Fréttablaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 22
Ef þú ert í megrun er gott ráð að taka bita af matnum og leggja hnífapörin niður. Ekki taka þau upp fyrr en þú hefur lokið við að tyggja og fáðu þér síðan annan munnbita. UI á Íslandi auglýsir Næstu kynningarnámskeið á Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjar meðferð verða haldin sem hér segir: Akureyri 20. og 21. ágúst 2004. Reykjavík 03. og 04. september 2004. Kynntar eru helstu meginkenningarnar sem CranioSacral meðferð vinnur útfrá, hvernig takturinn í craniosacral kerfinu greinist og hvernig hægt er að nota hann til að greina spennu í bandvefskerfi líkamans. Kenndar eru grunn aðferðir til að losa um spennu í bandvef tengdum hryggsúlu. Einnig kenndar aðferðir til að liðka til um mjaðmagrind og mænuhimnur. Einnig er kennd aðferð til að "stöðva taktinn" en slíkt hefur sérstaklega góð áhrif til slökunar taugakerfisins. Upplýsingar og skráning eru í síma 863-0611(Birgir) og 863 0610 (Erla). Einnig er hægt að skrá sig á www.upledger.is/skraning. Kókoshnetuolía frá Coconut Oil Supreme er nú fáanleg hér á landi. Kókoshnetuolían er framleidd á Indlandi þar sem hún er hreinsuð og unnin samkvæmt ströngustu hreinlætisskilyrðum. Hún er eina lífrænt ræktaða kókoshnetuolían sem framleidd er samkvæt ISO-staðli. Olíuna má nota við alla matargerð og bakstur. Hún er einstak- lega góð til steikingar á mat og margir hafa tekið hana inn sem fæðubótarefni. Rann- sóknir hafa leitt í ljós að olían er hlutlaus er kemur að kólesterólmagni. Kókoshnetu- olían er frábær fyrir húðina og hefur lækn- andi áhrif á hvers kyns húðsjúkdóma svo sem þurra húð, psoriasis, ofnæmi og flösu. Loks er olían kjörin fyrir ungbörn. Kókoshnetuolían geymist í þrjú ár í lokuðu íláti við stofuhita. Bráðnunarmark olíunnar er um 25 gráður.Olían fæst í 454 g flöskum sem kosta 2.500 krónur. UI á Íslandi dreifir kókosolíunni og veita Birgir, birgir@upledger.is, 863 0611, og Erla, erla@upledger.is, 863-0610, upplýsingar og taka á móti pöntunum. ■ Stafganga er íþrótt sem virðist vera að sækja í sig veðrið á Ís- landi. Stafganga hefur verið mjög vinsæl í nágrannalöndum okkar og virðist vera að festa sig í sessi hér á landi líka. „Sumum finnst frekar hall- ærislegt að hreyfa sig með staf í hendi og mér fannst það líka einu sinni. Síðan fannst mér stafganga frekar áhugaverð þannig að ég ákvað að prófa. Á þeim tíma var ég í einkaþjálfaranámi og fannst þetta góð viðbót við það,“ segir Guðný Aradóttir en hún er ásamt Jónu Hildi Bjarnadóttir að byrja með stafgöngunámskeið þann 24. ágúst næstkomandi. „Ég er stafgönguleiðbeinandi en Jóna er stafgönguþjálfari og frumkvöðull í stafgöngu hér á Ís- landi. Ég er búin með einkaþjálf- aranámið og Jóna er íþróttakenn- ari að mennt. Námskeiðin verða í fimm vikur í tíu tíma og hefjast fyrir utan Laugardalshöllina klukkan 17.30 alla þriðjudaga og fimmtudaga. Stafganga hefur far- ið sem eldur í sinu um Evrópu og Ameríku og er orðin gríðarlega vinsæl. Uppruni stafgöngu er í Finnlandi þar sem þjálfari finns- ka landsliðsins í skíðagöngu setti staf í hendur liðsmanna á sumrin svo þeir kæmu hraustir til keppni á haustin. Stafganga er því lang- vinsælust í Finnlandi,“ segir Guð- ný. Því er ekki að neita að staf- ganga er prýðishreyfing og að mörgu leyti betri en venjuleg ganga. „Í stafgöngu brennir þú tuttugu prósent meira en í venju- legri göngu og styrkir líkamann fjörutíu prósent meira. Stafina er hægt að nota fyrir efri part lík- amans eins og bak, brjóst og handleggi. Þessi hreyfing er sér- staklega góð fyrir konur þar sem þær geta æft þríhöfðann. Stafirn- ir eru sérstakir og fara eftir hæð hvers og eins. Það er ól á þeim sem smeygist um úlnliðinn svo þeim sé beitt rétt. Það þarf því svo sannarlega námskeið í staf- göngu til að læra tæknina. Prógrammið í námskeiðunum byggist upp af stafgöngu en við brjótum það þó upp með brekku- sprettum og ýmsum æfingum. Þetta er því ekki bara ganga allan tímann. Stafina er líka hægt að nota í bókstaflega allt; teygjur, styrktarþjálfun, armréttur og magavöðva,“ segir Guðný en þær stöllur ætla að halda áfram með stafgöngunámskeiðin í haust. „Námskeiðin eru bæði fyrir byrj- endur og lengra komna og skipt- um við í hópa eftir getu. Staf- ganga er alveg rosalega skemmtileg þegar maður byrjar og alveg rosalegt stuð,“ segir Guðný, sem hefur stundað lík- amsrækt og útivist lengi og stefnir á að opna vefsíðuna staf- ganga.is á næstunni. Hægt er að skrá sig á staf- göngunámskeiðin og fá nánari upplýsingar á netföngunum staf- ganga@visir.is og jonahb@cen- trum.is. Einnig er hægt að hafa samband við Guðnýju í síma 616 8595 og Jónu í 694 3571. lilja@frettabladid.is Ný tískubylgja í útivist: Stafganga er allra meina bót Þær Jóna Hildur Bjarnadóttir og Guðný Aradóttir ætla að kenna á stafgöngunámskeiði sem hefst 24. ágúst. Stafina má svo nota til að teygja að göngu lokinni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Lífræn kókoshnetuolía: Útvortis sem innvortis YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082 - þar sem þú getur treyst á gæðin - Lífrænt ræktaðar vörur Ert þú að fullnægja þinni daglegu próteinþörf ?? Fáðu persónlega Próteingreiningu og prógram sérsniðið að þínum þörfum hjá okkar lífsstílsleiðbeinendum. www.heilsufrettir.is/augljos Bylting í þyngdarstjórnun - Próteinmæling !! Díana 18 kg Halldóra 20 kg Rósalind 16 kg

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.