Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 19
ið hafa eftir sér að Norðmenn séu ekki vissari en svo um rétt sinn að enginn íslenskur togari hafi verið tekinn vegna meintra ólöglegra veiða. Hið rétta er að Hæstiréttur í Noregi dæmdi skipstjóra og út- gerðir tveggja togara til sekta árið 1994 vegna veiða innan fiskvernd- arsvæðisins. Var niðurstaðan sú að aðgangur að svæðinu væri skammtaður með tilliti til veiði- reynslu og slíka reynslu hefðu Ís- lendingar ekki. Tveir lögspeking- ar sem Fréttablaðið leitaði álits hjá treystu sér ekki til að meta réttarstöðu Íslands færi Sval- barðadeilan alla leið til dómstóla þar sem hvorugur hafði kynnt sér málið til hlítar. Ljóst má þó vera að ekki er víst að úrskurður al- þjóðadómstóls verði endilega Ís- lendingum í hag. Engar forsendur eru til að ætla slíkt þar sem stofn- samningur Svalbarða er einstakur og því engin fordæmi til í alþjóð- legu réttarkerfi. Ákvörðun íslenskra stjórn- valda virðist ekki vera tekin ýkja alvarlega í Noregi ef marka má fjölmiðlaumfræðu um málið. Norska ríkisútvarpið hefur ekki séð ástæðu til að birta grein um stöðuna sem upp er komin og ekk- ert var um málið á norskum sjón- varpsstöðvum í gær. Nóg veiði en mikið eftirlit Gylfi Viðar Guðmundsson, skipstjóri á Huga frá Vestmanna- eyjum, var að landa í Neskaup- stað eftir langan túr frá Sval- barða. „Þetta er dágóð vegalengd. Við erum tæplega þrjá sólar- hringa á leiðinni en það er vel þess virði ef vel fiskast. Sannast sagna erum við að meta hvort við förum aftur á þessar slóðir.“ Gylfi segir að veiðarnar hafi gengið mjög vel allan tímann. „Það liðu þarna nokkrir dagar sem við veiddum ekkert þar sem við þurftum að gera að svo mikl- um afla. Við frystum um 90 tonn á sólarhring og í það þarf 200 tonn af síld. Hins vegar voru Norð- mennirnir duglegir við að koma um borð og kanna alla hluti. Eitt skipti komu þeir fyrir hádegi og fóru ekki aftur fyrr en seint um kvöldið.“ Fimm íslensk fiskiskip voru að veiðum við Svalbarða þegar Norðmenn lokuðu fyrir veiðar að kvöldi 15. ágúst. Tvö þeirra héldu þaðan í Smuguna en lítið orðið vart enn sem komið er. ■ 19FIMMTUDAGUR 19. ágúst 2004 GT verktakar: Taka ekki við rekstri sjúkrabíla KÁRAHNJÚKAR Forsvarsmenn GT verktaka vísa því alfarið á bug að þeir hafi keypt eða hyggist kaupa sjúkrabifreiðar þær er notaðar eru af Impregilo við Kárahnjúka. Hefur fyrirtækið starfað mikið fyrir Impregilo síðan fram- kvæmdir við Kárahnjúka hófust en aldrei hafi slíkt komið til tals. Eins og fram hefur komið ríkir mikil óánægja meðal sjúkra- starfsmanna að Kárahnjúkum. Hyggjast flestir segja upp störf- um innan tíðar miðað við óbreytt ástand. Herma heimildir að Impregilo vilji fá verktaka til að taka að sér akstur og rekstur þeirra fimm sjúkrabifreiða sem notaðir eru á Kárahnjúkasvæðinu héðan í frá. Hefur nafn GT verk- taka komið upp í því sambandi enda samstarf fyrirtækjanna auk- ist jafnt og þétt undanfarna mán- uði. Fullyrða þeir að ekkert slíkt sé á döfinni enda sé akstur sjúkra- bifreiða langt frá þeirra megin- rekstri sem snýr fyrst og fremst að vinnuvélum og hópferðabílum. Benda þeir einnig á að fyrirtækið hafa staðið skil á öllum launum og tengdum gjöldum og hefur það fengist staðfest. Tveir dagar séu síðan Vinnueftirlitið yfirfór öll tæki og bíla verktakanna og stóð- ust þeir alla skoðun. ■ Árás hákarls: Beit haus af manni BANDARÍKIN, AP Hákarl réðst á mann úti fyrir ströndum Mendo- cino-sýslu í Kaliforníu og beit af honum hausinn. Strandgæslan hefur fundið lík mannsins en höfuð hans er hvergi að finna. Maðurinn var að kafa í grunnu vatni þegar hákarlinn réðst á hann. Félagi mannsins varð vitni að árásinni úr bát sem hann var á. Hann segir að árásin hafi ekki staðið yfir í nema fimm sekúndur. Eftir það hafi öllu verið lokið. Þetta er fyrsta banaslysið af völdum árásar hákarls í Kaliforn- íu í eitt ár. ■ VINNUSVÆÐI KÁRAHNJÚKASTÍFLU Forsvarsmenn GT verktaka segja alls ekki á döfinni að kaupa og reka sjúkrabíla Impregilo við Kárahnjúka. MEÐALHITI Í LONGYEARBYEN Á SVALBARÐA Vetur -14 Sumar +6 VEIÐAR ÍSLENSKRA SKIPA VIÐ SVALBARÐA 2004 46 þúsund tonn* 2003 20 þúsund tonn 2002 64 þúsund tonn * gróflega áætlað verðmæti á þessu ári er einn og hálfur milljarður króna. ALBERT ÖRN EYÞÓRSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING SVALBARÐADEILAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.