Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 30
Stutt, sítt, bylgjur, slétt, ljóst, rautt, tagl, toppur, fléttur og tíkó, allt er þetta reglulega til skiptis inni og úti í hár- tískunni. Taglið er búið að vera vinsælt undanfarið, hliðartagl var áberandi síðastliðið sumar og vetur og það heldur velli en með nýjum útfærslum. Málið er að vera með millisítt hár, tekið saman í svolítið tuskulega tíkar- spena, hátt eða lágt tagl, hliðartagl eins og áður segir eða mörg lítil tögl. Höfuðklútur fer vel með mismunandi töglum sem og skraut eins og perlur eða leðurreimar. Leyfið hugmyndafluginu að njóta sín. ■ Tónlistarmaðurinn Andre 3000 í hljómsveitinni Out- kast var valinn best klæddi karlmaðurinn í heiminum af tímaritinu Esquire á dögunum. Nú er ráð fyrir hvern karlmann að kíkja á Andre karlinn, apa eftir honum tískuna og vera flottur í tauinu. Laugarvegi - Reykjavík Dalshrauni - Hafnarfirði Skólabraut - Akranesi Hólmgarði - Reykjanesbær á frábæru verði VETRARÚLPUR 3990.- kíktu á úrvalið!! verð kr. - 3 litirStelpu úlpa verðdæmi: Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. Haustvörurnar komnar Opnum í dag með fulla búð af glæsilegum haustfatnaði Laugavegi 32 sími 561 0075 Gleraugnaframleiðandinn Booth & Bruce England hefur ekki starfað lengi en hefur þó slegið í gegn á alþjóðamarkaði. Hann kom fyrst fram á sjónarsviðið 1999 á gleraugnasýningu í London og eftir það fóru hjólin að snúast. Booth & Bruce selur nú gleraugu um allan heim og er Yoko Ono einn af þekktustu við- skiptavinunum. Gleraugun henta öllum og eru á viðráðanlegu verði. Umboðsaðili Booth & Bruce-gleraugna er gleraugna- verslunin Sjáðu á Laugavegi 32. Nú um helgina verður haldin sér- stök gleraugnasýning í verslun- inni í tilefni menningarnætur „Hér kemur maður frá Booth & Bruce sem sér um markaðs- málin. Hann kemur með alla lín- una, öll módel og öll form. Von- andi kemur hann líka með frum- gerðir af gleraugum sem ekki eru komin á markað. Sýningin hefst á morgun og verður einnig á laugardaginn. Síðan ætlar mað- ur frá Booth & Bruce að ferðast um landið og ég vona að ég fái að halda gleraugum lengur þannig að sýningin vari í nokkra daga í viðbót,“ segir Gylfi Björnsson, eigandi verslunarinnar Sjáðu. Á morgun er sýningin opin til klukkan 19 en á laugardaginn til klukkan 21. Sjáðu hefur selt Booth & Bruce-gleraugu frá upphafi og hafa þau verið mjög vinsæl. Gleraugun eru mjög jarðbundin en samt töff. Þau eru í litum eins og brúnum, svörtu, glæru og kopar og henta öllum. „Þó að gleraugun henti öllum þá hafa þau samt karakter. Ég lít á gler- augu sem skartgrip og það á ekki að fara í feluleik með gler- augun. Gleraugu eiga að vera töff. Ef þú vilt ná sambandi við manneskju verður að ná augn- sambandi ef hún á að heyra það sem þú ert að segja. Ef fólk þarf gleraugu á annað borð eiga þau að vera töff,“ segir Gylfi, sem er með öðruvísi pöntunarkerfi en margir. „Ef ég sel gleraugnapar finnst mér það fínt því þá get ég pantað annað. Ég hugsa ekki eins og sumir sem panta inn það sem selst vel. Ég fer eftir hug- sjóninni hjá Booth & Bruce að skipta mjög ört um týpur og hafa sífellda hreyfingu á úrval- inu. Það er það sem gerir þetta skemmtilegt.“ lilja@frettabladid.is Hártískan: Tagl og tíkó Ekki asnalegt lengur Nýjasta nýtt í tískuheiminum er nælur. Þó ótrúlegt megi virðast þá eru jafnt ungir sem aldnir að skreyta sig með nælum þótt áður fyrr hafi bara mömmur, ömmur og langömmur bor- ið þær. Nú eru nælurnar settar hvar sem er; á töskur, hatta, skó og jafnvel gallabuxur. Gleymdu fortíð nælanna sem þú berð! Nú eru engar reglur um hvernig þær eigi að vera og hvað. Reyndu bara að finna litríkustu og fal- legustu næluna sem hentar þér og smelltu henni hvar sem er. Prófaðu að kíkja í Kolaportið og reyndu að finna einhverjar gamlar og sætar eða skelltu þér í næstu snyrtivöruverslun til að finna einhverja hefðbundnari. [ ALLT Í NÆLUM ] Gylfi Björnsson er eigandi Sjáðu og mun halda gleraugnasýningu í versluninni um helgina. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Gleraugnasýning á Menningarnótt: Jarðbundin en samt töff Á LAUGARDÖGUM Hin hliðin á bílum Stærsti bílamarkaður landsins Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is - mest lesna blað landsins -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.