Fréttablaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 ÞRIÐJUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG BJART OG FALLEGT VEÐUR á Norður- og Austurlandi, en skýjað með köflum annarstaðar. Yfirleitt þurrt og bærilega hlýtt. Sjá nánar á bls. 6. 17. ágúst 2004 – 222. tölublað – 4. árgangur ENGAR TRYGGINGAR Þúsundir hús- eigenda eiga og bera ábyrgð á heimlögn- um að húsum sínum. Fólk hefur orðið fyrir verulegu tjóni af völdum vatns við bilun þeirra. Tryggingafélögin tryggja ekki tjón af þeim sökum þar sem lagnirnar eru utan út- veggja. Fjölmargir með „tifandi tíma- sprengju“ við hús sín. Sjá síðu 2 HERMENN KALLAÐIR HEIM Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær um brotthvarf tugþúsunda bandarískra her- manna á erlendri grund. Breytingarnar koma til framkvæmda á árunum 2006 til 2011. Fjölgað verður í herstöðvum í Austur- Evrópu. Sjá síðu 4 HAGNAÐUR HJÁ FLUGLEIÐUM Flugleiðir skiluðu tæplega 900 milljóna króna betri afkomu á fyrri hluta ársins mið- að við sama tíma í fyrra. Eldsneyti hefur hækkað í verði og samkeppnin aukist. For- stjóri Flugleiða segir afkomuna til marks um styrk félagsins. Sjá síðu 6 Friðrik Ómar Hjörleifsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Of þungur í tólf ár ● heilsa 36%50% Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 STOKKHÓLMUR, AP Ríkisstjórn Sví- þjóðar hefur lagt til að áfengis- skattar verði lækkaðir um 40 pró- sent til að sporna við að fólk fari utan til áfengiskaupa. Áfengis- verð er hátt í Svíþjóð og er al- gengt að fólk fari til Danmerkur, Finnlands eða Eistlands til að kaupa vín. Sænsk yfirvöld leggja 1880 ís- lenskar krónur á hvern lítra af sterku áfengi. Ef sænska þingið samþykkir tillögu ríkisstjórnar- innar í haust lækkar álagningin niður í 1129 krónur á hvern lítra og smásöluverð mun lækka að jafnaði um 30 prósent. Sænsk yfirvöld gera ráð fyrir að lækkun- in muni minnka innflutning á áfengi um fimmtán prósent á næsta ári. Mun lægri álagning er á létt- víni og bjór. Á hvern lítra af bjór leggur ríkið 69 íslenskar krónur en 207 krónur á léttvín. Það gæti þó einnig breyst í haust þar sem Evrópusambandið hefur sagt að Svíar megi ekki leggja meira á bjór en léttvín og þurfa hugsan- lega að sæta dómsúrskurði jafni þeir ekki álagninguna. ■ GAMLA LANDSSÍMAHÚSIÐ BROTIÐ NIÐUR Verið er að brjóta niður hús Landssímans við Sölvhólsgötu, þar sem hluti af starfsemi Landssímans var til til húsa á árum áður. Lóðin undir húsinu er í eigu stjórnarráðsins og í framtíðinni mun þar rísa bygging sem hýsa mun ýmis ráðuneyti. Ljósmyndari Fréttablaðsins brá sér inn fyrir á meðan stórvirkar vinnuvélar hömuðust á húsinu og náði þessari mynd. Áfengisskattur í Svíþjóð: Lækkaður um 40 prósent FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T R EY N IS SO N KB banki í Svíþjóð: Hlunnfarinn fékk bætur VIÐSKIPTI KB banki í Svíþjóð féllst á kröfur manns sem taldi sig vera fórnarlamb lélegrar ráðgjafar við fjárfestingu. Maðurinn átti eignir í traust- um hlutafélögum í ársbyrjun 2000. Samkvæmt frétt Svenska Dagbladet hafði miðlari hjá JP Nordiska sem KB banki eignað- ist síðar samband við manninn og bauð honum að flytja eignir sínar í vörslu JP Nordiska og fjárfesta í tæknifyrirtækjum. Átti eignasafnið að vera undir daglegu eftirliti verðbréfamiðl- ara. Tapaði maðurinn 4,5 milljón- um íslenskra króna af þeim fimm sem hann hafði sett í hendur miðlarans. Bankinn neit- aði mistökum en afstaðan breyttist hins vegar eftir að