Tíminn - 07.06.1973, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.06.1973, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 7. júnl 1973. TÍMINN 3 Hvað eru Bretar að verja? SAMKVÆMT heimildum land- búnaðar-, sjávarútvegs- og mat- vælaráðuneytis Bretlands var verðmæti heildarafla 53 mill- jónir sterlingspunda árið 1971 og 59 millj. punda 1972. Þótt afla- verðmæti hafi aukizt var heildar- afli minni siðarnefnda árið. önnur brezk heimild, eða Sea Staditic Talles segir, að brezkir togarar, sem veiða á fjarlægum miðum, fái 16 til 25% heildar- aflans á miðunum við Island. Samkvæmt þessu hafa brezkir togarar fiskað fyrir i hæzta lagi 12 millj. punda við Island árið 1971 Sleit sjálfur aftan úr sér? VARÐSKIPIÐ Þór kom að brezka togaranum Boston Castrella þar sem hann var aö veiðum á gömlu 12 milna linunni úti fyrir Suðausturiandi rétt fyrir kl. 4 að morgni miðvikudags. Aður en varðskipiðkom aðtogaranum dró hann upp trollið og flúði og var ekki gerð tilraun til aö taka skipið. 1 fréttunum frá London, sagði I gærmorgun, að skorið hafi verið aftan úr togaranum. Landhelgis- gæzlan neitar, að svo hafi verið gert, en ekki er óliklegt að fumið á Bretunum hafi verið slikt, að þeir hafi slitið annan^ togvirinn sjálfir, þegar þeir drógu trollið inn i ofboði er Þór nálgaðist. Múrarafélag Reykjavíkur: Hefur einhuga þjóð að baki sér Eftirfarandi tillaga var sam- þykkt á félagsfundi i Múrara- félagi Reykjavikur, sem haldinn var mánudaginn 21. mai 1973. „Félagsfundur i Múrarafélagi Reykjavikur, haldinn 21. mai 1973, fordæmis þær árásar- og of- beldisaðgerðir, sem Bretar hafa nú i frammi i islenzkri fiskveiði- lögsögu. Fundurinn lýsir yfir fullum stuðningi við aðgerðir rikisstjórn- arinnar i þessu máli, og bendir á að hún hefur einhuga þjóð að baki sér”. KRISTJÁN JÚLÍUSSON LÁTINN KRISTJAN Júliusson, kennari I Bolungarvik, lézt I gær á leiðinni frá tsafjarðarflugvelli og inn I kaupstað. Kristján var að koma heim frá Reykjavik þar sem hann hafði legiö á sjúkrahúsi um hrlð. Kristján var árum saman fréttaritari Timans i Bolungarvik og munu margir lesenda minnast fangamarks hans, Krjúl. Hann hafði lengi átt við vanheilsu að striða. Eftir lifa kona hans og börn. Timinn vottar þeim og öðrum ættingjum samúð sina og þakkar „Krjúl” vel unnin störf. Kristján Júliusson og 15 millj. punda árið 1972. Þessar upplýsingar komu fram á fundi, sem Hannes Jónsson blaðafulltrúi rikisstjórnarinnar hélt i gær. Benti Hannes á að þetta væru öll verðmætin, sem Bretar eyddu svo mikilli orku og kostnaði i að verja. Skaut hann þvi til erlendu blaðamannanna, sem fundinn sátu, að þorskurinn, sem veiddur er undir herskipa-vernd, sé áreiðanlega sá dýrasti, sem dreg- inn hefur verið úr sjó, og að brezkir skattgreiðendur borguðu brúsann. Ef gert er ráð fyrir, að heildar- verðmæti afla brezku togaranna við Island sé 15 millj. sterlings- pund, sem er hæsta möguleg tala samkvæmt þeirra eigin skýrsl- um, sneiðist nokkuð af henni ef haft er i huga, að nokkurn hluta aflans fiska þeir utan 50 milna markanna, til að mynda á Halan- SENDINEFND frá FAO, mat- væla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, hefur dval- ið hér á landi I nokkra daga. Hér var nefndin I boði rlkisstjórnar- innar. t henni voru Roy I. Jack- son, aðstoðarframkvæmdastjóri FAO, F.E. Popper, aðstoðar- framkvæmdastjóri fiskveiði- deildar stofnunarinnar og G.E. Bildesheim, svæðisstjóri FAO i Evrópu. í för með þeim var dr. Björn Sigurbjörnsson, aðstoðar- forstjóri sameiginlegrar deildar FAO og Alþjóðakjarnorkumála- stofnunarinnar, sem fjallar um notkun kjarnorku á sviði matvæla og landbúnaðar. A fundi sem sendinefndin hélt með blaða mönnum i gærmorgun, kom m.a. fram að i ráði var, að aðalfram- kvæmdastjóri FAO kæmi til ís- lands, en hann gat ekki komið þvi við vegna mjög aðkallandi verk- efna i Afriku. Roy I. Jackson sagði, að til- gangurinn með komu nefndarinn- ar til íslands væri tviþættur. 