Fréttablaðið - 12.08.2004, Side 1

Fréttablaðið - 12.08.2004, Side 1
FISKVEIÐIRÉTTINDI Aðild Íslendinga að Evrópusambandinu myndi kosta afsal á stjórn fiskveiða, að sögn Bens Bradshaw, sjávarút- vegsráðherra Bretlands. „Ef sérstök undanþága yrði gerð fyrir Íslendinga sem gæfi ykkur fullt vald á fiskimiðunum væri mjög erfitt að neita öðrum aðildarríkjum ESB um hið sama. Það myndi leiða til þess að sam- eiginleg fiskveiðistefna ESB lið- aðist í sundur. Það er þörf á sam- eiginlegri fiskveiðistefnu og ef hún væri ekki til staðar þyrfti að koma henni á því fiskurinn virðir ekki landamæri. Við verðum að vernda fiskistofnana í samvinnu við önnur lönd sem veiða úr þeim,“ segir Bradshaw. Hann segir að mjög erfitt yrði að samþykkja að Íslendingar fengju fullt forræði yfir fiskimið- unum. „Einfaldlega vegna þess að ég sé það ekki gerast að ESB myndi koma á 200 mílna lögsögu fyrir öll aðildarríki. Það sem við sjáum fyrir okkur er mun frekar það að breytingarnar á fiskveiðistefn- unni verði til þess að hún verði sveigjanlegri og betur verði hægt að sníða hana að þörfum hvers og eins. Til dæmis verður í haust tek- ið upp sérstakt stjórnsvæði fisk- veiða í Norðursjó sem varðar löndin sem eiga fiskveiðihags- muni þar. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta er gert innan ESB,“ seg- ir Bradshaw. „Ef við getum sýnt fram á það að innan fiskveiðistefnu ESB sé fiskveiðistjórnunarkerfi sem stuðli að sjálfbærum fiskistofnum og arðsömum sjávarútvegi, hvert sem stjórnunarkerfið verður, verður það ákjósanlegt fyrir Ís- lendinga að taka þátt í því.“ Sjá nánar síðu 20 sda@frettabladid.is MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 FIMMTUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG SÓL OG BLIÐA Víða bjartviðri en þokuloft við norður- og austur- ströndina. Hiti 20-27 stig en mun svalara í þokunni. Sjá síðu 6 12. ágúst 2004 – 217. tölublað – 4. árgangur ● ferðir ● tíska ● heimili Hannar töskur úr þæfðri ull Jóhanna Helga Þorkelsdóttir: ● vonast til að koma oftar á næstunni Þakkar fyrir sig Tomas Thordarson: ▲ SÍÐA 46 ÁRÁS ÚR VALHÖLL Gunnar I. Birgis- son túlkar höfnun borgarráðs á vatnslögn Kópavogsbæjar frá Vatnsendakrikum sem árás Valhallar á sjálfstæðismenn í Kópa- vogi. Sjá síðu 2 ÍSLENSK SKIP TEKIN Íslensk skip á Svalbarðasvæðinu fá viðvörun og verða síð- an tekin fari þau ekki að norskum lögum. Veiðibann tekur gildi á sunnudaginn. Sjá síðu 6 VERKFALL SJÚKRASTARFSFÓLKS Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo greiðir ekki laun samkvæmt samningum og virðir óskir starfsmanna að vettugi. Sjúkrastarfs- menn hafa fengið nóg og hóta verkfalli. Sjá síðu 8 BARIST Í NAJAF Harðir bardagar hafa staðið í Najaf í heila viku. Herlið Banda- ríkjamanna undirbýr stórárás á borgina. Sjíaklerkurinn al-Sadr hvetur sína menn engu að síður áfram. Sjá síðu 12 ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kvikmyndir 42 Tónlist 42 Leikhús 42 Myndlist 42 Íþróttir 32 Sjónvarp 44 VEÐUR „Þetta eru methlýindi,“ segir Björn Sævar Einarsson, veðurfræð- ingur á Veðurstofu Íslands. Hitamet- ið í Reykjavík féll í gær þegar hitinn fór í 24,8 stig í borginni. Hæsti hiti á landinu mældist 29,2 stig á Egilsstaðaflugvelli sem er ívið hærra en hæstu tölur þriðjudagsins. Þá fór hitinn víða yfir 27 stig, aðallega í uppsveitum norðaustanlands, Borgarfirði og á Suðurlandi. Þokuloft við norðvest- urströndina hefur þó valdið sval- ara veðri þar. Þokan var þó minni í gær en á þriðjudag, að sögn Björns Sævars. Búist er við áframhaldandi hægviðri og hlýindum fram á sunnudag, að sögn Björn Sævars. Áfram er gert ráð fyrir háum hitatölum þrátt fyrir að smátt og smátt kólni í veðri út vikuna. Björn Sævar býst einnig áfram við sólríku veðri og telur ekki að það fari að þykkna upp næstu dag- ana. Sjá einnig síðu 4 ÖRTRÖÐ Í NAUTHÓLSVÍK Mjög margir lögðu leið sína í Nauthólsvík í gær til þess að njóta sólarinnar í tæplega 25 stiga hita. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L SÍÐASTA GANGAN Lagt verður upp í síðustu fimmtudagsgöngu skógræktarfélag- anna klukkan átta í kvöld. Mæting er við Elliðavatnsbæinn. Með í för verður Frey- steinn Sigurðsson jarðfræðingur. Aðild þýðir afsal fiskveiðistjórnar Sjávarútvegsráðherra Breta, Ben Bradshaw, segir að aðild Íslendinga að Evrópusambandinu myndi kosta afsal eigin fiskveiðistjórnunar. Hann segir fulla þörf á sameiginlegri fiskveiðistefnu. BEN BRADSHAW Segir að það yrði mjög erfitt að sam- þykkja að Íslendingar fengju fullt forræði yfir fiskimiðunum. Methlýindi yfir landinu: Nýtt hitamet í Reykjavík Húsnæðislán: 90 prósenta lán í haust STJÓRNMÁL Árni Magnússon leggur fram frumvarp um 90 prósenta hús- næðislán í haust. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar- flokkanna segir að stefnt skuli að þessu en réttaróvissa vegna reglna á Evrópska efnahagssvæðinu hefur staðið í vegi fyrir málinu. Í gær komst eftirlitsstofnun EFTA að þeirri niðurstöðu að slíkar fyrir- ætlanir brytu ekki gegn samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Sjá síðu 16 01 Forsíða 11.8.2004 22:04 Page 1

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.