Fréttablaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 10
10 17. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR HORFT Á STRANDBLAK Hann var einn í stúkunni þessi en fylgdist þó áhugasamur með keppni í strandblaki kvenna á Ólympíuleikunum í Aþenu í gær. Kvartanir Félagsstofnunar stúdenta báru árangur: Bílastæðum fækkað BORGARMÁL „Það náðist sú lending að fækka þeim bílastæðum sem upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að þarna þyrftu að vera,“ segir Baldvin Ólafsson, formaður Félagsstofnunar stúdenta. Bygg- ing fjölbýlishúss með tæplega hundrað íbúðum er ráðgerð að lóð borgarinnar að Lindargötu í mið- bæ Reykjavíkur. Íbúðirnar eru ætlaðar nemendum við Háskóla Íslands en styr hefur staðið um þann fjölda bílastæða sem skipu- lag gerði ráð fyrir. „Upphaflega var gert ráð fyrir að þarna yrðu eitt til tvö bílastæði á hverja íbúð eins og um væri að ræða einbýlishús í úthverfi. Það hafa verið gerðar kannanir á bíla- stæðisþörf okkar félagsmanna og þær sýna að flestar fjölskyldur eiga aðeins einn bíl og margar engan. Þess vegna töldum við að hafa þyrfti þetta í huga og það náðist samkomulag um að aðeins yrði um hálft bílastæði að ræða fyrir hverja íbúð.“ Áætlanir gera ráð fyrir að smíði fjölbýlishússins verði lokið í byrjun ágúst árið 2006. ■ Óljóst hvort atvinnuþró- unarsjóðir skili árangri Atvinnuþróunarsjóðir á landsbyggðinni fá árlega 120 milljónir króna til starfsemi sinnar. Engin samantekt eða úttekt hefur verið gerð á því hvort árangur hafi orðið af starfi þeirra eða hvort störfum á landsbyggðinni hafi fjölgað. BYGGÐAFLUTNINGAR „Það er nánast ómögulegt að gera úttekt á starfi at- vinnuþróunarfélaga á landinu vegna þess hve víðfemt verksvið þeirra er,“ segir Snorri Björn Sig- urðsson, forstöðumaður þróunar- sviðs Byggðastofnunar. Þótt slíkar stofnanir starfi að langmestu leyti á eigin grundvelli heyra þær strangt til tekið undir Byggðastofnun sem veitir þeim á ársgrundvelli um 120 milljónir króna samkvæmt samn- ingi þar um. Lítið eftirlit er haft með þeim fjárveitingum og að miklu leyti óljóst hvort stuðn- ingur atvinnuþró- unarsjóða þau tíu ár sem þeir hafa verið starfræktir hafa skilað ár- angri. Engin sam- antekt hefur verið gerð um hversu mörg störf hafa skapast vegna íhlutunar slíkra stofnana. Snorri Björn segir að innan Byggðastofnunar hafi verið reynt að meta árangurinn út frá ýmsum forsendum en ekki haft erindi sem erfiði. „Það er margt sem gerir slíkan samanburð erfiðan. Svæði hvers félags er misjafnt að stærð og íbúafjölda. Þær leiðir sem farnar eru að settu marki geta verið afar mismunandi þótt lokatakmarkið sé ávallt að stuðla að uppbyggingu atvinnu og þróun byggðar innan hvers svæðis. Sum svæði eru þannig að ákveðinn sig- ur felst í því einu að koma í veg fyrir frekari fólksfækkun í byggðalaginu.“ Snorri nefnir sem dæmi að at- vinnuþróunarstofa Austurlands hafi verið hjálpleg við ýmis atriði er vörðuðu stóriðjuframkvæmdir þær er nú eru hafnar á Austur- landi. Fólksflótti þaðan hefur verið hvað mestur af landsbyggðinni undanfarna áratugi en áhrif stóriðju má þó merkja á tölum Hagstofu Íslands um fólksflutn- inga milli landsvæða. Þannig eru aðfluttir umfram brottflutta austur á land fram til júní á þessu ári tæplega 650 talsins en voru tæplega hundrað á öllu síð- asta ári. Gera má því skóna að meginhluti þessa fólks flytji vegna batnandi atvinnuástands í fjórðungnum en á síðustu 20 árum hafa um fjögur þúsund manns flust brott. Enn er því talsvert í land með að ná fyrri íbúatölu en hafa ber í huga að framkvæmdir í Reyðarfirði eru nýhafnar og þar er búist við að íbúum eigi eftir að fjölga um nokkur hundruð næstu árin. albert@frettabladid.is GAMALT NÁMAÞORP BRENNUR Miklir skógareldar í Kaliforníu ollu miklum skemmdum í náma- þorpinu French Gulch í gær. Tutt- ugu heimili brunnu til grunna og þrjú hundruð íbúar neyddust til þess að yfirgefa heimili sín. Eld- arnir brutust út á sunnudag og voru fljótir að breiðast út yfir mjög stórt landsvæði. DEILT UM TENGSL VIÐ ÞRÝSTI- HÓPA George Bush forseti er í nýrri kosningaherferð demókrata sakaður um að taka hag vina sinna og bakhjarla fram yfir verkamenn og millistéttarfólk. Kosningastjóri Bush segir árás- ina koma úr hörðustu átt þar sem enginn öldungadeildarþingmaður hafi þegið hærri fjárhæðir úr vösum þrýstihópa en John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata. Söluhæsta fartölvan í Evrópu ACER tækni SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 WWW.SVAR.IS tækni FARTÖLVUR ■ BANDARÍKIN FYRIRHUGAÐ BYGGINGARSVÆÐI Þarna eiga að rísa hundrað íbúðir fyrir stúdenta Háskóla Íslands. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FYRIRHUGAÐ ÁLVER Í REYÐARFIRÐI Síðustu tvö árin hafa fleiri flutt til Austurlands en frá og er það talsvert breyting frá því sem áður var. Frekari fjölgun er líkleg þegar bygg- ing álversins hefst fyrir alvöru en undirbúningsframkvæmdir eru í fullum gangi. ,,Sum svæði eru þannig að ákveðinn sigur felst í því einu að koma í veg fyrir frekari fólksfækk- un í byggð- arlaginu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.