Tíminn - 14.04.1973, Blaðsíða 13

Tíminn - 14.04.1973, Blaðsíða 13
Laugardagur 14. apríl 1973. TiMINN 13 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Ilelgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timans). Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Askriftagjald 300 kr. á mánuði innan lands, i iausasölu 18 kr. eintakið. Blaðaprent h.f k----- Benedikt og Gylfi í leiðurum Alþýðublaðsins hefur þess þrá- faldlega verið krafizt undanfarið, að islenzka rikisstjórnin breyti afstöðu sinni gagnvart málarekstri Breta og Vestur-Þjóðverja gegn íslendingum fyrir Alþjóðadómstólnum i Haag og sendi málflytjenda til dómsins, nú, eftir að hann hefur úrskurðað sér lögsögu i málinu á grundvelli vandræðasamninganna frá 1961. Hefur Alþýðublaðið sifellt vitnað til yfirlýsinga þeirra, sem Gylfi Þ. Gislason, formaður Alþýðuflokksins, gaf i útvarpsumræðunum er til umræðu var tillaga Sjálfstæðisflokksins um vantraust á rikisstjórnina. Gerði Gylfi kröfuna um málflutningsmann til Haag að einum aðal- þættinum i ræðu sinni og greiddi atkvæði með vantrausti á rikisstjórnina á eftir. í eldhúsdagsumræðunum i fyrrakvöld var það Benedikt Gröndal, varaformaður Alþýðu- flokksins, sem hafði orð fyrir flokknum. Kvað þar við annan og skynsamlegri tón um stefn- una i landhelgismálinu. Benedikt Gröndal hefur verið frá þingstörf- um um alllanga hrið og dvalið við ráðstefnu- hald i hafsbotnsnefnd i New York og kynnt stefnu íslendinga i landhelgismálum i Skot- landi. Hann er nú nýlega kominn heim og er sýnilegt, að Benedikt hefur tekið ráðin af Gylfa og kveðið niður ,,Haag-heimskuna” i flokknum. í ræðu sinni i fyrrakvöld sagði Benedikt, að visu, að það væri eðlilegt að skoðanir væru skiptar um þetta atriði og ekki sakaði, þótt ólik viðhorf kæmu fram i umræðum um málið, en siðan tók hann myndarlega af skarið og talaði i nafni Alþýðuflokksins og fyrir flokkinn allan sem sá, sem valdið hefði i þessu máli, er hann sagði,,en Alþýðuflokkurinn mun ekki taka þátt i neins konar aðgerðum, sem gætu leitt til þess, að afstaðan til dómstólsins i Haag verði til að spilla þeirri þjóðareiningu, sem verið hefur um landhelgismálið siðan Alþingi markaði stefn- una. Þá einingu viljum við Alþýðuflokksmenn umfram allt varðveita, enda er hún höfuð- styrkurinn i þeirri erfiðu baráttu, sem háð er. Sameinaðir munum við íslendingar vinna deiluna um 50 milna fiskveiðilandhelgi okkar og gangi hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóð- anna vel 1974 og 1975 gætum við öðlast mun meiri rétt yfir landgrunninu öllu og meiru. Við skulum vona að svo verði. Aldrei fyrr hefur það skeð i stjórnmálum á íslandi að varaformaður stjórnmálaflokks berji til baka skoðanir óg stefnuyfirlýsingar formanns flokks i stærsta lifshagsmunamáli íslendinga i ávarpi til þjóðarinnar allrar og i nafni flokksins alls og án nokkurra fyrirvara. Getur verið að þetta boði að skynsamari og heiðarlegri stjórnmálamenn séu að taka æðstu völdin i Alþýðuflokknum. Endurskoðun að hefjast í ræðu sinni i útvarpsumræðunum i fyrra- kvöld sagði Einar Ágústsson utanrikisráð- herra, m.a. um varnarmálin að næsta skrefið yrði að taka ákvörðun um, hvernær endur- skoðun varnarsamningsins skyldi hefjast og taldi að það yrði bráðlega, þvi