Tíminn - 07.06.1973, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.06.1973, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 7. júnl 1973. J Plast-þak gluggar úr Akryl- gleri ^fGeislaplast Z/lvl ÁRMÚLA 23 SÍMI 82140 MERKIÐ, SEM GLEÐUR HUUtmsti kmtpfélagínu gGOÐI ^ J fyrir yóúan mat $ KJÖTIDNADARSTÖD SAMBANDSINS NA-Atlantshafsfiskveiðinefndin: Sovétríkin styðja kröfur Bandaríkjanna um takmörkun afla NTB-Kaupmannahöfn — Fulltrú- ar Bandarikjanna á ráöstefnu NA-Atlan7.hafsfiskveiöinefndar- innar i Kaupmannahöfn lögöu i gær fram tíu liöa áætlun, sem miöar aö þvi aö takmarka veiöar erlendra skipa viö austurströnd Bandarikjanna. 1 áætluninni er gert ráð fyrir takmörkunum afla, möskva- stærð, ströngu eftirliti með veið- inni og veiðitækjum og sektum togara, sem brjóta reglurnar. Gert er ráð fyrir hörðum um- ræðum um málið milli þeirra 16 aðila, sem sitja ráöstefnuna. Bandarikin hafa sem kunnugt er af fréttum hótað að segja sig úr nefndinni, ef takmarkanir verði ekki samþykktar. í sovézkri yfirlýsingu, sem dreift var til þátttakenda á ráð- stefnunni, felst stuðningur við flest atriði'Bandarikjamanna, en þó ekki við eftirlitið með veiði- búnaðinum. Fulltrúarsem sitja ráðstefnuna eru alls 150 og gert er ráð fyrir að önnur aðalmálin á dagskrá verði landhelgisdeilan milli Islendinga og Breta og takmörkun laxveiða við Grænland. Fiskimálaráðherra Noregs: — Færum út, ef veiðar erlendra aukast mjög NTB—Þrándheimi. — „Norð- menn veröa að taka til athugunar að koma á nánari samvinnu viö tslendinga, Færeyinga og Græn- lendinga, meö þaö fyrir augum aö nýta sameiginlega fiskistofna landanna", sagði Trygve Olsen, fiskimálaráöherra Noregs I fyrir- lestri i Þrándheimi i gær. Hann sagði, að eftir hafréttar- ráöstefnuna myndi Norðmönnum verða það frjálst að gera samn- inga við aðrar fiskveiðiþjóðir um nýtingu á sameiginlegum auð- lindum. Fyrir marga gæti þetta haft meiri þýðingu en réttur til að færa út fiskveiðilandhelgi. Hann sagði og að ákvörðun um útfærslu við Noreg yrði ekki tekin fyrr en eftir ráðstefnuna. Eini fyrirvarinn i þvi sambandi væri, að einhliða útfærslur annarra landa leiddu til mikillar aukning- ar veiða erlendra togara á norsku miðunum. Laugardaginn 16. þ.m. hefst i Laugardalshöllinni sýning, sem ber heitið „Eitt ár I Tékkóslóvakiu”. Þaö eru Tékkar, sem standa fyrir sýningunni, sem er mestmegnis kynning á landinu og lifinu þar. Sýningin er i myndum að nokkru leyti, bæöi Ijósmyndum og skuggamyndum, en einnig veröa sýndar framleiöslu- vörur ýmiss konar. Undirbúningur er þegar hafinn og tók Gunnar þessa mynd I gær, þegar veriö var aö flytja sýningarmuni inn i Laugardalshöllina. Pompidou segir sögurnar ýktar NTB—Paris.— Pompidou Frakk- landsforseti sagöi i gær, aö þaö væru stórlega ýktar sögur, sem gengju um heilsufar sitt. Siöar um daginn sagöi svo talsmaöur stjórnarinnar, að forsetinn þarfnaöist hvildar. Forsetinn nefndi þetta á rikisstjórnarfundi i gærmorgun og sagði, aö þegar sögusagnir væru komnar yfir venjuleg takmörk, væru engin takmörk til lengur. Frá Elysee-höll hefur aðeins komið sú yfirlýsing, að Pompidou sé ekki búinn að ná sér eftir inflú- ensu, sem hann fékk i vetur, en nú ætli hann að dveljast i viku i sumarbústað sinum. Fólk, sem heimsótt hefur forsetann siðan hann hætti að koma fram opin- berlega nú fyrir skemmstu, segist ekki sjá annað, en hann sé við hestaheilsu. Þátttakendur í byggingarráðstefnunni á Hallormsstaö á skógargöngu. Ljósmynd: Pétur Þ. Maack. 