Tíminn - 24.03.1973, Síða 28
-----------------------------'
Laugardagur 24. marz 1973.
-
MERKID.SEM GLEÐUR
Htttumst i kaupfélaginu
Gistió á góóum kjörum
=iqjri a\
1—■it-JIMIU nl
SGOÐI
J fyi’ii' fjóöun nmi
$ KJÖTIDNADARSTÖÐ SAMBANDSINS
Vonir um frið á
Iríandi brugðust
NTB—Belfast. — Róttæki arrour
trska lýöveldishersins visaöi i
gær á bug innihaldi hvitu bókar-
innar um framtíö N-trlands, og
skýrt var frá þvi, að haldiö yröi
áfram baráttu i landinu. Þar meö
eru vonir úti um bráða lausn
deiluinálanna i þetta skiptiö.
I tilkynningu frá Dublin segir,
að hvita bókin geri það að verk-
um, að Lýðveldisherinn eigi ekk-
ert val annað en að halda áfram
baráttunni með vopnavaldi. Hins
vegar er ekki ljóst hvort róttæki
armur hersins muni þegar i stað
hefja hryðjuverk á ný eða muni
biða átekta. Lýðveldisherinn
hafðist ekki að meðan hvita bókin
var i athugun.
Paddy Devlin, talsmaður
sósialdemókratiska verka-
mannaflokksins, stærsta flokks
kaþólskra i fyrrverandi stjórn N-
Irlands, sagði, að þessi ákvörðun
sýndi, að róttækir félagar i
Lýðveldishernum væru, helteknir
af geðveikislegri starfsemi
sinni”.
Formaður flokksins, Gerry
Fitt, sem hefur látið i ljósi
jákvæða afstöðu gagnvart hvitu
bókinni, harmaði afstöðu Lýð-
veldishersins. — Ég er viss um,
að meirihluti ibúa N-Irlands er
mér sammála, sagði Fitt.
Akvörðun Lýðveidishersins felur
i sér, að þessi hörmulega deila
heldur áfram. — I tilkynningu
Irska lýðveldishersins kemur
fram, að hann samþykkir aðeins
vopnahlé ef stjórn Bretlands leyf-
ir Sinn Fein, sem er stjórnmála-
legur armur Lýðveldishersins, að
starfa að vild. Sinn Fein flokkur-
inn er ólöglegur. Lýðveldisherinn
vill, að Sinn Fein takí þátt i
kosningum til nýs þings i landinu,
en það á samkvæmt hvitu bókinni
að koma saman eins fljótt og unnt
er.
Slysið varð
á Röðli
MAÐURINN, sem slasaðist i
höndum dyravarða um siðustu
helgi og hefur kært þá, meiddist á
veitingahúsinu Röðli, en ekki i
Þórscafé, eins og sagt var rang-
lega i gær hér i blaðinu. Lýsing á
staðnum, sem lýst er i fréttinni,
kemur ekki heldur heim og
saman við húsakynni Þórscafés
eða útgönguleiðir þaðan, eins og
kunnugir munu hafa séð.
Stafar þetta brengl af missögn
heimildarmanna, og eru viðkom-
andi beðnir velvirðingar á rugl-
ingi nafna á veitingahúsi ogdans-
húsi. Oó.
Fulltrúar í
MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ
hefur skipaö ólaf Jónsson rit-
stjóra og Véstein óiason mag.art.
fulltrúa af islenzkri hálfu i dóm-
nefnd um bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs til næstu
þriggja ára, eða þar til veiting
verðiaunanna árið 1976 hefur
farið fram.
Andrcs Björnsson útvarpsstjóri
hefur verið skipaður varafulltrúi f
dómnefndinni sama timabil.
Fyrsti togarinn, Júpiter, fór út upp úr tvö i gær, þótt um hádegiö væri auglýst eftir tveim mönnum á
skipiö. ^
Togarar Tryggva Ofeigssonar
farnir til veiða, hinir bundnir
TOGARARNIR liggja cnn við
bryggju þrátt fyrir að verkfalli
yfirmanna sé lokið, að undan-
skildum togurum Tryggva
Ófeigssonar, sem farnir eru til
veiða eða veriðeraö undirbúa þá.
Togaraeigendur segjast ekki
geta látið skipin hefja veiöar, fyrr
en allsherjarlausn er fengin á
rekstrargrundvelli togaranna, og
segjast ekki hafa peninga tii að
koma skipunum út.
Samkvæmt fjárlögum er gert
ráð fyrir 20 milljón króna aðstoð
við togaraútgerðina, en það erum
við raunverulega búnir að nota,
sagði Þorsteinn Arnalds, fram-
kvæmdastjóri Bæjarútgerðar
Reykjavikur i gær, og þarf
togaraútvegurinn mun meira fé
til að mæta fyrirsjáanlegum
hallarekstri á þessu ári.
Rikisstjórnin hefur skipað
viöræðunefnd til að ræða við
útgerðarmenn, og er þeim
viðræðum ekki lokið.
Flestir togarasjómenn eru
farnir að starfa á öðrum skipum
eða i landi, en útgerðarmenn
telja, að ekki verði vandræði með
að fá mannskap ef skipin halda
til veiða.
Ingimar Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Félags islenzkra
botnvörpuskipaeigenda, sagði, að
það væri ekki ákvörðun FIB, að
skipin fari ekki út og ekki samtök
meðal togaraeigenda, en þeir
hefðu ekki fjárhagslegt bolmagn
til að halda skipunum úti.
Tryggvi ófeigsson er ekki
meðlimur i Félagi islenzkra
botnvörpuskipaeigenda.
Markús Guðmundsson sá aflaskipstjóri gengur glaður til starfs að
nýju. TimamyndirGE
Blaðburðarbörn óskast
Meðalholt, Stórholt.
mmm
simi 12323.
AAyndlistarhúsið opnað \ dag með sýningu á
verkum
Kjarvals
SJ-Reykjavik. — 1 dag,
laugardag, verður Mynd-
listarhúsið á Miklatúni opn-
að. Húsið var reist i tilefni af
áttræðisafmæli Jóhannesar
S. Kjarvals 15. október 1965,
og fyrsti listviðburðurinn þar
er einmitt sýning á verkum
hins látna listamanns. 184
myndir og málverk frá ýms-
um timum eru á sýningunni,
sem verður opin almenningi
kl. 20-22 i kvöld, en siðan kl.
14-22 á sunnudögum og 16-22
þriöjudaga til laugardaga.
Sýningin er ekki opin á
mánudögum.
Þessi hluti sýningarinnar eru myndir, sem Reykjavfkurborg á. Málverkiö til hægri er eitt það stærsta á sýningunni. Geta má að i fordyri eru
Ijósmyndir af Kjarval eftir Kaldal. TimamyndGE.