Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 24
Framsóknarkonur fá það óþvegið Það leikur allt á reiðiskjálfi í Framsókn- arflokknum í kjölfar auglýsingar 40 framsóknarkvenna hér í Fréttablaðinu á þriðjudag þar sem þær skor- uðu á þingflokk sinn að virða lög flokksins við val á ráðherrum í yfirvofandi stólaskiptum. Til að ræða þetta mál fengu Kast- ljóssmennirnir Benedikt Sigurðsson og Sigmund- ur Davíð Gunnlaugsson þær Eirnýju Vals, stjórnar- konu í Landssambandi framsóknarkvenna, og Önnu Kristinsdóttur borgarfulltrúa í sjónvarpssal í fyrrakvöld. Það vakti at- hygli hversu aðgangsharður og önugur Sigmundur var í garð gesta sinna og var engu líkara en þær hefðu gert eitthvað á hlut hans. Ekki er þekkt hvar Sig- mundur stendur í pólitík en hitt er vitað að hann er af gegnum framsókna- rættum, því faðir hans er Gunn- laugur M. Sigmundsson, fyrr- verandi þingmaður Fram- sóknarflokksins. Frjálshyggjumenn á flótta Allt útlit er fyrir að sigur Bolla Thoroddsen og félaga yfir lista Helgu Árnadóttur í s t j ó r n a r k o s n i n g u m Heimdallar muni draga nokkurn dilk á eftir sér. Frjáls- hyggjumenn úr stuðningsmannaliði Helgu telja sig eiga litla samleið með nýju forystunni og eru jafnvel að hugsa sér til hreyfings með Björgvin Guð- mundssyni, fyrrverandi formann Heimdallar, fremstan í flokki. Þeir sem þekkja vel til beggja fylk- inga segja litlar sem engar líkur á að þær nái saman undir merkjum Heimdall- ar. Er ástandinu lýst á þann veg að óvildin sé svo stæk að frekar myndu menn í liðunum ganga til samstarfs við ungliðahreyfingu Vinstri grænna heldur en hvor annan. Tvö lönd innan OECD hafa nú um tveggja áratuga skeið leyft vindum fríverzlunar og frjálsr- ar samkeppni að næða um land- búnað til jafns við annan at- vinnurekstur. Þessi lönd eru Ástralía og Nýja-Sjáland. Reynsla þeirra af landbúnaði án styrkja á erindi við önnur OECD-lönd, þar sem landbúnað- urinn er enn á ríkisframfæri – og þá ekki sízt við okkur Íslend- inga, því að hér heima er land- búnaðurinn enn sem jafnan endranær þyngri á fóðrum en alls staðar annars staðar í heim- inum nema í Sviss og Noregi. Fram yfir 1980 naut land- búnaður í Ástralíu og á Nýja- Sjálandi svipaðra sérkjara og tíðkuðust annars staðar um iðn- ríkin og tíðkast þar enn. Árið 1984 var svo komið, að beinir og óbeinir ríkisstyrkir til bænda á Nýja-Sjálandi námu þriðjungi af tekjum þeirra (þetta hlutfall hér heima er nú 70% skv. skýrslum OECD). Nýsjálenzka ríkisstjórnin sá í hendi sér, að þetta ástand gat ekki gengið til frambúðar, og ákvað þá að létta öllum hömlum af búvöruviðskiptum í einu vet- fangi svo að segja og afnema jafnframt alla bústyrki og nið- urgreiðslur. Þessi róttæka breyting var liður í frívæðingu þjóðarbúskaparins í heild þarna suður frá, en um þetta leyti var mjög af Nýja-Sjálandi dregið. Landið hafði verið með- al ríkustu landa heims um 1950, en það hafði sigið smám saman niður eftir listanum yfir þjóð- artekjur á mann í iðnríkjum og var nú einum mannsaldri síðar nálægt botni listans. Ástralska ríkisstjórnin venti einnig sínu kvæði í kross, þótt ástandið væri skárra þar en á Nýja-Sjá- landi. Kúvendingin í Ástralíu vakti þó minni athygli í útlönd- um, þar eð Ástralar tóku sér ívið lengri tíma til verksins en grannar þeirra: Ástralar kusu að leysa málið í áföngum frekar en einum rykk, en þeir gengu eigi að síður vasklega til verks. Uppskurðurinn í landbúnað- armálum beggja landa fór fram í sátt við bændur. Lykillinn að sáttinni var sá, að uppskurður- inn var hluti víðtækra umbóta, sem tóku til marga þátta efna- hagslífsins í einu, svo að bænd- ur þóttust sjá, að næstum allir sætu við sama borð. Það skipti sköpum. Því var spáð í upphafi, að 8.000 býli myndu leggjast í auðn án verndar, en svo fór þó ekki. Þegar upp var staðið, þurftu aðeins 