Tíminn - 31.03.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 31.03.1973, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Laugardagur 31. rnarz 1973. HEILAKVEISA (MIGRAINE) Kæst rcnnuin vift okkar ævi- skcift án þess að fá einhvern tima höfuftverk. Flest okkar hafa raunar höfuftverk, misjafnlega svæsinn og misoft og lengi hverju sinni eins og gengur. Ilöfuftverkur er þannig ein af þeim algengu kvörtunum, sem' fólk kemur meft til lækna sinna. tlrsakir höfuftverkjar eru margar og skal ckki reynt aft telja þær upp hér. Ilitt má strax segjast, aft sem betur fcr eru þær miklu oftar en ckki tiltölu- lega meinlausar. T.d. er algengasta orsök höfuftverkjar andlcg og likam- leg þrcyta, ekki siftur liift fyrr- talda og er höfuðvcrkur þannig hluti af þeirri streitu, scr cin- kennir nútimamanninn. Kapp- hlaupift um lifsins gæfti hlifir engu. Ein tegund höfiiftverkjar hefurnokkra sérstöðu og nefnist á islenzku máli heilakveisa. Ekki er þetta orð mikið notað i tali manna á meðal og jafnvel hætt við að ylli misskilningi, ef menn segðu frá þvi, að þeir þjáðust af heilakveisu. Viðast hvar gengur þessi höfuðverkur annars undir nafninu migrr.ine og er svo einnig hér á landi. Ekki hef ég rekið mig á annaö en að þetta nafn væri velþekkt af allri alþýðu manna um þann höfuðverk, sem um verður fjallað i þessu greinarkorni og mun ég þvi halda mig við nafnið migraine. Migraine er ekki nýr sjúk- dómur, ekkert tizkufyrirbrigði. Honum er lýst fyrir nær 2000 árum af Galen og raunar áður af Aretaeus frá Cappadociu. Ráða má af nöfnum er þeir gefa höfuðverk þeim, sem þeir lýsa, að þar hefur verið um að ræða sjúkdóminn migraine. Sigilda lýsingu á þessum sjúkleika er að finna i riti frá árinu 1873, hún er svo enn, þótt mikið vatn hafi runnið til sjávar á þessu sviði eins og flestum öðrum innan greina læknisfræðinnar. Migraine er algengur sjúk- dómur. Fjölmörg uppgjör liggja fyrir, en fæst eru þau þó alveg fullnægjandi og tiðni sjúkdóms- ins þvi nokkuð á reiki, en flest benda þau til þess, að tiðnin sé 5—8 einstaklingar af hverjum 100. Þetta myndi jafngilda þvi, aðalltað 16 þúsundir tslendinga þjáðust af þessum sjúkleika, auövitað á misjafnlega háu stigi. Flestum uppgjörum á þessum sjúkdómi ber saman um, að hann sé tiðari hjá konum en körlum. Um þetta er þó deilt og á það bent , að sjúkdómurinn sé oftar svæsnari hjá konunum. Migraine getur byrjað á öllum aldri. Sjúkdómurinn er ekki svo sjaldgæfur meðal barna, en algengast er, að hann byrji á aldrinum 16 ára til þritugs. Augljóst er einnig, að til- hneigingin til þessa sjúkleika er rik i fjölskyldum og hjá 50—85% sjúklinga með migraine kemur i ljós, að fleiri i fjölskyldunni hafa við hið sama að striða. Rétt er að taka fram, að stuðzt er við upplýsingar erlendis frá um þessi atriði, en þau hafa ekki verið könnuð hér á landi, en lik- legt má telja, að niðurstöður hér yrðu svipaðar þeim, er nefndar hafa veriö. Hvað er þá migraine? Skil- greiningin er sú, að þetta sé höfuðverkur, sem kemur i köst- um, venjulega öðrum megin i höföinu og fylgir tvennt, þ.e.a.s. flökurleiki og truflun i einhverri mynd á starfsemi miðtaugakerfis og þá heila. Þetta er hin viðurkennda skil- greining á migraine en til eru af