Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 FIMMTUDAGUR REYKJAVÍKURSLAGUR Fimmtánda umferð 1. deildar karla hefst í kvöld með viðureign Reykjavíkurliðanna Þróttar og Vals. Leikurinn fer fram á Valbjarnarvelli og hefst klukkan 19. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG FER AÐ RIGNA Á NORÐAUSTUR- LANDI Í DAG En annars bjart og fallegt veður á Suður- og Vesturlandi. Sjá síðu 6 19. ágúst 2004 – 224. tölublað – 4. árgangur ● heimili ● ferðir ● tíska Elskar að vaska upp Kristján Freyr Halldórsson: ● aðalpersónan ber nafn dóttur hans Gefur út nýja skáldsögu Ólafur Jóhann: ▲ SÍÐA 50 HUGSANLEG BÓTASKYLDA Ríkis- sjóður hefur þurft að greiða bætur vegna mistaka við útgáfu veðbókarvottorðs. Þess var ekki getið á vottorðinu að jörðin væri óðalsjörð. Ámóta mál er til meðferðar nú hjá Sýslumanninum í Reykjavík. Sjá síðu 2 UNGUR SÍBROTAMAÐUR Mál gegn tuttugu og fjögurra ára síbrotamanni var tekið til aðalmeðferðar í gær. Sjá síðu 6 LEGGJA NIÐUR VOPN Muqtada al- Sadr hefur samþykkt friðaráætlun. Sam- kvæmt henni afvopnast hersveitir hans og hverfa á brott. Átök héldu þó áfram fram eftir degi í gær. Sjá síðu 14 MILLJARÐA VERÐMÆTI Í HÚFI Gróflega má áætla að verðmæti þeirra sjávarafurða sem íslensk fiskiskip veiða ár hvert við Svalbarða nemi minnst milljarði króna hin síðari ár. Sjá síðu 18 ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kvikmyndir 46 Tónlist 38 Leikhús 42 Myndlist 42 Íþróttir 30 Sjónvarp 48 STJÓRNMÁL Jón Baldvin Hannibals- son segir að sendiherratíð sinni fari senn að ljúka. „Þá kem ég heim og hlakka til.“ Þegar Jón Baldvin er spurður hvort hann hyggist koma aftur inn í íslensk stjórnmál segir hann: „Ég hef engin áform uppi um það. Ég vil samt ekki útiloka neitt, ég finn mér eitthvað að gera.“ Aðspurður hvort hann sjái ein- hvern pólitískan vettvang fyrir sig á Íslandi segir hann Samfylk- inguna vera þann vettvang. „Ég er jafnaðarmaður og Sam- fylkingin er jafnaðarmannaflokk- ur.“ Þegar Jón Baldvin er spurður út í stöðu íslenskra stjórnmála í dag er fátt um svör. „Ég vil lítið tjá mig um íslensk stjórnmál að sinni umfram það að ég náttúrlega fylgist með þeim. Ég ber þau saman við það póli- tíska umhverfi sem ég bý nú við í Finnlandi. Í Finnlandi er stjórn- málaástandið mjög stöðugt. Fylgi flokka breytist nánast ekkert. Mál eru yfirleitt rædd afskaplega málefnalega og pólitíkin er lítið persónugerð. Þar er óhemjumikið af sérfræðingum og stofnunum sem skila skýrslum og álitsgerð- um. Umræðan fer fram á grund- velli athugana og staðreynda. Þar eru engin væniviðbrögð, tauga- viðbrögð eða geðshræringarvið- brögð. Pólitíkin er ekki persónu- gerð. Menn eru ekki að ata hver annan auri með persónulegum ávirðingum. Þetta er munurinn á finnskum og íslenskum stjórn- málum.“ trausti@frettabladid.is Jón Baldvin Hannibalsson: Útilokar ekki endurkomu Veldu ódýrt bensín Hann er tvöfaldurog fylgir blaðinuí dag JÓN BALDVIN HANNIBALSSON Jón Baldvin, sendiherra í Finnlandi og fyrr- verandi ráðherra, segir að ólíkt því sem tíðkist á Íslandi snúist finnsk stjórnmál ekki um að menn ati hver annan auri með persónulegum ávirðingum. LANDSLEIKUR „Það gekk allt upp í dag og það má segja að villtustu draumar okkar hafi ræst. Ég er fyrst og fremst þakklátur öllu því fólki sem tók áskorun okkar um að koma á völlinn og sýna með því og sanna að þetta er hægt,“ sagði Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands, kampakátur eftir glæsilegan sig- ur íslenska landsliðsins á því ítalska, 2-0. Ríflega 20 þúsund áhorfendur fylgdust með leiknum og féll þar með 36 ára gamalt áhorfendamet á Laugardalsvelli. „Við fórum af stað með það að markmiði að slá aðsóknarmetið. Margir sögðu að það myndi ekki takast en það tókst. Það er fyrsti draumurinn sem rættist í dag. Ég sagði fyrir leikinn að til að full- komna þetta þyrfti landsliðið okkar að sýna góðan leik og það gekk svo sannarlega eftir, og gott betur en það,“ sagði Eggert. „Ég er virkilega stoltur af okk- ar fólki, innan vallar og utan. Þetta er mesta stemning sem ég hef upplifað á landsleik hérna heima. Þetta var frábær skemmt- un í heild sinni og dagurinn full- komnaðist með þessu,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen. Sigur Íslands vakti mikla athygli í heimspressunni og baðst Marcelo Lippi, landsliðsþjálfari Ítala, ítölsku þjóðina afsökunar á frammi- stöðu Ítala í leiknum. Alls greiddu 20.204 aðgangseyri en eldra áhorfendametið á Laugar- dalsvelli var sett í september árið 1968 þegar 18.139 greiddu aðgangs- eyri á leik Vals og Benfica í Evrópu- keppni félagsliða. ■ Sjá nánar á síðum 32 til 35 FÖGNUÐUR Í LEIKSLOK Íslensku landsliðsmennirnir þökkuðu áhorfendum þeirra þátt í sigrinum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Allt gekk upp Rúmlega 20 þúsund manns sáu Íslendinga vinna stórglæsilegan sigur á Ítölum á Laugardalsvelli. Aðsóknarmetið frá 1968 féll. „Það gekk allt upp,“ sagði Eggert Magnússon formaður KSÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.