Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 51
FIMMTUDAGUR 19. ágúst 2004 debenhams S M Á R A L I N D ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 55 80 08 /2 00 4 Þú færð 2.000 kr. gjafaávísun í Debenhams þegar þú verslar fyrir 10.000 kr. eða meira í barnadeild. Tilboðið gildir til og með 25. ágúst. Glaðningur fylgir kaupum í barnadeild. E-kortshafar fá 2,5% endurgreiðslu af því sem keypt er í Debenhams. TILBOÐ sem klæðir börnin The Roots: The Tipping Point „Ég hef lesið nokkra dóma þar sem gagnrýnendur kvarta sáran yfir því að þetta sé of „poppuð“ plata frá sveitinni. Ég er ekki einn þeirra, ég elska popp og svona vil ég hafa góðar poppplötur. Takk fyrir mig.“ BÖS Animal Collective: Sung Tongs „Þrátt fyrir að vera súrari en sítróna er hrein unun að renna þessari plötu í gegn. Hún getur vissulega verið erfið áheyrnar á köflum, og maður þarf að gretta sig einstaka sinnum, en það er vel þess virði. Það er einkennilegur, en vingjarnlegur andi yfir allri henni, dálítið eins og að sjá manneskju frosna í klaka á ströndinni í Nauthólsvík á heitasta degi árs- ins... eða var það bara enn eitt flassbakkið?“ BÖS The Album Leaf: In a Safe Place „Það er ekkert undarlegt að Sigur Rósar menn hafi laðast að tónlist Jimmy. Þetta er ambient-elektró- rokk sem auðveldlega er hægt að líkja við þeirra eigin tónlist. Þó er öllu léttara yfir The Album Leaf og lítið um skammdegisdramatík. Eiginlega bara þvert á móti, því af tónlistinni að dæma hefur Jim- my greinilega liðið mjög vel hérna.“ BÖS Singapore Sling: Life is Kill- ing My Rock’N’Roll „Töffararnir í Singapore Sling eru við sama heygarðs- hornið á þessari nýju plötu sinni. Letilegt eyðimerkur- rokkið, vælandi feedback í bakgrunni og einfaldleik- inn; allt er þetta til staðar. Breytingin er ekki mikil frá því á síðustu plötu og kannski ekki mikil þörf á því. Hún virkaði nefnilega vel og skapaði sveitinni sinn eigin stíl. Það helsta sem var að þar voru svipaðar lagasmíðarnar sem leiddi til þess að platan varð þreytandi til lengdar. Sama er uppi á teningnum hér.“ FB The Hives: Tyrannosaurus Hives „The Hives hljóma á nýju plötunni eins og þeir hljómuðu á fyrri plötunni. Þegar ég tók viðtal við þá á Hróarskeldu sögðu þeir mér að þeir hefðu þróað hljóm sinn heilmikið á þessari plötu, en það er bara ekki satt. The Hives hljóma enn eins og hópur ofvirkra kaffidrekkandi kórdrengja frá smá- bæ í Svíþjóð sem trúa því að þeir séu The Ramo- nes endurfæddir.“ BÖS Brúðarbandið: Meira! „Tónlistin er pönk út í gegn með einföldum hljóm- um og einfaldri úrvinnslu. Enginn snilldar hljóð- færaleikur, söngur eða eitthvað slíkt heldur meira reynt að gera hlutina nægilega góða til að þeir komist til skila og að skilaboðin komist á framfæri. Þetta er nokkuð skemmtileg plata og augljóst að Brúðarbandið hefur líka skemmt sér vel.“ FB Jesse Malin: The Heat „Vegna þess hversu einsleit platan er mun hún lík- legast vera skilin eftir í þoku gleymskunnar. En við áttum rólegar og notalegar stundir saman, ég og Jesse Malin. Veit samt ekki hvort við munum halda sambandi.“ BÖS Badly Drawn Boy: One Plus One Is One „Á One Plus One Is One sýnir kappinn á sér nokkr- ar hliðar. Hann fer dýpra ofan í þjóðlagahefðina en hann hefur gert áður en gleymir ekki að semja grípandi lög. Þessi nýjasta afurð Badly Drawn Boy inniheldur allt það besta sem ég hef heyrt frá lopahúfumanninum loðna.“ BÖS The Fiery Furnaces: Gallows- bird’s Bark „Miðað við að ég hef ekki enn hitt neinn sem heldur vatni yfir tónleikum sveitarinnar á Hró- arskeldu er ég byrjaður að draga þá ályktun að þessi sveit njóti sín betur á tónleikum. Platan er vissulega mjög áhugaverð, og góð, en snilldin lek- ur ekki alveg af henni... maður þarf svolítið að hafa fyrir því að nudda hana af.