Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 14
14 19. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR KROSSÁ ÞVERUÐ Ökumaður þessa jeppa komst í hann krappan þegar hann reyndi að þvera Krossá í Þórsmörk síðastliðið föstudags- kvöld. Bíllinn stoppaði í miðri á og hagg- aðist ekki fyrr en spotta var komið í hann og bíllinn dreginn á land. Öll innrétting bílsins gegnblotnaði en ekki er vitað hvort frekari skemmdir hafi hlotist af. Engum far- þeganna varð meint af volkinu og notuðu sumir tækifærið til að fá sér sígarettu. Landsvirkjun og Austur-Hérað: Framkvæmdaleyfi tekið fyrir SVEITARSTJÓRNARMÁL Framkvæmda- leyfi til handa Landsvirkjun vegna lagningar Fljótsdalslína 3 og 4 verður tekið fyrir á fundi um- hverfisráðs Austur-Héraðs á Egilsstöðum í dag, fimmtudag. Sigurður Ragnarsson, formað- ur umhverfisráðs Austur-Héraðs, bjóst við að Landsvirkjun skili fyrir fundinn yfirliti yfir stöðu samninga fyrirtækisins við eig- endur jarða sem háspennulínurn- ar liggja um. „Í tengslum við deiliskipulag á svæðinu var gerð krafa um að samningum við bændur væri lokið eða þá að mál þeirra væru komin í ákveðið ferli,“ sagði hann og bjóst frekar við að framkvæmdaleyfi til handa Landsvirkjun yrði samþykkt, reyndust þau mál í lagi. Sigurður bjóst ekki við að sveitarfélagið beitti sér sérstak- lega í máli Sigurðar Arnarsonar, bónda á Eyrarteigi, sem haldið hefur því fram að nálægð við línu- stæði háspennulínanna geri íbúð- arhús hans verðlaust. „Ég hugsa nú samt að bent verði á ákvæði í raforkulögum um að ef landeig- andi telji að eignarnám varðandi línustæði hafi afgerandi áhrif á jörðina alla, þá eigi hann kröfu á að öll jörðin sé undir varðandi mat á eignarnámsbótum.“ ■ Byssubardagar í Brasílíu: Lögreglan fell- ir níu manns RIO DE JANEIRO, AP Níu hafa fallið í skotbardögum milli brasilísku lögreglunnar og glæpagengja í fá- tækrahverfi í Rio de Janeiro. Að sögn lögreglu lék grunur á að glæpagengi sem drap prest héldi til í hverfinu og réðst hún þess vegna til atlögu. Þrír lögreglumenn særðust í skotbardögum í gær og þrír byssumenn létu lífið. Daginn áður féllu sex byssumenn í skot- bardögum. Morðtíðni í borginni er með því mesta sem gerist í heiminum, en á hverju ári eru 50 af hverjum 100 þúsund íbúum myrtir. ■ PÁFINN Í LOURDES Páfi er mjög heilsutæpur. Það stöðvar þó ekki ferðalög hans. Jóhannes Páll páfi annar: Ætlar aftur í ferðalag VATÍKANIÐ, AP Þrátt fyrir að Jó- hannes Páll páfi annar hafi aug- ljóslega verið mjög hrumur á ferðalagi sínu til Lourdes um síðustu helgi kemur það ekki í veg fyrir að næsta ferðalag hans hafi þegar verið skipulagt. Vatíkanið tilkynnti í gær að í byrjun næsta mánaðar muni páfi ferðast til ítalska bæjarins Loreto. Þar er helgidómur um Maríu mey og þar mun páfi halda tveggja klukkustunda langa messu. Bág heilsa páfa um helgina olli mörgum áhyggjum enda þurfti hann á mikilli hjálp að halda. ■ INTELSAT KEYPT Hópur fjárfest- ingarstofnana mun að líkindum kaupa Intelsat, sem rekur 28 gervihnetti, á næstunni. Áætlað kaupverð er þrír milljarðar dala (um 210 milljarðar króna). Fyrir- tækið var stofnað í kjölfar alþjóð- legs samstarfs 147 ríkisstjórna árið 1964. ■ AFRÍKA ■ VIÐSKIPTI Uppbygging í Írak: 36 milljónir lagðar til UTANRÍKISMÁL Íslensk stjórnvöld ætla að leggja jafnvirði 36 milljóna íslenskra króna í fjölþjóðlegan sjóð sem fjármagnar verkefni vegna enduruppbyggingar í Írak. Gert er ráð fyrir að hægt sé að verja fjármununum til ýmissa verk- efna, m.a. á sviði heilbrigðismála og menntamála, auk þess sem hægt er að veita fénu til aðstoðar Samein- uðu þjóðanna við undirbúning kosn- inga í landinu sem gert er ráð fyrir að fari fram á næsta ári. ■ Viðskiptalausnir Microsoft: Maritech fær gullvottun TÖLVUR OG TÆKNI Hugbúnaðarfyrir- tækinu Maritech hefur verið til- kynnt að það hljóti gullvottun frá Microsoft Corporation sem „Microsoft Gold Certified Partner“. Í tilkynningu Microsoft á Íslandi kemur fram að Maritech sé eina ís- lenska fyrirtækið sem fengið hefur þessa vottun fyrir Microsoft Business Solutions. Elvar Steinn Þorkelsson, framkvæmdastjóri Microsoft