Tíminn - 07.06.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.06.1973, Blaðsíða 8
TÍMINN Fimmtudagur 7. júnl 1973. MAN GRÁTANDI, sveltandi, deyjandi barn, — barn, sem á engan að i þessum heimi, liggjandi á götunni fyrir hunda og manna fótum, hlaupandi á flótta, hangandi upp i tré, þar sem einhver hefur skilið það eftir, — kannski móðirin — eða lokað . inni i greni, sem er verra en hundsbæli. þar sem viðbjóðslegar rottur eru reiðubúnar að ráðast á það. Barn, sem hefur gleymt að brosa og á ekkert nema óttann i spurulum, stórum aug- um. Mannsbarn jarðar. Getur nokkuð umkomu- lausara? Fréttir, orð og myndir fjöl- miðlanna hafa mikið af sliku efni, og hafa haft um áratugi. Kórea, Biafra, Viet-Nam, Indland, Tanzania, Kenya og hvaö þau nú heita öll þessi lönd slikra barna, sem annars ættu að vera Edens- lundur allsnægtanna, frjósöm, fögur og hlý, eru á hvers manns vörum. „Maður stirðnar bókstaflega, getur naumast dregið andann við að lita yfir hundruð smá- kumbalda úr pappa, bambusblöð- um og bárujárni, sem hanga hver utan i öðrum, likt og þeim sé klint saman með kúamykju á stórum svæðum i grennd viö járn- brautarstöðina i Calcutta. t þess- um rottugrenjum, næstum milli járnbrautarteinanna i hávaða, skit og hroðalegri eymd en orö fá lýst, eiga þúsundir manna, kvenna og barna heimili sin. Og væri reikað út á brautar- pallinn á Sealdah-brautarstöðinni og farinn krákustigur, sem liggur milli slikra bústaða, innan um fjölskyldur, sem eiga ekki annan Móðir Teresa er orðin gömul kona, cn hún getur þrátt fyrir það huggað marga manneskjuna bæöi stóra og sm'áa.A götum úti ganga börn til hennar og leita hjá henni huggunar. verustað i þessum heimi en nokkra fermetra af steinstétt, gerði maöur sér ljóst, að hér fæðast börn og vaxa upp — og deyja, þá hljóðna öll orð á vörum og verða að engu. Mitt i allri þessari eymd um- komuleysis, allsleysis og þjáninga, sem hlýtur að eiga ' orsakir i hugsunarleysi, heimsku og grimmd einhverra, einhvers staðar, er þó einn sólskinsblettur, tákn kristilegrar elsku. Við stönzum viö hlið stórra, grárra bygginga á „lægri hring- braut" — Lower Circular Road. Þar taka á móti okkur nokkrar systur úr reglu Móður Teresu með vingjarnlegu brosi". Þannig skrifar danskur prestur Ole Christiansen, heim fyrir skömmu, þar sem hann dvelur i Calcutta til að kynna sér verkefni fyrir liknarsamtökin S.O.S. Tör- mælk I Danmörku. — Og hann helriur áfram : „Þaö var móðir Teresa, sem á sinum tima stofnaði þetta fræga heimili fyrir deyjandi börn. Aðeins yfirgefin, umkomulaus börn komu til greina. Daglega verða börn á vegi manns I Calcutta, sem for- eldrarnir hafa yfirgefið. Oft eru þau nær dauða en lifi af hungri. Móðir Teresa hefur skapað heimili fyrir mörg hundruð slikra barna. Við heimsóttum barnaheimilið, þar sem systurnar annast þessa umkomuleysingja með tak- markalausri umhyggju og nákvæmni. Sum hafa hlotið varanlegar heilaskemmdir af skorti, áður en þau komust undir hendur hjúkrunarsystranna. Ekki gátum viðsamt varizt þvi að roðna af blygðun, þegar þakkir voru fluttar fyrir þurrmjólkina frá Danmörku, sem talin er geta gjört kraftaverk