800 bændur á Nýja-Sjálandi að bregða búi, eða 1% allra bænda. Það var allt og sumt. Svipað var uppi á teningnum í Ástralíu. Bændur í báðum löndum löguðu sig fljótt og vel að nýjum aðstæðum: þeir hættu að haga framleiðslu sinni eftir styrkjum og uppbótum úr ríkissjóði og löguðu hana held- ur að óskum og þörfum neyt- enda. Frjáls markaður fékk að ráða ferðinni. Samsetning framleiðslunnar breyttist. Margir bændur hættu til að mynda sauðfjárrækt og hófu vínrækt í staðinn, og það tókst svo vel, að Ástralía og Nýja- Sjáland hafa á skömmum tíma skipað sér í röð fremstu vín- ræktarlanda heimsins. Sauð- fjárstofninn á Nýja-Sjálandi minnkaði úr 70 milljónum fjár í 50 fyrstu tíu árin eftir 1984. Bændur hagræddu búrekstrin- um á ýmsa lund. Birgjar þeirra snarlækkuðu til dæmis verð á aðföngum til bænda – vitandi það, að bændur voru ekki leng- ur á ríkisjötunni og þurftu því að horfa í hverja krónu eins og aðrir. Umskiptin voru samt ekki sársaukalaus. Landareignir bænda lækkuðu um fimmtung í verði, og má af því ráða, hversu búverndin hafði verið bökuð inn í verð á landi. En ástandið lagað- ist fljótt aftur. Innan tíu ára hafði landbúnaðarframleiðslan aftur náð fyrri styrk, og hún hefur sum árin síðan vaxið örar en önnur framleiðsla á Nýja- Sjálandi, enda hafa bændur ver- ið að nema ný lönd: vínrækt, ávaxtarækt, jarðhnetur o. s.frv. Galdurinn er þessi: markaður- inn sendir bændum arðvænlegri skilaboð en ríkisvaldið um það, hvað borgar sig og hvað ekki. Bændur kunna vel að bregðast við skilaboðum markaðsins. Framleiðni í landbúnaði – virð- isaukinn á hvert ársverk – hefur nær tvöfaldazt á Nýja-Sjálandi síðan 1983, og hann hefur aukizt um helming í Ástralíu. Um- hverfisspjöll af völdum land- búnaðar hafa minnkað til muna, þar eð ræktarland og áveitur nýtast nú betur en áður og áburðarnotkun hefur hjaðnað, enda hefur niðurgreiðslu áburð- ar verið hætt. Enginn skyni borinn bóndi í þessum tveim löndum hinum megin á hnettinum lætur sér það til hugar koma að lýsa eftir afturhvarfi til búverndarstefn- unnar. Þeir dagar eru liðnir og koma trúlega aldrei aftur. Bændur eru þvert á móti stoltir af því að standa nú á eigin fót- um. Þeim hefur aldrei gengið betur: þeir eru sjálfstætt fólk. ■ Í dag er ekki hægt annað en að taka ofan fyrir Eggerti Magnússyni,formanni Knattspyrnusambands Íslands. Þegar honum datt í hugað stefna að því að fá fleiri en átján þúsund manns til að mæta á vináttuleik íslenska landsliðsins og þess ítalska hafa sjálfsagt fáir orðið til þess að hvetja hann. Það liggur við að það séu mannleg viðbrögð við svona hugdettum manna að telja þeim hughvarf, draga úr, efast um möguleikana – jafnvel tilganginn. En Eggert er blessunarlega þeirrar gerðar að hann lætur ekki úrtölur stöðva sig. Hann hefur áður fram- kvæmt ýmislegt sem öðrum hefur fundist hæpið að gæti gengið upp og veit því hversu stutt getur verið á milli hugmynda og framkvæmda. Lík- lega er fátt annað en viljinn þarna á milli. Ef við viljum ekki að eitthvað gangi – þá gengur það náttúrlega ekki. Og ef við viljum eitthvað nægjan- lega mikið, þá er meira en líklegt að svo verði ef það er þá á einhvern hátt framkvæmanlegt. Það sem verður er þá oftast það sem við viljum – hvort sem viljinn beinist til framkvæmda eða því að fátt gerist eða verði. Ef við viljum fá átján þúsund manns á völlinn þá koma átján þúsund manns á völlinn. Og ekki skortir fólk sem vill taka þátt í einhverju stóru eða merku. Fólk er í raun svelt af slíkum tækifærum. Það er fremur að því sé sagt að framlags þess sé ekki vænst. Ef einhver beinir sann- gjarnri og einlægri ósk til fólks um þátttöku þá mæta ekki aðeins átján þúsund heldur fleiri. Við ættum að þakka Eggerti framtak hans og draga af því lærdóm. Við getum haft þetta samfélag okkar stórhuga, dálítið ófyrirsjáanlegt og