Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 27
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 126 stk. Keypt & selt 32 stk. Þjónusta 50 stk. Heilsa 10 stk. Skólar & námskeið 3 stk. Heimilið 14 stk. Tómstundir & ferðir 14 stk. Húsnæði 33 stk. Atvinna 45 stk. Tilkynningar 3 stk. Tíkó og tagl BLS. 4 Góðan dag! Í dag er fimmtudagurinn 19. ágúst, 232. dagur ársins 2004. Reykjavík 5.32 13.31 21.29 Akureyri 5.07 13.16 21.23 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Kristján Freyr Halldórsson er bóksali og trommuleikari í hljómsveitinni Reykjavík, sem er á stöðugri uppleið. Hann hefur mjög gaman af því að vaska upp og ástæðan er meðal annars sú að hann hlustar alltaf á tón- list á meðan: „Mér finnst ég ekki geta hlust- að á tónlist nema vera að gera eitthvað ann- að. Ef ég kaupi mér nýja plötu þá get ég ómögulega sest inn í stofu fyrir framan græjurnar og hlustað stíft heldur er ég fyrr en varir farinn að bauka eitthvað. Ég veit ekki af hverju þetta er en hef lesið viðtöl við tónlistarmenn þar sem þeir segjast alltaf þurfa að prufukeyra lögin sín við einhverjar aðrar aðstæður en í stúdíói, til dæmis í bíln- um. Tónlist verður að virka með einhverju öðru og í daglega lífinu. Ég hlusta líka á og gagnrýni mína eigin tónlist þegar ég vaska upp. Ég var til dæmis í plötuupptökum fyrir jólin í fyrra og þá var ég mjög duglegur í eldhúsinu. Þegar ég þarf að hlusta sérstak- lega vel á eitthvað fer ég ósjálfrátt að nota fleiri glös og diska til að safna í gott uppvask og skamma konuna fyrir að vaska upp áður en ég kem heim. Svo finnst mér frábært að fá fólk í mat og reyni að fá konuna mína til að elda marga rétti til að fá meira til að vaska upp. Henni finnst alveg frábært að geta gert það sem henni sýnist í eldhúsinu án þess að hafa áhyggjur af uppvaskinu.“ Krist- ján hefur í mörg horn að líta á næstunni. Fram undan er Menningarnótt þar sem hann hefur veg og vanda af dagskránni í Bókabúð Máls og menningar en einnig verður hann að spila finnskan tangó um allan bæ. Þannig að uppvaskið verður að bíða … Kristján Freyr er draumamaður hverrar konu: Elskar að vaska upp tiska@frettabladid.is Kristján Freyr vaskar upp við hvert tækifæri. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í TÍSKU Til sölu Ford Thunderbird árg. ‘73. Til- boð óskast. Uppl. í s. 892 5299. Hvolpar til sölu af hinu frábæra Vorsteh alhliðaveiðihundakyni. Mjög hátt verð- launaðir foreldrar á sýningum, veiði- og sækipr. Tilbúnir 25.8., tryggðir, m/heilsuvottorð og ættb. frá HRFÍ. S. 565 1322 & 894 1322. Coleman Tacoma 12” árg. 2002, upp- hækkað, 220W rafm., skyggni, ísskápur ofl. Verð 1.090 þ. S. 577 3777. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Í dag eru 1.614 smáauglýsingar á www.visir.is Tískufatnaður á viðráðanlegu verði virðist vera að gera góða hluti í hinum stóra tískuheimi. Nú er ekki aðalmálið að eiga tíu þús- und króna nærbuxur eða hund- rað þúsund króna bol heldur eru frægir hönnuðir farnir að fórna sér fyrir fjöldaframleiðsluverslanir. Eins og margir vita er Karl Lager- feld farinn að hanna föt fyrir H&M samfara því að hanna sín dýru hátískuföt. Nú fetar Isaac Mizrahi í fótspor hans og hannar fyrir Target, sem er af svipuðum toga