Fréttablaðið - 14.08.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 14.08.2004, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 14. ágúst 2004 Svona gerum vi›! Opnum s‡ningu á handverki og listum starfsmanna Landsvirkjunar. Skemmtileg opnunarhátí› laugardag kl. 14. Allir velkomnir! Opi› alla eftirmi›daga í su mar. Nánari uppl‡singar á www. lv.is og í síma 515 9000. Ljósafossstö› vi› Sog Sultartangastö› ofan fijórsárdals Andlit fijórsdæla – Mannlíf fyrr og nú. Söguágrip í máli og myndum úr fijórsárdal í 1100 ár. Hrauneyjafossstö› á Sprengisandslei› Myndbönd um fijórsárver og Vatnajökul, líkan af hálendinu sunnan Hofsjökuls, uppl‡singar um Kárahnjúkavirkjun og sko›unarfer› um stö›varhúsi›. Laxárstö› í A›aldal „Hva› er me› Ásum“ - sí›asta s‡ningarhelgi. S‡ningunni l‡kur laugardaginn 21. ágúst. Styttur Hallsteins Sigur›ssonar og texti Árna Björnsssonar um go›in og heim fleirra í göngum og hvelfingum, ógleymanleg upplifun! N† S†NING N O N N I O G M A N N I | Y D D A / S IA .I S / N M 1 3 1 0 9 Gó›ir gestir! Veri› velkomin í stö›var Landsvirkjunar. Í tilefni af 100 ára afmæli rafvæ›ingar eru s‡ningar í öllum stö›vum um sögu fleirra. SVAR: Eins og Norður-Atlantshafs- straumurinn er nú á dögum flytur hann hlýjan sjó og varma frá mið- lægum breiddargráðum alla leið norður í Barentshaf og Íshaf. Á leiðinni miðlar yfirborðssjórinn varmanum til loftsins. Fyrir vikið er sjórinn í Norður-Atlantshafi til- tölulega hlýr og veðurfar í Vestur Evrópu og á Íslandi milt miðað við breiddargráðu, mun mildara en á landsvæðum á svipaðri breidd við Norður-Kyrrahaf eða á austur- strönd Norður-Ameríku. 10 stigum hærri lofthiti Rannsóknir undanfarinna áratuga hafa sýnt að Norður-Atlantshafs- straumurinn hefur breyst á jarð- sögulegum tíma. Sjávarhiti núna er talinn vera allt að 7 ˚C hærri en á ísöld og lofthiti jafnvel meira en 10 stigum hærri. Af borkjörnum úr Grænlandsjökli og kjörnum úr seti hafsbotnsins hefur verið ályktað að ástæðan fyrir sveiflum milli kulda- og hlýskeiða á ísöld liggi í breytingum á straumakerfi Norður-Atlantshafsins og þá eink- um því ferli sem nefnt er hita- seltuhringrásin (Thermohaline Circulation, THC). Flestir yfir- borðsstraumar heimshafanna tengjast meginloftstraumum við yfirborð hafanna en hita-seltu- hringrásin hefur áhrif niður á mik- ið dýpi, þar á meðal á djúp- strauma. Hita-seltuhringrás heimshaf- anna felst í því að tiltölulega saltur hlýsjór sem flæðir norður eftir Norður-Atlantshafi miðlar varma til andrúmsloftsins. Við það kólnar sjórinn og eðlismassi hans eykst þannig að hann sekkur að lokum og myndar djúpsjó, einkum í Græn- landshafi (milli Jan Mayen) og Svalbarða, Labradorhafi (milli Grænlands og Labrador), og Irmingerhafi (milli Íslands og Grænlands, suðvestur af Íslandi). Neðansjávarfæriband Til þess að sjórinn nái svo miklum eðlismassa við kælinguna að djúp- sjór myndist verður selta yfir- borðssjávarins að haldast há. Djúpsjórinn sem myndast í Norðurhöfum flæðir suður yfir hryggina milli Grænlands og Ís- lands, Íslands og Færeyja, Fær- eyja og Skotlands. Djúpsjávar- flæði fer suður eftir Atlantshafi og áhrif þess eru talin ná allt til Norð- ur-Kyrrahafs. Hringrás þessari er stundum líkt við færiband sem dregur hlýjan yfirborðssjó norður eftir Atlantshafi vegna þess að sjór verður að koma í stað þess sem sekkur. Heildarvelta þessa kerfis er talin vera á bilinu 16-20 Sv en Sv er eining fyrir flæði haf- strauma, 1 Sv =1 milljón m3 (millj- ón