Fréttablaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 32
24 17. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR Við hrósum ... ... Guðmundi Hrafnkelssyni fyrir að koma til baka eftir skelfilegan fyrsta leik á Ólympíuleikunum. Guðmundur varði aðeins 1 af 19 skotum Króata í fyrsta leiknum og virtist dauður úr öllum æðum. En hinn fertugi markvörður reis upp frá dauðum gegn Spáni, varði 21 skot og var langbesti leikmaður íslenska liðsins í leiknum. „Það er skömm að því að þessir kóngar á KSÍ geti ekki komið betur fram við félögin.“ Skagamaðurinn Reynir Léosson í viðtali hjá Sýn um framkomu KSÍ gegn liðum í Evrópukeppni.sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 14 15 16 17 18 19 20 Þriðjudagur ÁGÚST Vissir þú að ... ... íslenska landsliðið misnotaði allar fjórar sóknir sínar gegn Spáni þegar liðið átti möguleika að komast yfir í leiknum. Í öll skiptin varði markvörður Spánverja, Jose Hombrados, frá íslensku strákunum. ■ ■ SJÓNVARP  06:55 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Bein útsending frá undan- rásum í sundi þar sem Jakob Jó- hann Sveinsson keppir.  10:55 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Sýnt frá keppni í badminton.  14:00 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Samantekt af morgninum.  15.30 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Sýnt frá keppni í skotfimi.  16.10 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Úrslitakeppni í sundi.  19.10 Ólympíuleikarnir í Aþenu á Sýn. Beint frá leik Bandaríkjanna og Grikklands í körfubolta karla.  21.00 Mótorsport 2004 á Sýn. Sýnt frá Brynjarsmótinu.  21.30 Ryder Cup 2004 á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn.  22.20 Ólympíukvöld á RÚV. 22.50 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Liðakeppni í fimleikum kvenna.  00.20 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Samantekt af keppni dags- ins. ÓLYMPÍULEIKAR Ólympíuþorpið í Aþenu er fyrir margra hluta sakir merkilegur staður. Þar búa hátt í 20 þúsund manns á meðan leik- arnir fara fram – bæði íþrótta- menn og fararstjórar. Þorpið var byggt sérstaklega fyrir Ólympíu- leikana en að þeim loknum verða íbúðirnar á svæðinu seldar til fá- tækra heimamanna fyrir lága upphæð. Eitt af því sem einkennir þorp- ið er eitthvert stærsta matartjald sem sett hefur verið upp á svæð- inu en í því geta matast allt að 10 þúsund manns í einu. Það er með hreinum ólíkindum að koma inn í þetta tjald því magnið af mat sem er í boði er svakalegt. Fjölbreytn- in er einnig með ólíkindum en meðal annars er hægt að fá grísk- an, asískan, indverskan, mexí- kóskan og ítalskan mat á svæðinu og svo er McDonald’s einnig með bás á svæðinu. Hvað annað. Hér er aðeins fátt eitt nefnt því þarna er hægt að fá allt milli himins og jarðar og er tjaldið opið allan sól- arhringinn. Ástæðan fyrir þessari fjölbreytni er sú að íþróttamenn- irnir mega ekki fá leið á matnum en þeir þurfa flestir að dvelja ansi lengi í þorpinu. Margvísleg afþreying Íþróttamennirnir hafa líka úr margvíslegri afþreyingu að ráða en á svæðinu er að finna kvik- myndahús, æfingasali, frjáls- íþróttavöll og sundlaug. Svo er ís- lenski hópurinn einnig með veg- legt bókasafn frá Eddu sem reyndar var lítið notað þegar blaðamaður Fréttablaðsins kíkti í heimsókn. Það á eflaust eftir að breytast þegar líður á leikana. Það var mjög skrítin tilfinning að ganga um götur þorpsins og mæta öllu þessa íþróttafólki frá svo mörgum löndum. Stjörnurnar ganga um göturnar án þess að verða fyrir ónæði en blaðamönn- um er meinað að ræða við þá og taka myndir í sjálfu þorpinu. Ísra- elsmenn búa nálægt íslenska íþróttafólkinu og þar er allt girt af og gríðarleg öryggisgæsla í kring- um ísraelska liðið. Svo er þorpið varið með vopnuðum vörðum og flugskeytapöllum sem eru stað- settir hringinn í kringum þorpið. Flest húsin eru vel skreytt með fánum þeirra landa sem búa í hverju húsi og strætó gengur á 3 mínútna fresti þannig að fólkið er fljótt að koma sér á milli staða. Það er samt ljóst að Grikkirnar voru á síðustu stundu með að klára þorpið því það á eftir að sletta málningu á einhverja veggi og svo er ekkert gras á lóðunum, sem gefur þorpinu mjög sérstaka ásýnd. Huggulegar vistarverur Vistarverur íslenska hópsins eru ákaflega huggulegar og vina- legar. Fjórar íbúðir í húsi með þrem til fjórum ágætum her- bergjum. Síðan stofa með svölum. Var ekki annað að sjá en það færi ákaflega vel um alla. ÍSÍ og þjálf- arar hafa síðan myndbandaað- stöðu í sama húsi og Danir og þar er einnig aðstaða fyrir sjúkra- þjálfara og nuddara sem þurfa að huga að íþróttafólkinu. Í raun hef- ur okkar fólk allt til alls í þorpinu og þeir sem blaðamaður spurði sögðust ekki hafa yfir neinu að kvarta. Stefán Konráðsson, fram- kvæmdastjóri ÍSÍ, er aðalfarar- stjóri íslenska hópsins. Hann hef- ur farið á marga ólympíuleika og því lá beinast við að spyrja hann að því hvernig þessi aðstaða væri samanborin við aðstöðuna á fyrri leikum. „Mér finnst þetta þorp til að mynda ekkert síðra en í Sydney. Þetta er mjög gott ólympíuþorp og alveg til fyrirmyndar og nán- ast allt hefur staðist hjá Grikkjun- um. Við höfum rekist á smá hnökra með rútur og annað en það hefur allt leyst á endanum. Okkur líður mjög vel hérna,“ sagði Stefán og brosti í kampinn. henry@frettabladid.is HERBERGISFÉLAGAR Sundkonurnar Lára Hrund Bjargardóttir, Íris Edda Heimisdóttir og Ragnheiður Ragnarsdóttir deila herbergi í ólympíuþorpinu. Fréttablaðið/Teitur ÁNÆGÐUR Stefáni Konráðssyni finnst Ólympíuþorpið í Aþenu ekkert síðra en það sem var í Sydney fyrir fjórum árum. Fréttablaðið/Teitur ÍSLENSKA HÚSIÐ Hér sést hvar íslenska keppnisfólkið hefur aðsetur á Ólympíuleik- unum í Aþenu. Íslenski fáninn setur skemmtilegan svip á húsið. Fréttablaðið/Teitur Samfélag stjarnanna Stjörnur Ólympíuleikanna búa í sátt og samlyndi við minni spámenn í Ólympíuþorpinu sem er fyrir margra hluta sakir mjög merkilegur staður. Ekkert síðra í Aþenu en í Sydney.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.