1 fyrsta lagi að kynnast iandbúnaði og fiskveiðum Islendinga og hvernig Sameinuðu þjóðirnar gætu aðstoðað við að leysa ýmis vandamál i þessum greinum og i öðru lagi að athuga á hvaða hátt íslendingar gætu hjálpað i sam- bandi við ýmis verkefni, sem FAO vinnur að. Hann minntist á, um, svo að fráleitt er að reikna með þeir verði af 15 millj. punda verðmæti þótt islenzka fiskveiði- lögsagan sé 50 milur. Þá er hins að gæta, að Islend- ingar hafa boðið Bretum að fiska timabundið innan 50 milnanna meðan sjómenn og útgerðarmenn eru að aðlagast breyttum aðstæð- um. I siðustu samningaviðræðum i byrjun mai s.l. var brezku við- ræðunefndinni, sem hér var með lafði Tweedsmuir i broddi fylkingar, boðið að svæðinu milli 12 og 50 milna væri skipt i sex hólf, og fengu brezkir togarar heimild til að fiska i fjórum þeirra allt árið um kring, en ekki ávallt sömu hólfunum. Er þetta nánar útskýrt á meðfylgjandi korti. Þá var það skilyrði sett af Is- lendinga hálfu, að togarar yfir 180 fet á lengd og verksmiðjutogarar fengju ekki að veiða innan fisk- að 13 islenzkir sérfræðingar störf- uðu nú á vegum stofnunarinnar. Hann sagði, að hér á landi hefði nefndin sérstaklega kynnt sér beitiland, sem væri tslendingum mjög mikilvægt i sambandi við útflutning á kjöti og ull. Verður sérstaklega kannað hvernig stöðva má uppblástur og auka haglendi. Einnig hefði nefndin kynnt sér lax og silungsrækt svo og hugsanlega fiskirækt i sjó, ræktun i gróðurhúsum og trjá- rækt. Nefndin benti viðkomandi ráðuneytum á nauðsyn þess, að taka meiri þátt i starfi FAO, þar sem ýmis vandamál eru rædd og Islendingar gætu sitthvað af þvi lært, hvernig aðrar þjóðir leystu sum þeirra vandamála, sem ts- lendingar eiga við að striða. Aðstoðarframkvæmdastjórinn sagði, að FAO gerði sér ljósa grein fyrir fiskveiðivandamálum Islendinga. Væri þar um að ræða visindalegan áhuga en ekki stjórnmálalegan og gat hann þess, að FAO mundi ganga frá margs konar gögnum og upp- lýsingum, sem lagðar verða fyrir væntanlega hafréttarráðstefnu. FAO gerði sér grein fyrir nauðsyn verndunar fiskstofna hvar sem er i heiminum. Hann sagði, að nefndarmenn hefðu farið til Eyja og skoðað verksummerki þar. Hann lysti yf- ir hrifningu sinni á baráttu Is- veiðilögsögunnar, og að heildar- afli Breta við Island yrði ekki yfir 117 þúsund tonn á ári. Brezka viðræðunefndin fór með þetta tilboð upp á vasann til London til að ráðfæra sig við menn þar og var skýrt tekið fram, að nefndin kæmi hingað aftur til áframhaldandi samninga. En i þess stað slitu Bretar öllum viðræðum og sendu herskip inn i islenzka lögsögu til að verja veiðiþjófa. Er þetta einstakur at- burður I samskiptum þjóða i seinni tið. Þess má geta að 54% þess afla, sem lagður er upp i Bretlandi fiskast á heimamiðum. Getur svo hver og einn reiknað út, hvað Bretar sjálfir mundu græða á þvi að færa út eigin landhelgi i stað þess að eyða fé og gera sig að litil- mennum i augum heimsins, með þvi að verja veiðiþjófnað og beita ofbeldi innan islenzkrar lögösgu. lendinga við náttúruöflin og minntist á, að FAO hefði þegar sent menn til Vestmannaeyja til að kynna sér ástand þar og til að athuga hvað hægt væri að gera til aðstoðar. 