hvað sem skoðanamun liði um það, til hvers sú endur- skoðun eigi að leiða, virtust allfelstir sammála um að hún skuli fara fram, enda eðlilegt að 20 ára samningur þurfi endurskoðunar við. -TK. Norman Borodin, APN: Rússneskir leiðtogar heimsækja Norðurlönd Rússar leggja kapp á samvinnu við Norðurlandaþjóðirnar Rússneskir leiötogar sækjast nú eftir góöu vin- fcngi við Norðurlönd, eins og sést á heimsóknum þeirra þangað. I eftir- farandi grein eftir einn af fréttamönnum rússnesku fréttastofunnar APN er rætt um þessi feröalög og þá þýöingu, sem Rússar telja þau hafa. Heimsóknir N.Podgorny til Finnlands og A. Kosygins til Sviþjóðar eru mikilvægir at- burðir, sem fara langt fram úr tvihliða eðli samskipta Sovét rikjanna við þessi tvö Norður- lönd. Þessar tvær heimsóknir stuðla ekki bara að frekari eflingu vináttutengsla milli þessara landa, heldur hafa þær dregið athygli heimsins að þeirri óumdeilanlegu stað- reynd, að framkvæmd lög- máls Lenins um friðsamlega sambúð milli rikja af óliku stjórnskipulagi er raunhæf og áhrifarik. N.# Podgorny, forseti Sovetrikjanna heimsótti Finnland i boði U. Kekkonen, Finnlandsforseta til að taka þátt i hátiðahöldum þeim, sem voru helguð 25 ára afmæli samnings þess, sem undir- ritaður var milli Sovétrikj- anna og Finnlands um vináttu, samvinnu og gagnkvæma að- stoð. Meðan á heimsókninni stóð átti N. Podgorny viðræður við U. Kekkonen og samþykktu þeir að gefa út sameiginlega yfirlýsingu, þar sem lögð er áherzla á,að samningur þessi hafi staðizt prófraun timans, en hann var undirritaður fljót- lega eftir upphaf „kalda striðsins”. Kekkonen, Finnlandsforseti sagði, að eitt af markmiðum samningsins hefði verið að koma i veg fyrir útbreiðslu styrjaldarhræðslu og efla öll skilyrði til að vernda friðinn, einkum i Norður-Evrópu. Samningurinn kom i veg fyrir heilabrot erlendra spákaup- manna varðandi eftirstriðs- pólitik Finnlands. i sovézk- sænsku yfirlýsingunni segir, að bæði rikin muni halda áfram að stuðla að batnandi pólitisku andrúmslofti i Evrópu og er þar tekið fram, að tilraunir landa Norður- Evrópu til að tryggja frið i þeim heimshluta, muni flýta fyrir slökun spennu i allri Evrópu. 1 þvi sambandi minntust aðilar á mikilvægi finnsku tillagnanna um að koma á kjarnorkufriu svæði i Norður-Evrópu. N. Podgorny sagði, að sovézk-finnski samningurinn hefði verið eitt fyrsta milli- rikjaskjaliö, sem varð alvar- leg hindrun i vegi árásar- aðila Vesturlanda á timum „kalda striðsins”. Siðan hefði ástandið i Evrópu batnað mikið. Mörg ákvæði, sem fyrst voru sett fram i sovézk- finnska samningnum fyrir 25 árum, hafa orðið fastur liður i millirikjasamningum, sem ekki fyrir löngu hafa verið undirritaðir af Sovétrikjunum og rikjum með öðru stjórn- skipulagi. Forsetar landanna tóku það fram, að samningurinn frá árinu 1948 hefði tryggt öryggi finnsku og sovézku landamær- anna, þar sem þau liggja saman. 1 sovézk-finnsku yfir- lýsingunni segir, að i þvi tilliti hafi hann orðið mikilvægur þáttur i verndun friðar og öryggis Evrópu, mikilvægt framlag til slökunar spennu og bætt hið pólitiska andrúmsloft i Evrópu. N. Podgorny sagðist meta mikils ýmis frumkvæði Finnlands i þágu friðarins og minntist sérstaklega á hlut- verk Finnlands varðandi fjöl- hliða undirbúningsviðræð- urnar, sem nú standa yfir i Helsinki. 