Tíminn - 05.05.1973, Page 4
4
TÍMINN
Laugardagur 5. mai 1973.
Lada nýi rússneski bíllinn er
fremst á myndinni, en fjær eru
aðrir rússneskir bílar, sem Bif-
reiðar og Landbúnaðarvélar
sýna.
NYR RUSSI A MARKAÐINN
ÞAÐ var á árinu 1954, sem fyrsti
rússneski bfllinn kom til landsins,
— aö sjálfsögðu var þaö Moskvits,
og hafði GIsli Johnsen umboð fyr-
ir rússnesku bilana. Áriö 1955 var
fyrirtækiö Bifreiðar og Landbún-
aðarvélar stofnað, og slðan hefur
það flutt inn rússneska bila I rik-
um mæli. Fyrstu árin var mest
flutt inn af Moskvits, Bobeda og
Gas 69 jeppum. Undanfarin ár
hefur ekkert veriö flutt inn af
Bobeda, en Moskvits og Volga
hafa selzt mikið, og á slðast-liðnu
ári var Moskvits þriðji mest seldi
blllinn á landinu.
Rússnesku bilarnir þóttu
framan af ekki sérlega vandaðir
hvaö frágang snerti, en aftur á
móti þóttu þeir endingargóðir.
Þetta hefur breytzt siðustu árin
og nú eru þeir orðnir mjög þokka-
legir i öllu útliti.
Bifreiðar og Landbúnaðarvélar
sýna að þessu sinni sex bila af
gerðinni Moskvits, Volga og
Lada. Lada er bill, sem veriö hef-
ur i tvö ár á markaðnum i Rúss-
landi, en bilarnir tvéir, sem eru á
sýningunni eru fyrstu bilarnir
sem hingað koma. Lada er eins og
gamall Fiat i útliti, enda voru það
Fiat-verksmiðjurnar sem byggðu
Lada verksmiðjurnar fyrir
Rússa. Þorleifur Þorkelsson sölu-
maður hjá B&L sagði, að Lada
væri sérstaklega styrktur,. Það
munar 1.5 hvað hærra er undir
Lada en venjuleganFiat, og er
mikill kostur á okkar vegum.
Hann sagöi, aö miklar vonir
væru bundnar við sölu á Lada
hérlendis, enda væri billinn gerö-
ur fyrir kalt loftslag og væri ein-
staklega vel ryðvarinn. 1 bilnum
er 65 hestafla vél. Aætlað er, að
Lada kosti 345 þús. kr., en station
gerðin 365 þús. kr.
Bifreiðasalan hjá B&L hefur
gengiö mjög vel það sem af er ár-
inu, sérstaklega hefur salan auk-
izt i Volga bilunum, sem orðnir
eru mjög vinsælir sterkir og mjög
ódýrir.
Þess má geta að ódýrasti bill-
inn, sem er á sýningunni er Mosk-
vits sendibill og kostar hann 249
þús kr.
Jaguar Rover Triumph Austin Morris
8 strokka bensínvél, 156 hö við 5000 sn./mín., drif á öll-
um hjólum.
4ra gira alsamhæfður gírkassi, tvö hraðastig
millikassa.
Gormafjöðrun á öllum hjólum, hleðslujafnari.
Aflhemlar með diskum á öllum hjólum og tvöföldu
vökvakerfi.
Ferskloftsmiðstöð, 12 volta rafkerfi, ryðstraumsrafall
(altenator), rafhituð afturrúða með rúðuþvegli.
Litað gler í öllum rúðum, þynnugler í framrúðu.
öryggisás, bakkijós.
Range Rover hefur rúðuþvegil á afturrúðu.
. . ZTEFAINISSOIM HF.
Hverfisgata 103, sími 2-69-11, Reykjavík
LEVLANO