Tíminn - 07.06.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 07.06.1973, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 7. júni 1973. TÍMINN 15 Kennararáðstefna um fíkni lyfjamál EINS og Bindindisfélag islenzkra kennara hefur áöur birt fregnir um I fjölmiölum, stofnuðu nýlega norrænir bindindiskennarar og nokkrir fleiri áhugamenn TIL SKIPULEGRAR SAMVINNU UM AUKNA OG BÆTTA FRÆÐSLU INNAN NORRÆNNA SKÓLA 1 AFENGIS- OG FÍKNI- LYFJAMALUM. Þetta gerðir i Osló i desember 1969, fyrir frum- kvæöi islenzkra kennara, og hlutu samtökin heitið NORDAN, sem er skammstöfun á markmiði sam- takanna, og getið er hér á undan. Hin ungu norrænu samtök hafa sýnt mikinn áhuga i starfi undir stjórn dugmikilla forystumanna, enda mikil og brýn þörf á aukinni fræðslu i skólum á þessu sviði, þar sem fiknilyfjaneyzla, — og er þá átt við neyzlu áfengis, tóbaks og annarra fikniefna, — hefur verið og er enn sivaxandi vanda- mál meðal allra hinna norrænu þjóða. Auk stofnfundarins i Osló 1969, hefur NORDAN beitt sér fyrir tveimur þriggja daga ráðstefn- um, annarri i Sviþjóð 1971, en Bæklingurumæskulýðs- starf Reykjavíkurborgar ÓV-Reykjavfk: Fræðsluskrifstofa Reykjavikur hefur gefiö út bækiing til kynningar á sumar- starfi fyrir börn og unglinga á vegum Reykjavikurborgar i sumar. Bæklingurinn er 16 siður i A-5 broti og er i honum gerð grein fyrir allri þeirri starfsemi, sem R-vikurborg býður börnum og unglingum upp á. Kynnt er starfsemi fræðsluráðs og iþróttaráðs Reykjavikur, Vinnuskólans, Skólagarðanna og Timinn er 40 siður alla laugardaga og sunnudaga.— Askriftarsíminn er ®l|* 1-23-23 Æskulýðsráðs Reykjavikur, sem eðlilega er plássfrekast i bæklingnum. Af starfsemi ÆR mánefna Esjubúðir og reiöskóla, dagsferðir i Saltvik, siglingar i Nauthólsvik, skólabát, sumar- starf i hverfum, stangveiðikúbb, Tónabæ, sem opnaður verður innan skamms eftir breytingar og endurnýjun, kynnisferð i sveit, Skotlandsferð og fleira. Bæklingi þessum hefur verið dreift á öll heimili Reykjavikur en nánari uppíýsingar er að fá að Frikirkju- vegi 11, simi 15937. hinni i Finnlandi 1972, þar sem milli 30 og 40 reyndir kennarar, skólastjórar og aðrir áhugamenn hafa rökrætt þessi mál og komið með margvislegar ábendingar og tillögur, sem horfa til bóta i þessu mikilvæga fræðslustarfi. Auk ráðstefnanna hefur svo stjórn samtakanna oftast haft tvo fundi á ári, þar sem næstu verkefni hafa verið skipulögð og stefnan nánar mörkuö á vissum sviðum. A siðustu ráöstefnunni, sem haldin var i Finnlandi dagana 8.- 10. desember s.l. og tókst á allan hátt vel, eins og hinar fyrri, var aðalverkefnið menntun og fram- haldsnám kennara i áfengis- og fiknily f jamálum . Sigurður Gunnarsson var þar sem fulltrúi Kennaraháskóla Islands og Bindindisfélags islenzkra kennara. Eftirfarandi samþykktir voru gerðar á ráðstefnunni: 1. Ráðgjöf i skólum og fræðsla um áfengi og önnur fiknilyf gerir sivaxandi kröfur til kennara, og þvi verður að auka menntun þeirra. 2. Skipuleg námskeið og fræðsla um nemendavernd og fiknilyf ætti að vera fastur þáttur i félagslegu uppeldi allra kennaraefna. 