Fréttablaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 1
FISKVEIÐIRÉTTINDI Aðild Íslendinga að Evrópusambandinu myndi kosta afsal á stjórn fiskveiða, að sögn Bens Bradshaw, sjávarút- vegsráðherra Bretlands. „Ef sérstök undanþága yrði gerð fyrir Íslendinga sem gæfi ykkur fullt vald á fiskimiðunum væri mjög erfitt að neita öðrum aðildarríkjum ESB um hið sama. Það myndi leiða til þess að sam- eiginleg fiskveiðistefna ESB lið- aðist í sundur. Það er þörf á sam- eiginlegri fiskveiðistefnu og ef hún væri ekki til staðar þyrfti að koma henni á því fiskurinn virðir ekki landamæri. Við verðum að vernda fiskistofnana í samvinnu við önnur lönd sem veiða úr þeim,“ segir Bradshaw. Hann segir að mjög erfitt yrði að samþykkja að Íslendingar fengju fullt forræði yfir fiskimið- unum. „Einfaldlega vegna þess að ég sé það ekki gerast að ESB myndi koma á 200 mílna lögsögu fyrir öll aðildarríki. Það sem við sjáum fyrir okkur er mun frekar það að breytingarnar á fiskveiðistefn- unni verði til þess að hún verði sveigjanlegri og betur verði hægt að sníða hana að þörfum hvers og eins. Til dæmis verður í haust tek- ið upp sérstakt stjórnsvæði fisk- veiða í Norðursjó sem varðar löndin sem eiga fiskveiðihags- muni þar. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta er gert innan ESB,“ seg- ir Bradshaw. „Ef við getum sýnt fram á það að innan fiskveiðistefnu ESB sé fiskveiðistjórnunarkerfi sem stuðli að sjálfbærum fiskistofnum og arðsömum sjávarútvegi, hvert sem stjórnunarkerfið verður, verður það ákjósanlegt fyrir Ís- lendinga að taka þátt í því.“ Sjá nánar síðu 20 sda@frettabladid.is MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 FIMMTUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG SÓL OG BLIÐA Víða bjartviðri en þokuloft við norður- og austur- ströndina. Hiti 20-27 stig en mun svalara í þokunni. Sjá síðu 6 12. ágúst 2004 – 217. tölublað – 4. árgangur ● ferðir ● tíska ● heimili Hannar töskur úr þæfðri ull Jóhanna Helga Þorkelsdóttir: ● vonast til að koma oftar á næstunni Þakkar fyrir sig Tomas Thordarson: ▲ SÍÐA 46 ÁRÁS ÚR VALHÖLL Gunnar I. Birgis- son túlkar höfnun borgarráðs á vatnslögn Kópavogsbæjar frá Vatnsendakrikum sem árás Valhallar á sjálfstæðismenn í Kópa- vogi. Sjá síðu 2 ÍSLENSK SKIP TEKIN Íslensk skip á Svalbarðasvæðinu fá viðvörun og verða síð- an tekin fari þau ekki að norskum lögum. Veiðibann tekur gildi á sunnudaginn. Sjá síðu 6 VERKFALL SJÚKRASTARFSFÓLKS Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo greiðir ekki laun samkvæmt samningum og virðir óskir starfsmanna að vettugi. Sjúkrastarfs- menn hafa fengið nóg og hóta verkfalli. Sjá síðu 8 BARIST Í NAJAF Harðir bardagar hafa staðið í Najaf í heila viku. Herlið Banda- ríkjamanna undirbýr stórárás á borgina. Sjíaklerkurinn al-Sadr hvetur sína menn engu að síður áfram. Sjá síðu 12 ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kvikmyndir 42 Tónlist 42 Leikhús 42 Myndlist 42 Íþróttir 32 Sjónvarp 44 VEÐUR „Þetta eru methlýindi,“ segir Björn Sævar Einarsson, veðurfræð- ingur á Veðurstofu Íslands. Hitamet- ið í Reykjavík féll í gær þegar hitinn fór í 24,8 stig í borginni. Hæsti hiti á landinu mældist 29,2 stig á Egilsstaðaflugvelli sem er ívið hærra en hæstu tölur þriðjudagsins. Þá fór hitinn víða yfir 27 stig, aðallega í uppsveitum norðaustanlands, Borgarfirði og á Suðurlandi. Þokuloft við norðvest- urströndina hefur þó valdið sval- ara veðri þar. Þokan var þó minni í gær en á þriðjudag, að sögn Björns Sævars. Búist er við áframhaldandi hægviðri og hlýindum fram á sunnudag, að sögn Björn Sævars. Áfram er gert ráð fyrir háum hitatölum þrátt fyrir að smátt og smátt kólni í veðri út vikuna. Björn Sævar býst einnig áfram við sólríku veðri og telur ekki að það fari að þykkna upp næstu dag- ana. Sjá einnig síðu 4 ÖRTRÖÐ Í NAUTHÓLSVÍK Mjög margir lögðu leið sína í Nauthólsvík í gær til þess að njóta sólarinnar í tæplega 25 stiga hita. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L SÍÐASTA GANGAN Lagt verður upp í síðustu fimmtudagsgöngu skógræktarfélag- anna klukkan átta í kvöld. Mæting er við Elliðavatnsbæinn. Með í för verður Frey- steinn Sigurðsson jarðfræðingur. Aðild þýðir afsal fiskveiðistjórnar Sjávarútvegsráðherra Breta, Ben Bradshaw, segir að aðild Íslendinga að Evrópusambandinu myndi kosta afsal eigin fiskveiðistjórnunar. Hann segir fulla þörf á sameiginlegri fiskveiðistefnu. BEN BRADSHAW Segir að það yrði mjög erfitt að sam- þykkja að Íslendingar fengju fullt forræði yfir fiskimiðunum. Methlýindi yfir landinu: Nýtt hitamet í Reykjavík Húsnæðislán: 90 prósenta lán í haust STJÓRNMÁL Árni Magnússon leggur fram frumvarp um 90 prósenta hús- næðislán í haust. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar- flokkanna segir að stefnt skuli að þessu en réttaróvissa vegna reglna á Evrópska efnahagssvæðinu hefur staðið í vegi fyrir málinu. Í gær komst eftirlitsstofnun EFTA að þeirri niðurstöðu að slíkar fyrir- ætlanir brytu ekki gegn samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Sjá síðu 16 01 Forsíða 11.8.2004 22:04 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.