Fréttablaðið - 14.08.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 14.08.2004, Blaðsíða 46
Erum í sundi Starfsmenn bókaforlagsins Bjarts gátu ekki með nokkru móti hugsað sér að kúra yfir handritum og reikningum á þriðjudaginn þegar hitinn í höfuðborginni var næstum því óbærilegur. Þeir brugðu því á það ráð að loka skrifstofunni og létu sólina sleikja sig í Vesturbæjarlauginni. Ákvörðunin um að loka var ekki tekin í skyndingu heldur byggði hún á svokallaðri 14 gráðu reglu sem kveður á um að loka skuli kontórnum þegar sólin skín og hitinn fer yfir 14 gráður. Þar sem hlýtt hefur verið í Reykjavík í sumar er ekki óvarlegt að ætla að Bjartsmönnum hafi orðið lítið úr verki síðustu vikur, þ.e.a.s. ef reglunni góðu hefur alltaf verið beitt þegar hitinn hefur skriðið yfir 14 gráður. BÓKASKÁPURINN 34 14. ágúst 2004 LAUGARDAGUR AÐALLISTINN - ALLAR BÆKUR DA VINCI LYKILLINN Dan Brown KVENSPÆJARASTOFA NÚMER EITT Alexander McCall Smith KÁRAHNJÚKAR - MEÐ OG Á MÓTI Ómar Ragnarsson ÍSLENDINGAR Sigurgeir Sigurjónss. og Unnur Jökulsd. KORTABÓK 1:300.000 Mál og menning ÍSLENSKA VEGAHANDBÓKIN Stöng BETTÝ Arnaldur Indriðason SVO FÖGUR BEIN Alice Sebold SKYNDIBITAR FYRIR SÁLINA Barbara Berger FERÐAKORTABÓK 1:500.000 Landmælingar Íslands SKÁLDVERK - KILJUR DA VINCI LYKILLINN Dan Brown KVENSPÆJARASTOFA NÚMER EITT Alexander McCall Smith BETTÝ Arnaldur Indriðason SVO FÖGUR BEIN Alice Sebold MÝRIN Arnaldur Indriðason SYNIR DUFTSINS Arnaldur Indriðason ÖXIN OG JÖRÐIN Ólafur Gunnarsson GRAFARÞÖGN Arnaldur Indriðason ALKEMISTINN Paulo Coelho EINHVERS KONAR ÉG Þráinn Bertelsson HANDBÆKUR/FRÆÐIBÆKUR/ÆVISÖGUR KÁRAHNJÚKAR - MEÐ OG Á MÓTI Ómar Ragnarsson ÍSLENDINGAR Sigurgeir Sigurjónss. og Unnur Jökulsd. KORTABÓK 1:300.000 Mál og menning ÍSLENSKA VEGAHANDBÓKIN Stöng SKYNDIBITAR FYRIR SÁLINA Barbara Berger FERÐAKORTABÓK 1:500.000 Landmælingar Íslands ÍSLENSK FJÖLL Ari Trausti og Pétur Þorleifsson HÁLENDISHANDBÓKIN 2004 Páll Ásgeir Ásgeirsson ÍSLENSKA PLÖNTUHANDBÓKIN Hörður Kristinsson STANGVEIÐIHANDBÓKIN - 3. BINDI Eiríkur St. Eiríksson LISTINN ER GERÐUR ÚT FRÁ SÖLU DAGANA 04.08. - 10.08. 2004 Í BÓKABÚÐUM MÁLS OG MENNINGAR, EYMUNDSSON OG PENNANUM. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Old Man Goya eftir Juliu Blackburn Þegar spænski málarinn Francisco Goya var 47 ára gamall veiktist hann af sjúkdómi sem gerði hann heyrnarlausan. Í þessari bók fylgir Blackburn Goya í þau 35 ár sem hann átti eftir ólifuð og fjallar meðal annars um samband hans við hertogaynjuna af Alba og ástkonuna Leocadia sem stóð alla tíð við hlið meistarans. Skínandi bók sem er full af innsæi og næmum skilningi á þessum merkilega listamanni. EYMUNDSSON MÁL OG MENNING PENNINN [ METSÖLULISTI ] Alþjóðlega bókmenntahátíðin í Edinborg hefst í dag en hún er hluti af Edinborgarhátíðinni, ár- legri lista- og menningarhátíð. Bókmenntahátíðin var fyrst hald- in 1983 og var í fyrstu annað hvert ár en hefur verið