Fréttablaðið - 14.08.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 14.08.2004, Blaðsíða 44
32 14. ágúst 2004 LAUGARDAGUR Einu sinni var maður látinn læra að skrifa „íslendingur“ með litlum staf. Það var eftir stafsetningarbreytinguna sem Magnús Torfi Ólafsson heitinn lét gera þegar hann var menntamálaráðherra, 1971-1974. Þá urðu þjóðaheiti alltíeinu lítils stafs – ef ekki lítilla sanda og sæva – og um leið var setan lögð niður, sá ekkisins vandræðagemlingur sem mörgum reyndist erfitt að læra að setja á réttan stað. Síðan gekk þessi breyting til baka að hluta. Þjóðir hættu að haltra við litla stafinn, urðu hástafa á ný, en setuleysið hélt áfram. Nú situr enginn á setunni lengur nema íheldn- ustu eftirlegukindur og und- anvillingar í ullu allri og reyfi margföldu; þeir sem velkjast í þeirri ólæknandi moggun að skrafa enn og skrifa „íslenzku“. Auðvitað gerði maður þjóðum það hátt undir höfði að taka aftur upp hástafinn, þó það nú væri. En stundum hallast ég samt helst að því halda áfram að lágstafa „íslendinga“ enda liggur í augum uppi að fólk það sem byggir land það er „gagrast rís úr úthafinu“, secundum Salmonis Lingu- lam*, dregur ekki lengur nafn sitt af því þegar Hrafna- Flóki klöngraðist uppá fjallið fyrir vestan forðum daga „ok sá norðr yfir fjöllin fjörð full- an af hafísum“ heldur öllum þeim ísum sem það úðar í sig, ísfólkið mikla. Á mynd hér í Fréttablaðinu í vikunni – þeg- ar hitabylgjan reis einsog holskefla og hvolfdist yfir dolfallna íslendinga – mátti sjá kuldalegan íslenskan ung- ling klæddan hnausþykkri blárri endurskinsrákaðri úlpu eða buru, með munnk- lega hettu dregna frammyfir lopahúfu á höfði og nokkuð frostbitinn í andliti. Á hönd- unum var hann með gula vinnuvettlinga og paufaðist um frostgufur frystiklefa með fjóra kassa í fanginu fulla af emmess-ísum. Allt- umkring gnæfðu himinháir staflar af kössum með sama útliti og innihaldi. Undir myndinni stóð að þessi ungi maður ynni „hörðum höndum að því að koma ís til sólbak- aðra Reykvíkinga“. Í fyrir- sögn sagði að íssala væri fjórfalt meiri en á venjuleg- um degi. Í smáklausu ofar var þess þó getið að útlend- ingar héldu áfram að kaupa lopapeysur einsog ekkert hefði í skorist. En á meðan fengu íslendingar hvert veð- urfarsáfallið á fætur öðru – jafnvel skattmann skriðinn úr skugganum, búinn að loka, farinn heim eða út og suður. Allir sem vettlingi gátu vald- ið, eða réttarasagt í skýlu skriðið, lögðust semsagt í ein- hverja ómennsku og mak- ræði; samskonar og íslend- inga hefur sjaldnast skort nennu til að líta niðrá hjá suð- lægari þjóðum af napurri norðanrembu og dreissi nokkru. Já, hitabylgjan verður í minnum höfð á íslandi eins og frostaveturinn mikli 1918, móðuharðindi, Tyrkjaránið, Jörundur hundadagakonung- ur, Grettir sterki, Gunnlaugs- sund, Eyjagos... „Hvar varst þú (og hvernig klædd(ur)) þegar hitabylgjan skall á?“ verður án efa sígild spurning á elli- heimilum íslenskrar framtíð- ar. Hitametin falla einsog eit- urúðaðar móskítóflugur. Hit- inn kominn uppí 25 stig í Reykjavík! Uppí næstum 30 á Egilsstöðum! Uppí „27 stig í innsveitum norðanlands, í Borgarfirði og á Suðurlandi“. Meðan ég fletti þannig Fréttablaðinu á vefnum þar sem ég sit við tölvuna hér suðrí miðju sumri á miðri Spánarheiði, nánar tiltekið í miðborg Madrídar, og les um ofhitaða og emmessísaða ís- lendinga, sýp ég á sum- arrauðvíni eða „tinto de ver- ano“ (rauðvín með sætuðu ropavatni og klaka), klóra mér í stuttbuxuðu læri, tromma berum tám á gólf, eiginlega án þess að taka eft- ir, niðursokkinn í hitabylgj- una sem flæðir úr norðri útum tölvuskjáinn svo að ég er alveg að drukkna. En allt- íeinu hleypur um mig kulda- hrollur sem fær hárin til á rísa á loðnum býfum. Ég held í fyrstu að það sé vegna þess að sumarrauðkan sé of köld hjá mér en svo tek ég eftir gustinum sem hefur grípið í tærnar á mér, gegnumgusti smognum innum opnar svala- dyrnar utanúr morgninum. Það hefur nefnilega verið kuldakast (sem betur fer) hér þessa dagana, hitinn kominn niðrí 27 stig... *SAMKVÆMT LAXNESS SKÁMÁNI FRÁ SPÁNI KRISTINN R. ÓLAFSSON SKRIFAR FRÁ MADRID Hitabylgjur og kuldaköst Hvert hitametið á fætur öðru hefur verið slegið undanfarna daga. Hitinn hefur verið það mikill að nauðsynlegt er að klæðast stuttermabol og stuttbuxum. Sund- laugar á höfuðborgarsvæðinu og Nauthólsvíkin hafa verið yfirfullar dag eftir dag, Austurvöllur þétt setinn, kaffihúsin hafa keppst við að flytja þjónustuna út á stétt og ungviðið hleypur um á bleiunni einni saman. Blíðan hefur ekki aðeins haldið sig á höfuðborgarsvæðinu því hitamet hafa fallið jafnt á Suður- sem Norðurlandi. Veðurfræðingar spá nú kólandi veðri. ■ BUSLAÐ Leikskólabörn í Laufskálum í Grafarvogi busluðu og léku sér í blíðunni. SVAMLAÐ Í SÓLINNI Margir hafa sótt sundlaugarnar undan- farna daga enda notalegt að kæla sig í mesta hitanum. NAUTHÓLSVÍK Þessi strákar gæddu sér á frostpinna milli þess sem þeir léku sér í sjónum í Nauthólsvík. SÓLARLAG Sólsetrið hefur verið einstaklega fallegt undanfarin kvöld enda veður stillt og skyggni gott. Metin falla í hrönnum - mest lesna blað landsins Á MIÐVIKUDÖGUM Sparnaður, hlutabréf, lífeyrir ofl. Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ / E. Ó L FR ÉT TA B LA Ð IÐ / ST EF ÁN FR ÉT TA B LA Ð IÐ / G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ / VI LH EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.