3. Kennaranemar, sem hyggja á kennslu um vanabindandi efni, verða að fá itarlega fræðslu um þau má sérstaklega. Skal hún teljast hluti undirstöðu- menntunar þeirra. 4. Gefa þarf kennurum kost á markvissu framhaldsnámi um Svíarsafna fyrirvarð' skipi handa okkur 12 ára drengur óskar eftir að komast i sveit. Upplýsingar i sima 43663 eftir kl. 7,30 á kvöldin ÓV-Reykjavik: A Norðurlöndum er nú fyrirhuguö almenn fjársöfn- un og er ætlunin að nota pening- ana til aö kaupa eða taka á leigu varðskip handa islendingum I baráttunni við Breta. Kom þetta fram i fréttaskeyti frá norsku fréttastofunni NTB i gær. bað er sænska nefndin um sam- stöðu með tslandi, sem hyggst Laus staða Staða bæjarstjóra á Seyðisfirði er laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, fyrri störf og kaupkröfur sendist bæjarráði Seyðisfjarðar fyrir 25. júni næst komandi. Starfinu fylgir embættisbústaður og veitist það frá 1. okt. n.k. Bæjarráð Seyðisfjarðar. Lárós: Stangveiði hefst i Lárvatni laugardaginn 9. júni. Veiðileyfi verða seld i verzluninni Sport, Laugavegi 13, Reykjavik, hjá Halldóri Finnssyni sparisjóðsstjóra i Grundarfirði og i Látravík. standa fyrir söfnuninni og var ákvörðun um þetta tekin, eftir að nefndin taldi sig hafa fengið ófull- nægjandi svör frá forsætisráö- herra Sviþjóðar, Olof Palme. Nefndin hatði skrifað Palme og farið þéss á leit við hann að sænska landhelgisgæzlan sendi varðskip á Islandsmið, en Palme sagði gæzlu sina ekki mega af nokkru skipi sjá, þrátt fyrir að Sviþjóð hefði mikla samúð meö tslandi i deilu þeirra við Breta. Nefndin taldi, sem fyrr segir, svör forsætisráðherrans sænska ófullnægjandi og taldi, að ef Svi- þjóð gæti ekki séð af einu varð- skipi á friðartimum, hlyti eitt- hvað að vera bogið við varnarmál landsins. — Þá hlýtur við- búnaðurinn aö vera með eindæm- um lélegur, komi til þess að ástandið verði alvarlegt, sagði i yfirlýsingu, sem nefndin gaf út i gær. Eins og fram hefur komið þá hefur Ólafur Jóhannesson, for- sætisráðherra, ekki tekið illa i þessa „sjálfboðaliðahugmynd" en jafnframt tekið skýrt fram, að slikt skip yrði að vera i einu og öllu undir yfirstjórn islenzku Landhelgisgæzlunnar. Ekki er gott að spá um hversu langan tima það tæki að safna nægilega hárri fjárhæð i þessu skyni, en þar sem samúð með málstað Islands er mjög viðtæk meðal almennings á Norðurlönd- um gæti hálft ár — eða jafnvel minna — dugað til. En þá kemur náttúrlega upp vandamálið: Hver vill leigja eða selja skip? Sundlaug Opin frá kl. 08-11 og 16-22. Laugardaga og sunnudaga frá kl. 08-19. r/hm ^tKalt mí% & í HADEGINU % f HÆG BILASTÆÐI Jjl BLÓMASALUR LOFTLBÐIR fikniefni og varnir gegn þeim. þar sem þróunin er hröð á þessu sviði. Fimmta hvert ár.hið minnsta, ber að bjóða kennurum sérstök nám- skeið i áfengis- og fiknilyfjamál- um. Sé þar m.a. lögð áherzla á kennsluaðferðir. 5. Komið skal á fót traustu kerfi ráðgjafa i hverju fræðslu- umdæmi og leiðsögukennara i hverju skólahverfi. Skulu þeir örva og aöstoða kennara við kennslu um þessi mál. 6. Kennurum við kennara- skóla, forstöðumönnum náms- skeiða og leiðsögukennurum i áfengis- og fiknilyfjamálum ber að koma reglulega saman til endurhæfingar. 