Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 52
Það voru fáir mættir á Laugardals- völlinn þegar Geir Ólafsson steig fyrstur á svið á upphitunartónleik- um, sem Einar Bárðarson skipu- lagði og fóru fram fyrir vináttu- landsleikinn gegn Ítalíu í gærkvöld. Geir tók þar gamla Sinatra-slagar- ann New York, New York og tók nokkur spor með, undirtektir voru takmarkaðar enda völlurinn hálf- tómur, tónleikarnir vel þess virði að missa af þeim í huga meirihluta þeirra sem ætluðu á völlinn og áttu þátt í að bæta 30 ára gamalt aðsókn- armet á vellinum. Það var einkenni- legt að sjá jakkafataklæddan amer- ísk-íslenskan stórsöngvara eins og Geir spranga um sviðið í kvöldsól- inni á fótboltavelli, hann á helst heima á dimmari stað og reykmett- aðri þar sem fólk getur dansað og dreypt á drykkjum. Eurovisionfarinn Yesmin var næst á sviðið ásamt dönsurum og söng tvö lög við undirleik upptöku. Það voru einkar geld lög og lítið grípandi sem gleymast í eigin sí- bylju áður en þau klárast, verða að einhverju suði fyrir eyrunum á manni þannig maður man ekki hvernig þau hljóma. Söngkonan öskraði „meiri dans“ og kallaði á þrjá karlkynsdansara, unglings- drengi sem skoppuðu fram á sviðið og dönsuðu hipp-hopp eins og mað- ur sá í Tónabæ 1991. Stundum veit maður ekki af hverju sumt fólk er að standa í því að taka þátt í skemmtanabransanum en ætli ein- hver þurfi ekki líka að búa til ónýta tónlist. Inn í upptökuna af tónlist- inni kom rödd sem rappaði á amer- ísku. Það er hálftilgangslaust að koma fram fyrir fólk ef ekkert fer fram fyrir augunum á því og þótt maður vilji ekki fjalla á neikvæðan hátt um þá sem koma fram er skár- ra að segja sannleikann en að ætla að kreista eitthvað jákvætt út úr engu. Idol-stjarnan Kalli Bjarni kom næstur fram og með honum hljóðfæraleikarar sem var viss létt- ir af eftir innantómt tölvusándið úr síðustu lögum. Kalli Bjarni er með dæmigerða íslenska sveitaballa- rödd og syngur þokkalega þótt rödd hans sé ekki að neinu leyti sérstök eða frábrugðin öðru sem maður hef- ur heyrt. Textarnir voru þunnir enda væri það fásinna að ætlast til þess að þeir væru metnaðarfullir, enda snúast slíkar tónsmíðar ekki um að róa á djúpið með orðum held- ur um að gera eitthvað einfalt og grípandi sem skilst auðveldlega. Viðlagið í einu laganna hans Kalla Bjarna var: „Þú lifir aðeins einu sinni á þessum stað í þessu skinni.“ Hann er alveg ágætur poppari og á örugglega framtíðina fyrir sér á poppsviðinu. Sveppi og Auddi, sjónvarpsmenn úr 70 mínútum sem kynntu hljóm- sveitirnar á tónleikunum, stálu oft senunni eða björguðu því sem bjargað varð með skemmtilegheit- um eftir sérlega vondar uppákomur á sviðinu. Þeir kynntu til sögunnar börn sem höfðu týnt foreldrum sín- um á leiknum og hótuðu því að bjóða þau hæstbjóðendum ef for- eldrar þeirra næðu ekki í þau eða í versta falli ættleiða þau sjálfir ef enginn vildi kaupa þau. Sveppi lét gamlan draum úr barnæsku sinni rætast milli atriða þegar hann skokkaði léttur á fæti inn á völlinn með rauðan plastbolta og skoraði í annað markið með bylmingsskoti, notfærði sér tækifærið til að skora loksins á Laugardalsvellinum við mikinn fögnuð áhorfenda. Einar Bárðarson, athafnamaður og skipuleggjandi tónleikanna, stóð við sviðið allur rauðþrútinn af ís- lenska sumrinu, ánægður og glaður eins og Elmer Fudd þegar hann er nýbúinn að borða Kalla kanínu. Hann hlýtur að vera einn allra hæfi- leikaríkasti maðurinn á sínu sviði, sá sem á hvað mestan þátt í að gera marga af listamönnunum sem fram komu á tónleikunum að því sem þeir eru. Maður fær það á tilfinninguna að hann rói eingöngu eftir brott- kastinu en alltaf kemur hann því einhvern veginn í verð. Sennilega hafa aldrei jafn margir hæfileika- lausir listamenn verið með jafn hæfan umboðsmann eða kannski verður umboðsmaðurinn að vera svona fær þegar efniviðurinn er þetta takmarkaður. Mér varð aftur létt þegar Í svörtum fötum kom fram á sviðið með Jónsa söngvara í miklu stuði í broddi fylkingar, hann er fullur af orku og látum, smitar út frá sér til áhorfenda sem fylgdu honum í æð- inu. Hann hljóp út fyrir sviðið og til áhorfenda og tók í hendurnar á yngstu áhorfendunum sem voru neðst í stæðunum. Hlljómsveitin var þétt og kraftmikil, gítarleikar- inn og Jónsi rödduðu vel saman og voru í miklum fíling, áhugi þeirra á því sem þeir eru að gera skín í gegn. Auddi kom fram eftir lögin og sagði að setja þyrfti söngvarann á rítalín, slíkur var æsingurinn, það væri gaman að fá að vera Jónsi í einn dag til að átta sig á honum og hvernig einn maður getur verið svona orku- mikill. Skítamórall var líka þarna, þeir tóku gamla slagara og gerðu það á hefðbundinn hátt, voru sæmi- lega þéttir, með þrjá gítara í einu laginu sem haldið var uppi af ágætri bassalínu. Aðalgítarleikari sveitarinnar, Gunnar, átti að syngja það lag en hélt því ekki, Einar Ágúst tók við í því næsta og gerði það bet- ur. Mórallinn var alveg þokkalegur þótt oft hafi þeir verið smurðari í flutningi sínum, það er eins og kom- ið sé smá ryð í þá enda búnir að vera nokkuð lengi í þessu. Óþarft er að tala um Nylon eða Love Guru sem voru á svipuðum slóðum og Yesmin. Ég veit ekki hvort eitthvað vaki fyrir þeim í flutningi sínum annað en sýniþörf. Vonandi áttu þau bara afskaplega slæman dag. Paparnir mættu síðastir á svið 40 19. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR SKÍTAMÓRALL Tók tvö lög á tónleikunum í gær og gerði það þokkalega. PAPAR Rifu stemninguna upp í lok tónleikanna með þjóðlegum lögum sem fólki dillaði sér við. NYLON Ungstirnin í Nylon voru léleg og fengu litlar undirtektir frá áhorfendum, enda flutningur þeirra tilþrifalítill. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Upphitunartónleikarnir fyrir landsleik Íslendinga gegn Ítölum voru á heildina litið frekar þunnir: Litlar undirtektir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.