KB banki eignaðist hann. Sátt var gerð í málinu og fékk maðurinn 1,2 milljónir íslenskra króna í skaðabætur. ■ FUNDUR Í IÐNÓ Framtíðarhópur Sam- fylkingarinnar heldur opinn fund á Iðnó í kvöld um framtíð norræna velferðarríkisins og alþjóðlega samkeppni. Jón Baldvin Hannibalsson og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir munu hafa framsögu á fundinum sem hefst klukkan 20. SJÁVARÚTVEGUR „Það verður að ætla að þetta verði þrautalending áður en málið fer til alþjóðlegra dóm- stóla,“ segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra vegna deilu Íslands og Noregs um fiskveiðilög- sögu undan ströndum Svalbarða. Íslensk stjórnvöld hyggjast form- lega hefja undirbúning að mála- ferlum gegn Norðmönnum vegna deilunnar en Halldór mun ræða við norska utanríkisráðherrann í næstu viku áður en frekari skref verða tekin. Halldór segist sjálfur telja vænlegast fyrir deiluaðilana að sáttir náist sem fyrst. „Það er mitt álit að það sé bæði okkur og Norð- mönnum fyrir bestu að klára þetta mál áður en lengra er haldið. Mið- að við þær viðræður sem ég hef átt í dag við norska ráðamenn lít ég svo á að vilji sé þeirra megin til að leita sátta en það verður að koma í ljós hvort við það verður staðið.“ Verði niðurstaðan sú að leita verði réttar Íslands fyrir alþjóða- dómstólum mun slíkt að líkindum taka nokkur ár og verða afar kostnaðarsamt. Líklegt er þó að grípa verði til þess konar aðgerða þar sem Norðmenn hafa staðið fast við sinn keip hvað varðar veiðar Íslendinga við Svalbarða þrátt fyrir formleg mótmæli utan- ríkisráðuneytisins í sumar. Telja Norðmenn sig hafa einhliða lög- sögu á 200 sjómílna svæði kring- um eyjarnar og hafa tekið sér vald til að setja þar reglur og úthluta kvóta án samráðs við aðra. Það er ekki í samræmi við stofnsáttmála þann sem í gildi er um svæðið og Íslendingar eru aðilar að. Hafa forsvarsmenn Landssam- bands íslenskra útvegsmanna ít- rekað kallað eftir aðgerðum stjórnvalda enda um mikið hags- munamál að ræða. albert@frettabladid.is Norðmenn verða dregnir fyrir dóm Hefja á undirbúning að málaferlum á hendur Norðmönnum vegna fiskveiðideilunnar um Sval- barða en reyna skal þrautalendingu til sátta á fundi utanríkisráðherra þjóðanna í næstu viku. ÚR ÁTVR Ríkiseinokun er á áfengisverslun í Svíþjóð rétt eins og á Íslandi. ● unnu fjölni 6–0 í gær Landsbankadeild kvenna: ▲ SÍÐA 28 Valskonur einum sigri frá titilinum Ellert Ingimundarson: ▲ SÍÐA 18 Grillar í góða veðrinu ● 47 ára í dag Jórunn Viðar: ▲ SÍÐA 38 Á lag á nýju Bjarkarplötunni ● hefur verið sungið sundur og saman FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA UTANRÍKISRÁÐHERRA Eftir fund Halldórs Ásgrímssonar með Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra í gær var ákveðið að fara með málið fyrir dóm ef lending næðist ekki í næstu viku. Frændfólk Saddams: Leitar hælis í Svíþjóð STOKKHÓLMUR, AP Frændfólk Saddams Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, hyggst sækja um hæli í Svíþjóð sem pólitískir flóttamenn, að því er greint var frá í sænska útvarpinu. Frænka Saddams sótti um hæli í Sví- þjóð fyrir nokkrum mánuðum. Lögregluyfirvöld í Svíþjóð segj- ast vera að skoða umsóknirnar en þau hafa þegar greint stjórnvöldum í Bandaríkjunum frá málinu. Götu- blaðið Expressen hélt því fram að tveir frændur einræðisherrans fyrr- verandi væru nú þegar búsettir í Svíþjóð og þeir hefðu sótt um hæli sem pólitískir flóttamenn. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.