Tíminn - 14.04.1973, Blaðsíða 27

Tíminn - 14.04.1973, Blaðsíða 27
Laugardagur 14. apríl 1973. TÍMINN 27 0 Barnalánið inn þurfi a6 hverfa frá námi. Viö reynum eftir föngum aö hjálpa honum, komast aö þvi, hvar ágallinn liggur og siðan aö bæta úr þvi, sem úrskeiðis fer. Ef þetta dugir ekki til, er nemandanum i sjálfsvald sett að segja upp sinni skólavist, ef hann kemst aö þeirri niðurstöðu, aö þetta eigi ekki við hann. Hiö raunverulega fóstrunám byrjar svo á ööru ári. Það köllum við fyrsta bekk. Það námskeið hefst með bóklegu námi fyrsta október og lýkur i lok april- mánaöar. Það hefur verið regla, að i desembermánuði ynnu nem- endur á barnaheimilum, en auk þess eru þær einu sinni i viku þrjá til fjóra tima i senn á barna- heimilunum til þess að halda tengslunum við þau. Eru þær þá einkum að athuga leiki barna og atferli. Þegar þessu bóklega námi lýkur i aprillok, fara nem- endurnir að vinna á barna- heimilum, stunda þar störf til fyrsta október um haustið og taka laun þann tima. Fyrsta október hefst svo þriðja námsárið, það er að segja annar bekkur. Þá er stundað bóklegt nám til fyrsta maí, en fjórar vikur af þeim tima vinna stúlkurnar úti á barnaheimilum, og ljúka þar með sinu verklega námi. t maimánuði er svo lokið burtfararprófi, og fara skólaslit venjulega fram þriðja laugardag i mai. — Það kom fram áðan, að hverjum nemanda væri i sjálf- svald sett að hætta námi, ef hann vill. En er samt ekki litið um það að stúlkurnar hverfi frá námi? — Jú, það er mjög litið um það, en það kemur fyrir. Það er ekki nema eðlilegt, að slfkt komi fyrir við og við, og til þess geta margar ástæður legið. Sumum finnst þær ekki njóta sin i starfinu, enda alþekkt, að störf eiga misjafnlega vel við fólk.Sumar hafa lfka kannski gert sér alrangar hug myndir um starfið að óreyndu, en verða svo fyrir vonbrigöum Flestum þykir vænt um börn og þykir gaman aö umgangast þau, en gleyma hinu aö það er ekki alltaf eintómt sólsin i kringum blessuð börnin. Þau verða líka leið og þrjósk og reið, og þá fer nú gamanið af hjá sumum. En ef maður ætlar sér að vera fóstra, verður maður lika að kunna að taka þvi. Það getur þurft mikla þekkingu á sálarlffi barna til þess að geta leyst slikan vanda svo að vel sé, og það þarf fyrst og fremst gott skap. Húsnæðismál — En svo að við snúum okkur nú að öðrum hlutum: Hvernig eru húsnæðismál skólans á vegi stödd? — Við erum betur stödd núna en oft áður. Lengst af vorum við á miklum hrakhólum. Skólinn starfaði jafnan á einhverju barnaheimilanna, og þótt það gengi ágætlega að þvi leyti, að samkomulagið var gott og ekkert út á daglega umgengni að setja, þá var satt að segja næsta þröng- býlt. Siðan vorum við nokkur ár að Frfkirkjuvegi 11, en árið 1969, fengum við gamla Búnaðar- félagshúsið, hérna við Tjörnina, og vorum að sjálfsögðu alls hugar fegin að vera nú loksins komin i einbýli. Þó varð nú það húsnæöi brátt of litð, og siðast liðið haust fengum við inni i Vonarstræti 1, á efri hæðinni. Það er þvi allrúmt um okkur i vetur, en þó er það einna likast kjól, sem er manni of litill sums staðar, en of stór annars staðar. Næsta ár verða fleiri nemendur i skólanum en nokkru