsa 11 stk. Skólar & námskeið 6 stk. Heimilið 25 stk. Tómstundir & ferðir 17 stk. Húsnæði 50 stk. Atvinna 40 stk. Tilkynningar 6 stk. Góðan dag! Í dag er laugardagurinn 14. ágúst, 227. dagur ársins 2004. Reykjavík 5.16 13.32 21.46 Akureyri 4.50 13.17 21.42 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Það tók Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur, Ís- landsmeistara í sparnaðarakstri, tvo daga að aka 1.280 kílómetra, hringinn í kringum land- ið, á nýjum Toyota Prius sem er umhverfis- vænasti fjöldaframleiddi fólksbíllinn í heim- inum í dag. Ekki var reiknað með að hringur- inn næðist á einum tanki en það fór nú held- ur betur á annan veg því tankurinn dugði og er Sigrún Ósk því vel að titlinum komin. Aksturinn sjálfur tók um 24 tíma og var meðaleyðslan á bilinu 3,7-3,9 lítrar á hverja 100 kílómetra. Toyota-umboðið fékk Sigrúnu Ósk í verkið en tilgangur ferðarinnar var að sjá hve langt Toyota Prius kemst á einum bensíntanki. Vegna þess að bíllinn notar raf- magn og bensín er bensíntankurinn í Prius frekar lítill, um 45 lítrar. Bíllinn, sem búinn er rafmótor, býr einnig yfir hefðbundinni bensínvél og nýtir vel þá orku sem til verður við aksturinn. Í lok ferðar, þegar við blasti að hringnum yrði lokað á einum tanki, jók Sig- rún hraðann úr 60 kílómetrum á klukkustund upp í leyfilegan hámarkshraða á þjóðvegun- um og niðurstaða ferðarinnar varð því sú að Toyota Prius eyddi 4 lítrum á hundraðið í hringferðinni. „Þetta gekk stóráfallalaust fyrir sig en það var ekki laust við að ég væri með smá náladofa í bensínfætinum þarna undir lok- in. Auk þess var hitinn óbærilegur því ekki mátti ég hafa loftkælinguna á því hún eyðir rafmagni. Ég var því á tímabili að soðna í eigin svita. Ég mætti auðvitað með bunka af geisladiskum til að hlusta á á leiðinni en þá mátti ég víst ekki hlusta á neitt því það eyddi svo miklu rafmagni. Svo ég opnaði ekkert fyrir útvarpið allan tímann en mis- skildi þetta eitthvað því þegar ég var kom- in á Selfoss sögðu þeir mér að ég hefði al- veg mátt hlusta á útvarpið en ekki geisla- spilarann. En ég hafði nú ofan af fyrir mér með eigin söng þannig að þetta bjargaðist,“ segir hún og hlær. Sigrún segir meðalaksturshraðann hafa verið í kringum sextíu kílómetrana og því hafi margir tekið fram úr henni. „Ég hélt fyrst að allir yrðu mjög pirraðir út í mig á þessum hraða snigilsins en það er öðru nær því fólk vinkaði mér bara og allir virtust voða glaðir. Það voru margir vinir mínir alveg til í að keyra með mér hringinn á tveimur dögum en það mátti ekki því það þyngir bílinn og eyðir þar með meira bens- íni. Ég var því bara með ímyndaðan vin minn með mér í bílnum og það fór ágætlega um okkur,“ segir Sigrún Ósk, sem var með tvo aðstoðarmenn með sér, hvorn í sínum bílnum. En getur Sigrún Ósk gefið góð ráð varð- andi sparnaðarakstur? „Það er bara að keyra eins og maður, ekki að vera að gefa bensínið mikið í botn eða nauðhemla á ljós- um og nýta hraðann sem fæst þegar keyrt er niður brekku í þá næstu,“ segir hún. halldora@frettabladid.is Sigrún Ósk og hringvegurinn: Að soðna í eigin svita bilar@frettabladid.is Tryggingafélagið VÍS Býður nú upp á nýja og endurbætta barnabílstóla sem eru hannaðir í samstarfi við tryggingafélagið IF. Þessir nýju stólar eru einhverjir öruggustu barnabílstólar sem völ er á og eru einnig mjög þægilegir fyrir börnin. VÍS býður upp á þrjár tegundir stóla til leigu sem henta börnum á mismunandi þroska- skeiðum til þess að hámarks- öryggis sé gætt. Þá er hægt að skipta út stólnum þegar barnið stækkar. Hyundai var önnur sölu- hæsta bílgerðin í júlímánuði sam- kvæmt upplýsing- um frá Umferðar- stofu, með 9 prósent af heildar- sölu mánaðarins. Að sögn Steinars Arnar Ingimundarsonar, sölustjóra Hyundai hjá B&L, má rekja þennan árangur einkum til góðrar sölu á sportjeppanum Santa Fe ásamt smábílnum Getz og sjö manna bílnum Hyundai Trajet. Söluhæst var Toyota með um 28 prósenta markaðshlutdeild, í þriðja sæti Volkswagen, Skoda í því fjórða og Ford var í því fimmta. Í septemberlok frumsýnir KIA Motors nýjan Sportage smájeppa á bílasýningunni í Par- ís. Þá fer bíllinn í almenna fram- leiðslu og fyrstu bílarnir eru vænt- anlegir hingað til lands um miðj- an nóvember. KIA Motors bindur miklar vonir við nýja bílinn og segir hann falla vel að annarri framleiðslu fyrirtækisins, þar á meðal Sorento-jeppanum. Hjá samgönguráðuneytinu er til reynslu að setja á síðu ráðu- neytisins drög að reglugerðum í umferðarmálum. Drög að endurbættum reglum um aksturs- og hvíldartíma öku- manna, ökurita og fleira liggja nú fyrir. Nýja reglugerðin byggir á eldri reglu- gerð númer 136/1995 með síð- ari breytingum en orðalagi og efnisskipan hefur ver- ið breytt með það í huga að gera reglurnar skýrari og aðgengilegri. „Þetta gekk stóráfallalaust fyrir sig en það var ekki laust við að ég væri með smá náladofa í bensínfætinum þarna undir lokin,“ segir Sigrún Ósk. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í BÍLUM Til sölu 60m≤ bústaður, nánast fullbú- inn. Tilboð óskast. Uppl. í síma 848 9277. Bættu Microsoft í ferilskrána. Microsoft prófgráðunám hjá Rafiðnaðarskólan- um www.raf.is Lagerútsala Undirfatasett 1.000-2.000 kr. Buxur- Peysur 1.990 kr. Bolir 990-1.490. kr. Bikiní 1.990 kr. COS Glæsibæ. Í dag eru 1.614 smáauglýsingar á www.visir.is Hringferð Sigrúnar á Toyota Prius Aksturinn tók 24 tíma Eknir voru 1.280 kílómetrar Bensíntankur bílsins tekur 45 lítra Meðaleyðsla bíls var 3,7-3,9 á hvern 100 kílómetra Lokaniðurstaðan: Bíllinn eyddi 4 lítrum á hundraðið í ferðinni FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I N G Ó LF U R A.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.