1 sovézk-sænsku yfirlýsingunni létu báðir aðilar i ljós von um, að við- ræðunum i Helskinki ljúki eftir nokkra mánuði. Sovézk-finnski samningur- inn frá 1948 varð traustur grundvöllur og undirstaða margra gagnkvæmra samninga milli rikjanna um samstarf á sviði visinda og efnahagsmála, verzlunar, menningarsamskipta og sameiginlegrar uppbyggingar iðnaðarfyrirtækja i báðum rikjunum. I sovézk-finnsku yfirlýsing- unni segir, að samskipti og samvinna milli landanna aukist stöðugt á öllum svið- um, og hin persónulegu sam- skipti leiðtoga beggja land- anna hafi borið góðan árangur. Einnig kemur þar fram, að bæði rikin eru mjög ánægð yfir vaxandi þróun sovézk-finnskra samskipta á sviði menningar svo og þeirri eflingu, sem orðið hefur i efnahagssamvinnu og við- skiptum. U. Kekkonen. Finnlands- forseti, tók á móti boði um að koma i opinbera heimsókn til Sovétrikjanna og verður timinn ákveðinn siðar. Viðræður A. Kosygin og Olof Palme, forsætisráðherra Sviþjóðar, um tvihliða sam- skipti og alþjóðavandamál voru árangursrikar og hag- stæðar. — I ræðu er Alexei Kosygin, forsætisráðherra Sovétrikj- anna, flutti i hádegisverðar- boði i sovézka sendiráðinu vakti hann athygli á, að „við- leitnin til þess að auka sam- starf, verður æ sterkari i alþjóðlegum samskiptum”. „Aðeins með þvi að efla og þróa viðleitni er mögulegt að skapa varanlegt friðarástand, öryggi og traust, sem er þjóðunum nauðsynlegt,” sagði sovézki forsætisráðherrann. Alexei Kosygin benti á, að tilgangur hans með heimsókn- inni til Sviþjóðar „var einmitt að leggja áherzlu á þá stað- föstu ósk sovézku rikis- stjórnarinnar og sovézku þjóðarinnar að þróa viðtæk samskipti og samvinnu við Sviþjóð i anda sannrar nágrannavináttu og hefðbund- innar friðsemdar i samskipt- um milli landanna.”. „Markmið okkar er að finna leiðir, hvar sem það er hægt, til frekari aukningar á sam- vinnu okkar”. Sovézki forsætisráðherrann lýsti sig fylgjandi þvi, að báðir aðilar ihuguðu „sovézk-- sænska samvinnu almennt um mörg ár, ef það gæti leitt til þess, að löndin gætu stutt hvort annað efnahagslega bet- ur en áður”. Þau vandamál, sem rædd voru og andrúmsloftið, sem rikti á þeim umræðum voru sönnun þess, að bæði löndin óska eftir að koma sovézk- sænskum samskiptum á enn hærra stig, þróa langtima samband milli beggja rikj- anna og þjóða þeirra á sviði efnahagsmála, verzlunar og menningarmála. Báðir aðilar samþykktu, að Sovétrikin og Sviþjóð væru raunverulegir félagar á öllum þessum sviðum. A. Kosygin benti á, að Sovétrikin virtu hlutleysis- stefnu Sviþjóðar, sem hefði orðið þáttur i friði og öryggi Norður-Evrópu. Utanrikis- stefna Sviþjóðar bæri þess vott, að þetta land léti vanda- mál striðs og friðar sig miklu skipta. Sovétrikin meta mikils tilraunir Sviþjóðar til aö koma á eðlilegu ástandi i Evrópu og þróa millirikjasamstarf, svo og viðleitni landsins á sviði af- vopnunar og undirbúnings fyrir öryggisráðstefnu Evrópu. Árangur heimsókna Podgorny og Kosygin til Finnlands og Sviþjóðar ber þess vott, að þriðja ár sovézka friðarfrumkvæðisins, sem er i samræmi við friðaráætlun 24. flokksþingsins, hefst á jákvæðan hátt. (APN)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.