35% húsa á Aust- urlandi eldri en fjörutíu ára Byggja þarf 180 íbúðir árlega SB-Reykjavik — Aætlaö er aö byggja þurfi 180 ibúöir á ári i fjór- tán skipulagsskyldum þéttbýlis- svæðum á Austurlandi. Yfir þriöjungur allra húsa þar er byggður fyrir 1930, og sumsstaöar er annað hvort hús meira en hálfrar aldar gamalt. Byggja þarf 20 ibúðir árlega til útrýming- ar heilsuspillandi húsnæöis. Aö- eins 68 Ibúðir voru teknar i notkun 1971 og 63 i fyrra. Þetta kom fram á ráðstefnu um húsnæðismál á Austurlandi, sem haldin var á Hallormsstað i lok fyrra mánaðar, á vegum Sam- bands sveitastjórna i Austur- landskjördæmi og Húsnæðis- málastofnunar rikisins. Til ráð- stefnunnar voru boðaðir sveita- stjórnarmenn, byggingafulltrúar, byggingameistarar og aðrir for- stöðumenn byggingafyrirtækja, forystumenn launþegasamtaka, verkamannabústaða og fleiri. Sjö framsöguerindi voru flutt og sið- an tekin fyrir og rædd þau vanda- mál, sem valda ibúðaskorti á Austurlandi. Ráðstefnan ályktaði, að til lausnar húsnæðisvandanum væri eðlilegt, að skipulag nýrra byggðahverfa á þéttbýlissvæðum yrði ákveðið og hannað með tilliti til þess stórátaks i byggingamál- um, sem yrðu að eiga sér stað á næstu árum. Miðist áætlunin við, að sveitarfélögin geti notið hag- kvæmni sameiginlegra innkaupa og samvinnu hvaö snertir tæki og mannafla. 1 annarri ályktun segir, að rétt sé að beita sér fyrir stöðlun ýmissa byggingareininga i aukn- um mæli, t.d. burðareininga, gluggakarma, glerstærðar, hurða og sliks, og að byggja i einum áfanga sem flestar einingar af svipaðri gerð og stefna að þvi, að bygging hússins taki ekki meira en eitt misseri. Til að þetta sé mögulegt, þarf að vera búið að tryggja fjármagn til framkvæmdanna. Þess vegna þarf að gera Húsnæðismálastofn- uninni kleift að leggja fram lánsfé fyrr á byggingartimanum. Ot- borgun lána gæti til dæmis verið einn þriðji við upphaf fram- kvæmda. Ger/r Nixon hreint fyrir sínum dyrum ? Lagt hart að honum NTB—Washington. — Ncfnd öld- ungadeildar Bandarikjaþings, sem rannsakar Watergate-málið, krafðist þess i fyrrakvöld, að Hvita húsið afhenti skjöl, sem varða fundi forsetans og Deans, fyrrum ráögjafa hans. Skjölin cru sögö kunna að gefa svar við þvi, hversu mikið forsetinn vissi um tilraunirnar til að þagga hneyksl- ið niöur. Dean hefur áður sagt, að hann hafi átt 30-40 fundi með Nixon um málið. Talsmenn Hvita hússins neituðu þessu fyrst i staö, en sið- an var viðurkennt, að svo hefði þó verið. Ekki er búizt við að skjölin hafi að geyma neitt um hvað rætt var á fundunum, aðeins hvar og hvenær þeir hafi farið fram. Nixon skipaði i gær fyrrverandi varnarmálaráðherra sinn Melvin Laird i embætti það sem Ehrlich- ur ollum attum man hafði áður, ráðgjafi i innan- rikismálum. Þá tilkynnti Nixon, að Alexander Haig, sem skipaður var til bráðabirgða i embætti Haldemans, yrði þar til frambúð- ar. Ýmsir aðilar, bæði flokksbræð- ur og aðrir, leggja nú fast að Nixon að gera hreint fyrir sinum dyrum i Watergate-málinu, með þvi að segja allt sem hann veit. Þær yfirlýsingar, sem forsetinn hefur látið frá sér fara um málið, eru aðeins eins konar jakahlaup, en segja ekkert um hvaða þátt hann átti i málinu. Hann hefur ekki haldið blaðamannafund i þrjá mánuði og hafa margir hátt- settir flokksbræður hans nú bent honum á, að aðeins með þvi aö halda einn núna og svara spurningum, geti hann hreinsað sig af þeim grun að luma á upplýsingum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.