Íslandi, afhendir starfs- fólki Maritech skjöld til staðfesting- ar vottuninni síðdegis næsta fimmtudag. Maritech sérhæfir sig í fram- leiðslu á upplýsingatæknibúnaði fyrir sjávarútveg. ■ Íranar óttast árásir Ísraela á kjarnorkuver sitt: Hóta gagnárásum á kjarnorkuver TEHERAN, AP Íranar hóta því að ráð- ast á kjarnorkuver Ísraela í Negev-eyðimörkinni ef Ísraelar ráðast á kjarnorkuver í Íran. „Ef Ísraelar skjóta eldflaugum að Bushehr-kjarnorkuverinu verða þeir að kveðja Dimona- kjarnorkuverið sitt, þar sem þeir framleiða kjarnorkuvopn, um ald- ur og ævi,“ sagði Mohammad Baqer Zoldaqr, hershöfðingi og næstæðsti ráðandi Byltingarvarð- arins. Ísraelar hafa ekki hótað að ráð- ast á kjarnorkuver Írana en hafa lýst því yfir að þeir muni ekki líða Írönum að koma sér upp kjarn- orkuvopnum. Fyrir 23 árum réð- ust ísraelskar herþotur á kjarn- orkuver fyrir utan Bagdad, höfuð- borg Íraks. Þá óttuðust Ísraels- menn að Írakar væru að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Íranar þvertaka fyrir að þeir ætli að koma sér upp kjarnorku- vopnum. Bandaríkjamenn og Ísraelar óttast hins vegar að það sé markmið þeirra. Ísrael er eina ríkið í Mið-Aust- urlöndum sem er talið að ráði yfir kjarnorkuvopnum. Ísraelar hafa alltaf neitað að staðfesta það. ■ EYRARTEIGUR Í SKRIÐDAL Umhverfisráð Austur-Héraðs tekur á fundi sínum í dag fyrir framkvæmdaleyfi vegna lagningar Fljótsdalslína 3 og 4, sem flytja eiga rafmagn úr Kárahnjúkavirkjun yfir í ál- ver Reyðaráls í Reyðarfirði. MANNRÉTTINDABROT ENN TÍÐ Nauðungarvinna, rán og önnur mannréttindabrot eru enn útbreidd í Líberíu, meira en ári eftir að fimmtán ára borgarastríði lauk með friðarsamkomulagi. Þetta kemur fram í skýrslu Amnesty International um ástandið í land- inu. Verst er ástandið á tveim svæðum sem fyrrum uppreisnar- menn stjórna enn að mestu leyti. RÆÐA KJARNORKUMÁLIN Hasan Rowhani, helsti samningamaður Írana í kjarnorkumálum, ræddi á dögunum við Mosioua Lekota, varnarmálaráðherra Suður-Afríku. NAJAF, AP Tveggja vikna blóðugum bardögum í Najaf lýkur með frið- arsamkomulagi ef að líkum lætur. Sjíaklerkurinn Muqtada al-Sadr hefur samþykkt áætlun sem átta manna sendinefnd þjóðfundarins í Bagdad lagði fyrir hann. Sam- kvæmt henni leggja sveitir hans niður vopn og hverfa frá einni helgustu mosku sjíamúslima þar sem þeir hafa hafst við. Skömmu áður en talsmaður al- Sadr flutti þessi skilaboð klerksins hafði íraski varnarmálaráðherrann Hazem Shaalan lýst því yfir að stjórnvöld væru reiðubúin að ráð- ast gegn al-Sadr og stuðnings- mönnum hans í mosku Imam Ali. Friðarsamkomulagið liggur ekki endanlega fyrir. Al-Sadr sagðist í gær vilja að sendinefnd- in sem ræddi við fulltrúa hans á þriðjudag sneri aftur til Najaf til viðræðna um samkomulagið. Sendinefndin krafðist þess að sveitir al-Sadr leggðu niður vopn sín, hyrfu á brott úr moskunni og umbreyttu sér í stjórnmálaflokk. Yrðu þær við því fengju meðlim- ir þeirra uppgjöf saka. Al-Sadr vildi ekki ræða við nefndarmenn þegar þeir sóttu hann heim á þriðjudag. Í gær var komið annað hljóð í strokkinn. Þá sagði talsmaður al- Sadr að hann hefði samþykkt til- lögu nefndarmanna en vildi að þeir kæmu aftur til viðræðna og ábyrgðust að vopnaðir fylgis- menn hans yrðu ekki handteknir. Þrátt fyrir tilkynningu al-Sadr héldu skærur fylgismanna hans annars vegar og hermanna hins vegar áfram fram eftir degi. Síð- ustu daga hafa sex hið minnsta látist og 23 slasast. Frá því að bar- dagar brutust út á nýjan leik eftir tveggja mánaða vopnahlé hafa 40 íraskir lögreglumenn og átta bandarískir hermenn látist. Yfir- stjórn Bandaríkjahers segir að hundruð vopnaðra fylgismanna al-Sadr hafi látist en því neita fylgismenn al-Sadr. ■ Leggja niður vopn Muqtada al-Sadr hefur samþykkt friðaráætlun. Samkvæmt henni af- vopnast hersveitir hans og yfirgefa hina helgu mosku sem þær hafast við í. Átök héldu þó áfram fram eftir degi í gær. BARIST Í NAJAF Bardagarnir undanfarnar tvær vikur hafa kostað nokkur hundruð manns lífið. Nú standa vonir til að friður komist á í annað sinn í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.