Tíminn - 07.06.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 07.06.1973, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 7. júní 1973. TÍMINN 11 Umsjón: A/freð Þorsteinssom Stefán Hallgrimsson — hefur forystu. Góður órangur Stefóns í tug- þrautarkeppninni Hann hefur forystu eftir fyrri daginn Reykjavíkurmeistara- mótið í frjálsum íþróttum hófst á Laugardalsvellin- um i fyrrakvöld í afleitu veðri, sv. strekkingi, skúr- um og kalsa. Keppt var i 4x 800 m boðhlaupi karla og kvenna og fyrrihluta tug- þrautarog fimmtarþrautar kvenna. Arangur var góður i fjöl- þrautunum með tilliti til veðurs. 1 tugþraut hafði Stefán Hallgrims- son, KR forystu eftir fyrri dag, 3502 stig, 100. m. hlaup ll,6,lang- stökk 6.71, kúluvarp 12,34 m. há- stökk 1,90 m. og 400 m. hlaup 52,8 sek. Elias Sveinsson, 1R, 3347 stig (11,5 — 6,28 — 12,39 — 1,93 — 55,8) Karl West Fredriksen, UMSK hlaut 3185 stig (11,2 — 6,24 — 10,71 — 1,90 — 58,2), en samhliða Reykjavikurmótinu var háð fjöl- þrautarkeppni UMSK. Sigrún Sveinsdóttir, Á, hefur forystu i fimmtarþraut kvenna á Reykjavikurmótinu með 1720 stig 100 m. grindahlaup 16,5, kúluvarp 7,64 — hástökk 1,48 m. Ingunn Einarsdóttir er önnur með 1630 stig (16.0 — 8,69 — 1,30) Asa Halldórsdóttir, Á, er þriðja með 1499 stig. Kristin Björnsdóttir, UMSK er meö 1875 stig (16,5 — 8,68 — 1,55). Sveit 1R sigraði i 4 x 800 m. boð- hlaupi karla á 8:46,2 min. 1 sveit- inni voru Ásgeir Þ. Eiriksson, Sigfús Jónsson, Gunnar Páll Jóa- kimsson og Agúst Asgeirsson, KR var i öðru sæti meö 9:25,6 min. og Armann i þriðja með 10:05,2 min. IR-stúlkurnar urðu Reykja- vikurmeistarar i 4x800 m. boð- hlaupi á 11:49,8 min, en i sveitinni voru Asta B. Gunnlaugsdóttir, Bjarney Arnadóttir, Ingunn Einarsdóttir og Lilja Guðmunds- dóttir. Ármann var i öðru sæti með 13:17,0 min. -ÖE. RAGNHILDUR SETTI MET Sigurður Jónsson og Júlíus Hjörleifsson nó góðum órangri í Svíþjóð Ragnhildur Pálsdóttir setti nýtt íslandsmet i 3000 m. hlaupi kvenna á móti í Solihull í fyrrakvöldi# hljóp á 10:53#8 mín. og bætti ný- sett met önnu Haralds- dóttur, FH um 25,4 sek. Eins og fram kom í Timanum á þriðjudaginn hafði Ragnhildur ákveðið að keppa ekki meira í Eng- landi að sinni, en lét þó til- leiðast að taka þátt í þessu móti, sem var haldið i þeim bæ, sem hún hefur búið í hjá vinkonu sinni, Lynn Ward, er hér keppti í vetur. Tveir islenzkir frjálsiþrótta- menn dveljast i Sviþjóð um þess“ ar mundir, annar þeirra, Sigurður Jónsson, hefur dvalið i Lundi siðan i haust og verður þar næsta vetur og nemur uppeldis- fræði. Beztu timar Sigurðar til þessa eru 11,1 sek. i 100 m. og 22,7 sek. 1200 m. hlaupi. Július dvelur við æfingar og keppni i Norr- köping og hljóp nýlega 800 m. á 1:57,6 min., sem er hans bezti timi, og aðeins 1/2 sek. lakari' timi en drengjamet Halldórs Guðbj. ÖE Víkingur sigraði í fyrsta leiknum í Danmörku PILTAR úr 2. aldurs- flokki Vikings taka um þessar mundir þátt i alþjóðlegu knattspyrnu- móti, sem haldið er í Danmörku. Eru þátt- tökulið frá Norðurlönd- um og víðar að. Fréttir hafa nú borizt frá fyrsta leik Vikinga i mótinu, en hann var gegn dönsku liði. Lauk honum með sigri Vikings, sem skoraði tvö mörk gegn engu. PIERRE ROBERT KEPPNI I GOLFIUM HVÍTASUNNUNA PIERRE ROBERTS-keppnin i golfi fer fram á velli Golfklúbbs Ness um næstu helgi, sem er hvitasunnuhelgin. Þetta er opin flokkakeppni, sú fyrsta sem fram fer i ár, og verður keppt i fimm flokkum. Er þaö i þrem karla- flokkum, unglingaflokki og kvennaflokki. Keppnin hefst föstudaginn 8. júni n.k. kl. 17.00. Verður þá leikið i kvennaflokki (forgjöf 0 til 36) og unglingaflokki. I