henni ýmis afbrigði, sem ekki skal farið út i hér. Raunar er þaö einnig svo, að truflun sú á heilastarfsemi, sem nefnd er, þarf ekki að vera augljós né heldur er alltaf flökurleikatil- finning samfara, og ekki geta migraine- sjúklingar ávallt gert sér grein fyrir, að höfuðverkur- inn sé öðrum megin i höfðinu heldur meira og minna i þvi öllu. Þegar höfuðverkurinn er afbrigðilegur, reynir mjög á lækninn að greina, hvort hann sé migraine eftir sem áður. Til þess hefur læknirinn ýmis ráö og rétt greining skiptir miklu máli i sambandi viö allan höfuö- verk eins og annað. Engir þekkja þó þennan breytileik á migraine-einkennum betur en migraine-sjúklingarnir sjálfir. Þeir hafa flestir fljótt lært að þekkja sina migraine, en ef ekki, er nauðsynlegt að kenna þeim það, ef vel á að takast með alla meðferð, og mun ég koma að þvi siðar. En hvað veldur þá þessum einkennum? Ég hef rekið mig á, að um þetta vita sjúklingar litiö, flestir hverjir, þótt á séu undan- tekningar og veldur þar vafa- laust hvorttveggja, að sjúkl- ingar hafa hvorki æskt skýringa né fengið þær óumbeðið. Af þessu hef ég orðiö var við marg- háttaðan misskilning, einkum þó þann, að um sé að ræða þröngar æðar i heila eða aðra alvarlega æðasjúkdoma i heila og höfði, og hefur þetta að von- um skapað kviða og ótta hjá mörgum hinna sjúku, en hvort- tveggja er með öllu ástæðu- laust, þvi þessu er ekki til að dreifa. Að visu verður það að viðurkennast, aö læknavisind- unurn hefur ekki enn tekizt að skýra fyllilega, hvað veldur migraine. Það er þó nokkuð ljóst, hvað gerist, en hinsvegar ekki hvers vegna. 1 migraine kasti verður truflun á eðlilegri eða venjulegri blóðdreifingu til hinna ýmsu svæða höfuðs og heila. Svo virðist sem of litið magn af blóði nái að berast til hluta heilans á sama tima og æðar einkum i heilahimnum og utan á höfðinu yfirfyllast af blóði. Af hinu fyrra leiðir ein- kenni, sem, a.m.k. i upphafi, valda mikilli og skiljanlegri skelfingu hjá sjúklingum. Vegna of litils blóðmagns til heilans raskast margháttuð starfsemi hans og koma þá fram truflanir, sem migraine- sjúklingum eru vel kunnar. Bezt þekkt eru sjóntruflanir, en einnig getur komið fram breyt- ing á tilfinningu og afli i likams- hlutum, sömuleiðis svimi, tal- truflanir, sljóleiki og syfja og jafnvel missir meðvitundar. Rétt er að taka strax fram, að engin þessara einkenna verða varanleg, þau ganga öll yfir, enda verður engin heila- skemmd, þvi hvorki stiflast æðar né springa. Oft eru þessi einkenni um truflaða heilastarf- semi ekki ljós. Þau eru stundum undanfari höfuðverkjarins, en koma stundum ásamt með hon- um. Sjálfur verkurinn hins- vegarkemur aðallega frá æðum utan á höfðinu og æðum i heila- himnum og veldur þvi útþensla þeirra og sjálfar eru þær sár- saukafullar sem og vefir þeir, sem þær liggja i og um. Höfuð- verkurinn hefur oft sláttarlag, en ekki er þó ávallt svo. en sár er hann alltaf og sundum litt bærilegur. Af þessu siðastnefnda leiðir nokkuð af sjálfu sér, að migraine-sjúklingar koma til læknis, og það eiga þeir að gera. Menn harka kannske af sér fyrstu köstin, einkum ef þeir hafa ekki orðið varir við truflun á heilastarfsemi þeim samfara. Einstaka karlmaður hristir óþægindin af sér