Tíminn - 07.06.1973, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.06.1973, Blaðsíða 1
IGNIS FRYSTIKISTUR RAFTORG SIMI: 26660 RAFIÐJAN SIMI: 19294 Hálfnað erverk þá hafið er jp llíií' ŒÆSt [■■■■ ^ 1 sparnaður skapar verðmæti Wx, Samvinnubankinn Frá aðalfundi Sambands íslenzkra samvinnufélaga í Bifröst: 17,4% ALLRA ÍSLENDINGA í SAAABANDSKAUPFÉLÖGUAA Jakob Frlmannsson. Heildarveltan 71. AÐALFUNDUR Sambands Is- lenzkra samvinnufélaga hófst I gærmorgun aö Bifröst i Borgar- firði. Er gert ráö fyrir, að honum Ijúki slödegis I dag, fimmtudag, en fundinn sækja um 100 fulltrúar frá rúmlega 40 sambandsfélög- um, auk stjórnar Sambandsins, framkvæmdastjórnar og all- margra gesta. Formaður sambandsstjórnar, Jakob Frimannsson, setti fundinn i morgun og minntist i upphafi forvigismanna samvinnu- hreyfingarinnar, sem létust á s.l. ári. Fundarstjóri var kjörinn Agúst Þorvaldsson, alþm. og til vara Valur Arnþórsson kaup- félagsstjóri og fundarritarar þeir Teitur Björnsson, Brún, Halldór Halldórsson, Vopnafirði, og Gunnsteinn Karlsson, Reykjavik. Verulegur restrarhalli 1972 Jakob Frimannsson flutti siðan hálfur áttundi skýrslu stjórnar og skýrði frá helztu viðfangsefnum hennar á liðnu ári. Erlendur Einarsson for- stjóri flutti að þvi loknu ýtarlega yfirlitsskýrslu um reksturinn árið 1972. Kom þar m.a. fram, að eftir þrjú sæmilega hagstæð rekstrar- ár hafa gifurlegar kostnaðar- hækkanir á s.l. ári, samfara opin- berum ráðstöfunum til þess að halda niðri tekjustofnum, orðið þess valdandi, að verulegur rekstrarhalli er hjá Sambandinu á árinu 1972. Endanleg niðurstaða á rekstrarreikningi þess er halli að upphæð tæpar 57 milljónir kr., á móti hagnaði að upphæð tæpar 24 milljónir árið á undan, og hafa þá m.a. verið teknir til greina þessir liðir: Opinber gjöld að upphæð 57 milljónir, afskriftir eigna 116 milljónir, endurgreiðslur til sam- bandsfélaga og frystihúsa 24 milljónir, vextir af stofnsjóði 15 milljónir. Onnur vaxtagjöld um- íslenzkur mátsteinn í byggingar í Angmagssalik? Grænlenzku gestirnir gáfu fé í Eyjasöfnun og leggja sveig á leiði Björns Pálssonar BÆJARSTJÓRNARFULLTRU- ARNIR frá Angmagssalik á Grænlandi hafa haft margt aö skoöa hér og viöa farið meö bæjarstjórnarforseta sinn, Josval Maqi, I broddi fylkingar. Eins og áður hefur verið frá skýrt eru Grænlendingarnir átta, og er þar af ein kona, sem er túlkur hóps- ins, þvi aö aðrir gestanna tala aö- eins grænlenzku. — Angmagssalik er 8 hundruð manna bær, sagði Ludvig Storr aðalræðismaður, sem annazt hefur alla fyrirgreiöslu við Græn- lendinga hér,við Timann i gær, en i byggðarlögunum þar i kring búa að auki um sex hundruð manns. Fyrir þrem árum fauk mikið af bænum i aftakaveðri og þess vegna fer þar fram mikið uppbyggingarstarf. Af þessum sökum var vikursteypa Jóns Loftssonar hf. eitt af þvi, sem þeir hafa skoðað hér i Reykjavik, þar eð til greina hefur komið, aö byggja hús úr þess konar steini i Angmagssalik, og sjálfur er ég þeirrar skoðunar, að steinhús væri þar heppilegri en timbur- hús. Kynnisför i frystihús og ferðalög Annað, sem Grænlendingarnir hafa kynnt sér hér, er fiskverk- un, og heimsóttu þeir i þvi skyni eitt frystihúsanna, Isbjörninn. Auk þess hafa þeir fariö allviða um nágrenni Reykjavikur. Á þriðjudaginn fóru þeir til Þing- valla og þaöan hringinn austan Þingvallavatns til Hveragerðis og um Hellisheiöi til Reykjavikur. I gær fóru þeir upp aö Móum á Kjalarnesi til þess að kynnast alifuglaræktinni þar, i laxeldis- stöðina i Kollafirði og hvalstöðina undir Þyrilsklifi og viöar. I dag hefur Flugfélag íslands boðið þeim til Akureyrar, en aftur á móti er litil von til þess, að þeir komist út i Vestmannaeyjar. A morgun mun Reykjavikurborg væntanlega bjóða þeim i ferð um nágrennið — sennilega til Krýsuvikur, Þorlakshafnar, Eyrarbakka og Stokkseyrar. Síðdegis á laugardaginn halda svo gestirnir heimleiðis. Blómsveigur á leiði Björns og gjafir til Eyjabúa Fólk á austurströnd Grænlands hefur haft talsverö kynni af is- lendingum i seinni tið, og meðal annars hafa islenzkir flugmenn oft komið til hjálpar, þegar slys eða bráða sjúkdóma hefur boriö að höndum meðal fólksins á þeim