árlegur viðburð- ur síðan 1997. Bókmenntaáhuga- fólk bíður hátíðarinnar jafnan með eftirvæntingu enda er hún meðal virtustu hátíða sinnar teg- undar. Þúsundir lestrarhesta og fræðimanna víðs vegar að úr heiminum leggur leið sína til Ed- inborgar í hverjum ágústmánuði, ýmist til að hlýða á rabb og erindi þekktra og óþekktra rithöfunda eða til að draga að sér þann mikla bókmenntaanda sem svífur yfir vötnum. Andrúmsloftið er enda ein- stakt fyrir áhugasama og gott tækifæri til að kynnast stefnum og straumum í bókmenntum hvaðanæva að. Hátíðin er haldin í stórum og glæsilegum garði sem nefnist Charlotte Square Gardens og fer að mestu fram í risastórum tjöldum sem flest hver rúma mik- inn fjölda fólks. Matthías, Ólafur, Magnús og Sally Íslensku skáldin Matthías Jo- hannessen og Ólafur Jóhann Ólafsson eru í hópi þeirra rithöf- unda sem koma við sögu á Edin- borgarhátíðinni í ár en alls telja þeir á sjötta hundraðið. Matthías heldur utan vopnaður nýju ljóðasafni sem kallast New Journeys. Í því er að finna ljóð frá löngum ferli skáldsins en sum hver hafa ekki birst áður. Bern- ard Scudder valdi verkin í bókina og annaðist þýðingu þeirra. New Journeys er beinlínis gefin út í tilefni af þátttöku Matthíasar í Edinborgarhátíðinni og er bókin tileinkuð hátíðinni. Magnús Magnússon sjón- varpsmaður mun kynna Matthías og skáldskap hans og spyrja hann út í verkin, auk þess sem Matthí- as les úr bókinni. Dagskrárliður- inn fer fram miðvikudaginn 25. ágúst og hefst klukkan hálf eitt. Ólafur Jóhann Ólafsson les upp úr bók sinni Walking into the Night – Höll minninganna – en hún hlaut góða dóma þegar hún kom út í Bandaríkjunum fyrr á árinu. Ólafur verður í hópi tveggja annarra rithöfunda; Alan Furst og Allan Massie sem báðir njóta vinsælda og er upplesturinn sunnudagsmorguninn 29. ágúst klukkan hálf ellefu. Auk þessa má nefna að á hátíð- inni mun Sally Magnusson, dóttir Magnúsar Magnússonar, kynna verk sitt Dreaming of Iceland – Draumurinn um Ísland, sem kom út á síðasta ári. Í henni fjallar Sally um ferð þeirra feðgina á slóðir for- feðra sinna á norðanverðu Íslandi og er frásögnin blanda af ferða- og minningasögu. Stórskáld og stjórnmálamenn Nokkrir heimsþekktir og margverðlaunaðir rithöfundar taka þátt í Edinborgarhátíðinni í ár, sem sögð er sú glæsilegasta frá upphafi. Í þeim hópi er t.d. hin bandaríska Toni Morrison sem meðal annars hlaut Bókmennta- verðlaun Nóbels árið 1993. Fjöl- margar bækur hennar njóta vin- sælda og hefur ein þeirra, Beloved, verið þýdd á íslensku undir heitinu Ástkær. Meðal annarra höfunda má nefna Muriel Spark, Alex Gar- land og Ian Rankin. En það eru ekki aðeins hetjur af sviði bókmenntanna sem fylla tjöldin við Charlotte Square and- agift og orðsnilld. Einn af þekkt- ari stjórnmálamönnum Bret- lands, Robin Cook, fyrrverandi utanríkisráðherra, verður gestur hátíðarinnar og fjallar þar um bók sína The Point of Departure. Í henni greinir Cook frá sinni sýn