Tíminn - 07.06.1973, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.06.1973, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 7. júni 1973. Kabarett i 10 sinn. Hinn þekkti söngieikur Kabarett verður sýndur i 10 skiptið n.k. laugar- dag þann 9. júni. Mjög góð aðsókn hefur verið að ieiknum og hefur hann hlotið frábæra dóma. Margir telja að leikararnir Bessi Bjarnason og Baldvin Halldórsson hafi aldrei sýnt betri leik á leiksviöi og hafa þeir hlotiö mikið lof fyrir túlkun á hlutverkum sinum. Þrjár sýningar vcrða á leiknum um hvitasunnuhelgina þ.e. á föstudag, laugardag og á annan i hvítasunnu. Myndin er af Eddu Þórarinsdóttur I hlutverki Sally Bowles. Frá Sjúkrasamlagi Reykjavikur Ný samlagsskírteini Þessa dagana bera skátar út ný samlags- skirteini i borginni, ásamt bæklingi með upplýsingum fyrir samlagsmenn. Bæklinginn er fólk beðið að kynna sér og geyma hann siðan vel. Heimilisföng á skirteinunum eru samkv. ibúaskrá 1. des. 1972. Skátunum er ætlað að fullvissa sig um að skirteinis- hafar búi enn á þeim stað, sem skirteinið greinir og er fólk beðið að aðstoða þá með upplýsingum. SJÚKRASAMLAG REYKJAVÍKUR. Fjármálaráðuneytið, 5.' júni 1973 Auglýsing Frá og með 1. júli 1973 skulu embætti, stofnanir og fyrirtæki rikisins afhenda tölusetta kvittun fyrir hvers konar greiðslum, sem þau veita viðtöku frá al- menningi, og hvort sem greiðslurnar falla til rikissjóðs eða ekki. Kvittanir, sem hér um ræðir, geta verið með tvennu móti: A. Staðalkvittun (stærð A5L) með áprentuöu nafni embættis, stofnunar eða fyrirtækis, sem við greiðsl- unni tekur. Staðalkvittanir hafa skjaldarmerki lýð- veldisins sem sameiginlegt auðkenni. Stofnun eða fyrirtæki er þó heimilt aö nota eigið merki I stað skjaldarmerkis. Eyðublöð, sem hér um ræðir, bera ýmist heitið „Kvittun fyrir innborgun” eða „Reikningur”. B. Sérgreind eyðublöð, sem merkt eru rikissjóði eða yfirvaldi og notuð eru fyrir ákveönar tegundir greiðslna eða innborganir (t.d. aðflutningsskýrsla, söluskattsskýrsla, skattakvittanir ritaðar i skýrslu- vélum eða bókhaldsvélum o.fl.) Fyrst um sinn og unz öðruvisi verður ákveðið er stofnunum og fyrirtækjum heimilt, að höfðu samráði við ráðuneyt- ið, að nota óstöðluð reiknings- og kvitt- anaeyðublöð, sem þau hafa látið gera, enda séu þau tölusett og skilmerkilega auðkennd. Stefnt skal að þvi að fella öll slik eyðublöð i staðlað horf. Sunnlenzk náttúru verndarsamtök stofnuð um helgina NÚ hafa náttúruverndarsamtök veriö stofnuð i svo til öllum landshlutum, og á laugardaginn kemur ætla áhugamenn á Suður- landi að bæta úr þvi, að slik sam- tök hafa ekki verið þar til fram að þessu. Verður stofnfundur hald- inn i fél.heimilinu Hvoli á IIvols- velli, og hefst klukkan þrjú. Þá er svo komið, að Vesturland á milli llvalfjarðar og Gilsfjarðar er eini landshlutinn, þar sem engin slik samtök hafa verið mynduð. — Það eru mörg verkefni, sem bfða sunnlenzkra náttúruvernd- arsamtaka, sagði Stefán Berg- mann, kennari á Laugarvatni, við Timann I gær. A fundinum á laugardaginn verður þó aðeins gengið frá lögum samtakanna og rættrækilega um markmið þeirra og verkefni. Þar mun Eyþór Einarsson, varaformaður náttúruverndarráðs, einnig ræða um starfshætti þess, sem og gróðurverndarmál. Það er harla margt, sem kallar að,' sagði Stefán enn fremur, og má þar