Tíminn - 05.05.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.05.1973, Blaðsíða 9
Laugardagur 5. mal 1973. TÍMINN 9 cfmotwA < ' Sex Citroen bflar eru á sýningunni. Fyrir miöju eru ódýrasti og dýrasti billinn, Mehari og Palias. citroén & Globus tekur að sér Citroén umboðið Með 6 bíla á sýningunni CITROEN er alltaf athyglisverö- ur bili, það er sama hvar horft er á hann. Þeir hafa alla tið verið mjög tæknilega fullkomnir og eru yfirleitt mörgum árum á undan öðrum biium i útliti. Þessir bilar hafa öðiazt töluverðar vinsældir hér á iandi, en þvi miður hefur umboöið verið mjög slæmt fram til þessa, — en nú er að verða brcyting á, þar sem verk- smiðjurnar hafa ráðið hér nýtt umboð. Er það GLOBUS h.f., en það fyrirtæki tók við umboðinu um siðastliðin áramót. Citroen verksmiðjurnar voru stofnaðar árið 1916 og voru þær fyrstu i Evrópu til að framleiða bila á færibanda kerfi. Þá voru þeir fyrstu bilarnir, sem komu á markaðinn með framhjóladrifi. Nú eru 16 verksmiðjur i eigu Citroén i Frakklandi, en tvær aðalverksmiðjur eru i Paris og Pennes. Það eru starfræktar verksmiðjur I Belgiu, á Spáni, Argentinu og viðar. Arið 1972 nam framleiðsla hjá Citroén 750.000 bifreiðum og hafði aukizt um 11% siðan 1971. 49% af bilunum eru fluttir til annarra landa og hjá verksmiðjunum vinna um 85 þúsund manns. Einnig framleiða verksmiðjurnar vörubila undir nafninu Berlie en að sögn Arna Gestssonar, fram- kvæmdastjóra Globus, er ekki fyrirhugaöur innflutningur á þeim á næstunni. Þá má segja frá þvi, að fyrir fjórum árum keyptu Citroén itölsku Maserati verk- smiðjurnar, en sú verksmiða var heimsfræg fyrir framleiðslu á kappakstursbilum. Eftir að þessi verksmiðja var keypt hófst hjá Citroen framleiösla á SM gerðinni, sem er luxus bill með Maserati vél. Globus mun flytja inn frá Citroén sex gerðir og stærðir af bilum, en þær eru DS, GS, AMI. Dyane, 2CV og Mehari. DS gerðin var fyrst framleidd árið 1956 og var þá og er enn að flestu leyti langt á undan sinni samtið, og vinnur enn fræga kappakstra. Þessi bill er nú fram- leiddur i mörgum gerðum og er Pallas dýrasta gerðin, kostar i kringum eina milljón kr. ódýrasti billinn kostar 704 þús. kr. Sam- eiginlegt með öllum þessum gerðum er fjöðrunarút- búnaðurinn. Hér gegna vökvastrokkar hlutverki fjaðranna og fjarlægð frá jörðu má stilla á allan mögulegan hátt, en þetta er kostur, sem oft kemur sér vel hér á landi. Citroen hóf framleiðslu á GS árið 1970. Þessi bill vakti strax óskipta athygli og var kosinn bill ársins i sex Evrópulöndum. Þessi bill er með sama fjöðrunarút- búnaði og DS. Að auki hefur vél bilsins verið breytt, en vélin sem sett var i bilinn fyrst, reyndist ekki eins og til var ætlazt. GS kostar frá 530 þús. kr. Citroen Ami sá fyrst dagsins ljós árið 1960 og hefur oft verið söluhæstur allra bila i Frakk- landi. Hann er frægur fyrir spar- neytni og kostar frá 308 þús kr. Þá má ekki gleyma 2CV, sem búinn er að vera á markaðnum i 26 ár. Þetta er einhver frægast bill, sem Citroen hefur framleitt, þó að mörgum finnist billinn ekki beint fallegur, þá er hér um ein- stakan bil að ræða á margan hátt. Bæði er mjög hátt undir bilinn og svo er hann mjög ódýr i rekstri. Mehari heitir sá bilinn, sem hvað mesta athygli hefur vakið á bila- sýningunni. Er hér um að ræða plastbil frá Citroén. Vegur hann aðeins um 500 kiló, en burðar- getan er 400 kiló. Kostar hann um 249 þúsund kr. Forráðamenn Clobus sögðu i gær, að þó liðnir væru allmargir mánuðir siðan Globus tók við umboðinu, hafi ekki verið lögð mikil áherzla á sölu á bilum, þvi fyrsta verkefnið hefði verið að koma i lag þjónustuhliöinni, bæði hvað varðar varahluti og við- gerðir. Varahlutalagerinn er nú að komast i gott lag, og samið hefur verið við vélaverkstæði Egils Óskarssonar Skeifunni 5, um viðgerðir á öllum Citroen bflum, og koma hingað þjónustu- menn frá verksmiðjunum til að kenna tslendingunum. KYNNIÐ YÐUR DODGE OG PLYMOUTH FRÁ CRYSLER Oadge Hinn vinsœli DODGEDART ER ein mest selda bifreiðin frá Chrysler- verksmiðjunum. DODGE DART er rúmgóð 6 manna bifreið, sparneytin og ein öruggasta bifreiðin á markaðnum. Skoðið Dodge og Simca á bílasýningunni VÖKULL HF. ÁRMÚLA 36 - SÍMI 8-43-66

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.