“ BÖS The Flavors: Go Your Own Way „Go Your Own Way er áreynslulaus poppplata með sína kosti en hefur því miður ekkert nýtt fram að færa. Bragðdauft er kannski besta orðið yfir hana. Kaldhæðnislegt en engu að síður staðreynd.“ FB !!!: Louden Up Now „Það er skylda að hlusta á þessa plötu á fullum styrk og þó þið þurfið að leggja töluvert á ykkur til þess að finna þessa plötu, látið þá verða af því. Louden Up Now verður án efa ein af plötum árs- ins, !!! er bylting.“ BÖS Velvet Revolver: Contraband „Velvet Revolver kemur bara nokkuð á óvart, átti allt eins von á að þetta væri aum tilraun gamalla rokkara til að ná sér í smá aur enda hefur útkom- an af svoleiðis ævintýrum verið allt önnur en góð hingað til. Contraband er hins vegar ágætis frum- raun frá Velvet Revolver, sem er vonandi komin til að vera.“ SJ Fear Factory: Archetype „Archetype er ekkert meistaraverk, lumar bara á sprettum hér og þar, en er mér þó meira að skapi en fyrri verk hljómsveitarinnar.“ SJ The Cure: The Cure „Þetta er reiða hliðin á The Cure sem hefur fengið að fljóta með í nokkrum lögum áður, en sem hef- ur aldrei verið splæst á heila plötu. Þetta er hug- rökk plata og tilraunir Ross Robinson ganga upp. Besta og heilsteyptasta plata The Cure frá því að Disintegration kom út árið 1989.“ BÖS Janet Jackson: Damita Jo „Óumdeilanlega hefur einlægnin verið víðs fjarri þegar þessi plata, Damita Jo, var unnin. Maður sér fljótlega í gegnum þunnan undirtón plötunnar og sígild en dauðþreytt formúlan að selja Janet sem kynlífstákn. Janet Jackson er fær í flest, sungið get- ur hún, en hér gerir hún allrækilega í buxurnar.“ SJ Birgir Örn Steinarsson Freyr Bjarnason Smári Jósepsson [ SMS ] UM NÝJUSTU PLÖTURNAR Gagnrýnandi Fréttablaðsins er ennþá að dilla sér eftir að hafa hlustað gaumgæfi- lega á nýjustu plötu The Roots, sem er poppuð í meira lagi. PLATA VIKUNNAR | Á HVAÐ ERU GRÚSKARARNIR AÐ HLUSTA? | Anna Katrín, söngkona af guðs náð og umsjónarmaður 17/7 á PoppTívi „Hef verið að hlusta mikið á nýju plöt- una með The Hives, Tyrannosaurus Hives. Mér finnst hún mjög góð. Hafði ekk- ert hlustað á hina af viti. Þetta er svolítið svipuð tónlist samt og þeir hafa verið að gera áður. Þeir halda alveg sínu striki og það leynast alveg melódíur í sumum lög- unum þeirra. Þetta er ekki bara algjört rokk.“ Benedikt Reynisson, konungur undirdjúpanna og umsjónar- maður Karate, X-ið 977 „Ég er búinn að vera í Krautrokk-stuði síðustu misserin. Það sem er búið að rata undir nálina og geislann eru plöt- ur með hljómsveitum á borð við Can, This Heat og Chrome. This Heat gaf út plötuna Deceit árið 1981 og var hún algjör framúrstefna á þeim tíma. Einnig hef ég verið að hlusta á nýjustu plötu Wilco, A Ghost is Born, og er hún frábær. Hið kristilega og án efa eitt framsæknasta hip-hop tvíeyki samtímans, Soul Junk, hefur verið í uppáhaldi hjá mér lengi og hef ég verið að hlusta á 1958 sem kom út með þeim í fyrra. Síðast en ekki síst hef ég verið að hlusta fyrstu skífu The Mae Shi sem heitir Terrorbird og var hún að koma út fyrir stuttu. Tónlist þeirra er mjög áköf og á köflum taugastrekkjandi, einskonar blanda af Liars, Captain Beefheart, Boredoms og Devo. Ólafur Páll Gunnarsson, forseti Rokklands á Rás 2 „Ég hef lítið hlustað á tónlist þessa viku. Ég hef mest verið að hlusta á disk sem fylgir með nýjasta Uncut-blað- inu, hann heitir Summer of Motown. Þarna eru Marvin Gaye, The Tempta- tions, The Supremes og Smokie Robinsson and the Miracles. Þetta er sándtrakk vikunnar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.