Fréttablaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 36
FÓTBOLTI Valsstúlkur eru aðeins einum sigri frá fyrsta Íslands- meistaratitli sínum í 15 ár eftir 6–0 sigur á Fjölni á Hlíðarenda í gær. Valsliðið getur tryggt sér titilinn með sigri í síðasta heimaleik sínum sem er gegn Breiðabliki eftir tólf daga. Valur byrjaði af miklum krafti og komst fljótlega í 2–0 en síðan dofnaði talsvert yfir leiknum og áhugi leikmanna virtist ekki vera mikill á tímabili. Fjölnisstúlkur voru baráttuglaðar í seinni hálfleik og gáfu ekki mörg færi á sér en undir lokin var pressan orðin þung og Valur skoraði þrjú mörk á lokamínútum leiksins. Eitt þeirra gerði hin 17 ára Guðrún María Þorbjörnsdótitr í sínum fyrsta deildarleik en markið skor- aði hún af stuttu færi fjórum mínútum fyrir leikslok. Sif tryggði sigurinn KR-konur snéru tapi í sigur í seinni hálfleik í skemmtilegum og fjörum leik gegn Breiðabliki í Kópavogi í gærkvöld. Leikurinn var ein besta skemmtunin í deildinni í sumar. Breiðabliksliðið spilaði sinn besta leik í sumar og yfirspiluðu botnlaust lið KR í fyrri hálfleik og sköpuðu sér þá fjölda færa. KR- konur komu sterkar inn í seinni hálfleik með Sif Atladóttur fremsta í flokki. Sif skoraði bæði mörk liðsins á laglegan hátt og var auk þess að skapa sér mörg önnur færi. Breiðabliksstúlkur keyrðu sig kannski út í fyrri hálfleik því þær misstu dampinn um miðbik í síðari hálfleik. Eftir jöfnunar- markið tóku KR-konur völdin. Breiðablik sótti síðan stíft að marki KR undir lokin og þá bjarg- aði KR-liðið í tvígang á síðustu stundu. Sandra Sif Magnúsdóttir, 16 ára stelpa í Breiðabliki, var sífellt að skapa hættu og varnar- menn KR réðu illa við hana. Sannarlega mikið efni þar á ferðinni. Stjarnan upp í fimmta sæti Stjarnan kom í Kaplakrikann í gærkvöld og nældi sér í þrjú stig með 0-2 sigri á FH í Landsbanka- deild kvenna í knattspyrnu. Með sigrinum komst Stjarnan í fimmta sæti deildarinnar og er með 10 stig en FH er dottið niður í næst- neðsta sætið og er með 8. Leikur- inn var í það heila ágætur og oft sást bregða fyrir fínum tilþrifum og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. FH-stelpur fóru fjörlega af stað og áttu í litlum vandræðum með að láta boltann ganga vel á milli og lengstum í hálfleiknum var sjálfstraust þeirra mjög gott. Lið- inu tókst þó ekki að gera sér neitt mat úr góðum leik og þvert gegn gangi leiksins voru það gesta- stelpurnar sem skoruðu og kom það eins og köld vatnsgusa fram- an í heimastelpur. Stjarnan hafði ekki fengið mörg færi fram að markinu og spil liðsins var lítið sem ekkert, mest um kýlingar og kraðak. En eins og alkunna er eru það mörkin sem telja og segja má að FH-stelpur hafi fallið á mót- lætisprófinu í þessum leik. Þær fundu engan veginn taktinn eftir þetta mark Stjörnustelpna, misstu sjálfstraustið, hættu að spila bolt- anum og smám saman koðnaði leikur þeirra niður og leikmenn sem spiluðu skínandi vel í fyrri hálfleik sáust ekki í þeim seinni. Stjörnustelpur nýttu sér þetta, tóku völdin í seinni hálfleik án þess þó að ná afgerandi tökum á leiknum en bættu verðskuldað við öðru marki á lokakaflanum. Stjörnusigur í botnslag því stað- reynd en mögulega bíður FH- stelpna umspil um áframhaldandi sæti í efstu deild. 28 17. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR [ STAÐAN ] LANDSBANKADEILD KVENNA LEIKIR GÆRDAGSINS Valur 12 11 1 0 44–6 34 ÍBV 12 9 2 1 63–9 29 KR 12 8 2 2 45–18 26 Breiðablik 12 5 0 7 24–28 15 Stjarnan 12 2 4 6 13–38 10 Þór/KA/KS12 1 5 6 12–43 8 FH 12 2 2 8 10–51 8 Fjölnir 12 1 2 9 6–30 5 MARKAHÆSTAR Margrét Lára Viðarsdóttir, ÍBV 22 Olga Færseth, ÍBV 18 Nína Ósk Kristinsdóttir, Val 14 Hólmfríður Magnúsdóttir, KR 12 Kristín Ýr Bjarnadóttir, Val 10 Guðlaug Jónsdóttir, KR 8 Elín Anna Steinarsdóttir, ÍBV 7 Erna Björk Sigurðardóttir, Breiðabliki 7 Dóra Stefánsdóttir, Val 7 Sif Atladóttir, KR 6 NÆSTU LEIKIR Fjölnir–ÍBV lau. 28. ág. 14.00 Valur–Breiðablik lau. 28. ág. 14.00 Stjarnan–KR lau. 28. ág. 14.00 Þór/KA/KS–FH lau. 28. ág. 14.00 NÆR EKKI AÐ BÆTA MET SPITZ Bandaríkjamanninum Michael Phelps tekst ekki að jafna met Mark Spitz sem vann sjö gull á Ólympíuleikunum í München 1972. Þetta var ljóst eftir að hann varð þriðji í 200 metra skriðsundi. Phelps óskar hér sigurvegaranum Ian Thorpe til hamingju eftir að úrslitin voru ljós. AP SKORAÐI BÆÐI MÖRKIN Björk Gunnarsdóttir skoraði bæði mörk Stjörnunnar í 0–2 sigri í Kaplakrika í gær. Fréttablaðið/Stefán JAPANAR BESTIR LIÐA Í FIMLEIKUM Japanar tryggðu sér í gær gullið í liðakeppni í fimleikjum karla og hér sést sveit þeirra fagna sigrinum. Bandaríska sveitin fékk silfur. Þetta var í fyrsta sinn í 28 ár sem Japanir ná að vinna ólympíugull í liðakeppni karla. AP ENN EITT FAGNIÐ Valskonurnar Íris Andrésdóttir, Málfríður Sigurðardóttir, Dóra Stefánsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir sjást hér fara fyrir sínu liði í enn einni útgáfu af fagnaðarlátum liðsins eftir að hafa skorað mark. Valsliðið skoraði 6 mörk gegn Fjölni í gær og er aðeins einum sigri frá fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum í fimmtán ár. Fréttablaðið/Teitur 1–0 Nína Ósk Kristinsdóttir 9. 2–0 Kristín Ýr Bjarnadóttir 11. 3–0 Nína Ósk Kristinsdóttir 21. 4–0 Sjálfsmark 82. 5–0 Guðrún María Þorbjörnsdóttir 86. 6–0 Málfríður Sigurðardóttir 88. BEST Á VELLINUM Málfríður Sigurðardóttir Val TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 38–4 (17–3) Horn 18–3 Aukaspyrnur fengnar 2–7 Rangstöður 3–2 GÓÐAR Málfríður Sigurðardóttir Val Ásta Árnadóttir Val Laufey Ólafsdóttir Val Dóra Stefánsdóttir Val Andrea Rowe Fjölni Erla Þórhallsdóttir Fjölni Athygli vakti að Valsliðið fékk 18 horn í leiknum en náði þó aldrei að skora mark eftir hornspyrnu. 6-0 VALUR FJÖLNIR 1–o Erla Hendriksdóttir 32. 1–1 Sif Atladóttir 60. 1–2 Sif Atladóttir 77. BEST Á VELLINUM Sif Atladóttir KR TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 13–12 (9–6) Horn 4–5 Aukaspyrnur fengnar 11–5 Rangstöður 9–16 MJÖG GÓÐAR Sandra Sif Magnúsdóttir Breiðabliki Bryndís Bjarnadóttir Breiðablik Sif Atladóttir KR GÓÐAR Hildur Sævarsdóttir Breiðabliki Erla Hendriksdóttir Breiðabliki Greta Mjöll Samúelsdóttir Breiðabliki María Björg Ágústsdóttir KR Hólmfríður Magnúsdóttir KR Edda Garðarsdóttir KR 1-2 BREIDABLIK KR 0–1 Björk Gunnarsdóttir 40. 0–2 Björk Gunnarsdóttir 78. BEST Á VELLINUM Björk Gunnarsdóttir Stjörnunni TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 16–17 (7–11) Horn 5–9 Aukaspyrnur fengnar 18–13 Rangstöður 0–5 GÓÐAR Þóra Reyn Rögnvaldsdóttir FH Lind Hrafnsdóttir FH Eva Þórunn Vignisdóttir FH Kristín Sigurðardóttir FH Valdís Rögnvaldsdóttir FH Nanna Rut Jónsdóttir Stjörnunni Auður Skúladóttir Stjörnunni Björk Gunnarsdóttir Stjörnunni Gunnhildur Y. Jónsdóttir Stjörnunni Harpa Þorsteinsdóttir Stjörnunni Lilja Guðrún Liljarsdóttir Stjörnunni Lilja Kjalarsdóttir Stjörnunni 0-2 FH STJARNAN Einum sigri frá titlinum Valur vann Fjölni í Landsbankadeild kvenna í gær og vantar aðeins einn sigur til að tryggja sér Íslandsmeistaratitil. KR vann Breiðablik og Stjarnan vann dýrmætan sigur á FH í fallbaráttunni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.