Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 43
VONBRIGÐIN UPPMÁLUÐ Ragnheiður Ragnarsdóttir var langt frá sínu besta í undan- rásum í 100 metra skriðsundi í gær. Hún var svekkt í lok sundsins. Fréttablaðið/Teitur FIMMTUDAGUR 19. ágúst 2004 31 ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Keppni í kúluvarpikarla og kvenna hófst og lauk í gær á Ólympíuleikunum í Aþenu. Það er þó keppnisstaðurinn sjálfur sem vekur hvað mesta athygli og stal í raun sen- unni frá keppendunum. Það er ólympíuleikvangurinn forni sem staðsettur er við þorpið Olympíu en á honum hefur ekki verið keppt í rúm 1.600 ár. Já, það er liðið eitt ár- þúsund og 600 hundruð ár að auki, frá síðustu keppni! Það var blessaður kallinn hann Þeódósíus I keisari sem bannaði leikana árið 393. Irina Korzhanenko, frá Rússlandi,sigraði í kúluvarpi kvenna með kasti upp á 21,06 metra, en það er lengsta kast ársins. Önnur var kúb- verska stúlkan Yumileidi Cumba, hún varpaði kúlunni 19,59 í síðasta kastinu. Bronsið hirti síðan þýska stúlkan Nadina Kleinert með besta kasti hennar í ár. Lærisveinn Vésteins Hafsteinsson-ar, Íslandsmethafa í kringlukasti og fyrrverandi landsliðsþjálfara okkar Íslendinga í frjálsíþróttum, Daninn Joachim Olsen, gerði góða hluti í kúluvarpinu. Hann komst í úrslitin á aðeins einu kasti upp á 20,78 metra en lágmarkið inn í úrslitin var 20,40. Enski landsliðs-maðurinn og leikmaður Englands- meistara Arsenal, Ashley Cole, segir að Arsenal myndi vinna enska lands- liðið ef liðin mættust í dag. Hann segir einnig að Arsenal eigi mjög mikið inni og setji stefnuna á fleiri en einn titlil á nýhöfnu tímabili: „Ef ég á að vera hreinskilinn þá tel ég að Arsenal sé með sterkara lið en enska landsliðið. Landsliðið er mjög gott en Arsenal hefur innanborðs ótrúlega góða leikmenn eins og Thi- erry Henry og Patrick Vieira,“ sagði Ashley Cole. Verslun Odda Höfðabakka 3 110 Reykjavík Símasala: 515 5100 Verslun: 515 5105 Netverslun: www.oddi.is VESTURLANDSVE GUR BÍLDSHÖFÐI LANDSBANKINN VERSLUN VAGNHÖFÐI TANGARHÖFÐI DVERGSHÖFÐI HÖFÐABAKKI H Ö F Ð A B A K K I HÚSGAGNAHÖLLI N Full búð af skólavörum fyrir námsmenn á öllum aldri HP Compaq nx9105 15” Verð: 159.900 Tölvukaupalán Íslandsbanka Verð 5.595 kr. á mánuði með tölvukaupaláni Íslandsbanka. M.v. 35 mánaða lán, meðalgreiðsla. Fartölvutaska fylgir að auki með tölvukaupalánum Íslandsbanka. MP3 geislaspilari fylgir* Litakassi Verð: 599 Strokleður Verð frá: 79 Tússpennar Verð frá: 499 Micro Fresh skólataska Verð: 6.499 Freedom bakpoki Verð: 3.699 Component bakpoki Verð: 4.499 Pennaveski Verð frá: 649 Reiknivélar Verð frá: 399 Kauptu skólavörurnar í Odda og freistaðu þess með söng að fá þær endurgreiddar! Allar upplýsingar á www.oddi.is l í i i ll l i i i Skemmtilegar skólavörur * á m eð an b ir gð ir e nd as t O dd i H ön nu n L 27 49 Stabilo´s move easy pennar Verð: 499 Ragnheiður Ragnarsdóttir komst ekki áfram: Er verulega svekkt ÓLYMPÍULEIKAR Ragnheiður Ragnars- dóttir setti sér það takmark að bæta sinn besta tíma í 100 metra skriðsundi í Aþenu en það lá ekki fyrir henni. Ragnheiður náði sér aldrei á strik í lauginni í Aþenu og kom síðust í mark í sínum riðli. Tíminn var síður en svo eitthvað til að hrópa fyrir. 58,47 sekúndur en Ragnheiður á best 56,74 sek- úndur. „Ég get ekki neitað því að ég var verulega svekkt þegar sund- inu lauk. Ég ætlaði mér miklu meira en bara einhvern veginn fann mig aldrei,“ sagði Ragnheið- ur döpur í bragði í gær. Hún var að taka þátt á sínum fyrstu ólympíuleikum í gær og það er meira en að segja það að taka þátt á ólympíuleikum, sagði Ragnheið- ur. „Þetta er mjög stressandi en núna veit ég hvernig þetta er þan- nig að ég verð kannski ekki eins stressuð í næsta sundi,“ sagði Ragnheiður en hún tekur þátt í 50 metra skriðsundi á föstudag en líkt og í 100 metra skriðsundinu hefur hún verið að bæta Íslandsmetin oft á þessu ári. „Það verður mun þægilegra sund því ég veit núna hvernig til- finningin er þannig að ég ætti að vera minna stressuð.“ henry@frettabladid.is JALIESKY GARCIA Hann fann loks fjölina sína í gær og stóð fyrir sínu. Garcia skoraði sex mörk í gær og var með markahæstu mönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR Vil gera of mikið í einu ÓLYMPÍULEIKAR „Loksins sigruðum við,“ sagði Jaliesky Garcia Padron hlæjandi eftir leikinn. „Ég held að menn hafi verið svolítið stressaðir í fyrstu leikjunum en mönnum mun líða betur eftir þennan sigur. Við erum að leggja okkur mikið fram og eigum þetta skilið.“ Garcia hefur átt misjafna leiki í Aþenu en hefur aldrei misst kjarkinn og ávallt haldið áfram. Hann gerði það líka í gær og kom mjög sterkur inn í síðari hálfleikn- um. „Ég veit ég hef ekkert verið neitt sérstaklega góður og það er kannski af því að ég vil gera svo mikið í einu. Strákarnir hafa verið duglegir að peppa mig upp og ég verð að vera einbeittari í mínum leik,“ sagði Garcia en hann telur að þetta hafi verið úrslitaleikur fyrir liðið. „Við sögðum að við yrðum að vinna þennan leik og við myndum ekki fá mikið fleiri tækifæri ef þessi leikur tapaðist. Við urðum að skemmta okkur og þegar við skemmtum okkur gengur allt bet- ur. Mér líður alveg stórkostlega eftir þennan leik og er mjög ham- ingjusamur. Ég veit við eigum eft- ir að vinna fleiri leiki.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.