Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 32
Er ekki kominn tími til að taka til í geymslunni eða búrinu, ja eða ísskápnum? Ef einhver óútskýranleg lykt er farin að gjósa upp úr þessum stöðum, þá sérstaklega ísskápnum, er eitthvað að. Taktu þér smá tíma og komdu öllu í lag – þér líður betur á eftir. Skólavörðustíg 21,Reykjavík, Sími 551 4050 Bróderuð sængurverasett. Krónur 4.900. Sængurverasett með blúndu Krónur 2.200. Skipholt 35 Sími 588 1955 www.rekkjan.is NEVER TURN YOUR MATTRESS AGAIN Technology so advanced, it´s TURN-FREE Sumartilboð Amerískar lúxux heilsudýnur – Betra verð, betri gæði – Sólbekkur TILBOÐ KR. 21.700 (Verð áður kr. 27.200) Auðir veggir pirra marga og þá er ráð að reyna að skreyta þá á sem fallegastan máta. Þegar listaverk eða myndir í ramma eru hengd upp er mikilvægt að skipuleggja það vel svo naglar séu ekki lamd- ir í fallega veggi að ástæðulausu. Gott ráð er að taka allt sem þú ætlar að hengja á vegginn, ef það er fleiri en einn rammi, og raða því saman á gólfinu. Þannig getur þú skipulagt vegginn áður en þú byrjar að hamra. Ekki samt reyna að koma öllum myndum sem þú átt fyrir – það tekst aldrei. Ekki hrúga endalaust mörgum mynd- um á lítinn vegg heldur veldu nokkrar fallegar úr og komdu þeim fyrir á smekklegan hátt. ■ Ekki er vænlegt að troða öllum mynd- um á einn vegg - það er sóðalegt. Listin að skreyta vegg: Góð skipulagning í fyrirrúmi Nú eru skólarnir að byrja og fær- ist það í aukana að unglingar á menntaskólastigi þurfa að vinna mikla vinnu í tölvu. Margir skólakrakkar ferðast utan af landi í höfuðborgina til að feta skóla- brautina og þurfa oft að sætta sig við fremur þröngan húsnæðis- kost. Í litlum íbúðum getur oft reynst erfitt að skipta um skoðun, hvað þá að koma fyrir almenni- legri vinnuaðstöðu. „Lykilatriðið er að einingin sé lítil, á hjólum og að allt dót tengt skólanum komist í hana. Skólafólk er yfirleitt með fartölvu þannig að góð brella er að fá sér litla einingu á hjólum sem er um það bil áttatíu sinnum sextíu sentimetrar. Gott er að hafa skúffur sitt hvoru megin við eininguna, sem getur þá haldið utan um alla papp- íra og möppur sem fylgja skólanum. Hæðin fer svo eftir því hvort viðkom- andi finnst gott að vinna í sófa eða í stól,“ segir Þórdís Zoëga, hönnuður Félags hús- gagna- og innanhúsarkitekta. „Það er mjög mikilvægt að ein- ingin sé ekki föst ef viðkomandi býr í litlu rými. Í lítilli íbúð með einu svefnherbergi, eldhúsi og baðherbergi er ekki gott að koma inn fastri vinnustöðu. Það góða við færanlega einingu er líka það að viðkomandi getur fært vinnu- aðstöðuna í öll herbergi íbúðar- innar, allt eftir þörfum og stemn- ingu. Stundum vill maður læra í eldhúsinu og stundum í stofunni. Fólk þarf síðan einungis að finna út hvar það vill helst læra, í sófa eða við stóla, og vinna einingu út frá því,“ segir Þórdís. Þórdís hefur reyndar ekki séð svona einingu hér á landi en efast þó ekki um að hún sé til ein- hvers staðar. Einnig bendir hún á að hægt er að skoða markaðinn og setja eininguna saman sjálfur. „Það er mikið úr- val af skrifstofuvörum í til dæmis Pennanum og IKEA. Það sem er mikil- vægt er að hjólin séu góð og stór og með bremsum. Síðan er hægt að kaupa kassa eða hólk og setja tilbúnar einingar inn í hann, eins og til dæmis plast- skúffur. Breiddin fer í raun og veru eftir breidd fartölvunnar og músinnar og eins og einu A4 blaði.“ Í IKEA eru til svokölluð MIKA- EL-tölvuborð. Borðið er úr birki og er úr hjólum. Ef um fartölvu er að ræða er hægt að leggja hana til hliðar þegar hún er ekki í notkun og nota tölvuborðið sem skrif- borð. Einnig er mikið úrval af hillueiningum og skúffueiningum í IKEA sem hægt er að bæta inn í vinnuaðstöðu. lilja@frettabladid.is Búið við þröngan kost: Lítil og nett vinnuaðstaða „Lykilatriðið er að einingin sé lítil, á hjólum og að allt dót tengt skólanum komist í hana,“ segir Þórdís Zoëga hönnuður. Mikið úrval er af skúffueiningum í IKEA sem hægt er að setja inn í vinnuaðstöðu. Öryggis- hurðir B Í L S K Ú R S OG IÐNAÐAR H U RÐ I R Smíðað eftir máli Hurðir til á lager Eldvarnar- hurðir ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 MIKAEL-tölvuborðið getur líka nýst sem skrifborð og er einkar hentugt á hjólum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.