lengi vel, en þó er oft litil og pervisin kona þrautseigari i þessu efni en stæltasti karl, en ekki mæli ég með hetjuskap af þessu tagi. Það er þrátt fyrir allt margs að gæta i sambandi við migraine, og enda þótt hún sé misslæm, þá skapar hún öllum talsverð óþægindi og sumum reyndar svo mikil, að lif þeirra allt og starf raskast verulega. Það er þvi þörf bæði rannsókna og meðferðar, sem oft er erfið og vandasöm og tekst ekki vel nema læknir og sjúklingur vinni saman. Milli migrainekasta er ekki við skoðun að finna óeðlileg ein- kenni hjá sjúklingum nema þá aðrir sjúkdómar komi til. 1 sjálfu migrainekastinu er sjúkl- ingur fölur og kaldsveittur með bankandi æðar á höfði, ljósfæl- inn og styggur, flökurt og yfir- kominn af höfuðkvölum. Það er tiltölulega auðvelt fyrir lækn- inn að greina, hvað er á ferö- inni, þegar hann kemur að sjúklingi i kasti, en milli kast- anna hefur læknirinn fátt sér til hjálpar, við sjúkdómsgreining- una nema lýsingu sjúklings á höfuðverknum. Rannsóknir hjálpa sjaldnast, þvi þær eru yfirleitt allar eðlilegar, þegar um migraine er að ræða, og sumir læknar telja þær með öllu óþarfar. Þó vita læknar og hafa jafnan i huga, að rétt stöku sinn- um geta sérstakir sjúkdómar legið að baki migraine, og er það þá einkum hjá þeim mjög ungu og hinum, sem komnir eru yfir þann aldur, er migraine venjulega byrjar á. þegar þeir fá sitt fyrsta kast. Sjálfsagt er að útiloka þessa sjúkdóma, enda má flesta þeirra milda og suma lækna og þar með einnig migraineköstin. Það á við um alla sjúkdóma sem ekki eru þekktar orsakir fyrir, að margar orsakakenningar koma fram. Það fylgir einnig, þegar svona stendur á, að mörgu hefur verið beitt i með- ferðarskyni en engu með full- nægjandi árangri. Vonandi finnst einhvern tima hin eina og rétta skýring, og þá munu væntanlega margar þær kenningar, sem nú eru uppi um migraine falla i gleymsku og dá og ýmsum ráðum, sem nú eru viðhöfð gegn henni, ekki lengur verða beitt. Allir vita, hve ein- faldir hlutirnir eru, þegar þeir eru þekktir. Stundum virðist sem tilhneiging til migraine sé i okkur öllum og aðeins þurfi mismikið af innri og eða ytri ertingu til að koma migraine- kasti af stað. 1 ljósi þess hefur reynslan kennt. hvað migraine sjúklingar skyldu ástunda og hvað þeir skyldu forðast til þess að halda köstum sinum i lág- marki. Læknavisindin hafa einnig fundið ákveðinn lyfjahóp, sem öðrum fremur ræður niður- lögum migrainekastanna, en rétt notkun þeirra er nokkur kúnst - Þáð er læknisins að finna, ef sérstakir sjúkdómar liggja að baki migraine, sem sjaldnast er, og reyna að ráða bót á þeim. og þar með migraineköstunum um leið. Að þessu slepptu skiptir mestu máli svo vel takist um meðferð og þjáningar verði sem minnstar hjá sjúklingnum, að hann þekki sjálfan sig, þekki sina eigin migraine. Læknirinn vill vita, hversu oft köstin koma, hversu lengi þau standa og hvort þau koma á sérstökum tima. Eftir þessu hagar hann sinni meðferð, sem er i formi lyfja, og verður iðulega að prófa sig áfram með, hvaða lyf eiga bezt við hvern og einn. Sumir eru svo illa haldnir, að þeir þurfa stöðugrar meðferðar og dugar jafnvel ekki til svo vel megi teljast. Sem betur fer eru hinir i meirihluta, er fá