Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 18
Í slensk stjórnvöld undirbúanú málaferli á hendur norsk-um stjórnvöldum vegna yfir- standandi deilu þjóðanna um að- gang og fiskveiðirétt innan lög- sögu Svalbarða. Núverandi deila snýst þó fyrst og fremst um að- gang íslenskra skipa að svæðinu og telja Íslendingar að Norðmenn brjóti þann stofnsamning sem gerður var um Svalbarða árið 1920 og Íslendingar gerðust full- gildir aðilar að 1994. Samningurinn Stofnsamningurinn er einstak- ur á heimsvísu að því leyti að hann kveður á um jafnan rétt og aðgang allra aðildarþjóða til veiða á og innan landsvæðisins. Norð- mönnum er heimilt að grípa til verndaraðgerða en þær verða að koma jafnt niður á borgurum allra aðildarríkjanna. Þeir tóku hins vegar þann pól í hæðina árið 1977 að stofna 200 sjómílna fiskveiðilögsögu kring- um Svalbarða en svæðið sam- anstendur af tæplega 160 eyjum. Síðan þá hafa norsk yfirvöld túlk- að það svæði sem norska efna- hagslögsögu þvert á stofnsamn- inginn og vilja meina að sá samn- ingur gildi ekki frá fjögurra sjó- mílna landhelgi að 200 sjómílna mörkunum. Aðildarríkin í upphafi voru níu talsins en í dag eiga yfir 40 ríki aðild að Svalbarðasamningnum. Mörg þeirra eiga lítilla hagsmuna að gæta á svæðinu en ekkert þeirra ríkja sem stundað hefur veiðar svo norðarlega hefur fall- ist á yfirráð Norðmanna að 200 sjómílunum. Annað sem skiptir Íslendinga máli eins og fram hef- ur komið í máli sjávarútvegsráð- herra er varðandi hugsanleg nýt- ing annarra auðlinda í framtíð- inni. Kolavinnsla hefur löngum farið fram á Svalbarða og ekki er talið ólíklegt að málmar eða jafn- vel olía finnist þar í jörðu. Telja margir að verði ekki gerðar at- hugasemdir við framferði Norð- manna á vettvangi á borð við al- þjóðadómstóla sem fyrst verður litið svo á í framtíðinni að skapast hafi hefð fyrir yfirráðum Norð- manna og alþjóðleg lög taki mið af því. Veiðireynsla eða ekki veiðireynsla Íslendingar eru ekki eina þjóð- in sem á í vandræðum vegna framkomu Norðmanna. Rússar hafa einnig lent í sömu aðstæðum en við fiskiveiðiúthlutun undan- farin ár virðast Íslendingar bera hvað skarðastan hlut frá sameig- inlegu borði. Með því að senda deiluna til Alþjóðadómstólsins í Haag fæst úr því skorið endan- lega hver réttur Íslands og allra annarra aðildarþjóða er í raun en ekki hvað Norðmenn álita að hann sé. Ýmsir embættismenn hafa lát- 18 19. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR AFTUR TIL FORTÍÐAR Keppni í kúluvarpi á Ólympíuleikunum fór fram á leikvangnum þar sem keppt var á leikunum til forna. VIÐSKIPT Samanlagður hagnaður KB banka og danska bankans FIH sem KB banki hefur tryggt sér kaup nam tæpum tíu milljörðum króna á fyrri hluta ársins. Sá danski hagnaðist um 3,8 millj- arða íslenskra króna fyrstu sex mánuði ársins. Bankinn hefur hækkað áætlun um hagnað ársins um fjögur hundruð milljónir og ger- ir ráð fyrir 7,2 milljarða hagnaði af rekstri ársins 2004. Lánasafn FIH er einkar traust, þannig nema afskriftir af útlánum fyrstu sex mánuði ársins aðeins um 200 milljónum íslenskra króna sem er brot af því sem íslensku bankarn- ir hafa verið að afskrifa. Búist er við því að KB banki gangi frá kaupunum á FIH í byrjun september. Líklegt er að samstæðu- uppgjör verði gert frá fyrsta júlí og rekstrar FIH muni gæta að fullu í næsta uppgjöri KB banka. KB banki gefur ekki upp áætlaða ársafkomu en gera má ráð fyrir að hagnaður sameinaðs banka muni slaga í 20 milljarða króna fyrir árið 2004. ■ Milljarða króna verðmæti í húfi Gróflega má áætla að verðmæti þeirra sjávarafurða sem íslensk fiskiskip veiða við Svalbarða nemi minnst milljarði króna hin síðari ár. KB BANKI OG FIH Hagnaður fyrstu sex mánuði ársins: KB banki 6,1 milljarður FIF 3,8 milljarðar Samtals: 9,9 milljarðar HERMAÐUR Í ÍRAK Halliburton sér meðal annars um fæði og þvott fyrir hermenn. Bandaríkjaher: Halliburton fær borgað BANDARÍKIN, AP Varnarmálaráðu- neytið hefur hvikað frá hótun sinni um að greiða fyrirtækinu Halli- burton ekki allar þær fjárhæðir sem fyrirtækið hefur rukkað fyrir þjónustu við bandarískar hersveit- ir í Írak og Afganistan. Ráðuneytið hafði hótað því að halda eftir hluta greiðslunnar þar sem fyrirtækið hefur verið sakað um að rukka stjórnvöld um mun hærri fjárhæð- ir en það geti réttlætt. Málið hefur vafist fyrir stjórn- völdum og hefur frestur Halli- burton til að rökstyðja reikning- ana tvisvar verið framlengdur. Dick Cheney varaforseti var áður stjórnandi Halliburton. ■ HÆKKUÐ ÁÆTLUN Danski bankinn FIH hefur hækkað áætlun sína um hagnað frá því að skrifað var undir samning um kaup KB banka á FIH. Samanlagður árshagnaður bankanna stefnir í að slaga í 20 milljarða. KB banki og FIH fyrri hluta árs: Tíu milljarða króna hagnaður SVALBARÐI Byggð er á fjórum eyjanna í klasanum en alls teljast um 160 eyjar til svæðisins í heild. Talsvert er um kolavinnslu auk fiskveiða og rann- sóknir sýna að í jarðlögum eru ágætar líkur á að finna málma eða olíu þó ekkert hafi enn fundist. B A R E N T S H A F S P IT Z - B E R G E N LONGYEARBYEN (Stækkað svæði) Ísland Grænland Noregur ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐINN BURT Argentísk yfirvöld hafa hafnað íhlutun Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins í sín efnahagsmál en Argentínumönnum þykir starfs- menn sjóðsins vera farnir að skipta sér of mikið af innanlands- málum sem snerta þá ekki. Efna- hagslífið í landinu hefur verið í gjörgæslu undanfarin ár en nú horfir til betri vegar. ■ ARGENTÍNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.