Fréttablaðið - 14.08.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 14.08.2004, Blaðsíða 40
!Ísklifur Ívar Freyr Finnbogason (28 ára) ! 28 14. ágúst 2004 LAUGARDAGUR Það getur verið ávanabindandi að finna adrenalínið streyma eftir æðunum þegar verið er að leggja líf sitt í hættu og það allt í nafni íþróttanna. Sumar íþróttir eru taldar hættumeiri en aðrar þegar markmiðið er að svífa í frjálsu falli í háloftunum, stökkva niður af háum byggingum eða sigla niður straumharða á. Fréttablaðið spjallaði við nokkra íþróttamenn um áhættuíþróttir og í hvað er verið að sækja. Áhættan kallar !Fallhlífarstökk Ísleifur Birgisson (23 ára) !Motokross Aníta Hauksdóttir (14 ára) !Straumvatnskajak Aðalsteinn Möller (22 ára) „Ég fæ ennþá kitl í magann þegar ég hugsa um fyrsta stökkið mitt. Eins og kennarinn sagði við mig þá datt ég út í tíuþúsund fetum, var stjarfur með opin augun en svo rankaði ég við mér í sex þúsund fetum, voða- lega kátur, og opnaði fallhlífina mína. Það kemur svo mikið adrenalín í blóðið að heilinn ræður ekki við það og slekkur á sér, sem betur fer var ég með tvo leið- beinendur með mér. Þetta er samt ekki óalgengt í fyrsta stökkinu. Það muna allir fallhlífarstökkvarar eftir fyrsta stökkinu sínu því það er það rosalegasta,“ segir Ísleifur, sem stokkið hefur meira en hundrað sinnum síðan hann byrjaði fyrir fjórum árum. „Ég var mjög of- virkur en hef róast mikið síðan ég byrjaði. Öll orkan fer í þetta þannig að ég held að ég sé orðinn rólegri en áður. Það slokknar á manni eftir að hafa stökkið því maður er búinn að svala allri spennuþörf. Það er eins og ég sé orðinn rólegri að eðlisfari, margir hafa sömu sögu að segja þó maður gæti haldið að því ætti að vera öðruvísi farið.“ „Þetta getur verið bæði róandi og æsandi, maður getur stoppað á miðri leið og farið að horfa í kringum sig í rólegheitunum og einnig verið með hjartað í buxunum,“ segir Ívar. „Ísklifur er örugglega ekki eins og fallhlífarstökk eða einhver álíka íþrótt, fallhlífarstökk tekur fimmtíu sekúndur, ísklifur kannski tvo tíma. Þetta er allt öðruvísi, snýst um að hafa mikið úthald, styrk og tækni,“ segir Ívar, sem lent hefur í nokkrum snjóflóðum síðan hann byrjaði að klifra fyrir tólf árum en segir jafnframt að íþróttin þurfi ekki að vera hættuleg ef varinn er hafður á þótt einkennilegir atburðir geti gerst. „Við vorum að stikla yfir brún á ísi lögðum fossi í gilkjafti. Félaga mínum skrikaði fótur og datt niður í gegnum gat og rann niður bak við fossinn og skaut upp í vök sem var fyrir neðan hann,“ segir ísklifrarinn og tekur það fram að maður þurfi að vera svolítill masókisti til að stunda ísklifur af einhverju viti þar sem nauðsynlegt er að rífa sig á fætur snemma morguns um helgar yfir vetrartímann til að æfa sig í við ís- lenskar vetraraðstæður, sem oft geta verið ansi erfiðar. „Þetta er ekki hættulegra en aðrar íþrótta- greinar ef þú veist hvað þú ert að gera og ert með hlífðarbúnaðinn í lagi.“ Aníta var önnur í Íslandsmótinu í Motokross á síðasta ári og stendur í baráttu fyrir sigri í ár. „Ég hef aldrei slasast í þessu síðan ég byrjaði fyrir fjórum árum,“ segir Aníta. „Þetta er adrena- línkikk, útrás, skemmtun, ég gleymi öllu öðru þegar ég er að hjóla. Ég hef ekki fundið neitt annað sem gefur mér það sama og þetta. Mig langar að prófa fjórhjól líka og svo er ég geðveikislega mikið fyrir snjóbretti. Svo langar mig líka að prófa fallhlífarstökk en ég held að ég sé of ung til þess. Ég er geðveikt lofthrædd þannig að ég held að ég fengi rosalegt adrenalínkikk út úr því að svífa í frjálsu falli.“„Það er gaman að taka áhættu, gera eitthvað „extreme“ sem kallar fram adrenalín. Þetta er hættulegt en það gaman að maður heldur alltaf áfram. Ef ég væri alltaf að gera það sama þá myndi ég ekki nenna þessu en ég er alltaf að gera eitthvað erfið- ara og erfiðara og hærra og hærra,“ segir Sævar Snorrason hjólreiðastrákur, sem stekkur fram af hinum ýmsu hlutum svo sem byggingum, gámum og hverju sem er ásamt vinum sínum sem halda úti heimasíðu þar sem hægt er að fylgjast með uppá- tækjum þeirra, www.go-riding.com. „Maður getur aldrei vitað hvað gerist næst, mun ég detta af eða ekki, við reynum alltaf að hafa eins mikinn öryggisbúnað og við getum en oft er það bara ekki nóg,“ segir Snorri. „Það er mikill hraði í þessu og það er erfitt að reyna að stjórna sér þegar maður er alltaf á ferð. Þegar maður er á snjóbretti til dæmis getur maður alltaf stoppað. Í þessu verður maður bara að klára dæmið. Það hefur enginn slasast mjög alvarlega við þetta hér á landi en úti er alltaf einhver að drepa sig. Ég lenti í því að velta í erfiðum aðstæðum í vor þegar ég og félagi minn fórum niður Stóru-Laxá. Vatnsmagnið í ánni var þrefalt meira en það hefði mátt vera. Ég glataði bátnum mínum, sem rak niður ána, og synti í land og hljóp á eftir honum til að reyna að ná honum, synti svo í áttina að kajaknum þegar ég taldi mig geta náð honum en ekkert gekk. Á endanum rak bátinn í land og við gátum klárað leiðina en þurftum svo að ganga tíu kílómetra leið niður í Laxárdalinn. Við vorum heppnir því þegar við komum þangað þá hýstu okkur jeppakarlar sem voru þar í skála. Við settum hins vegar orðsendingu á netið þar sem við vöruðum við því að reyna við ána þegar vatnsmagnið væri þetta mikið.“ !Áhættuhjólreiðar Sævar Snorrason (16 ára) FALLHLÍFARST ÖKK Ísleifur sés t hér í frjálsu falli á óþe kktum stað. Han n er í græna gallanum og á inniskónum . ÍSKLIFUR Hér sést Ívar klífa austurvegg-inn á Þverártindsegg fyrstur manna ásamtfélaga sínum. MOTOKROSS Aníta var ö nnur á Íslands- mótinu í motokross í fyrra . Hana langar til að prófa fallhlífarstökk e inn daginn. FREE-RIDE Sævar Snorrason og félagarhans halda úti heimasíðunni www.go-rid-ing.com þar sem hægt er að sjá þá félagastökkva fram af hverju sem er. STRAUMVATNSKAJAK A ðalsteinn sést hér í flúðinni „Commi tment“ í Austari-Jökulsá. „Maður er skyldug- ur að komast í gegnum þe ssa flúð, annars étur maður skít.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.