sinni fyrr, vegna þess, að núna er fyrsti bekkur tvískiptur en annar bekkur i einu lagi. Næsta vetur, aftur á móti, verða báðir þessir bekkir i tvennu lagi, og þá verður að sjálfsögðu miklu þrengra um okkur en nú, og ég þori varla að hugsa um það, hvernig við förum að þvi að leysa það mál þá. — Alið þið kannski með ykkur þann draum að geta byggt eigið hús yfir starfsemi ykkar? — Já, það gerum við sannarrega, enda er ekki annað hægt. Þetta hús er áður en varir orðið alltof litið, en auk þess hentar það engan veginn, og þvi verr sem nemendurnir gerast fleiri. Hins vegar er margt gott um það að segja að vera hér. Staðurinn er eins góður og hann getur verið, svona alveg i mið- bænum, en þar á móti kemur svo hávaðinn frá umferðinni, sem satt að segja er harla þungbær stundum. Karlmenn lika velkomnir — Nú mun vera komið i burðar- liðinn, eða svo gott sem, frum- varp til laga um að gera Fóstru- skólann að rikisskóla. Hefur það að geyma nokkrar breytingar á inntökuskilyrðum eða öðru þess háttar? — Já, það eru einkum inntöku- skilyrðin, sem breytast. Ætlunin er, að krafizt verði stúdentsprófs, eða gagnfræöaprófs að viðbættum tveim námsárum, sem gætu þá verið framhalds- deildir gagnfræöaskólanna, hús- mæöraskóli, lýðháskóli eða verzlunarskóli. En auk þess er gert ráö fyrir þvi, að hægt sé að gera undantekningu frá þessu, ef um er að ræða stúlkur, sem til dæmis hafa unnið að þessum hlutum með sérlega góðum árangri, eða ef einhverjar álika sérástæður eru fyrir hendi. — Erum við, karlmennirnir, ekki gersamlega útilokaðir frá skóla slikum sem þessum? — Nei, það er nú siður en svo. 1 fyrstu grein frumvarpsins, sem liggur fyrir Alþingi núna, stendur skýrum stöfum — mér liggur við að segja með gullnu letri-: „Skólinn er jafnt fyrir karla sem konur”. Ég álit meira að segja, að við höfum ekki neitt endilega ætlazt til þess,að það væru eingöngu stúlkur hér, en það hefur bara litið reynt á það, þvi að karlmenn hafa yfirleitt ekki sótt um skólann. Að visu töluðu nokkrir karlmenn við mig siðast liðið ár, en það hefur ekki orðiö neitt meira úr þvi, enn sem komið er. í sumum tilvikum höfðu þeir ekki tilskilda menntun, og ég vil eindregið taka það fram, aö þótt ég sé þvi mjög hlynnt, að karl- menn stundi hér nám, þá vil ég gera til þeirra engu minni mennt- unarkröfur en til stúlknanna. Ef við fáum karlmenn sem nem- endurhingaö inn i skólann, þá vil ég að þeir séu vel menntaðir, barngóðir, og að þeir geri sér fulla grein fyrir hlutverki sinu. Sannarlega eru margir karlmenn barngóðir og hafa rikan skilning á börnum, og það er mjög mikils virði, að börn, einkum þau sem dveljast á vistheimilum, hafi karlmann sem uppalanda. Sama gildir um börn, sem eiga einstæðar mæður og dveljast á dagheimilum. Þessi börn, einkanlega drengirnir, hafa mjög rika þörf fyrir það að þekkja einhvern karlmann, sem þeim getur þótt vænt um, og sem getur leiðbeint þeim. Eins og ég sagði áðan, þá vona ég, að þeir karlmenn, sem hingað sækja, geri það af áhuga og ást á börnum, alveg eins og ég tel, að langflestar þær stúlkur, sem hingað hafa leitað, geri það af þvi að þeim þykir vænt um börn og hafa áhuga á fóstrustarfinu sem sliku. Siðan þessar linur voru skrifaðar hefur Alþingi tslend- inga samþykkt lög þess efnis, að Fóstruskólinn skuli vera rikis- skóli. Sifkt var vel til fundið, og í rauninni ekki annað en sjálfagður hlutur. Starf fóstranna er svo mikilvægur þáttur i þjóðlifi okkar, að ekki sæmir að gera þeim lægra undir höfði en öðrum, sem leggja hönd að uppeldi barna. _vg FORNARVIKA KIRKJUNNAR O.