unglinga- flokknum eru aldurstakmörk 18 ár og yngri (1. júli n.k.) en þeir unglingar, sem hafa 15 eða lægra i forgjöf, geta, ef þeir óska, leikið i þeim karlaflokkum, sem forgjöf þeirra segir til um. A laugardagsmorguninn hefst keppnin kl. 9.00» Verður þá leikið i meistaraflokki (forgjöf 0-8) og 1. flokki (forgjöf 9 til 14)-A sunnu- dagsmorguninn kl. 9.00 hefst keppnin i 2. flokki karla (forgjöf 15 og hærra). Þá leika einnig þeir 24 kylfingar, sem verða i 24 fyrstu sætunum i meistara- og 1. flokki frá deginum áður. Keppa þeir þennan siðari dag um stig i Stigakeppni GSl, en sjálf Pierre Roberts keppnin er 18 holur i öll- um flokkum. Pierre Roberts-keppnin hefur oftast verið ein fjölsóttasta opna golfkeppnin, sem haldin er hér á landi. Hafa þar að jafnaði verið á milli 100 og 130 keppendur. 1 Sviþjóð er Pierre Roberts-golf- keppnin ein vinsælasta keppnin þar, og taka þátt i henni fjöldi fólks viðsvegar aö úr Sviþjóð og nágrannalöndunum. Islenzka-Ameriska verzlunar- félagið h.f., sem hefur umboð fyrir Pierre Robert hér á landi, gefur skemmtileg verðlaun til að ÞAÐ varð uppi fótur og fit Vestur-Þýzkalandi um dag- inn, þegar myndir af leik- mönnum Bayern Miinchen þar sem þeir voru allsnaktir birtust i blöðum þar. Myndirnar voru teknar i „party”, sem leikmenn liðsins héldu eftir að þeir höfðu tryggt sér Vestur-Þýzkalands- meistaratitilinn i knattspyrnu, með þvi að sigra 1. FC Kaiser- slautern 6:0. Leikmenn Bayern héldu upp á sigurinn heima hjá hinum heimsfræga fyrirliða V-Þýzkalands, Franz Beckenbauer og þegar veizlan stóð hæst, fóru leik- mennirnir allsnaktir i heima- sundlaugina og létu taka keppa um i öllum fimm flokkun- um. Auk þess mun það veita peim keppanda, sem verður svo „heppinn” að fara holu i höggi sérstök aukaverðlaun, þ.e. gallon of AMBASSADOR WHISKY, Einnig fá allir keppendur minja- grip um keppnina. Völlur Golfklúbbs Ness, þar sem keppnin fer fram, er i góðu standi um þessar mundir. Hann hefur verið gerður þyngri með þvi að lengja nokkrar brautir. Þá hafa verið teknar i notkun þrjár myndir af sér. Ljósmyndar- inn, sem tók myndirnar, seldi þær i leyfisleysi til vikurits i V- Þýzkalandi. Og þegar þær birtust, hneyksluðu þær V-Þjóðverja svo sannarlega. Enda ekki á hverjum degi, sem birtast myndir af knatt- spyrnuátrúnaðargoðunum þeirra allsnóktum. V-Þýzki einvaldurinn Hermut Schön var ekki sérstaklega ánægður með þetta, þvi að leikmenn eins og Beckenbauer, Paul Breitner, Uli Höness og Georg Schwarzenbeck, allt landsliðs- menn, sáust á myndunum. Hér að neðan sjást nokkrar myndir af leikmönnum Bayern. nýjar flatir og breytist völlurinn mikið við það. Einnig hafa verið settar nýjar sandgryfjur og fleira, sem telst til nýjunga á vellinum. Þeir, sem hafa áhuga á að taka þátt i þessari keppni eru beðnir um að hafa samband við Golf- klúbb Ness, simi 17930. Útimótið fer fram 4. — 20. júlí Ákveðið hefur veriö, að Hand- knattleiksdeild Fram sjá um ts- landsmótið i útihandknattleik, sem fram fer á timabilinu 4.-20. júli. Þátttökutilkynningar þurfa aö berast Handknattleiksdeild Fram fyrir 15. júni n.k. i pósthólf 6, Reykjavik. Stofnfundur blakdeildar Víkings hald- inn í kvöld EINS og kunnugt er, hefur Víkingur unnið að þvi undanfarið aö stofna þrjár nýjar deildir. Voru skipaöar sérstakar undir- búningsnefndir i þvi sambandi. Fyrsti stofnfundurinn verður i kvöld, fimmtudag, og hefst hann kl. 20.30. Er það stofnfundur blak- deildar. Siðar i mánuðinum verða stofnfundir borðtennis- og badmintondeilda haldnir. AAyndirnar sem hneyksluðu Þjóðverja

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.