á þessum stað. Hún er send frá dönskum skóla og með aðstoð Abbé Pierresbræðra. Hversu margfalt meira gætum við ekki sent, ef við raunverulega gerðum okkur grein fyrir þvi, hve þórfin er mikil. Og við héldum áfram gegnum stóra skóla- byggingu, þar sem gangar og stigaþrep eru skólastofur og sæti nemenda, ef ekki vill betur verkast. Gegnum sali, þar sem ungar konur, mæður, læra sauma og vélritun o.fl. SU hjálparstofnun eða heims- samtök, sem þurrmjólkur- söfnunin i Danmörku mun vera þáttur af, nefnist Terra des Hommes, sem er franska, sem ekki er auðvelt að þýða á islenzku. Helzt væri hægt að hugsa sér að það þýddi: „Jörðin handa mönnunum". En hvað um það, þetta eru samtök um allan heim, sem allir geta á einhvern hátt tekið þátt i, annað hvort með starfi eða framlögum. Þessi samtök leggja aðal- áherzlu á, að koma til hjálpar fötluðum og munaðarlausum börnum frá styrjaldarlöndum og veita þeim persónulega aðstoð. Terra des Hommes er ópólitiskt og engum trúarbrögðum háð og var stofnað i Sviss árið 1960. Það hjálpar sem sagt nauðstöddum börnum. Það vinnur án launa, allir eru sjálfboðaliðar og starfa á alþjóðlegan hátt, án tillits til landamæra, þjóðflokka, þjóðernis né trúarbragða. Framlög sjálf- boðaliðanna eru einu föstu tekjur Terra des Hommes, en safnað er i skólum, félögum stofnunum og hjá einstaklingum. Allt, sem safnast, fer til nauðstaddra barna, auk litilsháttar kostnaðar við upplýsingastarfsemi og burðargjöld. Starfsmiðstöð og aðalhjálpar- stöð á vegum Terra des Hommes I Danmörku er- i fyrrverandi skólahúsi I Asserballeskógi á Als. Þangað hafa komið börn viös- vegar að úr heiminum, særð og sjúk, örkumla og umkomulaus siðastliðinn áratug og ótrúlega mörg náð heilsu og kröftum, endurheimt gleði sína, vonir og Hfsþrótt. Allt innanstokks notað og nýtt hefur verið gefið til Terra des Hommes — mannsbarna- stofnunarinnar, frá skólum, stofnunum og einstaklingum, og þar er allt haft sem heimilis- legast. Vel menntað starfslið annast allt, sem gert er þarna á Als-heimilinu. Hjúkrunarkonur, þjálfarar og sálfræðingar sinna hver sinu hlutverki meðal 30 barna. Fleiri rúmar þetta gamla skólahús ekki enn þá. Þannig vinnur Terra des Hommes — Jörðin fyrir manninn — einkum fyrir fötluð börn og liðandi af sárum eða sjúkleika. Og segja má, að engin öld hafi unnið meira fyrir barnið en þessi 20. öld okkar með öllum sfnum göllum, eða þrátt fyrir þá. Ekki ætti heldur að gleyma UNIDO, sem er barnahjálpar- starf Sameinuðu þjóðanna eða Hjálparstofnunum kirknanna viða um heim, sem vinna einnig á alheimslegum eða alþjóðlegum vettvangi, svo að ekki sé minnzt á barnaverndarnefndir og ráð og barnavinasamtök i hverju landi. En allt slikt mátti teljast fyrir- brigði i samfélagi þjóða og kyn- slóða fyrir einni öld, hvað þá, ef litið er lengra aftur i timann. En samt má telja starfsemi Móður Teresu, sem danski presturinn minntist á i bréfi þvi, sem vitnað er til i upphafi, hið eftirtektarverðasta afrek af öllu, sem ein manneskja hefur gjört fyrir hið umkomulausa, manns- barn jarðar. En hún stofnaði samtökin Missionaires of Charity, eða Sendisveitir kær- leikans. — Þessi