nefna samningu náttúru- minjaskrár og skrásetningu náttúruvætta, landgræðslumál og friðlýsingu svæða á Suðurlandi. Uppi eru til dæmis hugmyndir um friðlýsingu Laugarvatnslands i tengslum við þjóðgarðinn á Þing- völlum, þótt þar verði sennilega að vera nokkur spilda á milli er friðun nær ekki til. I öðru lagi verður áreiðanlega ofarlega á dagskrá innan tiðar að stofna þjóðgarð, sem nær yfir Þórsmörk og viðlend svæði upp af honum, þar á meðal umhverfi Land- mannalauga. Loks er svo brýn þörf á miklum aðgerðum i landgræðslumálum. Astandið er viða ömurlegt á afréttum Arnesinga, og má þar benda á sifelldan uppblástur upp af Biskupstungum og Laugardal. — JH. FRÆKILEG SÖNGFÖR ÞRASTA TIL FÆREYJA KARLAKÓRINN Þrestir i Hafnarfirði fór hljómlistarför til Færeyja fyrir siðustu mánaða- mót og dvaldist þar vikutima. Söng hann tvivegis fyrir troð- fullu húsi I Þórshöfn, og i Klakks- vik var bæði samsöngur inni og uti undir berum himni á miðnætti á svokailaðri Norðureyjastefnu, þar sem þúsundir manna voru samankomnir. — Við vorum alls rúmlega sjötiu, sem fórum til Færeyja, sagði Sigurður Stefán Hallsson fulltrúi, formaður kórsins — þar af 33 kórfélagar, tveir ein- söngvarar, Haukur Þórðarson og Inga Maria Eyjólfsdóttir, Agnes Löve undirleikari og Eirikur Sig- tryggsson stjórnandi. Þetta var mjög ánægjuleg ferð og færeysku blöðin sýna hvaða dóma við hlut- um. Það er skemmst af þvi að segja, að færeysku blöðin hafa gert sér mjög titt um þessa söng- för Þrasta og frammistaða kórsins mjög lofuð. „Þessir söng- menn úr Hafnarfirði sanna okkur einu sinni enn, að Islendingar eru söngvin þjóð, og karla- kórarnir islenzku skara mjög fram úr,” segir Tingakrossur. „Kórinn er ágætlega þjálfaður og hlýtur Eiriki Sigtryggssyni söngstjóra aö bera mikill heiður.” „Skemmst er af þvi að segja, að þetta voru hrifandi tón- listaviðburður”, segir i 14. september — „einn hinn stór- brotnasti, sem við höfum notið i Færeyjum.” Ber blaðið mikið lof á söngstjórann, segir hina fögru rödd Ingu Mariu Eyjólfsdóttur hafa vakið aðdáun. I framhaldi af þvi er borið lof á frammistöðu Hauks, Agnesar og Njáls Sigur- jónssonar kontrabassa. Eirikur Sigtryggsson. Inga Maria Eyjólfsdóttir T résmíðaverkstæði —- Húsgagnaverkstæði Eigum fyrirliggjandi: • EIK (þýzk, ofnþurrkuð) • BRENNI • IROKO • DOUSSI • TEAK • WIRU-plast • KROSSVIÐ (oregon, pine, birki) • PROFILKROSSVIÐ (oregon pine) • HARTEX (venjulegt og ljóst) og GIPSONIT. Páll Þorgeirsson & Co. Simar 86-100 og 34-000. Agnes Löve Haukur Þórðarson Þingeyri: 16 fermd um hvíta sunnuna S.E., Þingeyri — Á hvitasunnu- dag verður fermt i Þingeyrar- kirkju. Alls 16 börn verða fermd, og eru þau sem hér segir: Davið Daviðsson, Þingeyri Geir Brynjar Aðalsteinsson, Þingeyri Guðmundur Jón Matthiasson, Þingeyri. Höskuldur Brynjar Gunnarsson, Miðbæ Indriði Kristinn Pétursson, Þing- eyri Ólafur Ragnar Jónsson, Þingeyri Ragnar ólafur Guðmundsson, Þingeyri Ragnar örn Þórðarson, Þingeyri Hanna Jóna Ástvaldsdóttir, Þing- eyri Helga Björk Sigurðardóttir, Ketilseyri Ingibjörg Maria Guðmundsdóttir, Þingeyri Kristin Auður Eliasdóttir, Sveins- eyri Maria Þórðardóttir, Múla Pálina Margrét Pálsdóttir, Þing- eyri Sigriður Sesselja Gunnlaugsdótt- ir, Þingeyri Þórhildur Guðrún Egilsdóttir Þingeyri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.