Tíminn - 05.05.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.05.1973, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Laugardagur 5. mai 1973. American BF§ Motors V Nú eru það bandarísku bílarnir FYKIRTÆKIÐ Egill Vilhjálms- son h.f. er vel þekkt I bilainnflutn- ingnum, en þaö er meö elztu fyr- irtækjum sinnar tcgundar hér á landi. Nú flytur þaö inn Chrysler bíla frá Englandi og frá Banda- rlkjunum flytur þaö inn jcppa frá „Jeep International,” en segja má að þaö fyrirtæki sé móöir jeppanna, hét reyndar um tlma ööru nafni. Mótor h.f. heitir dótt- urfyrirtæki Egils Vilhjálmssonar, flytur þaö inn blla frá Bandarlkj- unum af geröinni American Mot- ors eða Itambler. Halldór Þórðarson, sölustjóri sagði, að Motor h.f. sýndi nú tvo Rambler bila, en Egib Vilhjálms- son sýndi þrjá jeppa og fjóra fólksbila frá Englandi. Hann sagöi, að ódýrasti jeppinn væri nú Universal geröin, sem kostar 530 þúsund krónur með blæjum. Þetta er þekktasta jeppategund, sem til er hér á landi og selst allt- af reytingur af honum. Þá er einnig sýndur Commando-jeppi, enaf þeirri gerð hafa nokkrir ver- ið fluttir inn. Stærsti jeppinn er Wagoneer, sem kostar frá 754 þúsundum. Þessi jeppi hefur ver- iö mjög vinsæll upp á siðkastið og ekki sizt fyrir það, að hann er fjögurra dyra og mjög rúmgóður. Halldór sagði, að salan i ame- risku bilunum hefði verið mjög róleg að undanförnu, en nú væri þetta að breytast, og menn keyptu nú mikið af þeim. Eru nú gerðar miklar vonir um sölu á þeim og á það má benda, að hægt er að fá Gremlin á 580 þúsund og Rambler Hornet á 645 þúsund krónur. Hann sagði, að salan á ensku bilunum hefði verið litil, það sem af væri árinu, en þeir legðu mesta áherzlu á að selja Hunter, sem væri einstaklega góður bill. Þá er einnig að koma á markaðinn tveggja dyra Sunbeam bill, sem kemur til með að kosta frá 388 þúsund krónum. Sagði Halldór, að varahluta- þjónusta væri yfirleitt góð hjá þeim, en það kæmi fyrir, að erfitt væri að fá varahluti frá Englandi vegna hinna tiðu verkfalla þar. Séö yfir sýningarsalinn hjá Agli Vilhjálmssyni og Mótor h.f. L M4Z04 878 COUPE Sportbillinn, sem þér hafið beðið eftir. Glæsilegur, rúmgóður og aflmikill og umfram allt ódýr. Innfluttur beint og milliliðalaust frá Japan. kostar hann aðeins um kr. 495 þús. Otrúlegt, ef þér athugið að innifaldir í verðinu eru aukahlutir svo sem rafmagnshituð afturrúða, hallanleg há sætisbök. stokkur milli framsæta, fullútbúiö mælaboró með snúnmgshraðamæli o. s. frv., niðurskrúfanlegar hliðarrúður að aftan, og margt fleira. sem |afnan kostar yður tugi þúsunda aukalega. Kynnið yður luxussportbílinn frá MAZDA. BÍLABORG HF. HVERF/SGÖTU 76 SÍM! 22680

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.