slóðum. Einn i þeim hópi var Björn Pálsson, og þess vegna óskuðu Grænlendingarnir þess að leggja blómsveit á leiði hans i Fossvogskirkjugarði. Ætla þeir að gera það i dag árdegis, áður en haldið er til Akureyrar. Þó að Angmagssalik-búar hafi nóg á sinni konnu viö endur- byggingu bæjar sins eftir það áfall, sem hann varð fyrir, komu Framhald á bls. 15. Bæjarfulltrúarnir frá Angmagssalik ásamt Ludvig Storr, aöalræðis- manni Dana, Eggert Asgeirssyni, framkvæmdastjóra Rauöa krossins, Birni Tryggvasyni, formanni RKt, og grænlenzkum kventúlki sinum viö afhendingu framlags I Vestmannaeyjasöfnunina I gærmorgun. — Ljósmynd: Pjetur Þ. Maack. milljarður fram tekjur 147 milljónir og launagreiðslur 520 milljónir. 39% hækkun launakostnaðar Rekstrarkostnaður Sambands- ins hækkaði mjög mikið á s.l. ári, og munaði þar mest um hækkun launakostnaðar, sem jókst um 145 milljónir, eða tæp 39% frá árinu á undan. Þá hækkuðu afskriftir eigna um 48 milljónir frá 1971, einkum vegna aukinna afskrifta af skipastól Sambandsins við til- komu Skaftafells og Hvassafells á s.l. ári. A hinn bóginn varð af- koma skiparekstrarins mjög slæm á árinu, þvi að hann varð hart úti vegna gifurlegra hækk- ana á rekstrarkostnaði, þar á meðal á lestun og losun erlendis, samhliða þvi að farmgjöld voru að mesu leyti óbreytt. Einnig versnaði rekstrarafkoma iðnaðarins verulega, þvi að verð á framleiðsluvörum hans hækkaði litið erlendis og var haldið niðri með verðstöðvun innanlands, en hins vegar hækkaði rekstrar- kostnaður hans mjög mikið, þar með talið verð á hráefni. Heildarvelta Sambandsins 1972 nam 7.509 milljónum króna og jókst um 916 milljónir frá árinu á undan eða 13,9%. Er það verulega minni hlutfallsleg aukning en verið hefur næstu ár á undan. Veltan skiptist þannig niður á ein- stakar deildir Sambandsins, að velta búvörudeildar var 1.466 milljónir velta sjávarafurða- deildar 2.355 milljónir velta inn- flutningsdeildar 1.627 milljónir, velta véladeildar 700 milljónir, velta skipadeildar 331 milljónir, velta iðnaðardeildar 968 milljónir og velta smærri starfsgreina 62 milljónir. Þrennar stór- Iramkvæmdir A s.l. ári var á vegum Sam- bandsins unnið að þrennum meiri háttar framkvæmdum. I fyrsta Erlendur Einarsson. lagi var lokið við kjötiðnaðarstöð- ina i Reykjavík, i öðru lagi var haldið áfram vélvæðingu í Sam- bandsverksmiðjunum á Akureyri og lokið við stækkun á verk- smiðjuhúsi Fataverksmiðjunnar Heklu, og i þriðja lagi var hafin bygging fóðurblöndunarstöðvar viö kornturnana i Sundahöfn. Til þessara framkvæmda var á árinu varið um 126 milljónum króna. Fastráðnum starfsmönnum Framhald á bls. 15. Sunnudagsblað- ið með Tíman- um á morgun SU undantekning verður gerö að þessu sinni, aö Sunnudagsblaö mun fylgja föstudagsblaöinu, en ekki laugardagsblaði eins og venja er. Þetta eru þeir beðnir að athuga, er safna Sunnudags- blaöinu eöa halda þvi saman. Sætið autt á fundi varnarmálaráðherra Utanríkisráðherra á fundinn í Höfn TÓMAS A. TÓMASSON, fasta- fulltrúi islands hjá Atlantshafs- bandalaginu, mun ekki sitja fund landvarnarráðherra bandalags- ins, sem haldinn veröur á föstu- dag. Var þetta tilkynnt I Brussel I gær, og jafnframt aö með þvi aö sitja ekki fundinn væru islending- ar aö mótmæla innrás Breta I is- lenzka fiskveiöilögsögu. I frétt frá NTB segir, að þessi ákvörðun hafi vakið mikla athygli i aöalstöðvunum. Þar sem enginn varnarmálaráðherra er, eða hef- ur verið i islenzku rikisstjórninni, hefur fastafulltrúi Islands ávallt setið fundi varnarmálaráö- herranna. Einar Agústsson mun aftur á móti sitja fund utanrlkisráðherra Atlantshafsbandalagsins, sem haldinn verður i Kaupmannahöfn 13. og 14. júni n.k. A fundinum mætir einnig Douglas-Home, utanrikisráð- herra Breta. Samkvæmt NTB- frétt mun aðalritari NATO, Joseph Luns, ræöa viö nefnda ráðherra og reyna að koma á sættum i fiskveiðideilunni. Brezki sendi- herrann í London BREZKI sendiherrann á Islandi, John McKenzie, fór til London I gær. Þar mun hann ræða við yfir- boðara sina um deiluna við Is- lendinga. Sendiherrann er væntanlegur til Reykjavikur aft- ur á morgun, föstudag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.