Tíminn - 07.06.1973, Qupperneq 13

Tíminn - 07.06.1973, Qupperneq 13
Fimmtudagur 7. júni 1973. TÍMINN 13 Hvergerðingar fá fuilkomna M. b. Álfsey afhent Einari Sig. Raðsmíði 150 lestafiskiskipahjá Slippstöðinni hf. Hefur gefið mjög góða raun ED—Akuryeri, 30. mai. — 1 dag afhenti Slippstöðin h.f. á Akureyri 150 lesta stálfiskiskip til Hrað- frystistöðvarinnar i Vestmanna- eyjum h.f. þ.e. til Einars Sigurðs- sonar. Skipið var sjósett 17. marz, og hlaut þá nafnið M.b. Alsey VE 502. Þetta skip er það fimmta, sem Slippstöðin h.f. af- hendir Einari Sigurðssyni á þessu og siðasta ári og jafnframt sið- asta skipið, sem Slippstöðin h.f. smiðar fyrir Einar að sinni. Með smiði þessara fimm skipa tók Slippstöðin h.f upp raðsmiði 150 lesta fiskiskipa, og hefur sú raðsmiði gefið mjög góða raun, þar sem betur er hægt að koma við staðlaðri hlutasmiði, sem leiðir til aukinna afkasta. Starfs- menn Slippstöðvarinnar eru rúm- lega 200. Slippstöðin hyggst enn um sinn byggja fleiri 150 lesta fiskiskip, og er nú verið að reisa tvö næstu skip og nýlega búið að semja um smiði þess þriðja. M.b. Alsey er útbúin til linu-, neta-, tog- og nótaveiða, og er tog- búnaðurinn gerður fyrir skuttog, sem er nýjung. Skipið er búið öll- um nýjustu siglinga- og fiskileit- artækjum, og má þar nefna tvær ratsjár af gerðinni Kelven Hughes og Decca-Atlasfisksjá og astic af gerðinni Simrad. Aðalvél er af gerðinni Mannheim, 765 hestöfl, og reyndist gagnhraði 12,5 mila i reynsluför. Auk þess eru tvær hjálparvélar af gerðinni Buuk, 85 ha.hvor sem geta fram- leitt 72 kilówött samtals. 1 skipinu er innbyggður hraðamælir af gerðinni Sal-Log 64. Senditæki er af gerðinni Sailor T-122, 16 rása og viðtæki 23 rása. Lengd skipsins er 31 metri og breidd 6,7 metrar. Allar ibúðir, sem eru fyrir 12 manns eru i afturskipi. Skipstjóri á M.b. Alsey er Ólafur Kristins- son og vélstjóri Pétur Sveinsson. Skipið heldur strax á togveiðar. RUTH HENRIKSSON, lektor frá Helsingfors, flytur fyrirlestur með litskuggamyndum fimmtudaginn 7. júni kl. 20,30. TEXTILTRADITION OCH TEXTILBRUK I FINLAND, LANDET PÁ GRÁNSEN AAELLAN ÖST OCH VÁST Einnig verður sýnd litkvikmynd um Maritta Matsovaara og list hennar. Verið velkomin Verið velkomin. NORRÆNA HÚSIÐ hitaveitu ÓV-Reykjavík: Nýtt hitaveitu- kerfi aðalveituæö, var tekið I notkun i Hveragerði sl. föstudag. Um það bil 140 sekúndulitrar af 97 gráðu heitu vatni koma úr tveim- ur borholum i ölfusdal en þörf þorpsins er um 60 sekúndulitrar, og sagði ólafur Steinsson, odd- viti. i viðtali við fréttamenn blaðsins í gær, að þótt undarlegt Krá opnun nýju hitaveitunnar i Hveragerði á föstudaginn. (Tima- mynd: Bjarni Eyvindsson). mætti virðast, væri nú fyrst búið að bæta úr hitunarerfiðleikuin ibúa llveragerðis. Fyrstu framkvæmdir hófust haustið 1971, en haustið áður var fyrst farið að semja um hitann við Orkustofnun. Samþykkti siðan hreppsnefnd þann 3. marz 1971 samkomulag við Orku- stofnun, sem hljóðaði upp á, að stofnunin sæi um virkjunina, gerð gufuskilvindu og miðlunar- tanks, þaðan sem hreppurinn tæki við vatninu og veitti þvi um það tvöfalda kerfi, sem fyrir er i þorpinu. Það kerfi verður siðar endurbætt, og verða þá allar leiðslur jarðlagðar með götu og vegaframkvæmdum i Hvera- gerði, en miklar byggingafram- kvæmdir eru þar nú og mikið fyrirhugað að byggja. Fram að þessu hefur hitaveitu- kerfi Hvergerðinga verið tvöfalt, eins og fyrr segir og hefur verið hitað lindarvatn til upphitunar mannabústaða og gróðurhúsa. Hefur þetta valdið mrgvislegum erfiðleikum, svo sem tæringu, þar sem súrefni i vatninu hefur verið mjög mikið. Brennisteinsmagnið úr hinum nviu holum er sagt vera svo litið, að það eigi ekki að koma að sök. Fjarhitun h/f, verkfræðistofa, sá um framkvæmdir og áætlana- gerð og nam kostnaður við fram- kvæmdirnar tæpum 30 milljónum króna. i i i ••HANDA KRÖKKUNUM JOHNS-MANVILLE glerullar- 9 einangrun er nú sem fyrr vinsælasta og öruggasta glerull- areinangrun á markaðnum í dag. Auk þess fáið þér frían álpappír með. Hagkvæmasta einangrunarefnið i flutningi. Jafnvel flugfragt borgar sig. Munið Johns-Manville í alla einangrun. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Sendum hvert á land sem er. Jl! UP-MgJ JÓN LOFTSSON HF. Hringbraut 121 . Sími 10-600 Fiskvinnsluskólinn Umsóknir um skólavist i undirbúningsdeild skólans, næsta haust, skulu berast skólastjóra fyrir 20. júni n.k. Afrit af gagnfræða- eða landsprófsskirteinum fylgi. Fiskvinnsluskólinn Skúlagötu 4 Sími 20240 L________________________________________________________J HAPPDRŒTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS 3. flokkur 4 á 1.000.000 kr. .4.000.000 kr. A mánudag verður dregið i 3. flokki 4.000, vinningar að fjárhæð 25.920.000 krónur. 4 á 200.000 kr. 160 á 10.000 kr. 3.824 á 5.000 kr. . 800.000 kr. . 1.600.000 kr. í dag er siðasti endurnýjunardagurinn. Aukavinningar: 19.120.000 kr. Happdrætti Hásk&la Ísiands 4.000 25.920.000 kr.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.