Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 29
Út í heim 3FIMMTUDAGUR 19. ágúst 2004 Kaffi Duus er fallega sett við bryggjuna og býður upp á sjóferðir. Kaffi Duus: Sjávarréttir við smábátahöfnina Kaffi Duus í Keflavík er einn þeirra snotru veitingastaða á landinu sem njóta þess að vera við sjávarsíðuna, sem verður að teljast mjög vel við hæfi í útgerðarbæ. Smábátahöfnin blasir við með því athafnalífi sem þar er og Berg- ið myndar bakgrunninn. Vinsældirnar leyna sér heldur ekki, að minnsta kosti var þétt setið þar daginn sem Frétta- blaðsfólk var á ferð. Ferðamenn kunna greinilega vel við sig á þessum stað. Sjávarréttir setja svip á annars fjöl- breyttan matseðilinn; skötuselur, hum- ar, steinbítur og margar fleiri gómsætar tegundir. Súpa í brauðhleifi er eitt af því sem hægt er að ganga að vísu og kjúklinga- salatið nýtur sér- legra vinsælda, að sögn starfsfólks. Kaffi Duus stendur á söguríku svæði þar sem allt er kennt við kaup- manninn Duus. Nú hefur pakkhús- um hans verið breytt í sýningarsali og söfn en veitinga- staðurinn er nýrri af nálinni og var opn- aður fyrir sex árum. Hann hefur verið stækkaður einu sinni og auk þess byggð stór verönd sem snýr út að bryggjunni. Útsýnið er í algerum sér- flokki, bæði að degi til og ekki síður að kvöldi þar sem Keflvíkingar hafa verið svo framtakssamir að lýsa upp Bergið með ljóskösturum. ■ Laugavegi 26, Kringlunni og Smáralind Þessar plötur á tilboði í tilefni af tónleikunum í Laugardagshöll 20. ágúst. Miðasala í öllum verslunum Skífunnar. Animal Serenade New York Greatest Hits Very Best Of Transformer Velvet Underground And Nico FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Kristín Stefánsdótt- ir ber ilmandi fisk- rétti á borð. Vikuferð til Costa del Sol 24. ágúst er á tilboði hjá Plúsferðum. Ferðin kostar 40.070 kr. á manninn, miðað við að tveir ferðist saman. Gist er á Hotel Beach. Innifalið í verðinu eru flug, gist- ing, ferðir til og frá flugvelli, íslensk far- arstjórn og flugvallaskattar. Vikuferðir til Portúgals eru á tilboði hjá Úrval Útsýn. Möguleiki er á að velja um brottför 24. ágúst, 31. ágúst og 7. september. Stúdíóíbúð kostar tæp 50.000 krónur á manninn en gisting í íbúð með einu herbergi kostar 54.000. Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, akstur til og frá flugvelli erlendis, ís- lensk fararstjórn. 1.800 króna forfalla- gjald er ekki innifalið. Ef bókað er sím- leiðis eða á skrifstofu greiðist bókunar- og þjónustugjald sem er 2.000 kr. á mann. Mallorcaferð í viku kostar tæp 40.000 kr. miðað við tvo í íbúð á tilboði hjá Heimsferðum. Brottför er 25. ágúst. Þremur dögum fyrir brottför kemur í ljós á hvaða hóteli er gist. Innifalið í verði er flug, gisting og íslensk farar- stjórn. Ferðir til og frá flugvelli kosta 1.800 krónur, flugvallaskattar kosta 3.690 kr. og forfallagjald er 1.800 krón- ur. Alls kostar ferðin því rúmar 47.000 krónur á manninn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.