á innrásina í Írak á síðasta ári en hún gengur í berhögg við stefnu og skoðanir Blairs forsætisráð- herra. Á sjötta hundrað þátttakenda Líkt og áður sagði var bók- menntahátíðin í Edinborg fyrst haldin árið 1983 og fór þá fram í nokkrum smáum tjöldum í kyrrlátum garði í borginni. Síð- an hefur hátíðin vaxið og dafn- að og státar nú ár hvert af merkustu skáldum og hugsuð- um samtímans í bland við unga og efnilega höfunda. Rúmlega fimm hundruð manns taka þátt í hátíðinni og eru dagskrárliðir hennar á sjöunda hundrað. Við- búið er að gestirnir skipti þús- undum og er löngu uppselt á helstu viðburði. Bókmenntahátíðin er hluti af Menningarhátíðinni í Edinborg en hún nær yfir flestar greinar lista og menningar og má þar nefna kvikmyndir, leiklist og djass. ■ [ BÓK VIKUNNAR ] Rushdie skrifar um klám Bók sem geymir ritgerðir um klám er væntanleg á markað. Bókin nefnist XXX: 30 Porn Star. Með- al höfunda er Salman Rushdie, sem þar heldur því fram að einn mælikvarði á frjálst og upplýst þjóðfélag sé vilji þess til að viðurkenna klám. Meðal annarra höfunda eru John Malkovich, sem skrifar um það þegar hann sá klámmyndina Emmanuelle í fyrsta sinn, og Lou Reed, sem skrifar um kynóra húsmæðra sem leiðist hversdagsleikinn. Gore Vidal skrifar formála að bókinni. Þennan dag árið 1834 lét bandaríski táningurinn Richard Henry Dana úr höfn í Boston og hóf tveggja ára feril sinn sem skipverji á flutningaskipi. Þegar farmennskunni sleppti nam hann lög við Harvard-háskóla og skrifaði samhliða því sína fyrstu bók, Two Years Before the Mast sem í íslenskri þýðingu Sigurðar Björgólfssonar heitir Hetjur hafsins; rödd úr hásetaklef- anum. Bókin segir frá snautlegu lífi farmanna á bandarískum flutningaskipum, átökunum um borð og ævintýrunum í höfnunum. Ljósmyndabók Daníels Bergmann fær frábæra dóma erlendis Í bókadómi í tímaritinu Birding World fer Richard Millington afar lofsamlegum orðum um ljós- myndabók Daníels Bergmann, Íslensk náttúra, eða Icelandic Wilderness í enskri þýðingu, sem kom út hjá JPV útgáfu á síðasta ári. Í dómnum segir meðal annars: „Í þessari undurfögru bók getur að líta glæsilegar myndir þar sem ljósmyndarinn, Daníel Bergmann, endurspeglar ferð- ir sínar um Ísland síðastliðin fjögur ár... Icelandic Wilderness er annað og meira en gönguferð í náttúrunni, við fáum að sjá þetta land íss og elda eins og það kemur innfæddum og hæfi- leikaríkum náttúruljósmyndara fyrir sjónir.“ Ég gekk fram og aftur um sandölduna og orti hjartnæmasta ástarkvæði sem ort hefur verið á íslenzka tungu. Það hefur aldrei verið birt á prenti. En það er verið að kompónera lag við það vestur í Ameríku. Þórbergur Þórðarson MATTHÍAS JÓHENSSEN SKÁLD Safn Matthíasar var gefið út í tilefni af þátttöku hans í bókmenntahátíðinni í Edinborg. Skáldin mætast í Edinborg HIN ÁRLEGA BÓKMENNTAHÁTÍÐ Í EDINBORG HEFST Í DAG: GESTIR GETA VALIÐ ÚR 650 VIÐBURÐUM.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.