-lð.APRIL HJALPUM KIRKJUNNI AÐ HJÁLPA GIRÓ 20000 Afsalsbréf innfærð 2/4—6/4—1973: Asbær h.f. selur Hafsteini Sigurðssyni hluta i Hraunbæ 168. Alda Einarsd. selur Rebekku Bjarnad. hluta i Leifsgötu 8. Agúst Waltersson selur Sigurði Sigurðss. hluta i Sogavegi 136. Ragnhildur Bender selur Jóhanni Jónassyni hluta i Safa- myri 38. Stefán Richter selur Agli Jóns- syni raðhúsið Asgarö 49. Eyjólfur K. Sigurjónss. f.h. Þórunnar S. Askenazy selur Guð- mundi Gunnlaugssyni fasteignina Brekkugeröi 22. Húsnæðismálastofnun rikisins selur Hauki Henderss. hluta i Grytubakka 6. Björn Traustason selur Erlendi Magnússyni hluta i Marklandi 12. Ölafur Gunnlaugsson og Sigrið- ur Asgeirsdóttir selja Katli Ingólfssyni hluta i Gautlandi 1. Eyjólfur Magnússon o.fl. selja Sesselju Sveinsd. hluta i Skafta- hlið 4. Guðmundur Guðjónsson selur Vésteini Ólasyni húseignina Ný- lendugötu 43. Breiðholt h.f. selur Guðjóni Steinþórssyni hluta i Æsufelli 2. Pétur Axel Jónsson selur Kol- brúnu Guðmundsdóttur og As- mundi Jónss., hluta i Nýlendu- götu 24B. Pétur Axel Jónss. selur Erlu Waage og Oddgeiri Guðmunds- syni hluta i Laugavegi 27B. Róbert Sigmundss. selur Vilhjálmi Þórðarsyni hluta i Hvassaleiti 32. Óli H. Þórðarson selur Þor- steini Hjartarsyni hluta i Hörða- landi 12. Ingibjörg S. Karlsdóttir o.fl. selja Huldu Kristmannsd. hluta i Seljavegi 25. Þóra Kristjánsd. og Sveinn Einarss. selja óttari Eggertssyni hluta i Fjölnisv. 18. Guöfinnur Halldórsson selur Þuriði Arnu Jóhannesd. hluta i Barnónsstig 53. Vilmundur Gislason (selur Einari Jóhanness. hluta i Hraunbæ 136. Óskar & Bragi s.f. selur Ragnari Breiðfjörð hluta i Vesturbergi 120. Heilsurækt komnasta heilsuræktarkerfi sem til sé. Vist er, að það er betra en gott. Ungt fólk, sem stundar Hatha Yoga, fegrar vöxt sinn og eykur mýkt og stælingu. Miðaldra og eldra fólk lærir æfingar við sitt hæfi og kemst ekki hjá þvi að hafa gott af þeim. Og allir, ungir og gamlir, ættu að fella einhverjar æfingar inni daglegt lif og gera þær að föstum þætti heilsu- og lik- amsræktar heima hjá sér. Og gott er svo að skjótast öðru hvoru inn i Heilsurækt og fá sér t.d. böð, nudd, ljós eða annað er hentar. Fyrir þá, sem hafa efni á þvi, er þátttökugjaldið i rauninni hlægi- lega lágt, 385 kr. á viku. Nýti fólk þá þekkingu og kunnáttu, er námskeiðið veitir, er það aðeins brot sannvirðis. Aðstaða i Heilsuræktinni er góð og skemmtileg. Manni liður þar vel og fer þaðan endurnærður. En hærra er stefnt. Heilsuræktina dreymir um hús, sniðið fyrir al- hliða heilsurækt. Heilsuræktin hefur þegar lyft grettistaki. Og með gætni, fyrirhyggju og sömu fórnfýsi, mun hún lyfta öðru enn þyngra. „Draumahöllin” mun risa af grunni innan fárra ára. Jóhanna er margra maki, þar sem hún beitir sér. En jafnvel hinn sterkasti getur ekki staðið einn. Og það veit hún. — Allt, sem máli skiptir þarf að ræða og skoða frá sem flestum hliðum, áður en ákvarðanir eru teknar, og stefna ráöin. Það skapar samstillingú og styrk. Og þá er jafnvel hægt að gera hið ómögulega. Hinn hámenntaði indverski Yogi Yogiraj Narayan Saraf, sagði, að Yoga væri hin konung- lega leið til heilbrigöi, friðar og samræmis. 