samtök, sem eru umfram allt starfssamtök, sem vinna þó með aðstoð og söfnunar- starfi flestra þeirra, sem áður eru nefnd, að einhverju leyti, eru þó meira en eingöngu fyrir börn. Þar má greina deildaskiptingu fyrir deyjandi fólk, fjölskyldur, holds- veika og svo fyrir börn. I hryllilegri hitasvækju Cal- cutta er Kalimusteriö, sem er vigt gyðjunni Kali, en hún er talin veita frjósemi og vernd gegn eyðileggingu. Við inngang musteris þessa er nokkurs konar gistihús, sem fyrr á dögum hýsti pilagrlma, sem heimsóttu hofið. En nu hefur þetta húsnæði, samkvæmt óskum Móður Teresu, verið breytt I hæli fyrir deyjandi menn og konur, fólk, sem tint er saman umhirðu- laust um götur og torg borgarinnar. Þetta var fyrsta hjálparstarf Móður Tereseu. Hún stofnaði þá reglu sina, Hjálparsveitir kær- leikans árið 1950, gat útvegað peninga til að gera þarna mót- tökustöð við musterisdyrnar og Hkna þeim, sem engan áttu að. Hún safnaði um sig ungum kon- um hvaðanæva að úr Indlandi og viðar og hvatti þær til starfa, kenndi þeim og leiðbeindi. Sam- svarandi hæli fyrir deyjandi fólk eru nú I mörgum indverskum borgum. Sums staðar er þó sá háttur hafður á að hjálpa og hjúkra heima þeim, sem þá ein- hver heimili eiga. Annars staðar eru aðeins gistiskálar starfræktir fyrir betlara. Þannig hafa þúsundir nauðstaddra og og þjáðra hlotið snertingu kærleiks- rikra handa til liknar og lækningar. I bréfi þvi, sem áður er vitnað til, sést, hvað Hjálparsveitirnar hennar Móður Teresu gera fyrir börn og mæður þeirra, sem mæður eiga. En hér má bæta við, að eftir skólatima á daginn eru margir skólar notaðir á vegum þessara hjálparsveita handa þeim, sem annars fengju enga fræðslu. Og um jólin hafa „systurnar" stórar hátiðasam- komur handa umkomulausum börnum, þar sem h'vert einasta fær ofurlitla jólagjöf. Móðir Teresa annast lika um að gifta foreldrana ungu, sem á veg- um hennar verða og gleymir ekki að gefa þeim einhverja ógleym- anlega brúðargjöf. t fátækrahverfum borganna hefur hún stofnað til læknishjálp- ar, lyfjadreifingar, fæðingarstofa eða fæðingarheimila og stofnað heimili fyrir ógiftar mæður. Allt er þetta rekið af „systrum" og „bræðrum", sem flest eru fag- lærðir læknar og hjúkrunarkonur, „kristnir" og „ókristnir", sem vinna hlið við hlið, sem sjálfboða- liðar að mestu eða öllu leyti. Enn- fremur má nefna matarstöðvar, þar sem þúsundir allslausra fá mat daglega. Systur og bræður i Hjálpar- sveitum kærleikans kenna vélrit- un, sauma, smiðar, málmiðnað og meðferð húsdýra. Fátækum fjölskyldum er veitt aðstoð á samvinnugrundvelli til að riða net, ala upp geitur og hænsni, framleiða múrstein og annað þarflegt til að selja og lifa af . Þá eru stofnuö og starfrækt æsku- lýösfélög á vegum „sveitanna". Sveitir Móður Teresu virðast alls staðar nálægar þar sem vá' ber að dyrum, hvort sem orsak- irnar eru náttúruhamfarir, far- sóttir eða styrjaldir. Þegar Móðir Teresa byrjaði hjálparstarf sitt var hún ein, en nú hefur hún með sér margt hjálparfólk, og henni er veitt fjárhagsleg hjálp til þess að geta haldið starfseminni áfram.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.