Tíminn - 14.04.1973, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.04.1973, Blaðsíða 1
„Hótel Loftleiðir býður gestum slnum að velja á mllll 217 herbergja með 434 rúmun — en gestum standa llka Ibúðlr til boða. Allur búnaður mlðast við strangar kröfur vandlátra. ^ LOFTLEIOAGESTUM LIDUR VEL.^ WOTEL miHÐIfí Tilboð í byggingarhluta Sigölduvirkjunar opnuð: 1,2 milliarða munur á hæsta og lægsta tilboði TILBOÐ í byggingarhluta Sig- ölduvirkjunar voru opnuð á Hótel Sögu í gær. Er hér unt að ræða til- boð í gerð stiflumannvirkja, veituvirkis, aðrennslisskurðar þrýstivatnspfpna, stöðvarhúss, tengivirkis, frárennslisskurðar og brúar yfir frárennslisskurð. Fimm tiiboð bárust i þessar framkvæmdir, allar frá erlendum aðilum, nema að tstak er einn af verktökum i tilboði, sem fieiri fyrirtæki gera sameiginlega. Litill munur er á tveim lægstu tilboðunum, og tiltölulega litill á þrem þeim hærri, en mikill munur er á lægstu tilboðum og hærri tilboðunum. Hæsta tilboðið er frá Strabag-Bau i Þýzkalandi og Losinger, Sviss. Það hljóðar upp á isl. kr. 4.433.720.005.00, eða hátt i hálfan fimmta milíjarð króna. Næsthæsta tilboðið er frá Societe, Frakklandi og er það isl. kr. 4.200.071.300.00. E. Pihl og Sön A/S, Danmörku, Istak, h.f. og Conrad Zschokke, Sviss og Kampsax, Danmörku bjóðast til að taka verkið að sér fyrir isl. kr. 4.193.591.700.00. Lægri tilboðin eru frá Energoprojekt Co, Júgoslaviu isl. kr. 3.184.699.788.00, og Julius Berger- -Bauboag AG, Þýzkalandi og Beton und Monierbau AG, Þýzka- landi, kr. 3.167.115.688.82 Og maður, sem hélt að það væri aðeins verð á mjólkurlitra, sem ekki stæði á heilum krónum nú til dags. Munurinn á hæsta og lægsta til- boði eru rúmir 1,2 milljarðar króna. En starfsmenn Lands- virkjunar eiga nú eftir að fara yfir tilboðin og athuga þau nánar og skera úr um hverju þeirra er hagkvæmast að taka. Kostnaðar- útreikningar Landsvirkjunar voru ekki gefnir upp. Eirikur Briem, framkvæmda- stjóri Landsvirkjunar, sagði I gær, eftir að tilboðin voru opnuð, að ekki væri enn vitað hvenær einhverju tilboðanna verður tekið, en bjóðendur i verkið eru skuldbundnir til að standa við til- boð sin í sex mánuði frá þeim degi er tilboðin eru opnuð. En reynt verður að flýta athugunum á tilboðunum, og er vonazt til að verkið geti hafizt i ágústmánuði n.k. Aætlað er, að fyrsta vélin i Sigölduvirkjun verði Framhald á bls. 25. Likan af umhverfi fyrirhugaðrar Sigölduvirkjunar, þar sem fyrsta vélin á aö fara I gang 15. jiiní 1976. Þarna sést uppistöðulónið, sem á að gera, til hægri á myndinni, skurður úr þvl á miðri myndinni ofan tii og sjálft orkuverið við enda hans. — Timamynd: GE. Úrskurð- ur fallinn Klp-Reykjavik. 1 gær var kveðinn upp i Félagsdómi dómur i deilu veitingamanna og framreiðslu- manna, sem staðið hefur yfir að undan- förnu. Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu, að fram- reiðslumenn hefðu með aðgerðum sin- um stofnað til ólög- legs verkfalls. Aftur á móti hafnaði dómurinn kröfum beggja deiluaðila um bætur, sem þeir gerðu hvor á annan. Félagsdómur visaði aðal- ágreiningsefninu frá, þ.e.a.s. um þjónustugjaldsálagningu á söluskattinn. Framreiðslumenn héldu f'und i gærkvöldi og var þar ákveðið, að vinna hæfist að nýju, og leggja þjónar áfram þjónustugjald á söluskatt, með fyrirvara þó. .BANNIÐINNFLUTNING OG SÖLU Á SÍGARETTUM" Segja íslenzku læknamemarnir í hdskólanum LÆKNANEMAR vilja hafa skorað á alþingi að setja hið bráðasta lög, sem banna innflutning og sölu á sigarettum. Var samþykkt um þetta gerð á fundi læknanema I háskóla nú fyrir nokkru. Telja lækna- nemarnir það mikils verðan áfanga i sögu heilsuverndar á ís- landi, ef slikt bann næði fram að ganga. Máli sinu til stuðnings benda læknanemarnir á, að það sé visindalega sannað að sigarettu- reykingar stytta ævi manna til mikilla muna og valda mörgum sjúkdómum, lungnakrabbameini, kransæðastiflu, lungnaþembu og langvinnri berkjubólgu. Niu af hver jum tiu dauðsföllum af völdum iungnakrabbameins og þrjú af hverjum fjórum dauðs- föllum af berkjubólgu eiga rót sina að rekja til sigarettu- reykinga. Þar að auki valda sigarettu- reykingar miklu efnahagslegu tjóni. Þær kosta stórfé árlega, og hér á landi má gera ráð fyrir, að tvö hundruð þúsund vinnudagar árlega fari forgörðum árlega vegna forfalla, sem stafa bein- linis af sigarettureykingum, auk þess sem þær draga ur vinnu- þreki fólks. Aftur á móti hafa sigarettu- reykingar ekkert dregizt saman siðustu árin, þrátt fyrir herferðir gegn þeim, og er meira að segja greinilegt, að reykingar færast i vöxt meðal kornungs fólks, og æ fleiri börn byrja reykingar tólf til fjórtánára. ,,Sölubann á sigarettum virðist ,- eina leiðin til að koma i veg fyrir þessa þróun,” segja Framhald á bls. 25. LAGARFOSS FÆR AÐ SIGLA EN SKIPSHÖFNIN EKKI TOLLVERÐIR eru nú búnir að AAikið dfengismagn fannst til viðbótar ÖLDRUÐ KONA KAFNAÐI I REYK Fullorðin kona kafnaði I reyk i herbergi sinu i húsinu Bókhlöðu- stig 7 i Reykjavík i gærmorgun. Hún hét Jórunn Kristjánsdóttir, 73 ára að aldri. Jórunn svaf á efri hæð hússins, sem er tvilyft timburhús, en eiginmaður hennar, Sæmundur Helgason, svaf á neðri hæðinni og voru þau tvö ein i húsinu. Sæ- mundur vaknaði að venju kl. 6 um morguninn og fór á fætur. Fann hann þá daufa reykjarlykt og fór að aðgæta hvaðan hún kom. Fór hann upp á efri hæðina. Þegar hann opnaöi dyrnar að herbergi konu sinnar kom kolsvartur reykjarmökkur á móti honum. Komst hann ekki inn, en hringdi þegar i sjúkrabfl. Slökkviliðs- menn fóru inn i herbergi Jórunn- ar og var hún þá látin. Skemmdir urðu nokkrar á hús- inu innanverðu, aðallega af reyk. - OÓ. leita nægju slna að smygluðu áfengi í Lagarfossi og hafa alls fundizt 3022 flöskur. I fyrradag fundust 885 flöskur, sem faldar voru milli þilja i vélarúmi. t gær fannst svo ein flaska til viðbótar og var hún milli þilja. Alls hafa niu af skipverjum játað að eiga einhverja hlutdeild i smyglinu. I fyrrakvöld voru nokkrir skip- verjar settir i varðhald og i dag fóru fram yfirheyrzlur og eru enn ekki öll kurl komin til grafar, og eftirer að finna eigendur aö hluta varningsins. Sakadómur hefur krafizt að skipshöfnin, að skip- stjóra undanskildum, fari ekki frá Reykjavik meðan rannsóknin stendur yfir. Lagarfoss má sigla, en með annarri áhöfn, en þeirri sem sigldi skipinu frá Póllandi i Framhald á bls. 25.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.