1 þessum anda mun stjórn Heilsuræktarinnar hafa starfað. Og i þessum anda mun hún reisa „Draumahöll” sina, i þágu heilbrigði og likamsræktar. En hve langt verður þess að biða, að heilsurækt verði höfuð- vopn gegn ótimabærri hrörnun og sjúkdómum? M. Skaftfells Stefán Arndal selur Ölafi S. Ólafss. hluta(í Sogavegi 206. Ingólfur Jóhannesson selur Ólafi Indriðasyni hluta i Geitlandi 8. Vilborg Guðmundsd. selur Elinu Sigurðard. hluta i Gnoöar- vogi 74. Magnús Sigurbjörnss. selur Hafsteini Guðmundss. hluta i Leifsg. 8. Breiðholt h.f. selur Margréti Guðmundsd. hluta i Æsufelli 6. Atli Eiriksson h.f. selur Guð- mundi Magnússyni hluta i Vesturbergi 2. Guðný Guðjónsd. og Hlynur Arnason selja Gyöu Erlingsd. og Aðalsteini D. ókt'óssyni hlut i Framnesvegi 55. Fanney Bjarnad. selur Arthúr Stefánss. og Helgu Þorsteinsd. hluta i Drápuhlið 25. Borgarsteinn s.f. selur Helga Kristinss. hluta i Leirubakka 28. Gunnlaugur Briem selur Hjördisi Guðmundsd. hluta i Rauðalæk 14. Böðvar G. Baldurss. selur Hauki Halldórssyni og Astriði Björk Steingrimds. hluta I Gaut- landi 3. Margrét Gissurard. selur Theodór Lúövikssyni hluta i Laufásvegi 54. Vilhjálmur Þórðarson selur Robert Sigmundss. hluta i Bjarmalandi 7. Baldur Ingóifss. selur Sigurði J. Sigurðssyni hluta i Háaleitisbraut 24. Ingi G. Einarss. selur Mariusi Guðmundss. hluta i Sörlaskjóli 40. Ingibjörg Kortsd. selur Óla Sævari Ólafss. hluta i Vesturg. 65. Guðmundur Jónsson selur Hörpu Harðard. hluta i Eyja- bakka 10. Sveinn Snorrason selur Júliusi Egilss. hluta i Alfheimum 72. Jónas Thoroddsen selur Þór B. Þórðarsyni hluta I Goðheimum 26. Hreinn Sveinsson selur Iðnaðarbanka íslands húseignina Völvufell 21. óskar & Bragi s.f. selur Gunn- laugi Guðmundss. hluta i Vestur- bergi 118. Sigrún Ragnarsd. o.fl. selja Dagmar Guðmundsd. og BjörgvinJónssyni hluta i Viðimel 34. ákólavöröustig 3A (11. hæð) Simar 2-29-11 og 1-92-55 Fasteignakaupendur Vanti yður fasteign, þá hafið samband viö skrifstofu vora. Fasteignir af öllum stærðum og gerðum, fullbúnar og i smiöum. Fasteignaseljendur Vinsamlegast látið skrá fast- eignir yðar hiá okkur. Aherzla lögð á góða og örugga þjónustu. Leitiö upp- lýsir.ga um verð og skilmála. Makaskiptasamningar oft mögulegir. önnumst hvers konar samn- ingsgerö fyrir yöur. Jón Arason hdl. Málflutningur, fasteignasala VEITINGAHÚSIÐ Lækjarteig 2 Hljómsveit Guðmundar Sigurðssonar Kjarnar- og Hljómsveit Jakobs Jónssonar. Opið til kl. 2 REYKJAVIKURMOTIÐ 1973 KRR - IBR VORUM AÐ TAKA UPP ódýrar trégardínustengur Póstsendum — Simi 1-28-76 Málning og járnvörur— Reykjavík —Box 132. Fermingarveizlur 08-21.30. Tökum að okkur og útbúum alls kyns veizlumat, brauðtertur, smurt brauð Laugavegi 178 og margt fleira Sími 3-47-80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.