rúmmetrar á sekúndu). Hita-seltuhringrás heimshaf- anna er því nátengd veðurfari við Atlantshaf en hún er viðkvæm fyrir breytingum sem verða vegna sívaxandi gróðurhúsaáhrifa í loft- hjúpi jarðar og hlýnunar andrúms- loftsins. Ein hlið málsins er sú að aukin bráðnun jökla og hafíss kunni að lækka seltu yfirborðs- sjávar og draga úr eða hefta djúp- sjávarmyndun, og þar með minnka hlýsjávarflæði norður á bóginn og leiða til kaldara veðurfars á áhrifasvæði Norður-Atlantshafs- straumsins. Hraði breytinga mikilvægur Miklu skiptir hve hratt breytingar verða. Talað er um að loftslags- breytingar séu örar þegar þær taka áratugi eða fáar aldir, eins og til dæmis breytingarnar sem koma fram í ískjörnum Grænlandsjök- uls. Síðasta sveiflan var fyrir um 10.000 árum og markaði lok ísaldar. Það sem hér er spurt um er raunar eitt helsta viðfangsefni nú- tímans ekki einungis í haf- og veð- urfræði heldur teygjast þessar spurningar inn í hagfræði og félagsfræði. Á alþjóðlegum vettvangi fræð- anna er lögð mikil áhersla á að auka þekkingu á hita-seltu- hringrásinni, einkum á þeim að- stæðum sem stýra því hvort hún minnkar eða vex. Ein leiðin er að færa þekkingu inn í reiknilíkön til að spá fyrir um samspil lofts og sjávar og þróun við mismunandi aðstæður. Þegar miðað er við sennilega framtíðaraukningu á styrk koltvíoxíðs í lofti benda nið- urstöður margra líkana til þess að undir lok þessarar aldar hafi velta færibandsins minnkað um 20 til 30 prósent. Þó verður að geta þess að margt má gagnrýna í þessum lík- önum en þau munu batna þegar reikniverkin og tölvurnar eflast enn frekar og gögnin sem lögð eru inn í líkönin verða jafnframt betri. Vísbendingar eru um það frá bein- um mælingum í hafinu að nú þegar hafi dregið nokkuð úr flæði djúp- sjávar til suðurs um skarðið milli Færeyja og Skotlands. Meiri mæl- ingar og ítarlegri eru þó nauðsyn- legar til að staðfesta þetta og fylgj- ast með djúpsjávarflæðinu úr Norðurhöfum. Spádómsgáfa Hollywood Ef til vill hefur spyrjandinn séð kvikmyndina The Day After Tomorrow en sú mynd fjallar ein- mitt um breytingar sem verða á Norður-Atlantshafsstraumnum og hita-seltuhringrásinni. Söguhetj- an, Jack Hall, sýnir á ráðstefnu í Nýju-Delí algenga skýringarmynd af hita-seltuhringrásinni og færi- bandinu. Í myndinni er lýst mikl- um hamförum, snöggar veðurfars- breytingar verða á nokkrum dög- um! Á Hollywoodvísu varð að koma mörgu fyrir í tveggja tíma bíómynd og sum fyrirbrigðin, til dæmis flóðaldan og ofurstormur- inn, eiga sér ekki fræðilegar for- sendur. Hins vegar er engin ástæða til að forsmá þessa mynd. Hún ætti að vekja áhorfandann til umhugsunar um það, að mannkyn- ið er að breyta veðurfari á jörðinni og því kunna að fylgja breytingar á hafstraumum í Norður-Atlants- hafi. Þó að meðalhitinn hækki á jörðinni sem heild kunna sum svæði að kólna og breytingar veðurfarsins geta komið okkur að óvörum með ýmsum hætti. Jón Ólafsson, prófessor í haffræði við HÍ. Hvað gerist ef Norður- Atlantshafsstraumurinn stöðvast eða breytist? HRINGRÁS NORÐUR-ATLANTSHAFS- STRAUMSINS VÍSINDAVEFUR HÁSKÓLA ÍSLANDS Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um vísindi, hvaða nafni sem þau nefnast. Meðal spurninga sem þar hefur verið glímt við undanfarið eru: „Hvers vegna geta fuglar set- ið á háspennuvír án þess að fá raflost?“ og „Hvaðan á orðatiltækið laukrétt uppruna sinn?“. Svörin er að finna á visindavefur.hi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.