Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 57
„Hún verður ívið stærri en í fyrra,“ segir Víðir Reynisson hjá Hjálpar- sveit skáta í Reykjavík um flug- eldasýninguna sem slær botninn í Menningarnótt. Víðir hefur haft umsjón með sýningunum mörg undanfarin ár og gætir sín á að hafa hana aldrei eins. „Það er alltaf eitt- hvað að bætast við og nú eru komn- ar nýjar bombur sem eflaust vekja lukku.“ Erfitt er að slá á umfang sýningarinnar en hún mun standa í um tíu mínútur. Skotið er úr tveim- ur opnum gámum sem báðir eru troðnir af flugeldum. „Að auki erum við með stórar sýningatertur sem við dreifum um hafnarbakk- ann.“ Víðir og hans menn hófu undir- búning fyrir um tíu dögum en alls koma sex hjálparsveitarmenn að skipulagningu og uppsetningu sýn- ingarinnar. Víðir játar aðspurður að miklar pælingar liggi að baki. „Það þarf að huga vel að litasamsetningu og þeirri hæð sem flugeldarnir ná. Þetta þarf að stilla allt saman svo myndin verði sem fallegust.“ Upp- byggingin er líka mikilvæg, sýning- in fer hægt af stað en þó með nokkrum hápunktum, krafturinn eykst um miðbikið og endirinn á að vera þannig að hann festist í hugum fólks. Þó að Víðir hafi annast flugelda- sýningar í átján ár hefur hann sjálf- ur séð þær fáar. Hann er nefnilega með hugann við stjórnborðið, þaðan sem öllu er stýrt, og má lítt vera að því að horfa til himins. ■ FIMMTUDAGUR 19. ágúst 2004 Ef fer eins og í fyrra verða það ekki Metallica, Lou Reed, Korn eða aðr- ar erlendar stórstjörnur sem spila á stærstu tónleikum ársins hér á landi. Lögreglan í Reykjavík áætlar að um 80 þúsund manns hafi séð Stuðmenn, Sálina hans Jóns míns og Quarashi á Menningarnótt í fyrra. Ef veðurspáin gengur eftir á laugardag er vel hugsanlegt að svipaður fjöldi safnist saman til þess að sjá Egó, Brimkló, Írafár og Leaves. „Þetta var mitt barn í fyrra og eftir tónleikana leið mér bara eins og Rocky Balboa eftir að hann var nýbúinn að rota Rússann,“ segir Ólafur Páll Gunnarsson, forseti Rokklands á Rás 2, sem ýtti þeirri hugmynd af stað í fyrra að halda stærðarinnar tónleika á bakkanum. „Í fyrra var þetta sett upp sem af- mælistónleikar Rásar 2 og þá voru engin áform um að gera þetta aftur. Svo tókst þetta bara svo vel, þetta eru einfaldlega fjölmennustu tón- leikar sem haldnir hafa verið á landinu. Ég bjóst við mörgum, en þetta var alveg framar öllum mín- um vonum. Þegar eitthvað tekst svona vel er bara ekki hægt að bakka út.“ Þessa dagana er undirbúnings- vinnan á fullu fyrir tónleikana, og hljóðkerfaleiga Exton undirbýr að setja upp eina mögnuðustu úti- veislu sem haldin hefur verið hér á landi. Einnig segir Óli Palli að ómögulegt sé að halda svona tón- leika án styrktaraðila og að tölu- verð vinna hafi farið í það að trygg- ja þá. „Þetta er náttúrlega síðasta at- riðið fyrir flugeldasýninguna þan- nig að þetta spilar allt saman. Í fyrra kom fólk fyrr niður á bakk- ann og safnaðist saman á þessu svæði. Þetta var algjörlega stór- kostlegt.“ Tónleikunum verður útvarpað í beinni útsendingu og svo fara upp- tökurnar inn á safn Rásarinnar þar sem þær verða geymdar „um aldur og ævi“, eins og Óli orðar það. Greinilega gerir hann sér mikla grein fyrir mikilvægi Rásar 2 sem sögulegs safns tónlistarmenningar á Íslandi. „Við reynum að hafa breidd í þessu. Það hefur lítið heyrst í - Leaves lengi. Svo vildum við hafa poppband, eins og Írafár. Menning- arnótt er skemmtun fyrir alla fjöl- skylduna, þannig að við reynum að stíla inn á það. Hver sveit spilar í 30 til 40 mínútur. Gömlu brýnin Brim- kló og Egó enda þetta svo.“ Skemmtileg staðreynd að Egó skuli loka tónleikunum á eftir Brim- kló í ljósi þess að Bubbi Morthens söng nú einu sinni, reyndar með Ut- angarðsmönnum, sönglínuna; „Ég er löggiltur öryrki. Hlusta á HLH og Brimkló!“ Leaves stígur á svið kl. 20.30. Plötusnúðurinn Óli Ofur, sem er ekki Óli Palli, ætlar að renna lögum í gegn frá 19.30. ■ „Leið eins og Rocky Balboa“ TÓNLIST MENNINGARNÓTT ■ Óli Palli á Rás 2 undirbýr stærstu tón- leika ársins á Hafnarbakkanum. QUARASHI Gestarapparinn Opee og Steini stara yfir mannhafið á tónleikum Quarashi í Hafnarbakkanum í fyrra. Flugeldasýningin aldrei glæsilegri FLUGELDAR Á LOFTI Nokkrum nýjungum verður bætt inn í sýn- inguna í ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.