7. Til greina kemur að gefa skólamönnum frá Norðurlöndum færi á að sækja sameiginleg námsskeiö um vanabindandi efni. 8. Gera skal og láta kennara- efnum i té námsgögn um fiknilyf og varnir gegn þeim. 9. Komi fram nyjar kennslu- áætlanir um áfengis- og fikni- lyfjamál innan einhvers landsins. ber aö kvnna þær i hinum. 10. NORDAN mun dreifa um Norðurlönd ritum og bæklingum. sem fjalla um athuganir og til- raunir með sérstakar aðgerðir i þessum efnum við kennaraskól- ana. 11. Mota verður og nota sameiginlegar aðferðir til að kanna neyzlu nemenda á vana- bindandi efnum. Mátsteinn gestirnir færandi hendi. I gær- morgun fóru þeir i skrifstofu Rauða kross Islands. þar sem þeir afhentu um 150 þúsund krónur að gjöf i Vestmannaeyja- söfnunina. en forráðamenn Rauða krossins gerðu þeim aftur á móti grein fyrir hamförunum þar með mvndum og frásögn. er túlkurinn þýddi á grænlenzka tungu. -JH. Aðalfundur fjölgaði um 163 á árinu. og voru þeir 1.450 i árslok. Mikil félagsmanna- fjölgun i Reykjavik og á Suðurnesjum Starfandi Sambandsfélög voru 46 I árslok. Félagsntannafjöldi Sambandsfélaganna var 36.541 i árslok og hafði þeim fjölgað um 3.097 á árinu. Voru þá 17.4% Is- lendinga innan Sambandskaup- félaganna. Mest aukning varð hjá KRON, 2.605 nýir félagsmenn. og hjá Kf. Suðurnesja, 554 nyir félagsmenn. Heildarvelta félaganna 46 að meðtöldum söluskatti nam 10.421 milljónum króna á móti 8.719 milljónum króna 1971, sem er aukning um 20%. A árinu syndu 30 þessara féiaga hagnað samtals að upphæð 41 millj. en 16 félög sýndu halla að uppha'ð 13 ntillj. kr. Er þvi nettóhagnaður allra félaganna 28 millj. en afskriftir þeirra nema 141 rnillj. kr. Verzlanir félaganna voru alls 195 i árslok, þar af 95 kjörbúðir. Starfsmenn þeirra voru 2.304 i árslok og hafði fjölgað um 194 á árinu. Heildarlaunagreiðslur þeirra til verzlunar- og skrifstofu- fólks nárnu 475 milljónum króna og hækkuðu á árinu um 145 millj. eða 44%. Magnús Magnússon, bæjar- stjóri I Eyjum, sóttur heim ..Ég var háif syfjaður og átti erfitt með að halda mér vak- andi við stýrið. og svo viss- um við ekki fyrri til en sprengja féll alveg við hlið- ina á skipinu og kastaði þvi á hliðina. svo að möstur fóru hreinlega á kaf. Þetta var svona passlegt til að vekja mann almennilega." Magnús bæjarstjóri segir hressilega frá reynslu sinni i siðasta striði og ymsu öðru i Vikunni. Er hávaöinn að æra okkur? N'útimamaðurinn er að ærast af hávaða. Hann flýr langar leiðir út i sveit. en þarf æ meira að hafa fyrir þvi að finna stað. þar sem hann get- ur notið náttúrunnar i friði og ró. Hvað er til varnar° Grein um þetta efni er að finna i Yikunni. Sumargetraun Vikunnar er hafin Sumargetraun Vikunnar 1973 er hafin. Eins og áður bjóðum við glæsilega vinn- inga. svo sent ferð fyrir tvo til Mallorka. veiði i Hrúta- fjarðará og uppihald fyrir tvo i Staðarskála. vandað reiðhjól. tjald. bakpoka. svefnpoka og margt fleira. Lesið um það i Vikunni. Vikan Timinn er 40 siður I alla laugardaga og sunnudaga. — Askriftarsiminn er! 1-23-23 KVÖLDVERÐIJR FRA KL. 7. BORÐAPANTANIR I SIMIJM 22321 22322 BORÐUM HALDIÐ 1IL KL 9 VÍKINGASALIR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.