1 gær voru væntanlegir menn frá Alþjóðabankanum i sama til- gangi og væri m.a. verið að kanna hafnargerð á Suðvesturlandi. I sambandi við hugsanlega að- stoð við tslendinga i þróunarmál- um, sagði Jackson, að á fjárhags- áætlun SÞ fyrir fimm ára tima- bilið frá 1972 til 1976 væri gert ráð fyrir að tslendingar fengju 1 milljón dollara. Ekki er enn ákveðið til hvaða verkefna þessu fé verður varið, en sjálfur kvaðst hann hafa mestan áhuga á aukn- ingu beitilands. Fram kom, að um 40% fiskafla i heiminum færi i dýrafæðu, 60% fara til manneldis. Matarbirgðir i heiminum eru nú minni en þær hafa verið i 20 ár. Hefur FAO miklar áhyggjur af þessu ástandi og veldur skortur á korni hækk- andi verði, sem verst kemur sér fyrir fátæku þjóðirnar, sem mesta hafa þörfina. Hlutfallið milli matvælaframleiðslu og fólksfjölgunar er mjög óhagstætt og er eitt aðalverkefni FAO að auka matvælaframleiðslu i þróunarlöndunum og dreifa mat- vælum eins og kostur er á. Landhelgismólið er sérstakt mál 1 ræðu þeirri, sem Lúðvik Jósefsson sjávarútvegsráð- herra flutti á sjómannadaginn sagöi hann m.a.: „En þó er það svo, og þvi skulum við ekki gleyma, iand- helgismál okkar er sérstakt mái, annað mál en spurningin um það hvort við eigum að vera i hernaöarbandalagi eða ekki, og annað mál er það, hvort við eigum að leigja land okkar undir herstöð og hafa hér eriendan her. Landhelgismálið er mál allrar þjóðarinnar, um það mál stöndum við öll saman, en um hin. málin NATO og her- inn, eru skiptar skoðanir. Landhelgismálið ætlum við okkur sjálfir að leysa. Við biðjum hvorki um hjálp NATO né hersins i þvi máli. Það má leysum við annað- hvort með bráðabirgðasamn- ingum til stutts tima, eða við sönnum hinum erlendu ágengismönnum með köldum veruleikanum, að þeir geta ekki stundað hér veiðar, hvorki undir vernd herskipa, eða á annan hátt, nema stutt- an tima og með ærnum erfið- Ieikum, án samkomulags við þjóðina, sem I iandinu býr.” Kæran til Nató Lúðvik Jósefsson sagði ennfremur: Við höfum kært til NATO- ráðsins herskipaárás Breta inn á okkar lögsögusvæði. Sú innrás er brot á NATO- samningum. Við höfum einnig tilkynnt öryggisráði Samein- uðu þjóðanna um hervalds- beitingu Breta hér við land, sem er brot á samþykktum Sameinuðu þjóöanna. Þetta ber okkur að gera, að sjálfsögðu. Og við munum túlka máistað okkar hvar sem er á erlenduin vettvangi og skýra frá hernaðarlegu of- beldi Breta gegn okkur. Við hljótum einnig, að gera upp að nýju afstöðu okkar til NATO og til Bretlands og Vestur-Þýzkalands með hlið- sjón af þvi sem hefir verið að gerast. En landhelgismálið verðum við að vinna sjálf — með vilja- festu okkar og einbeittri af- stöðu. Það getum við og það gerum við. Höfum unnið stórsigra Lúðvik sagði i framhaldi af þessu: „Við höfum þegar unnið stórsigra I landhelgismálinu. Stefna okkar vinnur fyigi um allan lieim. A allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna hefir verið sam- þykkt yfirlýsing um það, að öll verðmæti, ekki aðeins i hafs- botninum og á, heidur einnig i hafinu fyrir ofan landgrunns- botninn, tilheyri viðkomandi strandriki og að barátta gegn þvi að strandriki verndi þessi náttúruauðæfi, sé brot á stofn- skrá Sameinuðu þjóðanna. Allar þjóðir, sem stunduðu veiðar á fiskimiðunum við Is- land, aðrar en Bretar og Vest- ur-Þjóðverjar, hafa I reynd viðurkennt 50 milna landhelgi okkar. Og afli Breta og Vestur-Þjóðverja hefur stór- lega minnkaö og þó sérstak- lega sé miðað við sambæri- lega sókn fyrir og eftir út- færsluna. Vestur-Þjóðverjar fiska hér orðið sáralitið, flest skip þeirra eru að yfirgefa miðin. Og Bretar munu fljótlega gef- ast upp, á þvi ieikur enginn vafi.” Þ.Þ. A korti þessu má glöggt sjá hvaða undanþágum Bretum var boðið upp á innan fiskveiðilandhelginnar. Er svæðinu milli 12 og 50 miina skipt i sex hólf og gert var ráð fyrir að þeim yrði heimilað að fiska I fjór- um þeirra allt árið en ekki ávalit i sömu hólfunum. Closed þýðir lokað og neðan við stendur hvaða mán- uði er bannað að veiða í viðkomandi hólfi. Nefnd fró FAO á íslandi: Mikilvægt að stöðva upp- blástur og auka haglendi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.