og H&M. Það nýjasta er að ritstjóri hins virta tískutímarits Vogue, Anna Wintour, hefur ekkert á móti þessari ódýru tísku þó að hún hafi löngum ver- ið þekkt fyrir að klæðast eingöngu dýrum merkj- um eins og Chanel. Tónleikarnir Fashion Rocks munu marka upphafið að tískuvikunni í New York, sem hefst þann 8. september. Tónleikarnir verða sýndir í beinni á Fox- sjónvarpsstöð- inni þann 26. ágúst. Meðal skemmtikrafta á tónleikunum verða Usher, Rod Stewart, Beyoncé, Black Eyed Peas, Alicia Keys og fleiri. Í kjöl- farið verður gefið út fylgiblað sem skýrir hvernig tónlistin hefur haft áhrif á tískuna í gegnum árin. Þetta blað mun fylgja flestum stærstu tískutímaritum heims eins og Vogue og Vanity Fair. Enn fremur verður mánaðarlöng sýn- ing í Frægðarhöll rokksins í Cleveland í tilefni af þessu. Þjóðarleiðtoginn Silvio Berlusconi er ekki bara heims- frægur fyrir stjórnmálastílinn sinn heldur hefur hann nú getið sér gott orð í tískuheiminum. Berlusconi sást með klút um höfuðið ekki fyrir löngu og var óspart gert grín að honum. Nú er stað- an heldur betur öðruvísi þar sem Berlusconi virðist hafa skapað nýja tísku sem hefur tröllriðið Evr- ópu í sumar. Höfuðklútar seljast upp í flestum löndum og þarf að panta þá frá löndum utan Evrópu. Reyndar er það ekki aðeins Berlusconi sem hefur komið á þessari tískubylgju því stórstirni eins og David Beckham hafa einnig sést með slíkan höf- uðbúnað. Tommy Hilfiger fyrirtækið, sem þekkt er fyrir þægilegan fatnað og fylgihluti, hefur í hyggju að færa starfsemi sína úr New York-borg og loka einni af dreifingarmið- stöðunum í New Jersey. Þetta kemur í kjölfar 7,6 milljóna doll- ara taps fyrirtækisins á fyrsta árs- fjórðungi. Miðstöðinni í New Jers- ey mun verða lokað í enda sept- embermánaðar en flutningarnir eiga sér ekki stað fyrr en í lok marsmánaðar á næsta ári. Tískuskrifstofan Eskimo Mod- els býður nú upp á alvöru tísku- ljósmyndun. Tekin er mynd áður en viðkomandi er farðaður og stíliseraður. Önnur mynd er tekin eftir og er munurinn gríðarlegur, enda gæti seinni myndin átt heima í einhverju virtu tískutíma- riti. Viðkomandi fær fimm myndir á disk sem eru fullunnar í Photos- hop og kostar þessi þjónusta 16.900 krónur. Námskeið á Spáni: Ný og betri Sumarferðir efna til viku- námskeiðs fyrir konur á öll- um aldri í haust. Á námskeið- inu er meðal annars farið í líkamsrækt, kjarkæfingar, jóga og hugleiðslu. Haldnir verða fyrirlestrar um heilsu, næringu, stress og aukakíló, svo eitthvað sé nefnt. Nám- skeiðið verður haldið á glæsi- legu hóteli í Albir á Spáni. Edda Björgvinsdóttir leik- kona og Bjargey Aðalsteins- dóttir íþróttafræðingur sjá um skipulagða dagskrá alla dagana. Verðið er 68.900 kr. og er þá innifalið flug, skattar, gist- ing, morgun- og kvöldverður, námskeiðið sjálft, íslensk fararstjórn og menningar- og matarferð í fjöllin. Verðið miðast við að tveir séu saman í herbergi og bókað sé á net- inu. Tvö námskeið verða hald- in, 14. og 21. október, og er takmarkaður fjöldi tekinn á hvert námskeið. Nánari upplýsingar og dag- skrá er að finna á vef Sumar- ferða, sumarferdir.is. ■ Námskeið fyrir konur verður haldið á ströndum Spánar í haust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.