skemmtilegt eða við getum haft það smátt í hugsun og verkum, fyrirsjá- anlegt og dálítið þröngsýnt og leiðigjarnt. Hvorugu er þröngvað upp á okkur. Valið er okkar. Ef okkur finnst of margt vera smátt í samfélaginu og við of veikburða til stórra verka þá er það vegna þess að við viljum hafa það þannig. Ef við viljum annað þá stendur til boða að breyta til. Blessunarlega er Eggert ekki eini stórhuga Íslendingurinn sem hefur auðgað samfélagið með framkvæmdagleði sinni. Í vikunni var Latibær frumsýndur í bandarísku sjónvarpi – sérkennileg hugdetta sem Magnús Scheving hefur gert að miklu ævintýri. Um helgina verður Menning- arnótt í Reykjavík og við getum rétt ímyndað okkur hversu mörgum fannst sú hugmynd klén fyrir nokkrum árum. Að ekki sé talað um Hinsegin daga sem lyftu Reykjavík enn einu sinni fyrir fáum dögum. Eða Hrafn Jökulsson og skák-trúboð hans. Og mörg fleiri dæmi önnur – en sem mættu vera fleiri. Það kom eitthvað fyrir okkur á tuttugustu öld sem varð til þess að við misstum sjónar af mikilvægi einstaklingsins í samfélaginu. Einhverra hluta vegna fengum við meiri áhuga á hópum, straumum og stefnum í sögunni og það var nánast bannað að velta fyrir sér áhrifum einstaklinga á söguna og samfélagið. Ef einhver einstaklingur tók frumkvæði var ein- hver til að benda á að ef sá hefði ekki gert það hefði einhver annar lík- lega orðið til þess. Þetta má vera í sjálfu sér rétt – en er jafnframt eins vitlaust og hugsast getur. Samfélagið er safn einstaklinga og ef enginn þeirra tekur af skarið þá gerist náttúrulega ekkert. Og þá hafa allir ákveðið að láta einmitt það gerast – að ekkert gerist. Allt þar til að mönn- um eins og Eggerti Magnússyni dettur eitthvað í hug og telja sér full- komlega heimilt að hrinda því í framkvæmd. Þá er gaman að lifa. 19. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR MÍN SKOÐUN GUNNAR SMÁRI EGILSSON Afreksmaður á Laugardalsvelli Tilbrigði við búvernd ORÐRÉTT FRÁ DEGI TIL DAGS Það kom eitthvað fyrir okkur á tuttugustu öld sem varð til þess að við misstum sjónar af mikilvægi einstaklingsins í samfélaginu. Einhverra hluta vegna feng- um við meiri áhuga á hópum, straumum og stefnum í sögunni og það varð nánast bannað að velta fyrir sér áhrifum einstaklinga á söguna og samfélagið. ,, jk@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablað- inu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG LANDBÚNAÐUR ÁN STYRKJA ÞORVALDUR GYLFASON Enginn skyni borinn bóndi í þessum tveim löndum [Ástralíu og Nýja-Sjálandi] hinum megin á hnettinum lætur sér það til hugar koma að lýsa eftir afturhvarfi til búverndar- stefnunnar. ,, Ha? Faðir Sophiu, Rúnar Sophus Hansen, er langafi dóttur Sophiu. Frétt í DV undir fyrirsögninni „Halim Al og Sophia eignuðust barnabarn“ (þar sem aftur virðist hlaupið yfir eina kynslóð!). DV 17. ágúst. “Sjálfumglaðir montrassar“ Hvernig skyldu ritstjórar DV, eða þeir álitsgjafar sem unnið hafa í sjónvarpi, bregðast við ef þeir læsu um sig að þeir væru „sjálfumglaðir montrassar“, „eins og litlir krakkar sem vissu ekki neitt í sinn haus“, „fengju hvergi í veröldinni vinnu á öðru dagblaði en DV“ eða „ljótir menn sem hafa ekkert til mál- anna að leggja nema prentvill- ur“? Víkverja Morgunblaðsins er nóg boð- ið eftir að hafa lesið helgarblað DV. Morgunblaðið 18. ágúst. Heldur tveir? Snorri Sturluson er ekki lengur einn Fyrirsögn í Morgunblaðinu. Morgunblaðið 18. ágúst. Hættið að kvarta og kveina! Gleymið gróðurhúsaáhrifunum og öllum hræðsluáróðrinum um heilsufar okkar. Við búum á hamingjuríkasta, heilbrigðasta og friðsamlegasta tímaskeiði mannkynssögunnar. Michael Hanlon vísindaritstjóri Daily Mail í grein í vikuritinu Spectator í endursögn Jakobs F. Ásgeirssonar rithöfundar. Viðskiptablaðið 18. ágúst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.