köstin með ákveðnu millibili, eða á vissum timabilum, og má þá taka mið af þvi við lyfjagjöf, er þá þarf ekki að vera stöðug. Gott dæmi um hið siðara er migraine hjá konum, er eingöngu kemur samfara tiðum eða á ákveðnum tima milli þeirra. Annað dæmi eru þeir, er ávalltfá köst sin á morgnana og oft má fyrirbyggja með lyfja- gjöf að kveldi. Einna bezt eru þeir þó settir, sem þekkja, þegar migrainekast er i aðsigi, oftast þá vegna undanfarandi einkenna um truflaða heila- starfsemi. 1 þessum tilvikum má gripa til lyfja áður en höfuð- verkurinn byrjar og raunar koma i veg fyrir, að hann verði nokkur eða aðeins tiltölulega ltill og lati undan venjulegum verkjalyfjum. En það er önnur sjálfsþekking, sem ekki skiptir minna máli. Hún tekur til þátta hins daglega lifs og umhverfis- ins. Læknar þekkja af langri reynslu, að eitt er öðru liklegra til þess að auka tiðni migraine- kasta. Hér skal aðéins upptalið þreyta og svefnleysi, vinneyzla og óhóflegar reykingar og kaffi- þamb, óholl eða mjög skær birta, óreglulegar máltiðir og óvalið mataræði og þá sérlega of mikil neyzla dýrafitu, salt- metis og mikil vökvadrykkja. Læknirinn getur aðeins á þetta bent. Sjúklingurinn verður sjálfur að komast eftir hvort eitthvað af þessu sé til staðar og auki tiðni migrainekastanna og siðan verður hann að gera upp við sig, hvort hann getur fært sitt lifi betra horf og hvort hann vill vera án ýmis þess, sem nefnt er og hann myndi sumt vilja telja til lifsins gæöa, eða hvort hann vill heldur njóta þeirra og hafa sina migraine. Allt það, sem fólk hefur ofnæmi fyrir, getur stuðlað að migraineköstum, en slikt forðast fólk eðlilega. Litill vafi er þá á þvi, að það er streita, spenna og kviði, fremur en allt annað, sem eykur á tiðni m i g r a i n e k a s t a n n a hjá migrainesjúklingum og kemur af stað migraine hjá öðrum, sem ella þjást hreint ekki af henni. Streita er mjög rikjandi á þessum timum. Það er ótrúlegt, hvað menn vilja á sig leggja fyrirnýjan isskáp, þótt sá gamli sé i lagi og dugi vel. Ekki verður svo skilið við þetta efni, að ekki sé minnst á s.n. getnaðarvarnapillu. Fram er komið, að migraine hjá kon- um er stundum bundin ákveðn- um tima i þeirra mánaðarlega skeiði. M.a. af þeirri orsök hefur komið fram sú kenning, að hormónabreytingar i likaman- um ættu þátt i migraineköstum. Þetta liggur til grundvallar þvi, aö konur hafa tekið eftir breyt- ingum á sinni migraine samfara notkun pillunnar. Hjá sumum hefur tiðni kastanna vaxið um allan helming en aðrar hafa orðið miklu betri af sinni migraine. 1 þessu sambandi er það eitt að segja, að pillan er ekkert töfralyf gegn migraine. Hver áhrif hún hefur er einstaklingsbundið og verður það hver að þekkja á sig og fer annars eftir þvi, hver hormóna- hlutföll eru i pillutegundinni. Tvennt má vera migraine- sjúklingum huggun. Hið fyrra að með aldrinum fækkar köstunum og hverfa yfirleitt á miðjum aldri. Hitt er svo það, sem þvi miður orkar þó tvi- mælis, að miklu oftar er að finna þenna sjúkdóm hjá greindu fólki og athafnasömu, nákvæmu og samvizkusömu. Ekki er þetta þó svo einhlitt, að það að hafa migraine jafngildi staðfestingu á þessum ágætu eiginleikum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.